Morgunblaðið - 23.06.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 51
AOAUGi-VSI
|\| Q
A R
YMIBLEGT
Hönnunarsamkeppni
Á VEGUM FAGRÁÐS TEXTÍLIÐNAÐARINS
íslensk ull á nýrri öló
Fagráð textíliðnaðarins efnir til samkeppni um hönnun á fatnaði þar sem íslenska ullin er notuð
sem hráefni að miklu eða öllu leyti. Markmið samkeppninnar er að stefna saman hön-
nuðum og framleiðendum í leit að góðum hugmyndum, en jafnframt að vekja
athygli á íslenskri hönnun og koma á framfæri þeim fata- og textílhönnuðum
sem vinna með ullina. Stefnt er að því að móta heilsteyptar fatalínur á
grunni verðlaunatillagna og framleiða þær fyrir almennan markað.
Öllum menntuðum textíl- og fatahönnuðum er sérstaklega
boðið að taka þátt í keppninni en hún er jafnframt opin almenningi.
Fimm manna dómnefnd mun velja 2-3 hugmyndir sem verða
þróaðar áfram í samstarfi við fataframleiðendur.
Dómnefnd skipa: Frú Guðrún Katrín
Þorbergsdóttir, Guðjón Kristinsson
framkvæmdastjóri, Gunnar Hilmarsson verslunar-
maður, Logi
Úlfarsson framkvæmdastjóri og
Oddný Kristjánsdótdr klæðskeri.
Sigurvegarar
hljóta 300.000 kr. verðlaun hver
frá Fagráði
textíliðnaðarins og verður ekki
gert upp á milli verðlaunasæta.
Reglur eru frjálslegar hvað varðar gerð og framsetn-
ingu, en miða skal við að
íslensk ull sé notuð að einhverju eða öllu leyti sem hráefni.
Tekið verður við tillögum jafnt í formi mynda/teikninga sem frumhluta.
Frestur til að skila tillögum rennur út mánudaginn 1 7. ágúst. Tillögur skulu berast Iðntæknistofnun,
Keldnaholti, 112 Reykjavík merktar „íslensk ull á nýrri öld“.Tillögur skulu merktar dulnefni, en nafn,
kennitala, heimilisfang og símanúmer þátttakanda skal fylgja með í lokuðu umslagi.
Nánari upplýsingar veitir Sævar Kristinsson í síma 570 7100
(fax: 570 71 10, netfang: tex@iti.is)..
g Fagráð
Q' lcxtilíðnaðari,
rtns
KENNSLA
Nuddskóh GuÖœundan
Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík
Símar 567 8921 og 567 8922
Innritun á haustönn 1998
Innritun nýnema á haustönn 1998 fer fram frá
og með þriðjudeginum 23. júní til og með
fimmtudeginum 25. júní kl. 13-17. Einnig er
hægt að sækja um í gegnum síma eða fá send
umsóknareyðublöð. Skráning hefst að nýju
frá og með 27. júlí næstkomandi.
TIL SÖLU
Skómarkaður
Ármúla 23, vesturendi
Opið mánudagatilföstudagafrá kl. 12.00 til
18.00. Mikið úrval. Góðir skór.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu er vandað skrifstofuhúsnæði á 2. hæð
í húsi við sjávarströndina í vesturhluta Reykja-
víkur. Húsnæðið, sem er rúmlega 170 m2 að
flatarmáli, auk hlutdeildar í sameign, skiptist í 5
herbergi, móttöku, fundarherbergi, eldhús og
salerni. Greiðar aðkomuleiðir. Góð bílastæði.
Fallegt útsýni. í húsinu er bankastofnun.
Nánari upplýsingar í síma 562 1018 á
skrifstofutíma.
Til leigu
250 m2 nýtt húsnæði við Skútuvog á 1. hæð
með innkeyrsludyrum til leigu. Tilvalið fyrir
heildverslun.
Fyrirspurnir sendast Morgunblaðinu
merktar: „E - 5151".
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Kynningarfundir um skipu-
lags- og byggingarlög og
-reglugerðir
Skipulagsstofnun mun í júnímánuði gangast
fyrir kynningarfundum um skipulags- og bygg-
ingarlög nr. 73/1997, sem tóku gildi þann
1. janúar sl. og reglugerðir, sem settar verða
á grundvelli þeirra laga.
Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:
Þriðjudagur 23. júní kl. 16:00,
Hótel Hérað, Egilsstöðum.
Miðvikudagur 24. júní kl. 16:00,
Hótel Höfn, Hornafirði.
Fimmtudagur 25. júní kl. 16:00,
Hótel Selfoss.
Föstudagur 26. júní kl. 14:00,
Glóðin, Hafnargötu 62, Keflavík.
Mánudagur 29. júní kl. 16:00,
Listaskólinn, Vesturvegi 38, Vestmannaeyjum.
Áfundunum verða kynnt skipulags- og bygg-
ingarlög nr. 73/1997, drög að skipulagsreglu-
gerð og drög að byggingarreglugerð. Að því
loknu er gert ráð fyrir fyrirspurna- og umræðu-
tíma. Fulltrúar Skipulagsstofnunar og nefndar,
sem unnið hefurdrög að byggingarreglugerð,
verða á fundunum. Fundirnir eru opnir og sér-
staklega ætlaðir sveitarstjórnarmönnum og
starfsmönnum sveitarfélaga, hönnuðum,
byggingarstjórum, iðnmeisturum og öðrum
þeim, sem starfa að skipulags- og byggingar-
málum.
Fundarstjóri verður Stefán Thors, skipulags-
stjóri ríkisins.
Skipulagsstofnun.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
FERÐAFÉIAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Þriðjudagur 23. júní
Jónsmessunæturganga um
Svínaskarð
Skemmtileg ganga um þessa
gömlu þjóðieið milli Skálafells
og Móskarðshnúka. Heimkoma
eftir miðnætti. Verð 1.000 kr.
Heiðmörk miðvikudags-
kvöldið kl. 20.00. Frítt.
Helgarferðir 26.-28. júní
a. Fjölskylduhelgi f Þórs-
mörk.
Árleg ferð sem jafnan nýtur mik-
illa vinsælda. Mjög hagstætt fjöl-
skyldutilboð. Gist í Skagfjörðs-
skála eða tjöldum. Fjölbreytt
dagskrá, léttar göngur, ratleikur,
kvöldvaka o.fl.
b. Fimmvörðuháls — Þórs-
mörk. Aukaferð á góðum
kjörum.
Gist í Þórsmörk og gengið yfir
hálsinn á laugardeginum. Brott-
för föstud. kl. 20.00. Pantið strax
á skrifstofunni að Mörkinni 6.
LfFSSÝN
Samtök tll sjálfsþekklngar
Jónsmessuferð til Þingvalla
Lífssýnarfélagar, fjölmennum í
gönguferð um Þingvelli undir
leiðsögn Erlu miðvikudags-
kvöldið 24. júní. Hittumst við Bol-
holtið kl. 19.00 og sameinumst í
bíla.
Stjórnin.
ÝMISLEGT
■ Einkatímar með
Helgu Mogensen
• Þú lærir að lesa
úr skilaboðum
líkamans.
• Þú lærir rétta
öndun.
• Þú lærir slökun.
Upplýsingar og tímapantanir í
síma 552 4365.
HStjörnuspeki-
Gunnlaug Guð-
mundsson,
einnig persónu-,
f ramtíðar- og
samskiptakort.
Uppl. í sima 553 7075.
Sendum í póstkröfu.
Micrcsoft
Windows <
Tæknival
www.taeknival.is