Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 31
30 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ pJí>r$mmMíil>il> STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SEINT LINNIR MORÐUMÁ N ORÐUR-ÍRL ANDI IRAR og Bretar eru harmi slegnir vegpa hryllilegra morða er framin voru í Belfast á Norður-írlandi aðfara- nótt sunnudagsins. Þá fórust þrír bræður, allir innan við tíu ára gamlir, í eldsvoða sem kom upp er bensínsprengju var varpað inn um glugga á heimili þeirra, þar sem drengirnir sváfu. Móðir drengjanna var kaþólsk en faðir þeirra mótmælendatrúar. Lögreglan í bænum Carnany við Ballymoney í Antrim- sýslu sagði að um „viðbjóðslegt morð væri að ræða, sem rekja mætti til ofbeldisverka og trúardeilna í landinu“. Ennfremur rannsakar lögreglan morð á ungum manni í Belfast, sem framið var um helgina. Atburðirnir á Norður-írlandi að undanförnu sýna, hversu viðkvæmt það friðarsamkomulag er, sem gert var fyrir skömmu. í hvorum tveggja herbúðunum eru hat- rammir andstæðingar þessara friðarsamninga, sem eru staðráðnir í að spilla því samkomulagi og efna til átaka á ný. Mikill meirihluti Norður-íra hefur hins vegar sam- þykkt þessa samninga í þjóðaratkvæðagreiðslu. í kjölfar þess hafa farið fram kosningar til þings Norður-írlands og mynduð hefur verið heimastjórn þar, sem skipuð er full- trúum beggja fylkinga. Til þess má ekki koma, að þeir hörmulegu atburðir, sem nú hafa orðið, verði til þess að öfgamenn á báða bóga nái undirtökunum. Þvert á móti er vonandi að allur almenn- ingur á Norður-írlandi sýni 1 verki fyrirlitningu sína á þeim, sem vilja spilla friðnum. írar mega ekki hverfa til baka til þess sem var. I því er engin framtíð. AÐGERÐIR LÖGREGLU GEGN AGALEYSINU AÐ UNDANFÖRNU hefur lögiæglan í Reykjavík tekið harðar en áður á ýmsum „smærri“ afbrotum, á borð við brot á reglum um útivistartíma unglinga, veggjakrot og þvaglát á almannafæri. Líkt og kemur fram í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins við Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjón eru þessar nýju áherzlur til þess fallnar að snúa við þróun í átt til aukins agaleysis í samfé- laginu. Eins og Karl Steinar bendir á vex þanþol almennings gagnvart afbrotum af þessu tagi smátt og smátt ef ekki er tekið á þeim. Þá er hættan sú að „umburðarlyndið“ gagn- vart stærri og alvarlegri brotum fari jafnframt vaxandi með tímanum. Jafnframt er sá, sem kemst upp með lítið brot, líklegur til að halda þá sínu striki og fikra sig áfram í alvarlegri afbrot. Það er því nauðsynlegt að grípa í taumana áður en það er of seint; segja má um átak lög- reglunnar nú að það hafi ekki verið seinna vænna. I viðtalinu við Karl Steinar er meðal annars fjallað um ástandið í miðborg Reykjavíkur um helgar, sem yfirvöld hafa lengi staðið ráðþrota frammi fyrir. I máli aðstoðaryf- irlögregluþjónsins kemur í fyrsta lagi fram að á næstunni verði settar upp eftirlitsmyndavélar í miðborginni til að auðvelda lögiæglu að afla sönnunargagna í t.d. líkamsárás- armálum. Vissulega verður að fara varlega með gögn af þessu tagi til þess að þrengja ekki að einkalífi manna, en hitt er ljóst að til einhverra aðgerða verður að grípa til að vernda öryggi hins almenna borgara. í öðru lagi fjallar Karl Steinar um nauðsyn þess að lögregla hafi skýrari heimildir til að taka á ölvun á almannafæri. Þetta er atriði, sem löggjafinn mætti gjarnan taka til skoðunar. I þriðja lagi segir Karl Steinar þörf á að gera átak til þess að regl- ur um útivistartíma unglinga séu virtar. Taka má undir að ekkert vit sé í því að 13-14 ára börn séu á ferli að nóttu til, jafnvel undir áhrifum áfengis. í þessu máli verða foreldrar auðvitað að axla ábyrgðina og átta sig á því, hvað er börn- um þeirra fyrir beztu. Loks gagnrýnir Karl Steinar Valsson fjölmiðla fyrir að segja fremur fréttir af ótíðindum en jákvæðar fréttir af lögreglumálum. Sjálfsagt er að hlusta á þá gagnrýni. Það, sem er til fyrirmyndar, á jafnt skilið að fá umfjöllun og það, sem aflaga fer. Norska strandgæzlan sleppti rússneskum togara sem var tekinn á Svalbarðasvæðinu Utanríkisráð- herra segir Norðmenn mis- muna ríkjum Halldór Ásgrímsson sakar norsk yfírvöld um að mismuna fískiskipum sem veiða á Sval- barðasvæðinu í trássi við norskar reglur, eft- ir því frá hvaða ríki þau koma. Olafur Þ. Stephensen fjallar um töku rússnesks tog- ara, sem norska strandgæzlan sleppti, ólíkt því sem gerðist er íslenzk fískiskip voru tek- in á Svalbarðasvæðinu fyrir fjórum árum. ALLDÓR Ásgrímsson ut- anríkisráðherra segir að sú ákvörðun norsku strandgæzlunnar að sleppa í gær rússneskum togara, sem tekinn var fyrir meintar ólög- legar veiðar á Svalbarðasvæðinu að- faranótt sunnudags, sýni án vafa að fískiskip fái mismunandi meðferð hjá norskum yfirvöldum eftir því frá hvaða ríki þau séu. Fyrir fjórum ár- um voru tveir íslenzkir togarar tekn- ir á Svalbarðasvæðinu og voru skip- stjórar og útgerðir dæmd í háar sektir og upptöku afla og veiðar- færa. Þrjátíu og tveir rússneskir togar- ar voru um helgina að þorsk- og ýsu- veiðum á fiskvemdarsvæðinu við Svalbarða nánar tiltekið vestur af Bjarnarey, í trássi við bann norskra stjómvalda við veiðum á svæðinu vegna mikils smáfisks í afia. Norska strandgæzlan tók einn togarann, Novokujbysévsk, aðfaranótt sunnu- dags og dró hann áleiðis til hafnar í Tromsp. Norsk stjórnvöld, utanrík- isráðuneytið, varnaiTnálaráðuneytið og yfirvöld sjávaiútvegsmála, áttu á sunnudag og fram undir morgun á mánudag fjölda samtala við rúss- nesk stjórnvöld, einkum með milli- göngu rússneska sendiráðsins í Ósló, með þeim árangri að togaramir sigldu allir út af Svalbarðasvæðinu í gærmorgun, gegn því að strand- gæzlan sleppti Novokujbysévsk. Rússar hafa aldrei viðurkennt formlega rétt Noregs til að stjórna fiskveiðum á verndarsvæðinu við Svalbarða. Þann rétt viðurkennir raunar aðeins Finnland. Rússneskir togaraskipstjórar hafa hins vegar til þessa farið eftir fyrirmælum norskra stjórnvalda og er þetta í fyrsta sinn sem þeir óhlýðnast. Ekki hefur rússneskur togari heldur verið tekinn áður á Svalbarðasvæðinu. I norskum fjölmiðlum í gær kemur fram að óljóst sé hvort atburðimir á Svalbarðasvæðinu um helgina feli í sér stefnubreytingu í þessu máli af Rússlands hálfu. Teknir og dæmdir þrátt fyrir mótmæli íslenzkra stjórnvalda ísland viðurkennir ekki yfirráð Noregs á Svalbarðasvæðinu frekar en Rússland. I september 1994 voiu tveir togarar í eigu Islendinga, Björg- úlfur EA og Óttar Birting, sem skráð- ur var í Panama, teknir á fiskvemdar- svæðinu, þar sem þeir voiu að veiðum ásamt fleiri íslenzkum skipum, og dregnh’ til hafnar í Tromsp. Islenzk stjómvöld andmæltu þessum aðgerð- um norsku strandgæzlunnar sem ólögmætum, en útgerðir og skipstjór- ar voru ákærð og síðar dæmd til greiðslu sekta og upptöku afla og veiðarfæra, bæði í héraðsdómi og í Hæstarétti Noregs. Alls þurfti útgerð Björgúlfs að greiða 11,7 milljónir króna og útgerð Óttars Birting 11,5 milljónir. Þóttu sektimar óvenjuháar miðað við það, sem gerist í Noregi. Eftir töku skipanna tveggja hafa ís- lenzk skip haldið sig írá þorskveiðum á Svalbarðasvæðinu. Ingvard Havnen, talsmaður norska utanríkisráðuneytisins, sagð- ist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki telja að málsmeðferðin gagn- vart íslenzku skipunum fyrir fjórum árum hefði verið önnur en gagnvart rússneska togaranum í gær. „Jafnt þegar íslenzkir togarar og skip frá öðrum ríkjum eiga í hlut, höfum við haft diplómatískt ftumkvæði af ýmsu tagi þegar erlendir togarar hafa ekki farið eftir fyrirmælum norsku strandgæzlunnar, með það fyrir augum að yfirvöld í viðkomandi landi hefðu áhrif til að togarar þess yfírgæfu svæði, sem er undir norskri fiskveiðistjórn," segir Havnen. „Þetta gerðist einnig í þessu máli; það vora diplómatísk samtöl milli norskra og rússneskra yfirvalda og í þeim samtölum var lagt til grund- vallar að hætt yrði að draga rúss- neska skipið um leið og öll hin hefðu hætt veiðum og yfirgefið lokaða svæðið. Strandgæzlan tilkynnti töku togarans með venjulegum hætti til saksóknara, en í ljósi þess að norsk og rússnesk stjórnvöld náðu sam- komulagi um friðsamlega lausn, tók saksóknari sjálfstæða ákvörðun um að láta málið niður falla.“ Aðspurður hvort hann telji rúss- nesk stjómvöld hafa verið samvinnu- þýðari í þessu máli en íslenzk stjórn- völd hafa verið í sambærilegum mál- um, segist Havnen ekki vilja tjá sig um það. ,Af Rússlands hálfu gerðist það að stjórnvöld beittu sér fyrir því að öll rússnesku skipin hættu veiðum og sigldu burt af svæðinu. Af okkar hálfu var að sjálfsögðu mikilvægt að tryggja að norsk fiskveiðistjórn væri virt og að skipin hættu veiðum jafn- skjótt og unnt væri,“ segir talsmað- urinn. Enginn vafi á mismunun „Það er enginn vafi á að hér er um mismunandi meðferð á ríkjum að ræða,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum ekki við- urkennt þetta svokallaða verndar- svæði við Svalbarða. Það hafa Rúss- ar ekki gert heldur og í raun ekkert annað fiskveiðiríki. Norðmenn hafa reynt mjög mikið til að fá slíka við- urkenningu. Á sínum tíma lágu fyrir drög að samningi við Kanada þar um, en sá samningur hefur ekki ver- ið staðfestur þannig að i reynd við- urkennir engin þjóð, sem hagsmuna á að gæta, yfirráðarétt Norðmanna á þessu svæði. Við munum fylgjast vel með framvindu þessa máls á næstunni og það verður mjög fróð- legt að sjá hvernig það þróast.“ Ráðherrann segir að norsk stjórnvöld hafi, þegar íslenzk skip hafa verið tekin á svæðum þar sem Norðmenn geri tilkall til yfirráða, sagt íslenzkum yfii’völdum að yfir- völd hafi ekki afskipti af töku skip- anna; varðskipin séu að framfylgja reglum og séu óháð fyrirskipunum úr landi. „I þessu tilviki er enginn vafi á að þar er blaðinu snúið við,“ segir Halldór. Hann segir að þegar Björgúlfur og Óttar Birting hafi verið teknir á Svalbarðasvæðinu hafi norsk stjórn- völd ekki reynt að fá íslenzk stjórn- völd til að grípa í taumana. „Það var ekkert diplómatískt frumkvæði af hálfu Norðmanna og tók mjög lang- an tíma að koma á nauðsynlegu diplómatísku sambandi. Þegar við höfðum samband við norska ráða- menn höfðu þeir ekki einu sinni verið upplýstir um málið. Einhverra hluta vegna hefur strandgæzlan talið það nauðsynlegt í þessu tilviki," segir Halldór. Enn stefnt að Smugufundi í síðasta mánuði ræddu Halldór og Jevgení Prímakov, rússneskur starfsbróðir hans, um að reyna að koma á, fyrir miðjan þennan mánuð, þríhliða fundi embættismanna Is- lands, Noregs og Rússlands um veið- ar íslenzkra skipa í Smugunni. Hall- dór segir að enn hafi ekki tekizt að finna dagsetningu sem henti öllum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru íslenzkir útgerðarmenn teknir að hugsa sér til hreyfings og ekki er ólíklegt að einhver skip leggi af stað í Smuguna í næstu viku. Smugan er alþjóðlegt hafsvæði og réttarstaða hennar önnur en Sval- barðasvæðisins. Blaðið Nordlys segir töku íslenzkra skipa frávik frá stefnu N oregs NORSKA dagblaðið Nordlys, sem gefið er út í Tromse, segir í grein, sem birtist í dag, að að- gerðir norskra yfirvalda gegn ís- lenzkum togurum á Svalbarða- svæðinu fyrir fjórum árum hafi verið undantekning frá þeirri annars varfærnu stefnu, sem fylgl hafi verið varðandi fisk- veiðisljórn á svæðinu. í grein Nordlys segir að mis- munandi meðferð á málum ís- lenzku skipanna og þess rúss- neska nú veki þá spurningu, hvort Noregur framfylgi reglum um fiskvernd við Svalbarða í samræmi við þá mikilvægu reglu Svalbarðasáttmálans að mis- muna ekki ríkjum. Þá segir í grein blaðsins að smáfískadráp á lokuðu svæði, sem rússnesku skipin gerðust sek um, gefí tilefni til hárra sekt- argreiðslna. Lausn málsins sé því bæði hag- stæð fyrir útgerð togarans Novokujbysévsk og fyrir norsk sljórnvöld, sem losni við að þurfa að láta reyna á rétt Noregs til að stjórna fiskveiðum á Svalbarða- svæðinu. Norsk stjórnvöld vilji forðast alþjóðlegt dómsmál, þar sem réttarstaða þeirra á Sval- barðasvæðinu sé veik. Milljónascktir þá sloppið við ákæru nú Blaðið segir að Rússar hafi ekki viðurkennt fiskverndarsvæðið og þær reglur, sem Norðmenn hafi sett þar. Rússnesk skip hafi hins vegar yfirleitt virt þessar reglur, auk þess sem norsk stjómvöld hafi fylgt afar varfærinni stefnu varð- andi töku skipa á svæðinu. Evr- ópusambandið hafi ekki heldur viðurkennt fiskveradarsvæðið og spænskir togarar hafi látið á það reyna hvort þeir yrðu teknir. Norsk stjórnvöld hafi ekki farið þá leið að taka togarana og lög- sækja útgerðirnar, heldur hafí málin verið leyst eftir pólitískum leiðum. „Undantekningin frá þessari varfærau norsku stefnu var árið 1994,“ segir Nordlys. „Þá brást Noregur við ímáli togar- anna Björgúlfs og Óttars Birting með sektum og upptöku eigna sem nemur milljónum króna. Nú sleppur rússneskur togari, sem hafði verið tekinn, við ákæru.“ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 31 . ■■■■ —■y —■■■■■■■■■ Þrír drengir myrtir á Norður-Irlandi á óhugnanlegan hátt KAÞÓLSKIR íbúar Lower Ormeau-götunnar í Belfast veifuðu svörtum flöggum í þögulum mótmælum sinutn gegn göngu Óraníureglunnar um hverfi þeirra í gær. Reuters Áfall fyrir alla sem héldu frið handan hornsins Óhugnanleg morð á þremur ungum drengj- um í bænum Ballymoney á N-Irlandi aðfara- ______nótt sunnudags hafa hvarvetna____ verið fordæmd, segir Davíð Logi Sigurðs- -----------------7--------------------- son, en fulltrúar Oraníureglunnar í Porta- down neita enn að hætta mótmælum sínum við Drumcree. DRENGIRNIR þrír, Ri- chard, Mark og Jason Qu- inn voru á aldrinum 8-10 ára og brunnu inni á heim- ili sínu eftir að öfgasinnaðir sam- bandssinnar fleygðu bensínsprengju inn í húsið. Vitni segjast hafa heyrt elsta drenginn hrópa á hjálp inni í al- elda húsinu en ekki reyndist unnt að bjarga þeim. Móðir barnanna, sem er kaþólsk, og sambýlismaður henn- ar, sem er mótmælandi, komust hins vegar heilu og höldnu út úr húsinu en bíður nú það erfiða verk að fylgja ástvinum sínum til grafar. Ljóst þyk- ir að það eina sem drengirnir þrír höfðu unnið sér til saka var að vera fæddir til kaþólskrar trúar. Segja má að myrkustu martraðir íbúa N-írlands hafi ræst er fregnir af morðunum spurðust út snemma á sunnudag. Eftir að mótmæli sam- bandssinna við Drumcree, vegna þess að þeir fengu ekki að ganga fylktu liði niður í gegnum hverfi kaþólikka við Garvaghy-veg í Portadown, breyttust í blóðugar óeirðir seint í síðustu viku óttuðust menn mjög að einhver myndi á end- anum tapa lífi sínu. Sú spenna sem var að magnast alla vikuna með sí- auknum átökum mótmælenda við lögregluna við Drumcree gat ein- ungis endað með ósköpum, því slík er saga síðustu þrjátíu ára á N-ír- landi. Spurningin sem flestir hljóta hins vegar að spyrja sig er hvort virki- lega þurfti að fórna lífum þriggja ungra drengja fyrir rétt Oraníu- manna til að ganga fylktu liði niður götu þar sem þeir eru langt frá því að vera aufúsugestir. Mátti sjá þessa spurningu á forsíðu margra dagblaðanna í gær. Göngutíð Oraníumanna náði ann- ars árlegu hámarki sínu í gær með skrúðgöngum víðs vegar um N-ír- land en ljóst er að fæstir voru í hátíð- arskapi, hvorki mótmælendur né kaþólikkar. Jafnvel íbúar Sandy Row-götunnar, þar sem búa ein- göngu mótmælendur, virtu einnar mínútu þögn í minningu drengjanna, áður en þeir hófu skrúðgöngu sína. Kaþólskir íbúar við Lower Or- meau-götuna í Belfast, sem mjög voru mótfallnir því að Oraníumenn fengju að ganga fylktu liði niður götuna, ákváðu á sunnudag að þeir myndu ekki reyna að koma í veg fyrir gönguna heldur sýndu þeir andstöðu sína, og andstyggð á morðum drengjanna þriggja, með því að standa í dauðaþögn er Oran- íumenn gengu fram hjá. Slepptu þeir svörtum blöðrum í þann mund sem gangan stóð sem hæst og komu þeim skilaboðum á framfæri á spjöldum sínum að göngumönnum bæri að ganga heldur hnípnir um götur Belfast. Spurt um ábyrgð Óraníumanna Gera má ráð fyrir að „umsátrið“ við Drumcree fjari út er á vikuna líður enda fóru ekki aðeins stjómmálaleið- togai- fram á það við mótmælendur að þeir héldu heim á leið heldur sendu leiðtogar helstu kirkjudeilda frá sér yfirlýsingu þai- sem þeir fóra fram hið sama til að draga úr spennu á N-ír- landi. Oraníureglan ákvað samt sem áður í fyrrakvöld að mótmælum yrði haldið áfram við Drumcree og vilja meðhmm hennar, sem þar era enn staddir, fá að ganga óáreittir í gegn- um hverfi kaþólikka. Mannfjöldinn þar vai’ hins vegar mun minni í gær og ljóst var að margir höfðu hlýtt kalli stjórnmálamannanna. Það vakti hneykslun leiðarahöf- unda helstu dagblaða á Irlandi í gær að David Jones, talsmaður Oraníu- reglunnar í Portadown, hélt því fram að ódæðin í Ballymoney hefðu alveg getað átt sér stað þótt mótmæli Oraníumanna við Dramcree hefðu ekki komið til. Leiðarahöfundar The Irish Times töldu Jones í gær vera- leikafirrtan og sögðu ritstjórar blaðsins að einungis siðferðislega brenglaðir menn gætu varpað frá sér ábyrgð og lýst því yfir að þeim kæmi ekkert við hvað aðrir gerðu í nafni Drumcree-deilunnar. Að vísu bentu leiðarahöfundar The Belfast Telegi-aph á það í gær að sjaldan veldur einn þá tveir deila og að þeirra mati hefðu íbúar Gar- vaghy-vegai’ ekki átt að skapa þær aðstæður sem urðu til þess að beina þurfti göngunni annað, þeir hefðu átt að leyfa gönguna. Hitt væri hins veg- ar ljóst að eftir að „göngunefnd“ stjórnvalda ákvað að gangan yrði ekki leyfð hefðu Óraníumenn auðvit- að átt að sætta sig við þá ákvörðun. Og í leiðaranum spyr The Belfast Telegraph, sem þrátt fyrir allt er dagblað mótmælenda/sambands- sinna á N-írlandi, hvort Óraníumenn hefðu virkilega ekki gert sér ljóst að um leið og þeir hæfu mótmæli og mögnuðu spennu myndu alls kyns óargalýður sjá sér leik á borði og hefja lögbrot og eyðileggingu til virðingar. „Hið allra minnsta sem Óraníumenn gátu gert eftir þessa atburði var að sýna og sanna að einnig þeim þættu morðin viður- styggileg og þeir hefðu þegar átt að pakka saman föggum sínum og halda heim á leið.“ Það hefur hins vegar ekki gerst þótt fordæming allrai’ heimsbyggðarinnar valdi von- andi því á endanum að þeir haldi heim á leið og hætti mótmælunum. Spurningin er á þessari stundu sú hvort harmleikurinn um helgina valdi því að fleiri öfgamenn, hvoram megin víglínunnar sem er, sjái sig knúna til að hefja ofbeldi enn á ný til vegs og virðingar. Fari svo minnka vonir mjög um að klakklaust gangi að festa nýja heimastjórn í sessi og trvggja sátt og samlyndi á N-írlandi. títför drengjanna í dag Richard, Mark og Jason Quinn verða bomir til grafar í dag í Ballymoney og má búast við fjölda fólks við útfór- ina. Flestir eru með óbragð í munn- inum eftir atburði helgarinnar því enn á ný hefur viðurstyggilegur verknaður sýnt mönnum hversu langt ginnungagap er á milli samfé- laganna tveggja á N-írlandi, hvað sem líður öllum „friðarsamningum.“ Það var reyndar öllum ljóst að ýmislegt ætti eftir að ganga á áður en raunverulegur friður kæmist á jafnvel þótt búið væri að koma á fót heimastjórn á nýjan leik og allt stefndi í rétta átt. Hatrið býr of sterkt undir niðri og öfgasinnum tekst alltof oft og alltof vel að kveikja elda þessa haturs með að- gerðum sínum. En ódæðismennirnii’ hefðu varla getað gert það með áhrifameiri hætti en raun ber vitni, verk þeirra hafa enn á ný vakið fólk hvarvetna í heiminum til vitneskju um hið illa sem býr undir niðri í^. mannkyninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.