Morgunblaðið - 14.07.1998, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 14.07.1998, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 35 . MENNTIR AÐSENDAR GREINAR Morgunblaðið/Golli ÉG HEF kynnt mér skólastarf í öðrum löndum og les mikið á sumrin, en ég er ekki enn búin að finna ljósið, segir Auður Stella. sem menn reikna meira ná þeir betri árangri í stærðfræðinni. Ég hef þjálfað þau í að vinna sjálf- stætt. Þau fá verkefni, lesa sér til og reyna svo að leysa aðþau. Ef þau þurfa aðstoð, ski’ifa þau nafn sitt á töfluna og ég kem til þeirra. Yfirleitt er vinnufriður í bekknum en þau eru ekki öll jafn vinnusöm. Stúlkurnar masa til dæm- is meira en strákarnir og nýta því tíma sinn verr. En ef þau eru löt að reikna kemur það skýrt fram í vinnubókunum og foreldarar sjá það ekki síður en ég. Stundum er þó ekki um leti að ræða. Það er svo margt sem getur gerst í lífi unglings og því margar ástæður fyrir auðum síðum. Þau æfa að sjálfsögðu ákveðin at- riði fyrir samræmd próf, en yfirleitt reikna þau miklu meira umfram það. Sum eru því mjög vel undirbúin, en önnur ná kannski ekki prófi. Það er eins og gengur, sumir eru áhuga- samir, aðrir áhugaminni þegar stærðfræði er annars vegar. Ég er aftur á móti tilbúin með allt sem nemendur vilja, en ábyrgðin er þeirra." Verktakar við skóla Hugmyndin að baki blönduðum bekkjum var sú að allir sætu við sama borð. Nemendum sem af ein- hverjum orsökum gekk illa í námi yrði þá ekki smalað saman í tossa- bekk, eins og þeir voru nefndir. En Auður Stella skiptir sínum blandaða bekk oftast í þrjá hópa eftir getu og hvað finnst nemendum um það? „Þau sem hafa minni námsgetu eru sátt við að vinna verkefni sem þau ráða við. Það getur nefnilega líka verið niðurlægjandi að vera sá sem er alltaf undir. Þau eru það síð- ur ef verkefnin eru í samræmi við getu þeirra. En þegar öllu er á botninn hvolft er ég með bekkjarkennslu og get því ekki einbeitt mér að einum nemanda á kostnað hinna.“ Útheimtir það ekki mikla undir- búnings- og verkefnavinnu að kenna bekk sem í raun er skipt upp í þrjá hópa eða fleiri eftir getu? „Vissulega kostar það vinnu að hafa alltaf verk- efni og bækur á reiðum höndum fyrir alla. Ég hef unnið að verkefnagerð í mörg ár og oftast notað sumarfríið mitt til þess, því á veturna fer allur tíminn í sjálft skólastarfið og undirbúning. Af þeim tíu vikum sem skólinn er ekki starfræktur á sumrin, eigum við kennarar sex vikna sumarleyfi eins og flestar aðrar starfsstéttii’. Hinar fjórar vikumar eru ætlaðar í endur- menntun, undirbúning og skipulagn- ingu. Mér veitir til dæmis ekkert af þessum fjómm vikum til að fara á námskeið, kynna mér og fara í gegn- um námsbækur sem ég hyggst kenna á komandi vetri, og auka al- mennt þekkingu mína. Sumarfríin mín hafa því farið meira eða minna í verkefnagerð og ég veit að það sama er uppi á teningnum hjá mörgum öðrum kennurum. Að sjálfsögðu ætti hver skóli að hafa verktaka, innan skólans eða ut- an, sem vinnur að verkefnagerð og selur síðan skólanum. Skólar ættu að geta verið í áskrift að verkefnum, þeir eiga að sjá kennurum fyrir öll- um kennslugögnum. En það er svo dæmigert fyrir kennai-a að láta hafa sig út í vinnu sem aðrir ættu ef til vill að vinna.“ Sjálfstæðir nemendur Eins og flestir kennarar fer Auður Stella á námskeið á sumrin til að kynna sér nýjungar í kennslufræði. „Ég hef verið á námskeiðum nánast á hverju sumri hér heima, og einnig sótt námskeið á Irlandi, Spáni, Dan- mörku og í Bandaríkjunum. í þess- um löndum hef ég líka kynnt mér skólastarf, einkum með stærðfræði- kennslu í huga. Einnig hef ég verið í fjamámi í dönsku við Kennarahá- skólann í Kaupmannahöfn í eitt ár. A Spáni og í Suður-Afríku kynnti ég mér skólastarf í einkaskólum. í báðum þeim skólum sem ég heim- sótti er stærðfræðikennsla miklu lengra á veg komin en hjá okkur. Nemendur í 8. bekk eru þar að fást við verkefni sem nemendur í fyrsta bekk framhaldsskóla hér á landi eru að glíma við. Það kom mér einnig á óvart hversu jákvæður aginn var í þessum skólum báðum. I skólanum í Suður-Afríku áttu nemendur til að mynda kost á að læra tónlist, myndlist, leiklist og dans svo að eitthvað sé nefnt, og sú kennsla fór öll fram innan skólans. Hér á landi verða börn að sækja nám í þessum fógum utan skólans og það getur oft verið ansi dýrt. I þessum skóla var einnig tölvuherbergi sem allir nemendur höfðu aðgang að. Þar gátu þeir unnið verkefni sín og nýtt sér Netið til heimildaleitar. Það sem ég sá og heyrði í þessum skóla hafði djúpstæð áhrif á mig. Nemendur virtust vera markvisst aldir upp við að vera sjálfstæðir í námi sínu. Og þannig á það að vera. Við erum ekki alvitur, heldur eigum við að aðstoða nemendur og hvetja. Kennarinn á ekki alltaf að vera í sviðsljósinu." Nýttu sér Netið til heimildaleitar Davíð Oddsson og eldri borgarar AÐ frumkvæði jafn- aðarmanna hefur um- ræða um málefni eldri borgara aukist undan- farið, nú síðast um skýrslu forsætisráð- herra um stöðu eldri borgara í samanburði við nágrannalöndin. Þessi viðamikla skýrsla var gerð að beiðni þingflokks jafn- aðarmanna. Ég fjallaði um nokkur atriði úr henni í Mbl. 23. júní sl. Nú hefur forsætisráð- herra svarað með grein Orra Hauksson- ar, aðstoðarmanns síns, í Mbl. 3. júlí sl. Rangfærslur úr forsætisráðuneyti Fyiársögn greinar Orra er: „Batnandi kjör aldraðra á Islandi". Þetta er röng fullyrðing því ekki er hægt að draga þá ályktun af skýrslunni. Staða aldraða er mjög misjöfn en það er einmitt eitt aðal- atriðið í henni. Tekjuhæsti hópur aldraða hefur meira en fjórfaldar tekjur á við tekjulægsta hópinn. Þetta er meiri munur en almennt er í samfélaginu. Þessi mikli tekju- munur sem ég gerði að umtalsefni er meginstefið í grein Páls Gísla- sonar, formanns Félags eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni, um skýrsluna í fréttabréfi félagsins. Páll segir þar: „Aðeins 20-25% eldri borgara eru með meira en 100.000 kr. á mánuði svo að við megum halda vel á okkar hags- munamálum til að ekki fari illa. Látum ekki blekkja okkur með misvitrum meðaltölum sem segja ekki mikið ef dreifingin er mikil.“ Afleiðingin af stjórnarstefnu Da- víðs Oddssonar er að meðal eldri borgara verða hinir ríku ríkari og hinir fátæku fátækari. Misskipt- ingin hefur aukist í þjóðfélaginu í stjómartíð Davíðs Oddssonar, einnig hjá eldri borgurum. Mis- skiptingin er meira að segja meiri meðal eldri borgara en annarra þjóðfélagshópa. Langur vinnutími miðaldra kvenna Af hálfu ráðuneytis Davíðs er þeirri óviðkunnanlegu staðreynd, sem ég benti á í grein minni, í engu svarað að miðaldra konur vinna miklu meira og lengur hérlendis en kynsystur þeirra í nágrannalönd- unum. Þetta á við konur milli 55 og 65 ára, svo og þær sem eru eldri en 65 ára. Þessar konur eru ekki að vinna svona mikið og lengi að gamni sínu. Flestar þeirra eru að vinna til að hafa í sig og á. Jafnað- arstefnan á erindi við þennan hóp. Tekjuhæsti og eignamesti hópur- inn mun hins vegar halda áfram að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Biðlistavandinn Hérlendis bíða 700 eldri borgar- ar eftir plássi á stofnunum. Þar af eru 400 manns í brýnni þörf. Orri svarar áhyggjum mínum af alvarlegu ástandi í biðlistamálum aldr- aðra með því að ræða um vistrými í Hollandi! Forsætisráð- herra og aðstoðar- manni hans væri nær að lesa grein Olafs Jónssonar, fyrrverandi * formanns Landssam- bands eldri borgara, en hann ræðir í Mbl. 2. júlí um mörg hundruð sjúklinga á biðlista og algjört úrræðaleysi ráðuneytis heilbrigðis- mála. Olafur segir þai- um kjör og réttindi aldraðra: „Verst er ástand- ið í vistunarmálum aldraðra sjúk- linga“. Lág framlög til aldraðra og öryrkja Ég vakti í grein minni athygli á þeirri staðreynd að framlög til Þessar konur eru ekki að vinna svona mikið og lengi að gamni sínu, segir Agúst Einarsson. Flestar þeirra eru að vinna til að hafa í sig og á. aldraðra og öryrkja eru mun lægri hér en í grannlöndum. Orri dregur þetta í efa en Margrét H. Sigurðar- dóttir, varaformaður Félags eldri borgara, rekur einmitt þessi sömu dæmi í grein í Mbl. 25. júní sl. Aðr- ar upplýsingar, m.a. frá Trygg- ingastofnun, staðfesta slaka stöðu okkar og er þó tekið tillit til allra greiðslna, einnig úr lífeyrissjóðum, þvert á það sem Orri heldur fram. Lokaorð Skýrslan um aldraða sýnir mjög misjafna stöðu þeirra og að úrbóta er þörf. Ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar hefur engan áhuga á bættum hag aldraðra. Davíð og ráðherrar og þingmenn hans úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki sýndu það vel þegar þeir afnámu tengingu greiðslna úr almannatrygginga- kerfinu við launabreytingar. Það tók nokkur misseri að reka þá stefnu ofan í þá aftur. Ég er ekki að draga upp dökka mynd eins og Orri heldur fram heldur benda á staðreyndir sem eru óþægilegar fyrir ríkisstjóm Davíðs Odssonar. Skrifin sem ég vitna til sýna að eldri borgarar gera sér fulla grein fyrir efnisatriðum málsins. Undir- ritaður hefur hins vegar sett mál- efni aldraðra í pólitískt samhengi. . Höfundur er alþingismaður í þing- flokki jafnaðarmanna. Ágúst Einarsson /Mircrygijmtjii yggirnj fyrir a oq þú nýtur bestu kjara - strax -því það duga engar töfralausnir þegar leita þarf læknisaðstoðar erlendis. \ VIRY(i(il\(.\rH\(; ÍSLWDS III Sími 560 5060 • www.vis.is Næsti!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.