Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Björn Gíslason HRAFNHILDUR og Kristinn skoðuðu litla hanann í básnum hjá Jóni Ásgeiri. JÓN Ásgeir er sjálfur ágætur fluguhnýtingarmaður. Frjóir Þingeying- ar á Stórþingi UM 50 einstaklingar og fyrirtæki sýna framleiðslu sína á Stórþingi ‘98. HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra opn- aði atvinnuvegasýninguna Stórþing ‘98 við há- tíðlega athöfn á Húsavík á laugardag. At- vinnuvegasýningin er hluti af markaðsverk- efni Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga í því augnamiði að efla markaðsstarf þingeyskra fyrirtækja. Alls taka um 50 einstaklingar og fyrirtæki þátt í sýningunni. Á sýningunni vekja fjölbreyttar afurðir og nöfn fyrirtækja athygli. Fyrir ofan einn bás- inn stendur stórum bókstöfum Vita nova (Nýtt líf). Haukur Haraldsson útskýrir að um heiti sérstaks verkefnis sé að ræða. Verkefnið hafi orðið til í samvinnu við Friðfinn Her- mannsson, framkvæmdastjóra sjúkrahússins á Húsavík, í framhaldi af stefnumótunarvinnu á vegum sjúkrahússins. Meginmarkmiðið felist í að gera starfsmenn fyrirtækja heil- brigðari og ánægðari í vinnunni. Vita nova skiptist í andlegan og líkamlegan þátt. Andlegi þátturinn er í þremur skrefum. Fyrsta skrefið felur í sér stjómendafræðslu, þ.e. að stilla saman stjórnendur, skipuleggja aðgerðir og koma á laggirnar heilbrigðis- stjórnun þar sem mögulegt er að þróa aðgerð- ir í sambandi við forvamir og heilbrigðismál í samráði við sérfræðinga. Annað skrefið felur í sér námskeið um lífsvitund fyrir allt starfsfólk þar sem lögð er áhersla á breytt viðhorf og nýja lífssýn. Þriðja skrefið felur svo í sér skipulagningu eftirfylgni, fundað er með stjómendum og sérfræðingum um hvemig hægt sé að laga aðgerðir að þörfum viðkom- andi fyrirtækis og/eða deildar. Með líkamlega þættinum er fyrst og fremst ætlunin að vekja athygli og áhuga fólks á heil- brigðari lífsstíl. Megináherslan hefur því verið lögð á að gera framsetningu efnis lifandi og skemmtilega. Gerðar eru einfaldar mælingar og leiðbeint um aðferðir og mat á eigin heilsu- fari. Að loknu ferlinu er gert ráð fyrir áfanga- hátíðinni Finale. Haukur segir að við þróun verkefnisins hafi tvímenningamir farið í gegnum helstu rann- sóknir á lífshamingjunni. „Við komumst að því að oftast var tekið fram hversu jákvætt væri fyrir fólk að hafa vald á aðstæðunum. Lands- byggðarfólk ætti að hafa betri tök á því en höfuðborgarbúar. Hér þekkja allir alla, vita hvemig stofnanir virka og geta leitað eftir að- stoð ef þurfa þykir. Annað var að opið fólk væri alla jafna hamingjusamara en lokað. Eitt af því besta sem við getum gert fyrir börnin okkar er því að reyna að stuðla að því að þau séu opin og tengist öðram með jákvæðum hætti. Reynslan sýnir nefnilega að lokaðir ein- staklingar eiga ekki aðeins erfiðara með að tengjast öðru fólki heldur líður verr í einsemd sinni,“ segir Haukur og tekur fram að nú þeg- ar hafi starfsmenn sjúkrahússins farið í gegn- um „Nýtt líf“. Ekki sé hins vegar enn hægt að meta árangurinn, enda séu aðeins tvær vikur liðnar frá því ferlinu lauk. Náttúruleg húðvernd Gígja Kjartansdóttir frá Fossabrekku á Svalbarðssströnd hefur raðað í kringum sig litlum hvítum krakkum með smekklegum merkingum. „Ég rek ásamt fjölskyldunni fjöl- skyldufyrii-tækið Urtusmiðjuna. Urtusmiðjan framleiðir krem, smyrsl og olíur úr íslenskum jurtum. Systir mín á næsta bæ tínir jurtirnar, ég sé um framleiðsluna, sonur minn um graf- íska hönnun og eiginmaðurinn Roar Kvam um bæklingagerð og tölvuvinnslu. Ekki má heldur gleyma því að dóttir mín, sem býr á írlandi, þýðir allan texta fyrir mig á ensku. Ég sendi textann einfaldlega til hennar með tölvupósti og fæ þýðinguna til baka,“ segir Gígja. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á íslensk- um jurtum. „Ég fór að prófa mig áfram og kíkja í gamla þýska bók eftir grasalækninn Hildigerði von Bingen, sem var uppi á 12. öld, fyrir um átta áram. Framleiðslan byggist á gömlum hefðum í notkun lækningajurta svo og nútíma þekkingu í efnasamsetningu og lækningamætti jurtanna. Fyrsta afurðin var græðandi smyrsl. Græðandi, bólgueyðandi og kláðastillandi jurtir gefa smyrslinu sérstaka virkni gegn ýmsum húðvandamálum, s.s. þurrkblettum, exemi, psoriasis, gyllinæð, ör- um, sólbrana og sáram. Smám saman urðu svo til fleiri tegundir, t.d. fótaáburður, gigtar- olía, handkrem, morgunfrúarkrem, jurtabað og ilmfjólubað,“ segir hún og tekur fram að frá upphafi hafi verið haft að markmiði að framleiða hreina náttúruvöra án allra kemískra efna. Engin lyktar-, litar- eða rot- vamarefni eru notuð önnur en þau sem era í jurtunum sjálfum. Þrátt fyrir að liturinn geti dofnað við birtu verða gæði vörannar ekki rýrari. Innlend fluguhnýtingarefni Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Jón Ás- geir Hreinsson vora búin að fá nóg af því að búa í Reykjavík og settust að í gamla bama- skólanum í Aðaldal fyrir nokkram áram. Þeim líkar lífið vel og hafa hafið framleiðslu á flugu- hnýtingarefni. „Mér fannst út í hött að vera að flytja fluguhnýtingarefni inn, t.d. frá riðu- svæðum í Englandi, enda vora hæg heimatök- in hér. Sumt kemur beint frá bændunum og annað af sláturhúsinu, kálfahalar, refaskinn, hænufjaðrir og geitaskinn," segir Jón Ásgeir. Þau Guðrún Lilja hreinsa efnið og sumt þarf að lita. Jón Ásgeir er grafískur hönnuður og hefur hannað smekklegar umbúðir utan um afurðimar og er sala hafin á Bandaríkja- markaði. Viðtökumar hafa verið góðar og til stendur að kynna íslenska fluguhnýtingarefn- ið í kynningarbæklingi á Evrópumarkaði. Fluguhnýtingarefnið fer á innlendan markað í haust. Kennsla og tebúskapur Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi er kennari við Hafralækjarskóla í Aðaldal og sinnir tebúskap með Sigurði Olafssyni, eigin- manni sínum, á sumrin. „Ég er alin upp við grasate. Foreldrar mínir höfðu mikinn áhuga á því og læknaði faðir minn magasár með ís- lenskum jurtum. Við systkinin erfðum áhuga foreldranna og Sigfús Bjartmarsson, bróðir minn, sem býr í Reykjavík, byrjaði á tetínsl- unni fyrir nokkram áram. Þegar til átti að taka hafði hann hins vegar ekki tíma til að vinna að framleiðslunni svo við tókum við. Við tínum um 100 kg á ári og höfum ekki átt í neinum vandræðum með að selja framleiðsl- una,“ segir Hólmfríður. Hún segir að ekki sé um hreina blöndu að ræða. Ef lækningajurtir séu í teinu sé öðram jurtum með minni virkni blandað með. Með því móti verði teið ekki rammt og virknin inn- an ákjósanlegra marka. Gjöf til minningar um ferðir sexæringsins Naddodds SMARI Geirsson forseti bæjarstjórnar Reyðarfjarðar og Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri tóku við gjöfum frá Ernst Emilsson Petersen skipsljóra Naddodds en með þeim á myndinni er dóttir hans, Emilia. Reyðarfírði - Emst Emilsson, skipsijóri á Naddoddi, kom fær- andi hendi til Reyðarfjarðar á laugardag. Emst, sem kom á sexæringnum Naddoddi til íslands í vikunni, hafði með sér áletraðan stein til minningar um ferðina og forláta hnff, líkan þeim sem Færeyingar nota við grindhvala- veiðar. Steininn og hm'fínn afhenti hann Guðmundi Bjamasyni bæjar- sljóra og Smára Geirssyni forseta bæjarsljómar í ráðhúsinu á Reyð- arfírði og bað þá vel að geyma. Á steininn er letrað „Naddoddur hinn færeyski árið 850 og 1998“ og er til minningar um ferð Emsts og félaga og ferð Naddodds fyrr á öldum, en hann átti bú bæði á Is- Iandi og í Færeyjum. Við hm'finn, sem er grindhvalahnífur í fallega útskomu slíðri, var fest band í fánalitum Færeyinga unnið af fær- eyskum hannyrðakonum. Guðmundur og Smári þökkuðu Erast og félögum í bátafélaginu Tjaldrið fyrir höfðinglegar gjafir og buðu síðan Emst og dóttur hans, Emiliu, til hádegisverðar í Tærgesenshúsinu á Reyðarfirði. Á Tærgesens var rætt um ferð þess- ara færeysku víkinga, svo og þau miklu áhrif sem Færeyingar höfðu á 19. öldinni hér á Austfjörðum, en bátar svipaðir Naddoddi vom á síðustu öld í meirihluta hér fyrir austan og alltaf kallaðir „færey- ingar“. Naddoddur, sem er sexær- ingur, er hins vegar ívið stærri því flestir færeyingamir okkar vom fjögurra manna för. Fyrir stuttu vom aldnir færeysk- ir sjómenn f heimsókn í Neskaup- stað og þeir létu hafa það eftir sér að allir færeysldr sjómenn sem veitt höfðu við íslandsstrendur væm miklir baráttumenn fyrir því að Færeyjar yrðu sjálfstætt ríki og það var ekki annað á Emst að heyra en hann væri þeirrar skoð- unar sem og meirihluti færeysku þjóðarinnar ef marka má úrslitin í sfðustu kosningum í Færeyjum. Emst og dóttir hans, Emilia, munu á næstu dögum ferðast um ísland og hitta vini og ættingja en þess skal getið að móðir Erasts hét Margrét Jónsdóttir frá Fáskrúðs- firði og hún kynntist föður Emsts f seinni heimsstyijöldinni og flutti með honum til Færeyja í lok strfðsins. Emilia þekkir sig einnig á Islandi en hún vann eitt sumar í Stykkishólmi í rækju og skel. 100 konur hlupu á Reyðar- fírði Reyðarfirði - Konur á öllum aldri gengu, skokkuðu og hlupu á Reyðarfirði á degi kvennahlaupsins. Það var blíð- skaparveður, logn og 15 stiga hiti, og því létt yfir fólki. Guð- rún Sigríks Sigurðardóttir stjómaði upphitun á tjaldstæð- inu inni við Andapoll við dúndrandi danstónlist og síðan var haldið af stað sem leið lá í gegnum bæinn. Það vora u.þ.b. 100 konur sem þátt tóku í hlaupinu en hlutskipti karl- anna var að sjá um að útbýta bolum, verðlaunum og svo að sjálfsögðu drykk og góðgæti til að vega upp á móti orkutapinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.