Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 29 LISTIR Píanótónleikar Sigurjónssafni * í JÓN Sigurðsson píanóleikari held- ur einleikstónleika í Sigurjónssafni við Laugarnestanga í kvöld, þriðju- dagskvöld kl. 20.30. Á efnisskrá Jóns er Ensk svíta í e-moll BWV 810 eftir Bach, sónata í As-dúr op. 26 eftir Beethoven og Sónata í b- moll op. 35 eftir Chopin. „Verkin eiga tvennt sameiginlegt,“ segir Jón um efnisskrána. „Þau eru öll samin snemma á ferli tónskáldanna og yfír þeim hvflir alvarlegur tónn. í sónötunni eftir Chopin er mars sem var títt leikinn þegar Sovét- leiðtogar voru bornir til grafar á sínum tíma.“ Um Beethovensónöt- una segir Jón að hana hafí tón- skáldið samið um þrítugt í viðleitni sinni til að skapa jafnvægi milli kafla innan sónötuformsins. „Sónatan er í fjórum hlutum og byrjar á tilbrigðum, sem þótti harla óvenjulegt. Síðan kom skerzo, út- fararmars og að lokum rondó,“ seg- ir Jón. „Þetta þótti mjög framúr- Jón Sigurðsson píanóleikari. stefnulegt og vegna þess hversu rækilega Beethoven bylti sónötuforminu, forðuðust tón- skáld sem á eftir komu saman- burðinn við meistarann. Það varð til þess að þróun sónötu- formsins stöðvaðist nánast þangað til Brahms kom til sögunnar á seinni hluta 19. aldar.“ Jón Sigurðsson lauk kennara- og burtfararprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík undir leiðsögn Hall- dórs Haraldssonar og stundaði framhaldsnám í Þýskalandi og Bandaríkjunum og lauk meistara- prófí frá Arizona State University. Undanfarin ár hefur Jón komið fram á einleiks- og kammertónleik- um og stundað píanókennslu. Hvern má elska? KVIKMYMPIR Regnboginn og Bíóhöllin THE OBJECT OF MY AFFECTION ★★Í4 Leikstjóri: Nicolas Hytner. Handrits- höfundur: Wendy Wasserstein eftir bdk Stephens McCauly. Aðalhlutverk: Jennifer Aniston, Paul Rudd, Nigel Hawthorne, Alan Alda og John Pan- kow. 20th Century Fox 1998. ÞAÐ er vandlifað í henni veröld. 011 sækjumst við eftir ást, en sumir vilja ekki láta elska sig, en þá sem má elska má bara elska hinsegin en ekki svona. Þessi litla og sæta mynd sem fjallar um unga konu sem verður ástfangin af kynhverf- um vini sínum segir okkur að vera ekkert að storka náttúrunni, sumir eiga einfaldlega saman og aðrir ekki. En því miður ræður maður víst ekkert við það hvern maður elskar. Nina Borowski er félagsráðgjafí, leikin af Jennifer Aniston. Heit- maður hennar, Vince, hefur ein- hverra hluta vegna ekki fengið að flytja inn til hennar. Hún hittir hommann George í matarboði hjá stjúpsystur sinni. Hann er fljótlega á götunni og flytur inn til Ninu. Milli þeiiTa þróast mikil vinátta og ekki er laust við að heitmaðurinn verði afbrýðisamur, sérstaklega þegar Nina ákveður að ala upp barnið þeirra með George. Handritið er sætt Hollywood-for- múluhandrit. Það er íyrirsjánlegt að sumu leyti, en ekki þegar kemur að því hvernig furðulegt samband þeirra vinanna þróast, og var ég mjög þakklát fyrir það. Þótt þetta sé kannski Hollywood-útgáfan af hommalífínu fínnst mér samt djúp- stæð og falleg næmni felast þar að baki. Persónumar eru kannski full klisjukenndar og verst fannst mér hversu ljótur og leiðinlegur heit- maður Ninu var. Það er bæði óraunsætt og óréttlátt að fulltrúi hinna kynvísu karlmanna skyldi vera svona mikil hörmung. Mér fannst mjög gaman að ræða þessa mynd við karlkyns félaga minn. Honum finnst George sá óréttláti í sambandinu en mér finnst Nina ekki sjá hlutina í réttu ljósi. Kannski er það vegna þess að það er algengara að konur verði ástfangnar af hommum en karl- menn af lesbíum. Það var eiginlega merkilegt hvernig við sáum mynd- ina út frá allt öðru sjónarmiði þannig að myndin er alls ekki ein- hliða. Hildur Loftsdóttir Hægferðug launrómantík TðNLIST Ská I liul tski rkjja SUMARTÓNLEIKAR Verk eftir Hafliða Hallgrímsson. Khali kvartettinn (Farran James, Sif Tulinius, fiðlur; Emma Lively, víóla; James Bush, selló); Hafliði Hallgrímsson, selló; Sif Tulinius, fiðla; James Bush, selló; Dean Ferell, kontrabassi. Skálholts- kirkju, laugardaginn ll.júlí kl. 15. FYRRI tónleikar s.l. laugar- dags voru undir formerkjum Hafliða Hallgrímssonar tón- skálds. Voi-u flutt eftir hann þrjú verk, Fjórir þættir fyrir strengjakvartett (1990), Sjö eft- irmæli fyrir fiðlu og selló frá 1996 (frumfl. á íslandi), og loks var frumflutt Predikun á vatni fyrir strengjakvintett og sembal. Strengjakvartettinn sem hér kom við sögu og sem kennir sig við „á“ á Indónesísku er ekki nema tveggja ára gamall. Það er ekki hár aldur fyrir göfugustu og vandmeðfórnustu samleiksgrein kammertónlistar. En allt vinnur eljan. Eftir frammistöðu hinna ungu tónlistarmanna frá Kanada, Islandi, Bandaríkjunum og Nýja- Sjálandi í kröfuhörðum viðfangs- efnum beggja laugardagstón- leika var ljóst, að hér höfðu mikl- ir hæfíleikar náð að blómstra á ótrúlega skömmum tíma - ef að líkum lætur fyrir ómældar fórnir og ástundun. Má mikils af Khali- kvartettinum vænta, og ef hljóm- plötuforleggjarar taka ekki senn að sitja um hina ungu listamenn, þekkja þeir ekki sinn vitjunar- tíma, því að spilamennskan var mótuð af stakri einbeitni, alúð og tilfínningalegri innlifun. Það er tilgáta sumra, að við fyrstu heym geti verið ákveðinn mælikvarði á gæði nýrra tón- verka hvemig þeim reiðir af í miðlungsstúlkun, þegar þau njóta ekki góðs af jákvæðri „blekkingu“ framúrskarandi hljómlistarmanna. Um það má þó deila, og kannski harla lítil- vægt hjá öllu marktækari dóm- gæzlu tímans - verði frumflutn- ingur þá ekki það vondur, að verkið fæðist andvana og heyrist ekki meir, eins og stundum vill gerast. Hvað sem því líður var hér eng- um miðlungsflutningi til að dreifa. Enda fóra fáir í grafgötur um kosti hinna ægifögra Fjög- urra þátta Hafliða fyrir strengja- kvartett í minningu látins vinar hans Bryn Turleys í hrífandi og samstilltri túlkun þeirra fjór- menninga, sem bar þess fá merki að aðeins tveggja ára samstarf lægi að baki. Þó að höfundur vilji af einhverjum ástæðum ekki nefna og tölusetja verkið „strengjakvartett" með númeri, hugsanlega vegna of ósamstæðra þátta í strang-klassískum skiln- ingi, var þessi músik engu að síð- ur eins klassísk í anda og módemísk nútímatónlist getur frekast látið í eyram hlustenda á tímum þegar allt er leyfilegt. Hafliði á trúlega engan sinn líka meðal hérlendra tónhöfunda í meðferð strokhljóðfæra, og næmt eyi’a hans fyrir litauðugri en síferskri hljómabeitingu komst einkar vel til skila í ví- bratólitlum en tandurhreinum leik Khali kvartettsins. Hljóm- burður Skálholtskirkju gerði gott betra með hæfilega óm- langri og tæm hljómgun, sem var sem sköpuð fyrir miðilinn. Kæmi ekki á óvart, ef kirkjan ætti eftir að verða töluvert notuð fyrir kvartettupptökur í framtíð- inni. Sif Tulinius og James Bush frumfluttu á Islandi strokdúóið Sjö eftirmæli, þar sem hver þátt- ur var skv. tónleikaskrá innblás- inn af stuttri tilvitnun í ljóð eftir sitt hvert ljóðskáldið frá Sovét- ríkjunum fyrrverandi, utan einn- ar örhugleiðingar um tónskáldið Sjostakovitsj, þ.e.a.s. Pasternak, Osip og Nadezjda Mandelstam, Marina Zvetajeva, Anna Ak- matova og Daníel Kharms. Öll vora þau höfundar sem áttu sjaldan sjö dagana sæla í alræði öreiganna, enda heildarsvipurinn dapur, íhugull og abstrakt, nema hvað í Sjostakovitsj (Night Tra- in) mátti greina bakgrannsnið af hrynslætti jámbrautateina og doppler-þyt lestarflautu líkt og í gamalli svarthvítri Bogart-kvik- mynd. Það var eftirtektarvert hvað hér tókst að laða fram mikla stemmningu úr aðeins fiðlu og sellói, og var verkið afar vel leikið og einarðlega af þeim tvímenningum. Predikun á vatni var upphaf- lega samið fyrir selló og orgel og flutt fyrir nokkrum áram í Skál- holti. Nú birtist það í nýrri mynd fyrir selló og strengjakvintett með höfundinn í einleikshlut- verki. Saga Nýja testamentisins af Jesú að tala til mannfjöldans úr fiskibáti á Genesaretvatni hef- ur löngum verið myndlistar- mönnum og ljóðskáldum hug- stæð, og vera kann að einnig hafi verið ort þar um í tónum, þó að undirr. þekki ekki til þess. Utan- tónrænar fyrirmyndir texta- lausra tónverka í anda róman- tískra tónskálda 19. aldar geta að vísu orkað tvímælis. Þær geta komið tónskáldinu á flug, en að sama skapi líka bundið meðsköp- un hlustandans um of. Vissulega var verkið víða afar tjáningar- ríkt, en - um hvað? I eyrum ein- staklings hafði „prógrammið" oft tilhneigingu til að loka fyrir ýmsa aðra og stundum nærtæk- ai-i hlustunartúlkun en hina fyrir fram tilgreindu umgjörð. I þessu verki sem í hinum und- angengnu vora tónferli og fram- vinda í heild með hægara móti, og þrátt fyrir lýtalitla spila- mennsku hefði vel mátt óska sér örlitlu léttlyndara innskots til til- breytingar í jafnlöngu og þungu prógrammi, sem náði að sprengja klukkustundar tíma- mörk Skálholtstónleika um rúmt kortér. Ríkarður Ö. Pálsson. MURVIÐGERÐAREFNI ALLAR GERÐIR ■■ il steinprýði STANGARHYL 7, SIMI 567 2777 ARKITEKTAR OG TÆKNIFRÆÐINGAR Lífeyrissjóður arkitekta og tæknifræðinga hefur hafið starfsemi Lifeyrissjóður arkitekta og Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags íslands hafa verið sameinaðir og inneignir og réttindi sjóðfélaga flutt i Lífeyrissjóð arkitekta og tæknifræðinga. Lífeyrissjóður arkitekta og og fjölskyldu sína lyrir tekjumissi tæknifræðinga er blandaður lífeyrissjóður með tveimur vegna örorku og/eða dauða. deildum, séreignar- og trygginga- Sjóðurinn er opinn fyrir arki- deild. Iðgjöld í séreignardeild tektum og tæknifræðingum en eru færð á sérreikning sjóð- jafnframt geta aðrir aðilar sem félaga auk vaxta og verðbóta á vinna sambærileg störf sótt um ári hverju en með greiðslum í aðild að sjóðnum. Nánari upp- tryggingadeildina geta sjóð- lýsingar um sjóðinn eru veittar á félagar tryggt sér lífeyris- skrifstofu sjóðsins 588-9170 eða <5 greiðslur til æviloka og varið sig hjá VÍB í síma 560-8900. STJÓRN LÍFEYRISSJÓÐS ARKITEKTA OG TÆKNIFRÆÐINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.