Morgunblaðið - 14.07.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 14.07.1998, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HVALFJARÐARGÖNGIN ÞóssvmKi sinii.ni wBBm Morgunblaðið/Ámi Sæberj KLIPPT á borðann. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, nýtur hér aðstoðar Páls Sig’urjónssonar, stjórnarformanns Fossvirkis, en þeini til halds og trausts er barnabarn Páls, Sigríður C Johnson. Að baki þeim má sjá Halldór Blöndal, samgönguráðherra. Hátíðarstemmning við opnun Hvalfjarðargangamia Dýrasta samgöng’umann- virki landsins tekið í notkun ÞAÐ ríkti sannkölluð hátíðar- stemmning þegar Hvalfjarðar- göngin voru opnuð síðastliðinn laugardag. Fjölmargir gestir voru viðstaddir athöfnina sem fram fór við gangamunnann sunnanmegin. Þeirra á meðal voru þingmenn, ráðherrar og sveitastjórnarmenn, fulltrúar Vegagerðarinnar, fulltrú- ar Spalar ehf. og Fossvirkis og starfsmenn þeirra. Veðrið var eins og best verður á kosið, heiðskírt og hægur andvari og hafði fólk það á orði að þarna ríkti sannkölluð þjóðhátíðarstemmning. Opnunarhátíðin hófst með því að lúðrasveit Akraness spilaði en að því búnu hélt Páll Sigurjónsson stjómarformaður Fossvirkis ávarp og bauð gesti velkomna. í ræðu sinni sagði hann að þessi nýi kafli á þjóðvegi 1 væri mikilvægur hlekk- ur í vegakerfi landsins og þáttur í auknu öryggi vegfarenda sem um Hvalfjörð fara. Þá lýsti hann verk- inu og sagði að unnið hefði verið samkvæmt ýtrasta gæðakerfi. Fyr- irfram hefðu verið gerðar verk- lagsreglur þar sem fram kæmi hvemig bmgðist skyldi við tilvik- um sem upp kæmu. Sagði hann að meðal annars þess vegna hefðu engin alvarleg slys orðið á fólki og verkinu lokið mörgum mánuðum á undan áætlun. í lok ræðu sinnar þakkaði hann öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn og þá sér- staklega Skanska og Pihl & Son. Margir voru vantrúaðir Fjölmenni var við opnun Hvalfjarðar- ganganna sem tekin voru 1 notkun á laug- ardag. Hugi Hreiðarsson var á staðnum og fylgdist með því sem fram fór. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar ehf. og bæjarstjóri Akra- ness, tók síðan til máls og sagði hann að verkið hefði í upphafi mætt vantrú margra. „Við Spalar- menn emm stoltir yfir að hafa fengið tækifæri til að glíma við þetta verkefni sem þola mátti van- trú margra en einnig stuðning öfl- ugra og framsýnna aðila sem lögðu lóð sín á vogarskálarnar." Lýsti hann síðan aðdraganda ganga- gerðarinnar og sagði hann það flókið samspil smárra og stórra at- vika en þó væri gmnnurinn sam- starf Sementsverksmiðju ríkisins, íslenska jámblendifélagsins og Akraneskaupstaðar. Að endingu færði hann fram þakkir fyrir stuðning Davíðs Oddssonar, for- sætisráðherra. „Það er ekki á allra vitorði að góða hlutdeild átt þú í þessu verki og lengi höfum við vilj- að þakka þér fyrir þann stuðning sem þú hefur veitt.“ Að því búnu Morgunblaðið/Hreinn Magnússon UM 2000 manns tóku þátt í hlaupinu undir Ilvalfjörð og þótti mörgum síðustu metrarnir upp brekkuna erfiðir. óskaði hann mannvirkinu farsæld- ar og gæfu. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, hélt síðan ávarp og sagði hann að opnun ganganna væri handan þeirra drauma sem menn höfðu um samgöngumannvirki íyrr á öldinni. Sagði hann stundina góða og gleðilega og að opnunin væri tímabært þjóðþrifaverkefni. „Við skulum vænta þess að þessi atburður muni hvetja okkur til áframhaldandi dáða landi og lýð til heilla og blessunar." Að því búnu lýsti hann göngin formlega opnuð. Mikill manníjöldi fylgdist með Þegar athöfninni við suðurenda ganganna var lokið hélt hópurinn sem leið lá inn í göngin og fór þar fyrstur bfll forsætisráðherra. Rúmum tíu mínútum síðar voru gestirnir komnir út norðanmegin og dagskráin hófst. Mikill mann- fjöldi var þar samankominn og Karlakór Reykjavíkur söng fyrir gesti. Fyrstur tók til máls Anton Ottesen, oddviti Innri-Akranes- hrepps og héraðshöfðingi. Þótti ræða hans bæði skemmtileg og frumleg. Sagði hann forvera sína í sveitinni vafalaust mundu hafa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.