Morgunblaðið - 14.07.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.07.1998, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ Öðruvísi fyrirtæki 1. Billjardstofa, ein sú elsta í borginni og þekktasta. Vönduð atvinnumannaborð. Ertilbúinn að skipta stofunni fyrir skyndi- bitastað. Laus strax. Mikill áhugi er fyrir þessari íþrótt. 2. Einstök föndurverslun til sölu. Nýlegar innréttingar. Fráþær staðsetning. Nú eru allir að föndra. Óteljandi möguleikar. Sann- gjarnt verð. 3. Söluturn með tveimur bílalúgum og góðri veltu. Vinsæll staður með löngum opnunartíma. Góð og þægileg innkeyrsla. Góður kostur til tekjuöflunar. 4. Söluturn í strætóskýli. Spilakassar sem gefa miklar tekjur. Bílalúga. Þekktur staður. Vel staðsettur. Gott verð. Ótrúlega lág húsaleiga. 5. Skyndibitastaður sem selur mest til þeirra sem taka með sér heim. Einn þekktasti kjúklingastaður landsins á frábærum stað. Góð stöðug velta. Mikið af góðum tækjum fylgja með. 6. Blómaverslun sem er eins og blóma- og gjafavörumarkaður. Stór og mikil verslun vel, staðsett innan um fjölmenni. Full búð af listrænum hlutum. Frábær söluaðstaða og vinnuaðstaða. Öðruvísi blómabúð og skemmtilegri með endalausa möguleika. Sanngjarnt verð. 7. Verktakafyrirtæki.Til sölu körfubíll, einstaklega vel útbúinn og í góðu standi. Er með öll leyfi. Frábærtvinnutæki og góðir tekjumöguleikar fyrir aðra en hvítflibba. Hafðu samband. 8. Að lokum eitt besta og þekktasta steikhús landsins í hjarta borgarinnar. Endalausir möguleikar enda býður staðsetningin upp á það. Nautin fjúka út jafnvel í logni. Mikil velta. Aldrei meira úrval af góðum fyrirtækjum á skrá. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. VIÐSKIPTI s Urskurður Samkeppnisráðs um lyíjaútboð sjúkrahúsa Leiðir ekki til skaðlegrar fákeppni í lyfjadreifingu SAMKEPPNISRÁÐ telur ekki ástæðu til að bregðast við kvörtun Samtaka verslunarinnar - Félagi ís- lenskra stórkaupmanna - f.h. lyfja- hóps samtakanna, yfir sameiginleg- um innkaupum sex sjúkrahúsa, í samstarfi við Samstarfsráð sjúkra- húsanna, á ákveðnum flokkum lyfja. Deilan snerist um lögmæti út- boðsins út frá 10. grein samkeppn- islaga sem er svohljóðandi: „Samningar og samþykktir, hvort heldur þær eru bindandi eða leið- beinandi, og samstilltar aðgerðir milli fyrirtækja á sama sölustigi eru bannaðar þegar þær lúta að eða er ætlað að hafa áhrif á: a. Verð, afslætti eða álagningu. b. Skiptingu markaða eftir svæðum, eftir viðskiptavinum eða eftir sölu og magni. c. Gerð tilboða. Samvinna á sama sölustigi um leiðsögn við útreikning á verði, af- slaetti og álagningu er bönnuð. í erindi Samtaka verslunarinnar til Samkeppnisstofnunar hinn 15. júlí 1997 er m.a. bent á að útboðið leiði til þess að kaupendum á lyfja- markaði fækki, um leið og þeir verði stærri. Slíkt dragi ótvírætt úr virkri samkeppni enda aðeins um einn kaupanda að ræða í stað sex annars. Væru sjúkrahúsin hvert fyrir sig og óháð hvert öðru á markaðnum væru mun meiri Iíkur á að sum næðu hag- stæðari kaupum en önnur og þannig væri um virka samkeppni að ræða á viðkomandi markaði. Þá er einnig bent á að verðlagning lyfseðils- skyldra lyfja sé ekki frjáls. Sam- kvæmt 40. grein lyfjalaga ákvarðar opinber nefnd, lyfjaverðsnefnd, há- marksverð lyfja bæði í heildsölu og smásölu. Því sé það í hæsta máta óeðlilegt að á sama tíma og umrædd nefnd, sem starfi í þágu og á ábyrgð heilbrigðisráðherra, skammti inn- flytjendum og framleiðendum lyfja hámarksverð íyrir vöru sína, sækist heilbrigðisstofnanir eftir öðru og lægra verði en því sem heilbrigðis- yfirvöld ákvarða. Samtökin telja hinar samstilltu aðgerðir draga úr samkeppni á lyfjamarkaði. Þær feli í sér ólögmætt samráð og brjóti því í bága við 10. grein samkeppnislaga. Samtökin telja einnig að útboðið brjóti í bága við 53. grein samnings- ins um Evrópska efnahagssvæðið en þar er skýrt tekið fram að allt samráð varðandi kaup- eða söluverð sé bannað. Utgjöldin greidd úr einum sjóði Samkeppnisráð sér hins vegar ekki ástæðu til að aðhafast í málinu. I niðurstöðu ráðsins er bent á sam- eiginleg innkaup sjúkrahúsanna sex: Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Landspítalans í Reykja- vík, Sjúkrahúss Reykjavíkur, Sjúkrahúss Akraness, Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi og St. Jósefs- spítalans í Hafnarfirði, lúti ekki að sölustarfsemi á neinn hátt, heldur sé um að ræða innkaupastarfsemi fyrir innanhússnotkun umræddra sjúkrahúsa. Þá er einnig tekið mið af því að þrátt fyrir að um sé að ræða samvinnu sex sjúkrahúsa, þá eru útgjöld þeirra greidd úr einum sjóði, ríkissjóði. Þannig sé í raun ekki hægt að líkja sameiginlegum innkaupum sjúkrahúsanna til eigin nota við samstarf óskyldra íyrir- tækja á markaði. Þau sex sjúkrahús sem taka þátt í umræddu útboði óska eftir tilboðum í ákveðna lyfjaflokka, þ.e. krabba- meinslyf, blóðskortslyf, svæfingar- lyf og þunglyndislyf. Þrír fyrst nefndu flokkarnir eru að megin- stefnu til aðeins notaðir innan sjúkrahúsa eða læknastofa, en þunglyndislyf má einnig kaupa sam- kvæmt lyfseðli í almennum apótek- um. Af ofangreindu dregur sam- keppnisráð þá ályktun að lyfja- markaðurinn sem um ræðir í þessu máli sé að mestum hluta lyf til notk- unar á þeim sjúkrahúsum sem taka þátt í útboðinu enda þótt þunglynd- islyf séu hluti af hinum almenna lyfjamarkaði. I niðurstöðunni segir einnig: „Binditími útboðs þess sem mál þetta snýst um er aðeins eitt ár, þ.e. gengið er til samninga til eins árs í senn við hlutaðeigandi tilboðsgjafa. Að þeim tíma liðnum eru að öllu jöfnu sömu og/eða fleiri lyf boðin út. Það sem samkeppnisyfirvöld þurfa að meta eru hin samkeppnislegu áhrif sameiginlegra innkaupa í kjöl- far útboðs. Hvort útboðið kunni að leiða til fákeppni á markaði lyfja- birgjanna. Að teknu tilliti til þess að binditími skv. útboðinu er tiltölu- lega stuttur og samið kann að vera við fleiri en einn birgja hvers lyfs, telur samkeppnisráð ekki ástæðu til að ætla að útboð eins og það sem hér um ræðir leiði til skaðlegrar fá- keppni í lyfjadreifingu sbr. 17. gr. samkeppnislaga". OIOOHO 1010-1 j lOIOlOIOIOOOOOIiOOIOIOOlOIOOOOOOH!! )01 1000 1 100 00 1 1,01 1 1 1 00010 1 01 or Mfi*6?d!b1?,WfR(i.ftyi88g(Pil8RiqgA8R,9ó?cm,Wt6! ■mr 'ú, i__m ~ii~tó-{-* ÖI8W<P.& ði JÍX &■■■■■■■■ i i i \ .■ :*.-.. •. ■. c -o ■ jjrj' r í 'f f v< f t v- i ' viðskiptatölvur -J- löOOOOOlOOOOli 0 0.101 0101 clioooioooon sSÉ , Dell OptiPlex™ GX1 InteÞPentium® II 266 MHz örgjörvi iiitiiiioiiioioioioic32 MB minni »3,2 GB diskur• 15" VL skjár»2xAGP 4MB skjákort • Hljóðkort Uppfæranleg í 400 MHz örgjörva 3Com FastEtherlink XL 10/100 netkort Verð kr. 139.900,- Dell OptiPlex™ G1 IntePPentium'' II 266 MHz örgjörvi 32 MB minni • 2,1 GB diskur • 15" VL skjár • AGP 2MB skjákort Uppfæranleg í 400 MHz örgjörva Verð kr. 129.900,- stnr.m.usk* pentlum'J OptiPlex™ meú Intel® Pentium®ll örgjörvum Dell, Dell merkiö og OptiPlex*1 eru skrásett vörumerki Dell Computer Corporation. IntekE) inside mertaö og Intel® Pentium® eru skrásett vörumerti og MMX er vörumerki Intel® Corporation. Dell OptiPlex™ E1 IntePCeleron"1 II 266 MHz örgjörvi 32 MB minni • 3,2 GB diskur • 15" VLskjár* AGP 2MB skjákort 3Com FastEtherlink XL 10/100 netkort Verð kr. 119.900,- «ar.m.vsk» *Verð fyrir aðila að rammasamningi Ríkiskaupa RK-302 Tilboðið gildirtil 31. júlí 1998 - 3ja ára ábyrgð ftp://www.ejs.is • sala@ejs.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.