Morgunblaðið - 23.06.1998, Side 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Byrjaði á fyrstu
skáldsögunni
á Islandi
Jane Smiley fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir
bókina Þúsund ekrur og nýlega var gerð
kvikmynd byggð á skáldsögunni. Smiley
bjó hér á landi á námsárum sínum. Birna
Anna sló á þráðinn til hennar og spjallaði
við hana um ritstörfin og dvölina á Islandi.
~yr vikmyndin
I / Þúsund ekrur
var nýlega
JL ^L-tekin til sýn-
ingar í Háskólabíó.
Myndin er gerð eftir
samnefndri skáldsögu
Jane Smiley sem kom út
árið 1991 og fékk Pulitz-
er-verðlaunin ári síðar.
Sagan fjallar um bónda
sem er kominn á efri ár
og ákveður að eftirláta
dætrum sínum þremur
býli sitt. Þegar sögunni
vindur íram kemur í ljós
að ekki er allt slétt og
fellt innan fjöldskyld- Jane Smiley
unnar og kræðileg
leyndarmál koma upp á yfírborðið.
Byrjaði að skrifa á íslandi
Hvenær varst þú á Islandi?
„Það var veturinn 1976 til 1977. Ég
varþá íHáskóla íslands á Fulbright-
námsstyrk og bjó í litlu herbergi á
Nýja Garði."
Var þetta áður en þú byrjaðir að
skrifa?
„í rauninni byrjaði ég að skrifa
mína fyrstu skáldsögu á íslandi
þannig að dvöl mín þar var mjög þýð-
ingarmikil fyrir mig. Ég hafði verið í
háskólanámi bæði í fomíslensku og
skapandi skrifum og kom til Islands
til að gera ritgerð um íslendingasög-
umar. En þegar ég kom sat ég tíma í
íslensku og þá gerði ég mér grein
fyrir því að íslenskan mín yrði aldrei
nógu góð til að ég gæti skiifað fræði-
lega ritgerð um íslend-
ingasögumar svo að í
staðinn byrjaði ég að
skrifa og skrifaði heO-
mikið á meðan ég var á
íslandi.“
Undir áhrifum frá
Halldóri Laxness
Hún segir það hafa
verið merkilega reynslu
að búa hér á landi og að
Islandsdvölin sé ennþá
mjög skýr og lifandi
fyrir henni. A íslandi
kynntist hún verkum
Halldórs Laxness sem
hún segir hafa haft
mjög sterk áhrif á sig.
Á forsíðu nýlegrar endurútgáfu
ensku þýðingarinnar á Sjálfstæðu
fólki er einmitt vitnað í Smiley þar
sem hún segir „Ég elska þessa bók.
Hún er snilldarverk sem afhjúpar
listræna sýn og fæmi - ein af bestu
bókum tuttugustu aldarinnar. Ég
get ekki ímyndað mér meiri ánægju
en að koma að Sjálfstæðu fólki í
fyrsta sinn.“
Nú fjallar bók þín Þúsund ekrur
um bónda og það gerir Sjálfstætt
fólk líka þó að þeir séu nú kannski
heldur ólíkir bændur. Hafði bókin
einhver áhrif á skrifþín?
„Sjálfstætt fólk var mjög mikilvæg
bók fyrir mig og hjálpaði mér að
skilja hugsunarhátt og hugarfar
bóndans. Bjartur í Sumarhúsum er
ólíkur bóndanum mínum í Þúsund
ekrum en bara af því að hann býr við
FÓLK í FRÉTTUM
tWY N OW
jSlMjsi
MICHELLE Pfeiffer fer með stórt hlutverk í myndinni.
dreymdi á nóttunni mjög skýrir,
skýrari en á nokkrum öðrum stað
sem ég hef verið á og ég hef ekki
hugmynd um hvers vegna.“
Bók verður að bíómynd
JESSICA Lange hefur margsinnis fengið Óskarsverðiaun.
frumstæðari aðstæður. Það sem mér
fannst þó einna merkilegast við
Sjálfstætt fólk er hvernig Laxness
tekst að spinna inn í söguna ýmsum
undarlegheitum þrátt fyrir að hún sé
raunsæ skáldsaga. Dæmi um slíkt er
kaflinn um það þegar hreindýrið fór
yfir ánna og kaflarnir um drauga-
ganginn. Þetta er yndisleg bók, ynd-
isleg skrýtin skáldsaga og ég held að
það sem hún hafí kennt mér í sam-
bandi við skrif er að það er hægt að
setja hvað sem er inn í sögu og það
getur gengið upp.“
Hefðin og hugarfarið hér á íslandi
er líka þannig að það getur þótt full-
komlega eðlilegt að yfírnáttúrieg
fyrirbæri komi til sögunnar í raun-
særri skáldsögu.
„Það er rétt og það er svolítið
skrýtið að ég man að þegar ég var á
Islandi þá voru draumarnir sem mig
Hún segist ekkert hafa unnið sjálf
við kvikmyndina Þúsund ekrur,
handritshöfundurinn skrifaði hand-
ritið upp úr bókinni upp á eigin spýt-
ur. En er ekkert óþægilegt að láta
verk sitt algjörlega í annarra manna
hendur og sjá svo bara útkomuna?
„Nei, það er bara hluti af pakkan-
um. Ég hef ekki áhuga á handrits-
gerð eða neinum öðrum listformum,
ég er fyrst og fremst skáldsagnahöf-
undur. Það er vissulega gaman að
sjá persónur sínar lifna við á skján-
um, mjög gaman, en það er ekkert
sem skiptir mig neinu verulegu
máli.“
Ertu ánægð meðkvikmyndina?
„Á vissan hátt er ég það, ég held
að þau hafi gert eins vel og þau gátu,
en að mínu mati getur engin bíó-
mynd verið eins áhugaverð og skáld-
saga. Ef þér líkar við skáldsögu er
það að hluta til vegna þess að hún er
skáldsaga og eiginleiki skáldsagna
er að þær eru margslungnar á með-
an bíómyndir eru einfaldar. Þetta er
fín kvikmynd en samt er þetta bara
kvikmynd.“
Smiley býr á landareign sinni í
Kaliforníu ásamt eiginmanni sínum
og þremur bömum þeirra. Hún hef-
ur ekki komið til Islands síðan hún
var hérna fyrir rúmlega tuttugu ár-
um en segist þó gjarnan vilja heim-
sækja landið aftur. Þegar hún er
spurð að því hvort hún tali íslensku
svarar hún án þess að hika „bara lít-
ið“, með góðum íslenskum fram-
burði.
Sólarferðir • Ævintýraferðir
Borgarferðir • Málaskólar
Frábær fargjöld
Ungmenni allra landa:
F rðist
Interrail kortið
er fyrir þá sem vilja ferðast
frjálsir og óháðir um Evrópu.
Mánaðarkort
fyrir yngri en 26 ára:
2 svæði kr. 21.500
3 svæði kr. 24.800
Öli svæði kr. 28.100
V
« ferðaskrifstoFa
| stúdenta
£ Slmi: 561 5656
WWW.fs.ia/stadtravel ...ogferðin erhafin