Morgunblaðið - 23.06.1998, Side 27

Morgunblaðið - 23.06.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 27 Anægjuleg’ir tónleikar TÓIVLIST K ó r s o n o u r SELJAKIRKJA Islcnski kórinn í Gautaborg flutti skandinavisk og ensk sönglög undir stjórn Kristins Jóhannessonar og við undirleik Tulla Jóhannesson, sem einnig hefur raddsett flest viðfangs- efni kórsins. Laugardagurinn 20. júní, 1998. í ALLRI sögu mannkyns hafa einstaklingar og jafnvel heilar þjóð- ir verið á flakki um jarðarkringluna og það á einnig við um íslensku þjóðina. Jafnsnemma og norrænir og keltneskir menn höfðu komið sér fyrir á Islandi tóku þeir að flakka um heiminn og kveða kon- ungum og fyriiTnönnum drápur sín- ar. Enn eru Islendingar að kveða fyrir þjóðir en nú heitir það að syngja. Landnámsmenn vildu vita um uppruna sinn og geymdu því með sér fomar sagnir og ljóð og þeir sem nú í dag eru að heiman, gera það sama og þessvegna rísa upp kórar, alls staðar þar sem ís- lendingar búa saman erlendis, í Gautaborg, Lundi, Kaupmanna- höfn, London, Lúxemborg og sjálf- sagt víðar. Islenski kórinn í Gautaborg hef- ur starfað í níu ár, komið víða fram og m.a. kynnt íslenska kórtónlist. Kórinn er byggður upp af áhuga- fólki völdu úr litlum hópi fólks, og flestir söngfélagarnir hafa sjálfsagt notið lítillar tónlistarmenntunar. Verður að telja kórinn nokkuð góð- an og Kristin Jóhannesson laginn kórstjóra. Kristinn er lektor í ís- lensku við háskólann í Gautaborg en undirleikari er kona hans, Tuula Jóhannesson, og hefur hún af smekkvísi einnig raddsett stóran hluta af viðfangsefnum kórsins, meðal annars syrpu af lögum eftir Jón Múla Arnason. Islenski kórinn í Gautaborg hóf tónleikana með laginu Drauma- landið, eftir Sigfús Einarsson, er var ágætlega sungið og þar eftir komu nokkur sænsk þjóðlög og vísnalög eftir Taube, Bellmann og Broberg en þrjú síðustu lögin fyrir hlé voru Vem kan segla, frá Alandseyjum, Ave maris stella, úr Pia Cantiones, fínnsku söngvasafni frá miðöldum, raddsettu af Heikki Klemetti (1876-1953), er var tón- skáld og mikilvirkur kórstjóri (Su- omen Laulu) og síðasta viðfangs- efnið var svo fínnska þjóðlagið Pappa lupas. Fjögur íslensk söngverk voru sungin eftir hlé, fyrst kúnstugt tilbrigði við húsgang úr Svarfaðardal, þá Máríá, eftir Pál Isólfsson, Móðurmálið, lag Sigvalda Kaldalóns og syrpa fímm laga, eftir Jón Múla Arnason. Lög Jóns Múla voru þokkalega sungin en það vant- aði meiri hrynskerpu í þessa ágætu söngva. Að öðru leyti vora íslensku lögin mjög þokkalega sungin, tón- hrein og með sérlega skýrum fram- burði. Tveir negrasálmar, Go down Moses og Heav’n, Heav’n, vora síð- ustu verkefni tónleikanna, ágæt- lega sungin, þrátt fyrir að það vant- aði sveifluna í þau. Tónleikarnir fóru fram fyrir fullri Seljakirkju og meðal tónleika- gesta vora nokkrir heimkomnir fyrrvefandi félagar úr kórnum. Kórstjórinn kallaði þá til samfylgd- ar við kórinn og söng allur hópur- inn Island ögrum skorið af tölu- verðri reisn. Eins og fyrr segir er Islenski kórinn í Gautaborg vel syngjandi og þó nokkuð vel æfður af Kristni Jóhannessyni og voru tónleikarnir í heild hinir ánægju- legustu, enda eys söngfólkið af þeim branni sem er sönggleðin, sjálf framforsenda tónlistariðkun- arinnar. Jón Asgeirsson ----------------- Sumartónleikar í Dómkirkjunni í SUMAR verða orgeltónleikar í Dómkirkjunni á miðvikudögum kl. 11.30. Miðvikudaginn 24. júní mun Marteinn H. Friðriksson dómorganisti leika verk eftir Bach, Mendelssohn og Jón Nordal. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis. Á miðvikudögum kl. 12.10 verða bænastundir og léttur hádegisverð- ur á eftir. í kirkjunni er einnig sýning gam- alla muna og mynda sem tengjast sögu Dómkirkjunnar og gamla mið- bæjarins. y\eiL fyobStCfCPA y/ÓWM Hunfs tomatsósa ketchup Sími 530 4000 Fax 530 4050 www.mbl.is Kvennakór Hafn- arfjarðar syngur í Toscana KVENNAKÓR Hafnarfjarðar er að leggja af stað í söngferðalag til Ítalíu í dag. Kórinn ætlar að dvelja í Toscanahéraðinu í viku og þar verður sungið í höllum, kirkjum og á torg- um. Margrét Pálmadóttir tekur á móti kórnum, en hún er þarna stödd með Gospelsystrum og munu kórarn- ir syngja saman við messu í Marina di Massa, sem er lítið þorp í hérað- inu. Einnig ætlar kvennakórinn að syngja í hertogahöllinni í Massa. Stjórnandi Kvennakórs Hafnar- fjarðar er Guðjón Halldór Óskars- son, en einnig verður með í för Hörð- ur Bragason undirleikari. ---------------- Leikskólinn sýnir þætti úr Sumargestum LEIKHÓPURINN Leikskólinn frumsýndi s.l. lauygardag þætti úr Sumargestum eftir Maxim Gorki í þýðingu Árna Bergmann. Leikstjóri er Ásdís Þórhallsdóttir. Sýnt er í Leikhúsinu við Ægisgötu 7, fyrrver- andi hús Kvennakórsins. Sýningarnar verða alls tíu og eru næstu sýningar í dag þriðjudag, 25., 26., 27., 28., 30., júní, 1. júlí og loka- sýning 2. júlí. Miðaverð er 500 kr. PAGEPRO 6:6 elntök á mín. 600x600 dpi, PCL 5e samhæfður. PAGEPRO 12:12 eintök á mín. 600x600 dpi. Aukabúnaður: NetkorþPostScript og pappírsbakki. PAGEPRO 20: 20 eintök á mín. A3 (yfirstærð) 600x600 dpi. Aukabúnaður: Netkort,PostScript og pappírsbakki. COLOR PAGEPRO: Fyrir PC og Mac. 3 eintök í lit, 12 eintök sv/hv. á mín. 600x600 dpi. Aukabúnaður: Netkort,PostScript og pappirsbakki. MINOLTA lAtmillDUIMMUUn * * .................... ...... SKYR MYND-SKYR HUGSUN SÍÐUMÚL112 108 REYKJAVÍK SÍMI 510 5500 510 5520 www.kjaran.is LASERPRENTARA BYLTINGIN FRA MINOLTA -Á VERÐI SEM KEMUR Á ÓVART!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.