Morgunblaðið - 23.06.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 33
peningar. Þeir sem það vilja verða
að hafa möguleika á að lifa af eðli-
legri dagvinnu.
Deildarstjórar hafa ekki verið
öfundsverðir á niðurskurðartímum.
Það er mikil streita sem fylgir því
að axla þunga ábyrgð í rekstri, svo
sem mönnun deilda ásamt öðru, án
þess að hafa völd eða ráða fjár-
magni. Hverjir ætli það séu sem
halda utan um hlutina á deildunum
og hafa sparnaðinn að leiðarljósi?
Saga St. Jósefssystra, sem út var
gefín í Reykjavík 1997 er gleggsta
dæmið um baráttu við íslensk
stjórnvöld. Þó áttu þar hlut að máli
konur sem ekki kröfðust launa, en
unnu af fómfysi og voru lands-
þekktar fyrir spamað, þar til þær
loks gáfust upp í baráttunni um
rekstur spítalans og neyddust til
að selja.
Ráðamönnum var í lófa lagið að
leysa þessa deilu við hjúkmnar-
fræðinga, ellegar framlengja upp-
sagnarfrest hjúkmnarfræðinga um
þrjá mánuði til að vinna tíma en
kusu að gera hvomgt. Gaf þessi
ráðstöfun ef til vill möguleika á
meiri sumarlokunum en ella? Hvar
er virðingin fyrir veiku fólki? Gott
heilbrigðiskerfi felst ekki í magni
af steinsteypu, né fjölda rúma, sem
em svo meira eða minna lokuð til
skiptis allan ársins hring. Horfa
má á lokun á rúmum á Bamaspít-
ala Hringsins og Barnageðdeild-
inni á sama tíma og verið er að tala
um að byggja nýjan bamaspítala.
Gott heilbrigðiskerfi byggir á
fjölda fagmenntaðs starfsfólks,
sem getur séð sér og sínum far-
borða af launum sínum og viðhald-
ið menntun sinni sambærilega við
aðrar stéttir með hliðstæða mennt-
un. Svo einfalt er það. Þetta ætti
hjúkmnarfræðingurinn og heil-
brigðisráðherrann manna best að
vita. 011 viljum við væntanlega
borga skatta. En er okkur sama
hvort þeir peningar renna í hendur
misvitra fjárglæframanna í pen-
ingastofnunum, sem tapa hundmð-
um milljóna og láta skattgreiðend-
ur borga, eða til þess að bæta heil-
brigði og afkomu skattgreiðenda?
Er ekki tími til kominn að niður-
skurðarhnífnum sé beitt í aðrar
áttir. Ef fram heldur sem horfir
mun fólkið í þessu landi vakna upp
við vondan draum ef martröðin er
ekki þegar hafin í formi heilbrigð-
iskerfis, sem er eitt flakandi sár
með útpínt og óánægt starfsfólk.
Hér er ég ekki aðeins verið að tala
um hjúkmnarfólk og sjúkraliða,
heldur ekki síður Sóknarfólk, sem
er látið axla allt of mikla ábyrgð
vegna skorts á fagmenntuðu fólki.
Síðast en ekki síst bitnar ástandið
á öllum þegnum þjóðfélagsins, því
mér vitanlega er enginn friðhelgur
fyrir sjúkdómum. Er það sama að
gerast í heilbrigðiskerfinu og í
bankakerfinu að það benda allir
hver á annan? Þeir sem fá hæstu
launin fyrir mesta ábyrgð bera
ekki neina ábyrgð þegar á hólminn
er komið.
Agæti samborgari. Ég veit hvað
ég vil en hvað vilt þú? Ég vil gott
heilbrigðiskerfi, sem stendur undir
nafni, en er ekki bara gott sem
„klisja“ í munni ráðamanna á há-
tíðastundum, þegar þeir samtímis
taka skóflustungur að nýjum bygg-
ingum, skála og loka deildum.
Höfundur er fyrrverandi
hjúkrunarforstjóri.
"slim-line'
dömubuxur frá
gardeur
Uáuntu
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 5611680
vöggusett.
Slmlssi 4050 fayklwrfh.
GLASADAGAR
Einstakt tilboð á gullskreyttum glösum
KRINGLAN • SÍMI 568 9955
FAXAFEN • SÍMI 568 4020
m Í'.Æ £f| 1 Jfrl I
Hvílík mýkt!
Fjórir loftpúðar
Framtíðarbíllinn Sirion
Frumsýndur 25. - 28. júní
Tekur þú é
á moti gestu m
ísumarfríinu?
Auð hús eru auðfengið fé í augum innbrotsþjófa!
Öryggismiðstöð íslands er starfrækt allan sólarhringinn. Þar fylgast
sérþjálfaðir öryggisverðir með boðum frá öryggiskerfum,
brunaviðvörunarkerfum, neyðarkallskerfum og öðrum
viðvörunarkerfum. Farandgæsla okkar til eftirlits með húsnæði og
tækjabúnaði er sérsniðin að óskum hvers viðskiptavinar. Hafðu
samband við öryggisráðgjafa okkar. Síminn er533 2400
Ekki spilla sumarleyfínu með óþarfa úhyggjum! símí 533 2400, fax 533 2412
Öryggiskerfi
.................. 1 1
Knarrarvogi 2,104 Reykjavík