Morgunblaðið - 23.06.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.06.1998, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Jafnaðarmenn hrósa sigri í Tékklandi Stj órnarmy nd- un verður erfið Prag. Reuters. VACLAV Havel, forseti Tékklands, fól í gær Milos Zeman, leiðtoga tékk- neska jafnaðarmannaflokksins (CSSD) umboð til stjórnarmyndun- ar. Það verkefni kann þó að reynast þrautin þyngri, þar sem atkvæði tékkneskra kjósenda skiptust þannig á flokkana í kosningum sem fram fóru í landinu um helgina, að enginn flokkur virðist líklegur til að geta myndað starfhæfan þingmeirihluta. Jafnaðarmenn voru sigurvegarar kosninganna, hlutu 32,3% atkvæða, en Borgaralegi lýðræðisflokkurinn, ODS, flokkur Vaclav Klaus, fyrrver- andi forsætisráðherra, náði 27,7% fylgi, sem er meira en búizt var við. Þessi velgengni ODS kann að koma í veg fyrir að vinstrimönnum takizt að komast í stjóm. „Ég ákvað að fela Zeman sem for- manni þess flokks sem flest atkvæði hlaut í kosningunum, að hefja strax viðræður um mögulega stjómar- myndun," tjáði Havel fréttamönnum eftir að hafa hitt leiðtoga fjögurra þeirra fímm flokka sem eiga fulltrúa í neðri deild þingsins. Leiðtogi kommúnista var ekki boðinn á fund forsetans. Ný minnihlutastjóm? Ljóst er að Zeman er erfítt verk fyrir höndum, en flokkur hans hefur ekki átt aðild að ríkisstjóm Tékk- lands frá því valdatíð kommúnista lauk þar 1989. Vonir hans um að ná þingmeirihluta m.a. með samstarfi við flokk eftirlaunaþega, sem nú bauð fram í fyrsta sinn, urðu að engu þegar honum mistókst að ná einu einasta þingsæti. í útvarpsviðtali sagði Zeman að hann kynni að reyna að mynda minnihlutastjórn með Kristilegum demókrötum, en leið- togar þess flokks hafa útilokað þann kost. Hvort tveggja hið hægrisinn- aða Frelsisbandalag og ODS hafa útilokað hvers konar stuðning við ríkisstjórn sem jafnaðarmenn eiga Tölvunámskeið Tölvu- os verkfræðiþjónustan ° x ’ Stmanumcr• — —. — , býður mörg spennandi námskeið "" f°" " ° á góðum kjörum í allt sumar: _____________________jOfifWÖfy Tölyanámskeið fyrif 9-15 ára Gagnleg námskeið sem gefa ungu fólki forskot í skólanum og lífinu. Allt það nýjasta í forritum, Interneti og margmiðlun. Ath! Einn nemandi um tölvu. 45 kennslust. [16.990 stgr. NT eða NOVELL Berð þú ábyrgð á rekstri tölvunets? Vilt þú minnka rekstrarkostnað við tölvunetið þitt? 39-900 stgr Word, Excel, Access og Intemetið Fjögur vinsælustu námskeiðin í einum palcka t á mjög hagstæðu verði. 42.900 stgr Tölvuumsjón ínútímafekstri Farið ítarlega í notkun forrita og stýrikerfis sem notuð em í fyrirtækjum, skólum og stofnunum. Stýrikerfi og netumsjón, Word, Excel, Access, PowerPoint 1 Forbókanir fyrir haustið. Almennnámskeið 145 kennslust. 99.900 stgr Verð frá [ 6.990 stgr. J Windows, Word, Excel, Access, Outlook, Vefsíðugerð, í Internetið og mörg fleiri. 1 ..... GÓÐAR ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ K0MA Á NÁMSKEIÐIN 0KKAR: M. Þátttakendur safna námskeiðapunktum hjá okkut og fá aukinn afslátt eftir því sem þeir sækja fleiri námskeið. M Innifalin er símaaðstoð í heilan mánuð eftir að námskeiði lýkur. M Góð staðsetning, næg bílastæði. M íslensk námsgögn og veitingar innifalið í verði. Tolvu- og verkfræðiþjónustan o. rr Grensásvegi 16 1 108 Reykjavík • Sími:520 9000 Reuters MILOS Zeman, leiötogi tékkneskra jafnaðarmanna, svarar spurning- um fréttamanna eftir kosningasigur flokks hans um helgina. aðild að. Og fímmti flokkurinn á þingi, flokkur kommúnista, virðist einangraður. Annað hugsanlegt stjómarmynst- ur væri samstarf ODS, Frelsis- bandalagsins og Kristilegra demókrata, en slík stjórn væri mjög svipuð þeirri og Klaus fór fyrir þang- að til í lok síðasta árs, þegar hún féll vegna fjármálahneykslis innan raða ODS. Bráðabirgðastjóm hefur verið við stjómvölinn frá því í janúar. Óvænt unnu mið- og hægriflokk- arnir að þessu sinni samtals 102 af 200 sætum í neðri deild þjóðþingsins, það er þremur þingsætum meira en flokkamir höfðu að baki sér þegar þeir mynduðu síðustu stjórn eftir kosningamar 1996, sem svo reyndist mjög óstöðug. Persónulegir samstarfsörðugleikar leiðtoga hægriflokkanna eftir þá at> burði sem leiddu til falls stjómarinn- ar í nóvember sl. valda því hins veg- ar, að ólíklegt þykir að þeir nái sam- komulagi um nýtt stjómarsamstarf. Varasamir í áróðurs- stríðinu London. Reuters. CHARLIE Chaplin, George Bemard Shaw, C. Day Lewis, Stephen Spender og John Steinbeck em á meðal þeirra sem nefndir em á lista George Orwells, höfundar bókanna 1984 og Animal farm (Dýra- bær), um hugsanlega stuðn- ingsmenn Sovétríkjanna. Orwell, sem var sósíalisti en mikill andstæðingur hvers kyns alræðis, mun hafa boðist til að taka listann saman íyrir bresku rfldsstjómina skömmu fyrir andlát sitt árið 1950. Á listan- um, sem á era rúmlega 130 nöfn, leggur hann mat á það hversu varasamir viðkomandi einstaklingar séu í áróðursstríði kalda stríðsins. Uppvíst varð um tengsl Orwells við bresku stjómina fyrir tveimur árum er leynd var aflétt af skjölum sem innihéldu upplýsingar um þau. Nafnalist- inn, sem á næstunni verður birtur í nýrri bók, var hins veg- ar birtur í fyrsta skipti í The Daily Telegraph í gær. Kíríjenkó kynnir aðgerð- ir til bjargar efnahagnum Moskvu, Salzburg. Reuters. SERGEI Kíríjenkó, forsætisráð- herra Rússlands, kynnti í gær fyrir Borís Jeltsín forseta aðgerðaáætlun ríkisstjómar sinnar sem miðar að því að ná tökum á því ófremdará- standi sem ríkir í efnahagsmálum landsins. Dró Kírijenkó enga dul á að aðgerðimar yrðu harðar og óvin- sælar, en þær fælu í sér öryggisnet fyrir þá efnaminnstu. „Þegar allt kemur til alls getur ekkert land lifað án þess að inn- heimta skatta og það getur ekki eytt meim en það aflar með skatt- heimtu," sagði Kírijenkó eftir fund- inn með Jeltsín í Kreml. Kíríjenkó, sem er 35 ára og fyrr- verandi bankastarfsmaður, sagði einnig að fyrirhuguð lánveiting AI- þjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, til Rússlands, væri hugsuð til að endur- nýja traust fjármálamarkaða á rúss- neskum efnahag, og lánið yrði hugs- anlega aldrei notað. Sendinefnd IMF í Moskvu Sendinefnd frá IMF kom til Moskvu í gær til að ræða efnahags- umbætur í landinu og aðgerðaáætlun stjórnarinnar. I dag mun sendi- nefndin eiga formlegar viðræður um þessi mál á sameiginlegum fundi þings og ríkisstjómar Rússlands. Sendinefndin mun einnig ræða hugsanlega aukaaðstoð við Rússland til viðbótar við þá sem þegar hefur verið ákveðin, en kauphallarjöfrar í Rússlandi og víðar um heim fylgjast spenntir með störfum nefndar- manna, ekki sízt vegna þess að í lið- inni viku frestaði hún ákvörðun um afgreiðslu á síðasta hluta stórs láns sem áður var búið að ákveða að veita. Jakov Urinson, ráðherra efna- hagsmála í ríkisstjórn Kíríjenkós, sagði í gær að viðræður Rússlands- stjómar við IMF um afgreiðslu á síðustu 670 miHjóna dollara greiðsl- unni (47,6 ma kr.) af sérstöku efna- hagsaðstoðarláni lyki „bráðlega“. Hann greindi einnig frá því á ráð- stefnu Mið- og Austur-Evrópuríkja í Salzburg, að viðræðum við IMF um nýtt lán upp á allt að 15 milljarða dollara kynni að ljúka innan tveggja mánaða. Urinson fullyrti ennfremur á ráð- stefnunni að hagvöxtur í Rússlandi stefndi í að verða jákvæður á næsta ári, en yrði sennilega enginn í ár. Þaö sem gerir heimilið aö sælureit er notalegt umhverfi með fallegum húsgögnum þar sem öllum getur liöiö vel og látið fara vel um sig. Viö í Húsgagnahöllinni leggjum mikiö upp úr því aö bjóöa alþjóðlegt og fallegt úrval vandaðra húsgagna. Heföbundin húsgögn til þess nýjasta nýja og öll verðbreiddin. Ví<í eruwi Hér Cyrir þ»g/ Fia sófasett Fáanlegt í mörgum litum HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfðl 20 - 112 Rvík - S:510 8000 [lálrctl Raðgreiðslur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.