Morgunblaðið - 23.06.1998, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
BÆKUR
Greinasafn
LAUNSYNIR ORÐANNA
Eftir Einar Má Guðmundsson. Prent-
un Gutenberg hf. Bjartur, Reykjavík
1998. 91 bls.
FÁIR íslenskir samtímarithöfund-
ar eru jafnviljugir að ræða skáld-
skaparfræði sína og Einar Már Guð-
mundsson. Einar Már hefur ætíð
lagt töluvert upp úr því að lýsa og
ræða aðferðir sínar og viðhorf til
skáldskapar og virðist vera sér vel
meðvitandi um strauma og steínur í
bókmenntum og bókmenntafræðum.
Greinasafnið Launsynir orðanna er
til merkis um þetta en í því hugleiðir
hann „skáldskapinn i lífinu og lífið í
skáldskapnum", eins og segir á svo-
lítið klisjukenndan hátt á bókarkápu.
Bókin samanstendur af 27 stutt-
um köflum. Umfjöllunarefni þeirra
tengjast öll skáldskapnum á einn
eða annan hátt. í upphafi bókar
gerir Einar Már tilraun til þess að
komast fyrir um upptök skáldskap-
arins í ofurlitlu heimatilbúnu ævin-
týri um langt og strangt ferðalag
orðsins um heiminn sem það hefur
enn ekki lokið. Hann reynir að kom-
ast fyrir um upphaf sögunnar og
dregur þessa ályktun: „Sagnalist á
... upptök sín í sálu mannsins."
Menn hafa sagt sögur frá alda öðli
en þrátt fyrir háan aldur telur Ein-
ar Már að ekki sé kominn tími til að
tilkynna dauða hennar, eins og þó
hefur verið keppst við að gera á
1 Aðeins 15 sekúndur að tjalda
1 Mest seldi tjaldvagninn í áratugi
1 Farangursgrind
1 Yfirbreiðsla
* Teppi á gólfi
1 Varadekk ™
■ Nefhjól áwa
og margt fleira
kr. 357.200
staógreitt
Hafðu samband -
ýmsir lánamöguleikar
Sportbúo - Títan • Seliavegi 2
Sími 551 6080 • Fax 562 6488
eoiæist
e^tæis
Hugleiðingar
um skáldskap
undanfómum áratug-
um. Skáldsagan hlýtur
að lifa enda hefur hún
mikilvægu hlutverki að
gegna í einsleitri fjöl-
miðlaumræðunni, að
mati Einars Más; hann
vitnar í Milan Kundera
og segir: „Verksvið
skáldsögunnar er leit-
in, samskipti mann-
anna á bak við vígorðin
og tuggumar, gleðin
sem rúmast ekki í
fréttayfirlitinu og sorg-
in handan fyrirsagnar-
innar.“ Sagnalistin
„stendur andspænis
dauðanum en ekki í
skugga hans“, að mati Einars Más.
Þessi umræða um dauða skáldsög-
unnar sækir samt greinilega nokk-
uð á Einar Má því hann víkur oft að
henni í mótmælatóni í bókinni.
Á bókarkápu segir að í bókinni séu
„engar niðurstöður, heldur vanga-
veltur, sem stöðugt knýja dyra og
dæma menn til að hugsa málin á ný
...“. Hvað varðar viðhorf Einars Más
til skáldskapar má segja að þetta
eigi að fullu við en í þeim efnum fer
hann víða. í granninn
má þó sennilega kalla
skáldskaparfræði Ein-
ars Más rómantíska en
í henni er lögð meginá-
hersla á upphafningu
sköpunarkraftsins og
ímyndunarinnar. Skáld-
skapurinn sprettur inn-
an úr skáldinu, af sál
hans og reynslu, hann
er byggður á innsæi
frekar en áunninni
þekkingu eða, eins og
Einar Már orðar það
sjálfur: „Líklega bygg-
ist sköpunarkrafturinn
fremur á innsýn í
leyndardóma en þekk-
ingu á náttúrulögmálum." Einar
Már skrifar því að sumu leyti beint
inn í hina rómantísku skáldskapar-
orðræðu: „það sem skynsemishyggj-
an lítur á sem tvö andstæð skaut sér
skáldskapurinn sem eina heild, æv-
intýrið og veraleikinn era undir
sama hatti.“
Þessi skáldskaparsýn Einars
kemur ekki á óvart. Hana hefur
mátt lesa út úr bæði skáldsögum
hans og ljóðabókum sem beinlínis
Einar Már
Guðmundsson
hafa boðað hina rómantísku, fagur-
fræðilegu sýn á heiminn og skáld-
skapinn; þar vegast á skynsemi og
sköpunarkraftur, veruleiki og
ímyndun; bæði í bernskuheimi
Riddaranna og í sálsjúkum heimi
Englanna.
I bókinni er þónokkru púðri eytt
í bókmenntasögupælingar; einkum
uppbrot módernismans og eftir-
köst þess. Einnig er fjallað
þónokkuð um þróun og viðgang
norrænna bókmennta. Evrópskur
skáldskapur fær líka sitt rúm og
pólitísk þróun síðustu áratuga.
Hrun múrsins hefur haft sín áhrif;
höfundar eru hættir að hópast í
kring um hina stóru vegvísa og
hrópa slagorð: „Hið pólitíska í rit-
listinni er annars eðlis.“ Pólitíkin
fær raunar ekki mikið rúm hjá
Einari í þessari bók en bregður þó
fyrir á stöku stað.
I lok bókarinnar fjallar Einar um
samstarf sitt við Friðrik Þór Frið-
riksson og um vinnu sína við Engla
alheimsins. Um hana segir hann
meðal annars: „Ekki er hægt að
nálgast lífsvanda annarra aðeins
sem efnivið í bókmenntir, þó auð-
vitað sé ekki til neinn annar efnivið-
ur í bókmenntir en sjálfur lífsvand-
inn.“
Bókin er raunar full af affórism-
um sem þessum og gerir hana oft
afar ljúffenga aflestrar. Og þótt
bókin sé á stundum svolítið sund-
urlaus að efni og þótt efnið hafi að
mestu heyrst eða sést áður er þetta
lofsvert framtak hjá Einari.
Þröstur Helgason.
Hauknes
Blandakor og
Söngsveitin
Drangey halda
tónleika
HER á landi er í heimsókn 30
manna kór frá Mo í Rana í
Noregi. I fyrravor fór
Söngsveitin Drangey á þeirra
heimaslóðir og tók þátt í tón-
leikum með þeim, þar sem
einnig komu fram kórai' frá
Finnlandi og Svíþjóð.
Hauknes Blandakor og
Söngsveitin Drangey munu
halda sameiginlega tónleika
sem hér segir; Miðvikudaginn
24. júní í Kópavogskirkju kl.
20.30. og fimmtudaginn 25. júní
í Norræna húsinu kl. 20.30.
Ekki er sama söngskráin á
hvorum tveggja tónleikunum.
Stjórnandi Hauknes-kórsins
er Tor Halvard Nilsen og pí-
anóleikari Björn Skogly.
Stjórnandi Söngsveitarinnar
Drangeyjar er Snæbjörg Snæ-
bjarnardóttir, píanóleikari er
Olafur Vignir Albertsson og
einsöngvarar Guðrún Lóa
Jónsdóttir, Guðrún Birna
Jörgensen og bræðurnir
Gunnar og Sigmundur Jóns-
synir.
Aðgangur er ókeypis.
Tónleikar
í Klettshelli
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
KARLAKÓR Selfoss heimsótti Eyja-
menn nýlega og hélt þá m.a. sér-
stæða tónleika, sem fóru fram f
Klettshelli. Söngpallurinn var
ferðamannabáturinn P.H. Viking.
Talsverður fjöldi fólks lagði leið
sína með bátum í hellinn til að hlýða
á tónleikana og mikill fjöldi fólks
var á hraunkantinum gegnt Kletts-
helli og hlýddi á tónleikana þaðan.
Tónleikarnir voru afar vel heppnað-
ir og Klettshellir eins og fyrirtaks
tónleikahöll sem endurómaði söng-
inn svo upp á hraunkantinn eins og
kraftmikill hátalari.
Söngur Seifyssinganna blandaðist
söng bjargfuglanna svo úr varð ein-
stakt tónverk með ótrúlega kröft-
ugum hljóm í hellinum sem er afar
vel fallinn til hverskonar tónlistar-
flutnings.
MorgunblaðiS/Sigurgeir Jónasson
FÓLK kom á bátum í Klettshelli til að fylgjast með tónleikunum.
MÚRFLEX
Á SVALIR 0G ÞÖK
■I steinprýði
STANGARHYL 7, SÍMI567 2777
Söng-leikir í Iðnó
í kvöld
SONG-LEIKIR nefnist dagskrá
með lögum úr sívinsælum söngleikj-
um, kvikmyndum og leikritum sem
Ingveldur Yr Jónsdóttir mezzosópr-
an og píanóleikarinn Gerrit Schuil
flytja í Iðnó í kvöld, þriðjudags-
kvöldið 23. júní kl. 20.30. Þetta eru
opnunartónleikar í röð léttra tón-
leika sem Iðnó stendur fyrir í sum-
ar.
I tilefni þess að dagskráin verður
flutt í Iðnó hafa þau Ingveldur Ýr
og Gerrit sett saman lög úr leikrit-
um sem nutu mikilla vinsælda í upp-
færslum hjá Leikfélagi Reykjavíkur
hér á árum áður, m.a. Ofvitanum en
Atli Heimh' Sveinsson hefur endur-
útsett nokkur lög úr verkinu fyrir
einsöng og píanó. Þá má nefna lög úr
söngleikjum eins og Söngvaseiði,
Showboat, My Fair Lady, Chorus
Ingveldur Ýr Gerrit
Jónsdóttir Schuil.
Line og Galdrakarlinn í Oz ásamt
syrpu af lögum eftir George Gers-
hwin og Kurt Weill.
Qvenjulegasta fjölskyldusýning ársins?
• Volvo glæsibifreið sem gengur fyrir gasl
• Sorpustrákurinn og Sorpustelpan gefa gjafir
• Kynning 40 fyrirtækja í endurvinnslu og umhverfisvernd
Velkomin á Umhverfisdaga 1998 í Gufunesi um helgina www.sorpa.is
S0RRA
SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS b>
I
l
I
I
I
l
l
í
►
>
>
!
>