Morgunblaðið - 23.06.1998, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
ALGENGARA er nú en áður að hafa fleiri en einn sólpall, ýmist staka eða sam- SÓLPALLUR úr plasti.
tengda, eins og hér sést.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ANTÍK-steinflísar komu nýlega á markað.
Sóipallar
úr ýmsum
efnum
ÞEIR sem geta gengið beint úr stofu út á
verönd hafa eins konar framlengingu á
stofunni, sem hægt er að njóta á góðviðris-
dögum allan ársins hring. Brynja Tomer
er í það minnsta sannfærð um það og öf-
undar þá sem hafa verönd. Nýlega kíkti
hún bæði inn í garða og búðir til að forvitn-
ast og sá margvíslegar útfærslur á sólpöll-
----------------------------
um við stór hús og lítil. I verslunum sá hún
meira úrval en hana grunaði að til væri,
meira að segja pallaefni úr plasti.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
HER hefur timbri og hellum verið raðað saman á smekklegan hátt í
litlum garði við fjölbýlishús.
UNDIRVINNA skiptir meginmáli
þegar gera á verönd í garðinum,
hvort sem um er að ræða sólpall úr
timbri eða hellulagða stétt. í bók-
um og fræðsluritum er einatt tekið
fram að koma þurfi í veg f'yrir
frosthreyfingar á veröndinni með
því að skipta um jarðveg. Einnig að
sjá þurfi til þess að vatn renni af
veröndinni. Það er gert með því að
hafa 1,5-3 sentímetra vatnshalla á
hverjum lengdarmetra. Þessi und-
irbúningur er í sjálfu sér ekki flók-
inn, en sjálfsagt er að leita aðstoð-
ar fagmanna ef verkið vex mönnum
í augum.
Aldrei meira úrval
Máltækið sem segir að sá eigi
kvölina sem á völina sannast þeg-
ar kemur að því að velja efni í ver-
öndina og ákveða útlit hennar. Úr-
valið er mjög mikið og möguleikar
á útfærslum enn fleiri. Nýlega
kom til dæmis á markað hér á
landi bandarískt pallaefni úr
plasti, svokölluðu PVC, en auk
þess er úrvalið verulegt af hellum.
Gagnvarin fura er langalgengasta
pallaefni úr timbri, en dæmi eru
um að fólk panti harðvið í palla
sína frá útlöndum. I breskum og
bandarískum tímaritum um hús
og garða hefur talsvert borið á
auglýsingum um harðvið í palla og
girðingar að undanförnu. Algengt
er að uppgefið verð á pallaefni úr
harðviði sé milli 4 og 8 þúsund
krónur fermetrinn. Ofan á það
bætast síðan öll gjöld sem tengj-
ast flutningi til landsins.
Einfaldleiki er lykilorð
Lykilorð í hönnun er einfaldleiki
og á það jafnt við um verandir sem
annað. Almennt þykir smekklegast
að notast aðeins við eina eða tvær
gerðir af efnivið, til dæmis timbur
og hellur, hellur og möl eða timbur
og möl. Hinir fjölmörgu möguleik-
ar á útfærslum verða aftur á móti
til þess að hver verönd verður ein-
stök og hönnuð að smekk og þörf-
um íbúa hússins.
Þeir sem selja efni í verandir
hafa sumir útbúið bæklinga með
hagnýtum upplýsingum og hug-
myndum. Við sumar verslanir hef-
ur sýningarsvæðum einnig verið
komið upp þar sem_ hugmyndir
hafa verið útfærðar. Á það meðal
annars við um Byko, Húsasmiðj-
una og BM Vallá. Landslagsarki-
tektar eru hjá mörgum stærri fyr-
irtækjum og veita þeir ókeypis ráð-
gjöf um hvemig nota megi vörar
viðkomandi fyrirtækis á smekkleg-
an hátt sem jafnframt hentar þeirri
fjölskyldu sem í hlut á.
Timburpallar
I samtölum við talsmenn Byko
og Húsasmiðjunnar kom fram að
ekkert lát hefur verið á sölu á
timbri í sólpalla og langflestir nota
núorðið vandað og endingargott
efni, gagnvarið timbur. Algengara
virðist vera nú en áður að aðstoðar
fagmanna sé leitað, bæði við hönn-
un og uppsetningu. Það skýrir
kannski það sem fram
kom hjá talsmönnum
Byko og Húsasmiðjunn-
ar að algengt er að gerð-
ir séu fleiri en einn sól-
pallur í garðinum, til
dæmis einn þar sem
hægt er að njóta morg-
unsólar, annar þar sem sólríkt er
síðdegis og auk þess er nokkuð um
að settir séu upp litlir pallar á leik-
svæðum bama í garðinum.
Hjá báðum verslunum kom
fram að margir leita verðtilboða
áður en þeir festa kaup á efni í
verandir, en gera mætti ráð fyrir
að uppkominn sólpallur með und-
irstöðum, skrúfum og tilheyrandi
viðarolíu kostaði 2.400-2.800 krón-
ur fermetrinn. Nýting timburs
hefur áhrif á verð og því er hér að-
eins gefið upp viðmiðunarverð.
Gera þarf ráð fyrir því að olíubera
timburverönd á tveggja til þriggja
ára fresti.
Pallar úr plasti
Gluggar og garðhús, fyrirtæki í
Kópavogi, hóf nýlega innflutning
á pallaefni úr plasti. Magnús Vík-
ingur Grímsson eigandi fyrirtæk-
isins segir að pallar þessir hafi
mikið verið notaðir í Bandaríkjun-
um og Kanada síðasta
áratuginn og reynst vel.
„Þetta er viðhaldsfrítt
efni og auðvelt í upp-
setningu,“ segir hann,
en undirstöður fyrir ver-
önd úr plasti eru þær
sömu og setja þarf upp
fyrir timburpalla. Efnið er selt í
15 sentímetra breiðum borðum og
er fáanlegt í þremur litum, hvítu,
gráu og ljósbrúnu. Rákir í efninu
varna því að það verði hált í
bleytu og efnið hefur verið með-
höndlað þannig að það ofhitnar
ekki þótt sól skíni lengi á það.
Magnús Víkingur segir að verð á
pallaefninu sé um 5.000 krónur
fermetrinn, en þá eru undirstöður
ekki taldar með.
Hellur og steinflísar
Á síðustu árum hafa hellur aftur
verið að koma í tísku. Þær nutu
mildlla vinsælda á 8. áratugnum,
en voru minna notaðar á verandir á
næsta áratug þar á eftir. Á síðustu
árum hefur jafnframt færst í vöxt
að verandir séu settar saman úr
timbri og hellum, auk þess sem
sumir nota steinflísar sem ýmist
eru verksmiðjuframleiddar eða
teknar úr náttúrunni.
Hjá BM Vallá er framleitt tals-
vert úrval af hellum og nýlega
bættust í hópinn svokallaðar antík-
steinflísar, en yfirborð þeirra er
afsteypa af fornri hellulögn. Að
sögn Kára St. Lútherssonar hjá
BM Vallá eru steinflísamar fram-
leiddar í þremur stærðum, en að-
eins fáanlegar í einum lit, gráleit-
um, sem kallaður er patína.
„Ástæðan er fyrst og fremst sú að
þannig voru upphaflegu fyrir-
myndirnar og bæði yfirborð stein-
flísanna og kantar, sem eru
óreglulegir, líkja eftir hellum sem
hestvagnar og gangandi vegfar-
endur hafa farið um í tvö til þrjú
hundruð ár.“
Hellur í jarðarlitum eru, að
sögn Kára, einna vinsælastar um
þessar mundir, hnetubrúnar, jarð-
brúnar og sandgular.
„Þær eru mjög oft notað-
ar með gráum steinum,
sem við framleiðum, en
þróun í hellulögn undan-
farin ár hefur verið á
þann veg að steinarnir
sjálfir eru einfaldir, en
lögn þeirra flóknari." Fermetra-
verð á antík-steinflísum er 2.300
krónur og eru þær með þeim dýr-
ari sem seldar eru hjá BM Vallá.
Stærð verandar
Helsta niðurstaða ráps um
garða og búðir er sú að líklega er
sama hver smekkur manna er og
hverjar óskirnar eru, hægt er að
koma upp verönd sem hentar öll-
um. Okeypis ráðgjöf landslags-
arkitekta er virðingarvert fram-
tak og fækkar væntanlega heila-
brotum hjá mörgum húseigandan-
um, auk þess sem ráðleggingar
þeirra sem hafa þekkingu og
reynslu draga úr líkum á afdrifa-
ríkum mistökum. Stærð veranda
er afar mismunandi og í þeim
görðum sem kíkt var í, virðast
húseigendur flestir hafa miðað við
að hún væri í samræmi við stærð
húss og garðs. I Stóru garðabók-
inni, sem Fjölvi gaf út fyrir tveim-
ur árum, er raunar
minnst á ágæta þumal-
fingursreglu: Sé sólpalli
ætlað að henta til útivist-
ar má til viðmiðunar ætla
þrjá fermetra á hvern
einstakling. Rúmgóður
sólpallur fyrir fjögurra
manna fjölskyldu má því varla
vera minni en 12 fermetrar. I
görðum í Reykjavík og nágrenni
er greinilega víða gert ráð fyrir
að gestir geti notið dvalar á ver-
önd með heimilisfólki, því í fljótu
bragði virðist algengasta stærð á
sólpöllum vera á bilinu 16-24 fer-
metrar.
fyrir litlar hendur
» alveg gtórgóð
Þau vítamín og næringarefni sem mjólkin hefur að geyma
gegna mikilvægu hlutverki í daglegu lífi okkar alla ævi.
Látum aldrei vanta mjólk á okkar heimili.
Gera má ráð
fyrir þremur
fermetrum á
mann
Skipta þarf
um jarðveg
og mæla
vatnshalla