Morgunblaðið - 23.06.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 29
LISTIR
Fjórar sögur
um ást
KVIKMYINÍDIR
It ci; j a r b í ó
f Hafnarfirði
PÓLSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ
ÁSTARSÖGUR „HISTORIE
MILOSNE"
Leikstjórn og handrit: Jerzy Stu-
hr. Kvikmyndatökustjóri: Pawet
Edelman. Tónlist: Adam Nowak.
Aðalhlutverk: Jerzy Stuhr, Kat-
arzyna Figura, Dominika Osta-
lowska, Irina Alfiorowa og Karol-
ina Ostrizba. Enskur texti.
HÖFUNDUR Ástarsagna,
Jerzy Stuhr, tileinkar myndina
leikstjóranum Krzysztof
Kieslowski líklega af tveimur
ástæðum; hann starfaði mikið
með leikstjóranum sem leikari í
myndum hans og í hans eigin
mynd er þemað ástin, nokkuð
sem Kieslowski fjallaði um öðrum
mönnum betur. Stuhr gengur í
smiðju til meistarans og skiptir
myndinni sinni í fjórar ástarsög-
ur sem fjallar hver með sinum
hætti um samskipti kynjanna en
eru þó keimlíkar þegar til kemur.
Jerzy Stuhr fer sjálfur með að-
alhlutverkið í öilum köflunum;
hann leikur mennina í ástarsög-
unum sem hver og einn stendur
frammi fyrir ákveðnu vali er sker
úr um framtíð þeirra. í einum
þeirra er hann kaþólskur prestur
sem kemst að því að hann á ellefu
ára móðurlausa dóttur; á hann að
viðurkenna dóttur sína og þar
með hverfa frá kirkjunni? I öðr-
um er hann kennari sem ungur
nemandi er bálskotinn í; á hann
að láta sem ekkert sé? í þeim
þriðja leikur hann ofursta í hern-
um sem endurnýjar gamalt sam-
band við rússneska vinkonu sína
en fær að vita hjá yfirmönnum
sínum að það sé óæskilegt; ætlar
hann að fórna frama í hernum
fyrir ástina? I þeim síðasta leikur
hann fanga sem á í brokkgengu
sambandi við elskuna sína; á
hann að halda áfram að elska
hana þótt hún svíki hann?
Það er undirliggjandi pólsk
kímni í sögunum öllum, kald-
hæðnisleg og fínleg. A einum stað
þurfa mennirnir fjórir að svara
nokkrum mjög krefjandi spurn-
ingum frammi fyrir eins konar
fulltrúa samviskunnar og það er
skondin athöfn. Stuhr, sem er
frábærlega góður í öllum fjórum
hlutverkunum, hefur búið til fjór-
ar dæmisögur um menn sem
standa frammi fyrir því að velja
hvort þeir svíki ástina og sjálfa
sig í leiðinni. Það er einfaldur
boðskapur í myndinni. Þeir sem
lítilsvirða ástina fara með lyft-
unni eitthvert langt, langt niður í
myrkrið. Hjartað, það hoppar í
hinum.
Arnaldur Indriðason
Morgunblaðið/Anna Ingólfs
KEITH Reed hvatamaður Óperustúdíós Austurlands ásamt hluta af
söngnemendum sínum í æfingabúðum fyrir þýskan söngframburð.
Opera á
Austurlandi
Egilsstaðir. Morgunblaðið.
UNDIRBÚNGINGUR er hafinn
að stofnun Openistúdíós Austur-
lands, en aðalhvatamaður þess
er Keith Reed, söngkennari á
Egilsstöðum. Markmiðið er að
halda árlegar óperuhátíðir, í
júní ár hvert og sú fyrsta verður
Töfraflautan eftir Mozart og
verður hún flutt í júní 1999.
Verkefnið er stórt, þar sem
þarf 16 einsöngshlutverk, karla-
kór, blandaðan kór og 30-40
manna hljómsveit. Keith var
með hluta söngnemenda sinna í
þjálfunarbúðuin á Hallormsstað,
þar sem tekist var á við að
syngja á þýsku en þar nutu nem-
endumir einnig tilsagnar Man-
freds Lemke frá Akureyri.
Gallerí Pizza
NÚ stendur yfu- á Galleríi Pizzu
á Hvolsvelli myndlistarsýning á
vatnslitamyndum Hafþórs
Bjarnasonar. Þetta er önnur
einkasýning listamannsins sem
einnig smíðaði alla rammana og
innrammaði sjálfur. Sýningin
stendur til 20. júlí.
Listamaðurinn rekur einnig
lítið trélistmunagallerí á Hvols-
velli. Það er í Galleríi í gangi, í
Króktúni 3, sem framleiðir
nytja- og skrautmuni og sleur í
sjö verslunum um allt land. Það
hefur nú verið rekið í rúmt ár.
Indiánar og
sjö steinar
SÝNING Kela í Þórshöll (áður
Þórscafé)sem nefnist Indíánar
og sjö steinar stendur til 21. júlí
og er opin daglega frá 14-18.
N^rjar bækur
• HENDING eftir Paul Auster í
þýðingu Snæbjarnar Arngiims-
sonarer komin út.
I kynningu
segir: „A þeysi-
reið sinni um
Bandaríkin þver
og endilöng
rekst Nashe
fyrir tilviljun á
ungan mann,
pókerspilarann
Pozzi. Báðir eru
þeir félitlir og
féþurfi. Þeir heimsækja tvo sér-
vitra milljarðamæringa á afskekkt
óðalssetur í Pennsylvaníu með það
fyi’ir augum að vinna af þeim pen-
inga í póker. En leiðangurinn sem
upphaflega var lagt í til að bjarga
fjárhagnum verður á endanum
háskaför þar sem líf þeirra eru í
veði.“.
Paul Auster er einn þekktasti
höfundur Bandaríkjanna. Hann
hefur bæði getið sér gott orð fyrir
skáldsagna- og kvikmyndagerð. Á
íslensku hafa áður komið út eftir
hann bækurnar Glerborgin,
Draugar og Lokað herbergi sem
mynda hinn svokallaða New York
þríleik. Einnig hafa kvikmyndirn-
ar Smoke og Blue in the Face sem
Paul Auster skrifaði handritið að
verið sýndar hérlendis.
Útgefandi er Bjartur. Bókin er
prentuð í Gutenberg. Hún er 192
bls. Bókin kemur út í nýjum
bókaflokki neonbóka. Kápur
neonbóka eru prentaðar í neonlit-
um og eru settar sérstakar
ljósagnirí prentlitinn svo bæk-
urnar lýsa í myrkri. Verð bókar-
innar er 1.680 lrónur.
Paul Auster
ÞAÐ STÓÐ mikið til í bænum á Jónsmessu-
dag árið 1923. Fyrir dyrum var vígsla fyrsta
íslenska listasafnsins, Listasafns Einars Jóns-
sonar, sem stóð fullreist á sunnanverðri
Skólavörðuhæð. Reykvíkingar höfðu áður lýst
furðu sinni og jafnvel hneykslan, er það
spurðist að Einar hefði valið safni sínu stað á
eyðiholti í útjaðri bæjarins og jafnvel vandséð
að nokkur gestur rataði þangað. Bæjarblöðin
greindu næstu daga frá vígslunni og gestum
sem þyrptust í safnið. Aðgangseyrir ein
króna.
Árið 1909 hafði Einar Jónsson (1874-1954)
boðið íslenska ríkinu að gjöf öll sín högg-
myndaverk. Það varð þó hins vegar fekki fyrr
en árið 1914 sem Alþingi Islendinga þáði gjöf-
ina. Mun þar hafa ráðið skortur á viðunandi
húsnæði til varðveislu verkanna, en skilyrði af
hálfu Einars var að þau yrðu flutt heim frá
Danmörku og varðveitt á kostnað ríkisins.
Fljótlega var farið að huga að byggingu
safnhúss og veitti Alþingi 10.000 kr. til bygg-
ingarinnar. En brátt gekk það fé tii þurrðar
og hótað var að hætta við framkvæmdina
nema við bættust 20.000 kr. og þar við sat.
Gripið var þá til þess að hefja landssöfnun
sem gekk svo vel að hornsteinn var lagður að
safninu þegar árið 1916. Óhætt er að fullyrða
að landsmenn hafi frá upphafi sýnt sínum
fyrsta myndhöggvara einstakan skilning og
metið að fullu þjóðargjöf hans.
Einari hafði verið boðin undir safnið lóðin
sem Þjóðleikhúsið stendur á nú, en hann af-
þakkaði hana kurteislega og valdi safni sínu
stað á Skólavörðuholtinu, skammt frá Skóla-
vörðunni, sem þá var eina byggingin á holtinu.
Hann gerði sér vel grein fyrir þeim möguleik-
um sem þessi hæsti sjónarhóll bæjarins bauð
upp á. Söguleg hefð er fyrir því að velja opin-
berum byggingum stað á hæðum og nægir að
nefna Akrópólis Aþenuborgar og Kapitolhæð-
ina i Róm. Líkt og aðra samtímamenn Einars
dreymdi hann um framtíðarhöfuðborg hins
fullvalda ríkis og kóróna hennar átti að rísa á
Skólavörðuhæð. Gerði hann m.a. uppdrátt að
háskóla og stúdentaheimili sem þar átti að
rísa.
Enginn vafi er á því að safnbyggingin er
höfundarverk Einars, þó Einar Erlendsson
arkitekt hafi áritað teikninguna að safninu í
júní 1916. Þess vegna má sjá safnhúsið sem
stærsta skúlptúr Einars Jónssonar, en þar
vann hann verk sín, sýndi þau og bjó sér jafn-
framt heimili.
Eftir hann liggja nokkkur húslíkön sem
varðveitt eru í safninu. Eitt þeirra nefnir hann
„Listasafn" og vinnur það þegar árið 1908. í
húslíkönunum fer hann frjálslega með söguleg
form og notar klassískar súlur líkt og hann
gerir við suðurvegg safnsins, þar sem hann
kemur fyrir stiga inni í voldugri súlu.
Eins og fram kemur í æviminningum Ein-
SAFNIÐ
Á HOLTINU
75 ár eru í dag liðin frá því Listasafn Einars
Jónssonar, fyrsta íslenska listasafnið, var vígt. Af því
tilefni fjallar Hrafnhildur Schram, forstöðumaður,
um safnið sem er til húsa að Hnitbjörgum á Skóla-
vörðuholtinu í Reykjavík.
HNITBJÖRG - Listasafn Einars Jónssonar vígsluárið 1923,
ars hafði hann þungar áhyggjur af því að
veggir safnsins voru ekki járnbundnir, enda
sjálfur ættaður frá því svæði sem verst varð
úti í Suðurlandsskjálftanum árið 1896. í
æviminningunum staðfestir hann að sjálfur
muni hann hafa gefið safninu endanlegt form.
„Hefði ég vitað það fyrirfram að bygging sem
þessi og svona löguð ætti að vera með óbundn-
um veggjum, mundi ég ekki hafa haft það
form og lögun á húsinu sem teikning mín
sýndi.“
Byggingin rís upp af háum og þungum
stalli, líkt og höggmynd og endurspeglar arki-
tektúrinn hræringar aldamótanna, en á þeim
tíma voru menn mjög leitandi. Ekki er hægt
að fella bygginguna undir neinn ákveðinn stíl.
Þar er ekki um klassisisma að ræða heldur
dæmigerðan ekletisisma, það er að segja að
viðkomandi nýtir sér hugmyndir víða að. Svip-
uð viðhorf eru ríkjandi í dag þegar nær dreg-
ur aldalokum þar sem enginn einn stíll er af-
gerandi og allt leyfilegt.
Turnhýsið, trúlega hið fyrsta á íslandi, er
einstakt og útsýni þaðan eitt hið fegursta í
Reykjavík. Þar bjuggu Einar og eiginkona
hans, Anna Marie Jörgensen, sér fábrotið
listamannsheimili sem þó . ber yfirbragð
heimsborgara með fágætum húsgögnum og
fögrum listaverkum. í dag er heimilið hluti af
safninu og varðveitt í upphaflegri mynd. Til
fróðleiks fyrir ættfræðiáhugamenn má geta
þess að Anna var systir Franciscu Gunnars-
son sem giftist Gunnari Gunnarssyni rithöf-
undi. Þessar tvær dönsku systur frá Amager
voru því eiginkonur þekktustu og virtustu
listamanna Islendinga á fyrstu tugum aldar-
innar.
Einar skipulagði turnhýsið líkt og högg-
mynd, út frá fagurfræðilegu sjónarhorni án
tillits til þarfa líkamans, en þar er hvorki að
finna eldhús, salerni né rennandi vatn. Þess-
ara þæginda nutu hjónin hins vegar niðri á
jarðhæð hússins og er aldurinn tók að færast
yfir fluttu þau svefnaðstöðuna niður. Turnhýs-
ið myndar sterka andstæðu við hinn þunga
sökkul safnsins með rætur djúpt í jörðu en af
þaksvölum þess getur hinn innvígði gestur
komist í kosmísk tengsl við alheiminn.
Listamaðurinn fluttist alkominn heim árið
1920, en þá var hann 46 ára gamall. Fyrstu ár-
unum eftir heimkomuna varði hann til að gera
við höggmyndirnar sem margar höfðu farið
illa í flutningnum jafnframt því sem hann
lagði granninn að mörgum verkum sem hann
síðar vann að. Næstu áratugina fjölgaði högg-
myndunum í bláa sýningarsalnum og stóðu
þau loks svo þétt að salurinn var fullskipaður.
Saman mynda safnhúsið, verkin og högg-
myndagarðurinn eitt allsherjarlistaverk,
sterka og sannfærandi heild.
Nú er líður að aldalokum er mönnum tamt
að líta í senn til baka og fram á við. Öldin sem
við kveðjum spannar hina skömmu sögu ís-
lenskrar myndlistar, en aldamótaárið 1900 var
fyrsta íslenska myndlistarsýningin sett upp.
Næstu áratugina komu fyrstu myndlistar-
mennirnir fram á sjónarsviðið er þeir sneru
einn af öðrum heim frá námi í Kaupmanna-
höfn.
„Frumherjinn" var mikilvægt þema í list
Einars og honum afar hugleikið. Sem fyrsti ís-
lenski myndhöggvarinn ruddi hann brautina,
sem í verkum hans er vörðuð þungum stuðla-
bergssúlum. Þeir sem á eftir komu byggðu á
reynslu hans þó hvorki hafi brautin verið bein
né greiðfarin. Frumherjastarf hans hefur bor-
ið ríkulegan ávöxt sem hvarvetna má sjá
dæmi um í Reykjavíkurborg.
Eflaust myndi Einai- Jónsson líta með vel-
þóknun og stolti yfir „Strandlengjuna“, úti-
sýningu Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík,
sem stendur á þessu fagra sumri, borgarbúum
til ánægju og umhugsunar um gildi listarinnar
í samspili hennar og umhverfisins.
Helstu heimildir:
Einar Jónsson: Minningar. Rvík. 1944.
Pétur Ármannsson: Landslag sálarinnar. Land-
nám Ingólfs. 4, Rvík. 1991.