Morgunblaðið - 23.06.1998, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 43 ‘
MINNINGAR
+ Björgvin Krist-
inn Hannesson,
húsasmiður, fædd-
ist 25. janúar 1926 í
Reykjavík. Hann
lést á heimili sínu,
Hjallaseli 27, 14.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Hannes Frið-
steinsson, fyn-ver-
andi skipherra,
fæddur 3. jan. 1894
í Reykjavík, dáinn
27. júlí 1977, og
Guðrún Hallbjörns-
dóttir, húsmóðir, fædd 3. feb.
1896 í Brekku í Tálknafirði, dá-
in 29. júlí 1940. Systkini Björg-
vins voru; Níels Jón, fæddur 23.
aprfl 1921, dáinn 1. nóv. 1973.
Freysteinn Guðmundur, fædd-
ur 27. des. 1922, dáinn 12. feb.
1944. Ástríður, fædd 6. júní
1927, og Dóra, fædd 14. júní
1929.
Björgvin var kvæntur Sigur-
veigu Sólmundsdóttur, f. 22.
júní 1924 á Stöðvarfirði. Börn
þeirra eru: 1) Hannes Karl,
húsasmíðameistari, f. 27. okt.
1949, kona hans er Guðrún
Jensdóttir, f. 3. júlí 1950, dæt-
ur þeirra eru Matthildur,
kennari, f. 24. aprfl 1971, maki
Sigurður Hafliðason og þeirra
dóttir er Guðrún Jenný, f. 6.
des. 1996. Sigurbjörg, nemi, f.
1. júlí 1973. 2) Rúnar Frey-
steinn, doktor í mannfræði, f.
Dagur er að kvöldi kominn. Tím-
inn útranninn. Jarðvist míns kæra
bróður er lokið. Hann Venni bróðir
14. feb. 1951. Kona
hans er Eva Ern-
fors, f. 28. aprfl
1936 í Svíþjóð. Son-
ur hans er Itagnar
Freyr, f. 8. ágúst
1974 (móðir Sif
Ragnhildardóttir).
3) Sólmundur Kri-
stján, trúarbragða-
fræðingur, f. 10.
okt. 1953. Kona
hans er Arndís
Þorsteinsdóttir,
sálfræðingur, f. 10.
maí 1959. Hans
synir eru Björgvin Kristján,
nemi, f. 27. nóv. 1971, kona
hans er Margrét Sævarsdóttir,
f. 18. feb. 1969, þeirra sonur
óskírður, fæddur 21. nóv.
1997, sonur Margrétar, Viktor
Berg, f. 9. júní 1993. Sólmund-
ur Smári, nemi, f. 3. nóv 1976.
Móðir þeirra bræðra er Ásta
Á. Einarsdóttir, f. 18. maí
1953. 4) Sigurveig Björg,
hjúkrunarfræðingur, f. 30.
nóv. 1958. Synir hennar eru
Leó Rúnar Álexandersson, f.
15. maí 1982 (faðir Alexander
Ingason), og Arnar Freyr Sig-
urðsson, f.28. nóv. 1996. Maki
Sigurður Sigurðsson, f. 22.
mars 1956 (synir hans; Ásgeir
Þór, f. 9. des. 1979, og Stein-
þór Jenni, f. 25. mars 1983).
Útför Björgvins fer fram frá
Seljakirkju í dag og hefst at-
liöfnin klukkan 15.
var einstaklega ljúfur, vel á sig kom-
inn andlega og líkamlega, frísklegm-
og glaður, gæddur miklum persónu-
töfrum. Hann var fjölskyldu sinni
mikils virði og er því sárt saknað af
ástvinum sínum. Venni bróðir minn
var gæfusamur þótt brim og boða-
fóll hafí gengið yfír eins og gerist á
langri en þó giftusamlegri ævi.
Hann var lánsamur og eignaðist
góða eiginkonu og börnin sín fjög-
ur sem hann var stoltur af. Síðan
kömu barnabömin og langafabörn-
in. Það er mikið lán að eiga slík
verðmæti sem góða fjölskyldu.
Minn hugur reikar til æskuár-
anna. Eg man þínar litlu hendur
sem héldu um mínar ennþá minni
þegar ég mátti fara með þér á bóka-
safnið. Minnist dúfnakofanna sem
áttu hug þinn, fótboltaleikjanna,
fjöruferðanna, jakahlaupanna á
Tjöminni sem vora þó stranglega
bönnuð. Minnist leikja sem við
systkinin voram í, eins og bflaleikj-
anna sívinsælu. Minnist þeirrar
stundar er við stóðum hnípin yfir
moldum mildrar móðm- okkai'.
Minnist þess líka hve gott var að
eiga glaðan og góðan pabba sem
hélt eins vel og hann gat utan um
hópinn sinn.
Stutt er síðan við plöntuðum
blómum á leiði ástvina okkar og
ætluðum að hittast fljótlega og gera
betur þar. Nokkru síðar fóram við
eins og oft áður að heimsækja Ástu
systur okkar sem lengi hefur verið
veik. Það era margar ljúfsárar
minningar. Eg sakna þess að heyra
þig ekki segja „sæl elskan mín“. Eg
sakna þín, elsku Venni bróðir.
Veiga mín, Hannes, Rúnar, Sóli
og Sigga Björg og öll ykkar fjöl-
skylda. Við eigum góðar minningar
til að ylja okkur við og þótt lát hans
bæri snöggt að vitum við að hann
skildi sáttur við allt og alla. Eg
þakka bróður mínum samfylgdina.
Guð varðveiti hann og alla hans
fjölskyldu sem honum var svo kær.
Dóra systir.
Látinn er fyrrverandi sam-
starfsmaður minn og vinur, Björg-
vin Kr. Hannesson. Undanfarið
gekk hann ekki heill til skógar, þó
sjálfur vildi hann ekki gera mikið
úr. Þrátt fyrir lasleikann bar and-
lát hans brátt að. Mér er nær að
halda að hann hefði sjálfur kosið
að hverfa þannig af braut, þó oft-
ast sé það sárara þeim, er næst
standa. Björgvin var ráðinn sem
eftirlitsmaður húseigna Styrktar-
félags vangefinna í ársbyrjun
1980, en lét af störfum hjá félag-
inu, sökum aldurs, síðla árs 1996.
Sá, er þessar línur ritar, starfaði
þennan tíma sem framkvæmda-
stjóri félagsins. Með okkur Björg-
vini tókst strax náið og gott sam-
starf, sem aldrei bar skugga á, og
ljúft er og skylt að þakka.
I kjölfar laganna um aðstoð við
þroskahefta, sem tóku gildi 1. janú-
ar ‘80 hófst mikil uppbygging á
vegum félagsins, sem stóð í rúman
áratug. Hver framkvæmdin tók við
af annarri og oft reyndi mikið á
Björgvin. Það var eins og hann nyti
sín aldrei betur en þegar verkefnin
vora sem allra mest.
Hann var ósérhlífinn með af-
brigðum og gekk nánast í allt, sem
hann taldi sér fært að sinna á
hverjum tíma. Hann hafði mikinn
metnað fyrir hönd félagsins og var
alla tíð annt um hag þess og vel-
ferð. Ég veit ég mæli fyrir munn
stjómenda félagsins og stafsmanna
á þessum tíma, þegar ég þakka
Björgvini þennan hluta starfsævi
hans, en meðal þeirra naut hann
trausts og vinsælda. I samskiptum
við skjólstæðinga var hann hlýr og
nærgætinn, og þeim þótti vænt um
hann. Hann var í þeirra hópi oft
nefndur heiðursnafnbótinni afi,
sem ég tel lýsa vel viðhorfum
þeima til hans. Áður en Björgvin
réðst til starfa hjá Styrktarfélagi
vangefinna starfaði hann sem verk-
taki við viðhald húseigna hér í
borginni.
Björgvin var vel á sig kominn. Á
unglingsáranum stundaði hann ,
knattspyrnu með félagi sínu KR
og minntist hann oft þeirra ára
með ánægju. Fann ég hversu hlýtt
honum var til þessa gamla félags
síns.
Um árabil lagði hann mikla
rækt við sund og naut sín þar vel.
Ég sá hann tæpast glaðari en þeg-
ar hann stóð á hærra brettinu í
Sundhöllinni og bjó sig undir að
stökkva. I tengslum við sundið
eignaðist hann marga ágæta kunn-
ingja.
Með Björgvini hverfur af sjónar-
sviðinu náinn vinur og samstarfs-
maður, sem reyndist mér vel, ekki
aðeins í starfi, heldur einnig oft ut-
an þess. Til hans var ævinlega gott
að leita og hann boðinn og búinn að
rétta mér hjálparhönd, enda bón-
góður. Fyrir þetta vil ég sérstak-
lega þakka á kveðjustund um leið
og ég sendi Sigurveigu og fjöl-
skyldunni hugheilar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Björgvins
Kr. Hannessonar.
Tómas Sturlaugsson.
Björgvin minn.
Ég þakka fyrir allt sem þú ert ■'
búinn að gera fyrir okkur Aldísi.
Við munum aldrei gleyma svona
góðum dreng. Það var gott að
vinna með þér, þú varst alltaf kát-
ur og hress.
Það var gaman að koma heim til
ykkar hjóna í Kópavoginn. Við töl-
uðum mikið um daginn og veginn,
grínuðumst og höfðum gaman af.
Við kveðjum þig með söknuði.
Þínir vinii’
Stefán og Aldís.
BJÖRGVIN KRISTINN
HANNESSON
Husqvarna vélorf
Fyrir atvinnumanninn. Bensínknúin vélorf
sem henta vel til þess að slá kanta, 91
grasbrúska og illgresi. 44,5 cc mótor.
Sláttuhaus og diskur fylgja.
Verð kr. 59.024 , , „
* Flymo E400
Létt loftpúðavél.
Hentug fyrir litlar lóðir.
Létt og meðfærileg. 1
1500W rafmótor. M
Verð kr. 23.904 Ifr
Hekkklippur meö
snúningshandfangi
Einu klippurnar á markaðnum
með snúningshandfangi.
65 og 75 sm sverð.
m 5,5 kg.
" Verð kr. 59.665
Flymo E330
Turbo light
Létt loftpúðavél.
Hentug fyrir litlar lóðir.
Létt og meðfærileg.
1150W rafmótor. i
Verðkr. 16.794 4
Ekki sýnd. ,r‘ fl||j
Flymo GT500
Létt loftpúðavél. Notuð af
atvinnumönnum. Hentug
fyrir brekkur, stórar lóðir
og erfiðar aðstæður.
5 hp tvígengismótor.
Breidd 50.5 sm.
Verð kr. 69.745
Husqvarna Rider 970H
Hagkvæm atvinnusláttuvél með sjálfskiptingu
(Hydrostatisk). Vélinni má snúa við á 20 sm
bletti. Sláttubreidd 97 sm með þriggja blaða
sláttudekk. Sláttuhæð 4 - 9 sm. 15.5 hp mótor.
Verð kr. 495.017,-
Flymo 460 Pro vélorf
Bensínknúið vélorf fyrir sumarbústaði
og heimagarða. 32.5 cc mótor.
6,1 kg. Sláttuhaus og diskur fylgja.
Verð kr. 28.683
SÚ ÓDYRASTA A
MARKAÐNUM!
MTD sláttuvél
3.5 hp mótor.
Sláttubreidd 51 sm
meö stál sláttudekki.
Verð kr. 17.820
UTSÖLUSTAÐIR: HUSASMIÐJAN.
VÉLIN, REYKAJVÍK. STAPAFELL, KEFLAVÍK.
RADÍÓNAUST, AKUREYRI. VÍK, NESKAUPSTAÐ,
Faxafeni 14. Sími 568 5580. Opiö mán. - fös. 9 -18. Lau. 10 -14
RADGREIÐSLUR
@)Husqvarna
@)Husqvarna
©Husqvarna
SlATTUV ELAM ARK AÐURINN
Sláttuvélar - Hekkklippur - Garðtætarar - Sláttuorf - Keðjusagir - Jarðborar