Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ föstudag 17. júll kl. 20 • laugardag 18. júll kl. 20 • föstudag 24. júlí kl. 20 • laugardag 25. júll kl. 20 Miðasala sfmi 551 1475. Opin alla daga kl. 15-19. Símapanfanir há kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar. ÞJONN í s ú p u n n i iriið. lSr7Törsýning ÖrTá saetiíaus fim 16/7 Frumsýning UPPSELT lau 18/7 UPPSELT sun 19/7 UPPSELT fim 23/7 UPPSELT fös 24/7 UPPSELT lau 25/7 UPPSELT Sýningamar hefjast ld. 20.00 Miðasala opin kl. 12-18 * l ■ - - - -*-1 I-Jn Jp „n usotor pamamr Sciuar oayicua Miðasölusími: 5 30 30 30 Vesturgötu 3 Gamanleikrit (leikstjóm Sigurftar Sigurjónssonar fim. 16/7 kl. 21 lau. 18/7 kl. 23 Miftaverð kr. 1100 fyrir karU kr. 1300 fyrir konur Vörðufélagw Ll fá 30% afslltt Sýnt f íslensku Óperunni Miftasölusimi 551 1475 SUMARTÓNLEIKARÖÐ KAFFILEIKHÚSSINS „Sígild popplög" Ingveldur Ýr Jónsdóttir syngur perlur úr poppinu fim. 16/7 kl. 21.00 laus sæti. „Megasukk í Kaffileikhúsinu” Hinn eini sanni Megas á tónleikum meö Súkkat fös. 17/7 kl.22 til 02 laus sæti. Matsedill sumartónleika Indverskur grænmetisréttur að hætti Lindu, borinn fram meö ristuðum furu- hnetum og fersku grænmeti og 1 eftirrétt: ._______„Óvænt endalok"____, Miðasalan opin alla virka daga kl. 15-18. Miðap. allan sólarhringinn í s. 551 9055. Netfang: kaffileik@isholf.is Tilkynning frá fógetanum í Nottingham 25.000 giillpcningar i hoði lyrir |nmn scm handsamar úilagann Mróa hött llrói höttur cr í sirkusiíaldinu í Húsdvracarðinum Miðapantanir • Nótt&Dagur • 562 2570 Miðaverö: 790,- (640,- IVrir liópa) Innilalið í vcrði cr aðoönguiniði ú Hróa hött. aðgönguniiði í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn _________og Irítt í öll tieki i' carðinimi _ STALLONE og Clinton taka höndum saman. FÓLK í FRÉTTUM HARRISON Ford í endurútgáfunni af Stjömustríði sem Lucas gerði árið 1977. GEORGE LUCAS TÖFFARAR og tryllitæki í Amerícan Graffiti, (‘73). GEORGE Lucas og Sir Alec Guinness við tökur á Stjörnustríði ■ Star Wars, (‘77). FINN mikilvægasti slagur kvik- myndasögunnar var í uppsiglingu i kringum áramótin, þegar fyrr „undrabamið" George Lucas var kominn í gang með fjórða verkið í frægustu röð kvikmyndanna, kennt við Stjömustríð - Star M'ars. Ástæðan að myndin er sú eina í augsýn sem hugsanlega get- ur velt Titanic úr efsta sæti mest sóttu myndar sögunnar. Margir hugsuðu sér gott til glóðarinnar. 20th Century Fox var dreifingar- aðili fyrri myndanna fyrir 15 ár- um, hafði auk þess markaðssett einstaklega velheppnaða endur- komu þeirra á síðasta ári, sem skilaði hundruðum milljóna dala í kassann, og hóf myndbálkinn til vegs og virðingar hjá nýjum áhorfendum. Lucas lét þó ekkert uppi fyrr en í vor. Universaí, sem verið hefúr í miklum kröggfum, gerði hosur sfnar grænar fyrir Lucas, sem og MGM og Wamer, sem gerðu honum gylliboð. Það var þó Spielberg og hið nýstofn- aða kvikmyndaver og dreifíngar- fyrirtæki hans, Dreamworks SKG, sem taldi sig sigurstranglegast, enda þeir Lucas aldavinir og sam- starfsmenn til Qölda ára. Vonbiðl- amir vom því margir, en allt kom fyrir ekki, Spieiberg var aldrei í vafa um að það væri Fox sem fengi alheimsdreifingarréttinn. Lucas er fyrir löngu orðinn þjóð- sagnapersóna í kvikmyndaheimin- um, þrátt fyrir ungan aldur, (fædd- ur 1944). Þó liggja ekki eftir hann nema þrjár myndir sem leikstjóri, en þvflíkar myndir! Lucas heftu- hinsvegar verið þeim mun athafna- samari sem framleiðandi, hefúr unnið að 26 myndum sem sUkur. Þeirra á meðal em Qölmargar af stærstu aðsóknarmyndum kvik- myndasögunnar, einsog þrennum- ar sem kenndar em við Star Wars og Indiana Jones. Þessar sex mynd- ir hafa fært Lucas stjamfræðilegar upphæðir, sem hann hefúr nýtt með frábæmm árangri. Ma. í THX hljóðkerfum, sem bæta hljómburð- inn í kvikmyndahúsum um allan heim, og í rekstri Industrial Light and Magic (ILM), öflugasta tækni- vers kvikmyndanna. Það stendur t.d. á bak við liljóð- og sjónbrellur nánast allra umtalsverðra kvik- mynda samtímans. Nú er Lucas semsagt kominn aftur í gang, og hefúr nýlokið tök- um á sinni fjórðu mynd í fullri lengd, og gengur enn undir vinnu- heitinu Star Wars IV. Myndin er raunar sú fyrsta í sex mynd bálki, því Star Wars, The Empire Stri- kes Back og The Return ofthe Jedi, vom myndir 3, 4 og 5. Nú er Lucas semsagt byrjaður á byrjun- inni. Mynd 1 verður fmmsýnd í Bandarflgunum 26. maí að ári. Hún er dýmst Stjömustrfðs- mynda, kostar á annað hundrað niilljónir dala. Með aðalhlutverkin fara m.a. Liam Neeson, Samuel L. Jackson og Fwan McGregor. Mynd 2 verður væntanlega fram- sýnd 2001, og sú þriðja, og síðasta, 2004. Auk þess að leikstýra og frm- leiða með undraverðum árangri, hefur Lucas einnig skrifað hand- rit margra vinsælustu mynda sinna, einsog þrennanna beggja og framhaldsmynda þeirra, en von er á fjórðu myndina um Indi- ana Jones árið 2000, heitir hún Indiana Jones andthe Lost Continent Utan myndanna Qögurra í fullri Iengd leikstýrði Lucas 8 stutt- inyndum á skólaámm sínum, m.a. heimildarmynd um jazztónlistar- manninn Herbie Hancock. Þær hlutu misjafna dóma, lfkt og nokkrar þeirra mynda sem hann hefur komið að sem höfundur eða framleiðandi (oftast hvorttveggja). Þ.á m.em skellir einsog Radioland Murders, Will- ow, Tucker, og hin alræmda Howard the Duck. Það breytist semsagt ekki allt í gull í höndun- um á þessum snillingi, það em til undantekningar. Clinton til í að boxa LEIKARINN og vöðvafjallið Sylvester Stallone hjálpaði ný- lega demókrataflokknum að safna 60 milljónum króna með því að halda kvöldverðarboð til heiðurs Clinton bandaríkjafor- seta á forvitilegu heimili sínu við Biscayne-flóa í Miami. Þangað komu 150 gestir sem hver og einn borguðu 375.000 krónur í aðgang. Fyrir þann pen- ing fengu þeir sjávarréttapaté og nautalundir auk þess að fá að kíkja á búgarð stórstjörnunnar. Stallone setti hann á sölu síðasta sumar, og enn hefur enginn kaupandi fengist til að borga þá 20 milljarða sem hann vill fá fyr- ir búgarðinn. Veislan var haldin í stóm tjaldi á hinu víðfeðma landi sem um- lykur eignina, en þar er stöðu- vatn gert af manna höndum og neóklassískar styttur á víð og dreif. í húsinu hans er svo dans- salur, billjarðsalur, vfnkjallari með tíu þúsund flöskum, bfósal- ur, innanhússskotæfíngasvæði og sérstök hvelfing í kjallaranum undir pelsa, en það ku ekki vera algengt í Flérida. Stallone færði forsetanum box- hanska úr fyrstu Rocky-myndinni sinni að gjöf fyrir að vera lifandi dæmi um mann sem heldur sífellt áfram að beijast sama hvað gengur á. Clinton var sammála honum í því að hann hefði fengið á sig nokkur högg og að nú væri kominn tfmi til að hann kýldi til baka. En eins og allir vita hefur Ctinton varið miklu af túna sínum í forsetastólnum til að glúna við hin ýmsu hneykslismál. SÍGÍLD MYNDBÖND STJÖRNUSTRÍÐ („STAR WARS“) (1977) ★★★★ Ein vinsælasta mynd allra túna er stórfenglegt ævintýri fyrir alla ald- urshópa, og gerist í framtíðinni. Lu- ke Skywalker (Mark Hamill) fer fyrir hópi garpa sem telja m.a. tvö vél- menni, ævintýramann og skipstjóra á flutningageim.skipi (Harrison Ford) og hinnar undarlegu áhafnar hans, auk duiarfuHs-riddarans, valmennis- ins ; og; visdónibrunnsins Obi-Wan Kenobi (Alec Guinnes), sem samein- ast til að bjarga alheimnum frá yfír- töku hins illa Darth Vaders (rödd James Earl Jones). Koma þeir Leu prinsessu (Carrie Fisher), aftur á stall. Ótrúleg spenna og gaman, hug- myndaflug Ieikstjórans/handritshöf- undarins ótrúlegt í þessari betrum- bót á B-myndum fyrri ára um hetjur og bófa útheimsins. Sannkallað Bíó. Hlaut fjölda Óskarsverðlauna. AMERICAN GRAFFITI (1973) ★★★!4 Stórkostlegur óður til sjöunda áratugarins, tryllitækja, túberaðra gellna, rokktónlistarinnar, rúntsins, amorsleikja í aftursætínu, fyrstu kynnana af áfenginu og hinu kyninu. Höfðar til unglinga á öllum aldri, (að maður tali ekki um ‘44 árganginn!). Stemmningin er ólýsanleg og hópur, þá lítt kunnra, ungra leikara, stend- ur sig með miklum ágætum. Hér gera garðinn frægan upprennandi stórstjömur einsog Harrison Ford og Richard Dreyfuss, auk Charles Martin Smith, Paul Le Mat, Bo Hop- kins, Kathleen Quinlain, Suzanne Somers, Joe Spano, Wolfman Jack, auk leikstjórans Rons Howard. Sí- gild, margstæld mynd sem vekur upp ljúfsárar endurminningar um löngu gengið sakleysi og unaðslegt áhyggjuleysi æskuáranna. Ekki orð um það meira, annars fær maður kökk í hálsinn! THX 1138 (1971) 'k'kVír Vísindaskáldsöguleg mynd sem er ólík öðrum myndum leikstjórans og byggð á stuttmynd sem hann gerði á skólaárum sínum við University oí South California. Gerist í framtíðinni þegar allt er steypt í sama mótið og lífsgleðin gleymd og grafin. Fólkið. nánast einsog vélmenni. Robert Du-Í vall leikur mann sem gerir tilraun tí- il að losna úr helsinu. Ekki skemmtí- leg mynd en forvitnileg og áhuga- verð vegna sérstöðu sinnar. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.