Morgunblaðið - 23.06.1998, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 23.06.1998, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 39 •'.. AÐSENDAR GREINAR Örlítið um stiklur í TILEFNI skrifa Braga Asgeirssonar á þjóðhátíðardaginn um þá sýningu, sem nú stendur á Kjarvals- stöðum, langar mig að biðja fyrir nokkrar at- hugasemdir, sem ég tel þörf á í kjölfarið. Fæst af umræddum atriðum eru stórvægi- leg, en geta engu að síður verið til leiðinda, ef þau eru ekki leið- rétt. Þar ber fyrst að telja að Bragi segir þetta framlag Kjar- valsstaða til Listahá- tíðar síðbúið, og rekur fyrir því vissar ástæður. Um þessa fullyrð- ingu er það eitt að segja, að sýning- in hófst á þeim degi sem gert var ráð fyrir að hún hæfist, en tafðist ekki vegna kosninga eða annarra hluta; allt það var vitað með mjög góðum fyrirvara. Það er rétt, að upphaflega stóð til að önnur sýning yrði framlag Kjar- valsstaða til Listahátíðar, og hafði hún m.a. verið kynnt í ágætu dreifi- riti hátíðarinnar. Það er einnig rétt, að hætta varð við þá sýningu vegna óvæntra og síðbúinna fjárkrafna, sem ekki var hægt að verða við. Hér var um að ræða hluta úr sýn- ingu á verkum ungra norrænna listamanna, sem staðið hefur yfii- í Borgarlistasafninu í París undan- farið, og var ætlunin að þessi sýn- ing færi áfram héðan til Björgvinj- ar í Noregi, Pori í Finnlandi og loks til Gautaborgar. Það er hins vegar bull og ósmekklegar aðdróttanir, að í þeirri sýningu hafi verið samankomið óþekkt og óverðugt listafólk, sem einungis hafi verið valið til dýrðar sýningarstjórunum. Mér er ekki kunnugt um hvort Bragi sá viðkom- andi sýningu, en það gerði ég sjálfur og tel þvert á móti að þarna hafi verið margt áhugavert í gangi, bæði frá aðilum sem eru nú þegar vel þekktir, sem og þeim sem eiga væntanlega eftir að verða það; ég tel að það hefði verið mjög spennandi að fá þessa sýningu hingað, en grundvellinum var kippt undan því með óvæntum hætti, sem ekki verður farið út í hér. Um orð Braga um sýninguna sem nú stendur er lítið að segja, annað en að hann ætlar henni ýmsar forsendur, sem ekki eru fyrir hendi. Með þessari upp- setningu var aldrei ætlunin að gefa Það er bull og ósmekk- legar aðdróttanir, að í þeirri sýningu hafí ver- ið samankomið óþekkt og óverðugt listafólk, segir Eiríkur Þorláks- son, sem einungis hafí verið valið til dýrðar sýningarstj órunum. heildaryfirsýn yfir íslenska lista- sögu, eins og ráða má af umsögn- inni að Bragi hafi viljað sjá; í hug- um flestra merkir orðið „stiklur" yfirleitt nokkuð annað. Hér var hugsunin að líta til nokkurra dæma um hvernig listamenn hafa nálgast menningarlega stöðu sína, söguna, persónu og landið, og að láta verkin njóta sín; kvótaskipting kynslóða eða tímabila var aldrei á dagski-á. Ég veit ekki hvað segja skal um fullyrðingu Braga, þar sem segir að „listamennirnir völdu að stórum hluta sjálfir verkin á sýninguna...“. Slík fin-a er óskiljanleg og óafsak- anleg frá hendi listgagnrýnanda án haldbærra raka; val verkanna, sem og allt lof eða last sem því fylgir, er alfarið á ábyrgð starfsfólks Kjar- valsstaða. Ég vil biðja alla lista- menn sem eiga verk á sýningunni (og eru þannig að ósekju gerðir ábyrgir fyrir þeim óskapnaði, sem Bragi er að lýsa) að virða þennan misskilning ekki á verri veg fyrir safnið. Það er einnig leitt að heyra Braga kalla ýmis þekktustu verk Jóhannesar S. Kjarvals „gamalt og þreytt úrtak“, svo vísað sé til orða hans. Það hefur löngum verið kvartað yfir því að Kjarval hafi ekki verið nægur sómi sýndur í sumar- sýningum Kjarvalsstaða, og þá gjarnan vísað til þess að stór hluti gesta sumarsýninganna er fólk, innlent sem erlent, sem alla jafna hefur ekki tækifæri til að sjá sér- stakar sýningar á verkum Kjarvals að vetri til. Ef þessi verk eru nú orðin „gömul og þreytt" í augum listgagnrýnandans, er einsýnt að hann er orðinn leiður á góðri mynd- list. Ég vil ekki elta ólar við fleira í grein Braga, en held að það væri hollt að vísa til orða, sem Halldór K. Laxness viðhafði í ávarpi sínu við setningu fyrstu listahátíðarinn- ar í Reykjavík árið 1970: „... á þess- ari fyrstu alþjóðlegu listahátíð Is- lands eigum við ekki sjálfir að tala, né heyra aðra menn tala um list, heldur verður hér geingið beint að kjarna hlutanna sem er listsköpun- in sjálf... Listin er sköpun sem ger- ir orð marklaus. Ég vona að hér fái listin að tala beint við sálina.“ Höfundur er forstöðunmður Kjarvalsstaða. Eiríkur Þorláksson Islenskir kjósendur eru hinir mestu sauðir! ÞETTA segir Jónas Kristjánsson ritstjóri DV í ritstjórnargrein sinni 9. júni sl. Síðasta málsgreinin hefst á þessum orðum: „Þótt íslenskir kjósendur séu hinir mestu sauðir, (hann telur sjálfan sig trúlega þar með) munu þeir ekki láta bjóða sér hinn gamalkunna Sverri Hermannsson undir sauðagæru al- mannahagsmuna. “ Ég man ekki eftir að Sverrir Hermannsson hafi verið í sauðagæru. Hinu muna íslending- ar eftir að ritstjórinn Jónas Krist- jánsson hefur í áratugi verið að slást við sauðagærur og sauði ís- lenskra bænda og farið þar mikinn. Ritstjórinn talar um almanna- hagsmuni. í gi-eininni minnist hann á framboð Alberts Guðmundssonar og segir: „Reynslan sýnir líka, að lukkuriddarar nota nýja flokka sér til pólitísks framdráttar og reynast gjarnan illa, þegar þeir ná völdum. Þannig flutu vafasamir fuglar inn á þing og jafnvel upp í ráðherrastól í skjóli tímabundinna vinsælda flokks Alberts Guðmundssonar." Það eru ekki margir lukkuriddarar á Alþingi nú sem hafa komist inn fyrir at- beina rokuflokks. Þó má minna á þingmenn Þjóðvaka sem eru hinir nýtustu menn. Ymsir þingmenn og ráðherrar eru búnir að sitja um sjö ár á Al- þingi og í ráðherrastólum. Hvað hafa þeir gert fyrir „öryrkja"? Jú, þeir lýstu því yfir að öryrkjar fengju rúmlega átta prósenta hækkun á bætur sínar í samræmi við prósentuhækkun annarra um síðustu áramót. „Oryrkjar" hafa 40.000 til 63.000 kr. á mánuði eftir þessa hækkun. Það er allt og sumt, af þessum mánaðargreiðslum skulu þeir minnstu lifa. Á svipuðum tíma fengu ýmsir opinberir starfs- menn um og yfir 40.000 kr. launahækkun á mánuði þó eru þeir ekki ofaldir. Sama hækkun hefði átt að rata í launaumslagið okkar til viðbótar því litla sem í það er sett. Það er greinilegt að ritstjóra DV er ekkert um stjórnmálaflokk Sverris Hermannssonar gefið. Hann segir m.a.: „Við verðum að gera skýran mun á vestfirzkri andstöðu við núverandi kvótakerfi og andstöðu þjóðarinnar við afsal auðlinda í hendur útgerð- armanna." Enn segir ritstjórinn: „Flokkur Sverris Hermannssonar mun ekki gæta almannahagsmuna, hvort sem hann þykist ætla það eða ekki.“ Svo heldur hann áfram og segir: „Margir þakka Sverri fyrir að hafa veitt þjóðinni innsýn í ýmsa aðra þætti sérhagsmunagæzlu stjórnmálaflokkanna. Margir njóta þess að sjá Finn Ingólfsson, Halldór Ásgi'ímsson og Davíð Oddsson engjast á þingi út af uppljóstrunum Svenis um innviði kei'fisins. Auðvit- að felst ósigur fyiir Finn í því að þurfa að leita uppi tvo lögmenn úti í bæ til að verja rýran málstað sinn eins og hver annar sakborningur, sem fær lögmann til að verja mál sitt fyrir rétti. Allir skúrkar geta Það er greinilegt að rit- stjóra DV, segir Sig- urður Magnússon, er ekkert um stjórnmála- flokk Sverris Her- mannssonar gefíð. fengið lögmenn úti í bæ til að út- skýra sakleysi sitt.“ Þetta og margt fleira segir rit- stjórinn Jónas Kristjánsson og með þessum orðum sínum er hann búinn að færa sönnur á ágæti Sverris Hermanssonar sem segir hispurs- laust frá hvað er að gerast í herbúð- um þeirra sem ráða þetta kjörtíma- bil. Það er alveg ljóst að flokkur Sverris á eftir að sópa til sín fylgi, þverpólitísku fylgi, svo margir eru óánægðir með kjör sín og frjáls- hyggju stjórnarinnar sem selur flestar eigur okkar í hendur einka- rekstursins. Ég ætla ekki að telja alla þá upp sem eru nú í kjarabar- áttu. En það er víst að allir sem einn munum við öryrkjar standa með þeim sem bætir aum lífskjör okkar. Kotungsleg er mannlýsing á okkur Islendingum hjá ritstjóran- um Jónasi Ki'istjánssyni er hann kallar íslenska kjósendur sauði. Er hinn ritstjóri blaðsins, háttvirtur þingmaður, Össur Skarphéðinsson sammála starfsbróður sínum Jónasi Ki-istjánssyni í því að íslendingar séu sauðir? Hvaða tilfinningar hefur þingmaðurinn og skörungurinn Óssur Skarphéðinsson fyrir kjörum okkar öryrkjanna? Höfundur er fyrrverandi yfirrafmagnseftirlitsmaður. Sigurður Magnússon Hjúkrun á barna- deild eftir 1. júlí VIÐ hjúkrunar- fi'æðingar, sem nýlega samþykktum nýjan kjarasamning, töldum hvert öðru trú um að hann væri góður. Það var að vísu óljóst hvernig við myndum raðast í flokka en þar sem við eram sjálf- stæð starfandi stétt samkvæmt lögum og beram ábyrgð á okkar hjúkranarstörfum, fannst okkur eðlilegt að við myndum raðast í B- ramma. Ramm- arnir era 3, A, B og C, raðað eftir ábyrgð í starfi. Annað kom í Ijós. Við áttum að fara í A ramma (nema deildar- Það er enginn til að taka við þeirri bráða- þjónustu, sefflr Arna Skúladóttir, sem barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur veitir. stjórar og framkvæmdastjórar) sem myndi þýða að við bærum ekki lengur ábyrgð á störfum okkar og ekki nóg með það, hjúkrunarfræð- ingar áttu að byrja í A 1, lægsta taxta í launatöflunni. Það er virki- lega verið að lítisvirða hjúkranar- starfið. Sem hjúkranai'deildarstjói'i á bamadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur óttast ég mjög það ástand sem skapast muni ef til uppsagna kem- ur. SHR er helsta slysa- og bráða- sjúkrahús landsins, starfsemi bamadeildarinnar endurspeglar það. Árið 1996 lögðust 1.833 böm inn á barnadeildina. Af þeim komu rúmlega 60% til bráðainnlagna, það gera 3-4 bráðainnlagnir á hverjum degi. Það liggur í augum uppi að bráðaþjónustu er ekki hægt að skerða, því hvert annað ættu þess- ar fjölskyldur að leita með bráðveik eða slös- uð börn sín? Það er engin til að taka við þeii-ri bi'áðaþjónustu sem við veitum. Uppsagnir hjúkranar- fræðinga á Barnaspít- ala Hi-ingsins taka einnig gildi 1. júlí, þannig að ekki verður , hægt að bæta þar á. Þar verður væntan- lega svipað ástand. Að segja stai'fi sínu lausu, starfí sem mað- ur hefur sinnt af áhuga í 20 ár og vill sinna áfram, er ekki auðvelt, en er í þessari stöðu eina leiðin til að hjúkran í landinu eigi möguleika á að njóta þeirra vaxt- arskilyi'ða sem henni era nauðsyn- leg. Á barnadeild SHR verður frá 1. júlí einn hjúkrunarfræðingur í 50% starfi, það er allt og sumt. Yf- ir sumartímann þegar dregið er úr skipulögðum innlögnum og annarri starfsemi í spamaðar- skyni, er lágmarksmönnun 9-12 hjúkranai'fræðingar á sólai'hring. Öánægja hjúkranarfræðinga með launakjör sín hefur til margra ára verið stærsti orsakavaldur þess stöðuga flótta sem verið hefur úr stéttinni. Það er kostnaðarsamt fyrir heilbrigiskerfið að missa reynda hjúkranai'fræðinga og að vera stöðugt að þjálfa nýtt fólk, sérstaklega á mjög sérhæfðum deildum. í hverri viku fjölgar þeim hjúkr- * unarfræðingum sem geta ekki un- að við þá óvissu sem blasir við 1. júlí og hafa þess vegna ráðið sig til vinnu annars staðai'. Óvíst er hvort nokkur þeirra komi aftur til starfa, eftir að samið verðrn-. Ég vona að viðsemjendur okkar geri sér gx-ein fyrir alvarleika stöðunnar, því hún er skelfileg. Nauðsynlegt er að ná sáttum fyrir 1. júlí. Höfundur er hjúkrunardeildarstjóri bamadeildar Sjúkraliúss Reykja- víkur. Arna Skúladóttir f©] Perstorp Harðplastplötur á borð, skápa og veggi. (§) i'Ofnasmiöjan Verslun Háteigsvegi 7 • Simi 511 1100 Netfang: ofnasmidjan@ofn.is Veffang: www. ofn.is í pípum og plötum sem má þrýsta og sveigja, laust við CFC, í sam- ræmi við ríkjandi evrópska staðla. Hentar vel til einangrunar kæli- kerfa fyrir loftræsti- og hitakerfi, og fyrir pípulagningar. Leitið frekari upplýsinga Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29.108 REYKJAVÍK, SÍMI 553 8840 / 568 6100. ÞÞ &CO \
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.