Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SKYRSLUR RIKISENDURSKODANDA ÞRIÐJUDAGURII JÚLÍ1998 37' Greinargerð um kostnað Seðlabanka Islands veg’na veiðiferða, risnu o.fl. Tafla 1. Kostnaður Seðlabanka íslands vegna veiðiferða 1993 - 1997 Ar Veiðileyfi Önnur útgjöld Samtals 1993 1.507.000 744.701 2.251.701 1994 1.428.000 1.222.640 2.650.640 1995 1.338.350 978.219 2.316.569 1996 1.216.500 990.191 2.206.691 1997 1.421.000 923.046 2.344.046 Samtals 6.910.850 4.858.797 11.769.647 Tafla 2. Kostnaður Seðlabanka íslands vegna veiðiferða skv. svari bankans til viðskiptaráðherra Kr. 1993 1994 1995 1996 1997 Veiðileyfi Önnur útgjöld 1.287.000 546.000 1.287.000 1.117.000 1.338.000 928.000 1.152.000 803.000 1.197.000 707.000 Samtals 1.833.000 2.404.000 2.266.000 1.955.000 1.904.000 Tafla 3. Risnukostnaður Seðlabanka íslands 1994- 1997 (íþús. kr.) Ár Vegna Önnur Risna Skýringa veiði risna samt. óskað 1994 2.651 9.573 12.224 1.609 1995 2.317 6.911 9.228 805 1996 2.207 8.595 10.802 356 1997 2.344 9.645 11.989 1.178 9.519 34.724 44.243 3.947 I. Inngangur Bankastjóm Seðlabanka Islands fór þess á leit við Ríkisendurskoðun með bréfi, dags. 22. apríl sl., að stofnunin sannreyndi að svör bank- ans við fyrirspurnum viðskiptaráðu- neytisins um bifreiðakostnað, ferða- kostnað og risnu bankans hafí verið rétt og í samræmi við þær spurn- ingar sem til bankans var beint. Ríkisendurskoðun hefur nú lokið við að bera saman svör bankans við bókhald hans hvað varðar ofan- greind útgjöld fyrir árin 1993 - 1997. Jafnframt athugaði stofnunin hvort að til þess bærir aðilar innan bankans hefðu samþykkt risnuút- gjöld og að fullnægjandi grein væri gerð fyrir þeim í bókhaldi bankans. Kostnaður bankans vegna utan- landsferða bankastjórnarinnar á ár- inu 1997 var auk þess athugaður sérstaklega. Bankastjórn Seðlabankans var gefinn kostur á að tjá sig um gögn þau sem greinargerðin er byggð á og um drög að henni. II. Kaup Seðlabanka íslands á veiðileyfum og tengdur kostnaður II.1 Kostnaður bankans vegna veiðiferða 1993 -1997 Ríkisendurskoðun hefur yfirfarið bókhald Seðlabanka Islands með það fyrir augum að draga fram kostnað bankans vegna veiðiferða fimm undanfarin ár, þ.e. 1993 til 1997. Sá kostnaður sem einkum er um að ræða eru kaup á veiðileyfum og kostnaður við gistingu og uppi- nald á veiðistað, en jafnframt er tekinn með annar kostnaður sem beint tengdist þessum ferðum. í eft- irfarandi töflu er sýndur kostnaður bankans vegna veiðiferða á árunum 1993 til 1997, en hann nam samtals liðlega 11,8 m. kr. á þessum árum. Sjá töfiu 1 Á árunum 1993 til 1995 fóru Seðlabankinn og Landsbankinn sameiginlega tvær ferðir á hverju sumri í Vatnsdalsá og skiptu kostn- aði af báðum ferðunum á milli sín. Þetta fyrirkomulag lagðist síðan af og hefur bankastjórn Seðlabankans eftir það skipulagt eina veiðiferð á sumri. Árið 1996 var farið í Vatns- dalsá og árið 1997 í Þverá í Borgar- firði. Auk þess keypti bankinn veiði- leyfi í tveimur ám í Borgarfirði, þ.e. í Hvítá við Svarthöfða árin 1993, 1994 og 1997 og í Flókadalsá árið 1996. í svari bankans til viðskiptaráð- herra þann 16. desember 1997, sem gefið var í tilefni af fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur alþingis- manns til ráðherrans um laxveiði- ferðir stjórnenda ríkisviðskipta- bankanna og Seðlabanka, voru birt- ar upplýsingar um kostnað bankans við veiðiferðir (sbr. töflu 2). Sjá töfiu 2 Veiðikostnaður bankans á því tímabili sem um ræðir var í reynd hærri en tilgreint var í svarinu til ráðherra. Skýrist sá munur af tvennu: I fyrsta lagi var ekki getið um kaup bankans á veiðileyfum við Svarthöfða og í Flókadalsá í svari bankans, samtals að fjárhæð um 670 þús. kr. Ríkisendurskoðun fékk þá skýringu frá bankastjórn- inni, að þessi kaup hefðu ekki verið tilgreind í svarinu þar sem sá skilningur hefði ríkt innan Seðla- bankans, að með orðalaginu „lax- veiðiferðir stjórnenda" í fyrir- spurn alþingismannsins hefði að- eins verið átt við laxveiðiferðir á vegum bankastjórnar. Því hafi í svörum bankans ekki verið til- greindar ferðir þar sem starfs- menn bankans, sem sinna erlend- um viðskiptum fyrir hans hönd, fengu heimild til að bjóða mikil- vægum erlendum viðskiptavinum í veiðiferðir. Að öðru leyti skýrist munurinn af því að í svari Seðlabankans voru ekki tilgreind ýmis útgjöld sem tengjast veiðunum, s.s. vegna kaupa á veiðibúnaði o.fl., enda hafði heild- arkostnaði vegna veiðiferða ekki verið haldið sérstaklega aðgreind- um frá öðrum risnukostnaði í bók- haldi bankans. Slíkur kostnaður nam samtals 737 þús. kr. á árbilinu 1993 - 1997. Rétt er að geta þess að allur veiðikostnaður bankans var meðtal- inn í svari bankans til viðskiptaráð- herra um risnukostnað skv. 340 - 32. mál, sbr. kafla III.6 hér á eftir. 11.2 Tilefni veiðiferða Kostnaður vegna veiðiferða á vegum Seðlabankans verður að uppíylla sömu skilyrði og annar kostnaður vegna gestamóttöku og risnu, þ.e. til hans má einkum stofna til að sýna mikilvægum við- skipta- og samstarfsaðilum bankans gestrisni eða þakklæti í því skyni að afla, treysta eða viðhalda tengslum við þá. Því má slá fóstu að óheimilt sé að stofna til annars kostnaðar vegna gestamóttöku og risnu, en sem beint þjónar hagsmunum bank- ans. Ríkisendurskoðun óskaði eftir að bankastjórn Seðlabankans léti stofnuninni í té upplýsingar um nöfn þátttakenda í veiðiferðum á vegum bankans árin 1993 - 1997. Af þeim upplýsingum má ráða að allir boðsgestir Seðlabankans í þessum ferðum hafi verið erlendir sam: starfs- og viðskiptaaðilar bankans. í veiðiferðum við Svarthöfða og í Flókadalsá voru einnig erlendir við- skiptaaðilar bankans. 11.3 Viðskipti Seðlabankans við leigutaka við Svarthöfða Eins og fram hefur komið hefur Seðlabanldnn á undanfómum árum keypt nokkur veiðileyfi í Hvítá í Borgarfirði, nánar tiltekið til veiða við Svarthöfða sem er veiðistaður á vatnamótum Hvítár, Reykjadalsár og Flókadalsár. Leyfi þessi hafi ver- ið keypt af óformlegum félagsskap tíu manna sem tekið hafa ána á leigu á hverju sumri af veiðiréttar- eigendum. Þrír fyrrverandi starfsmenn Seðlabankans, bankastjórarnir Jó- hannes Nordal og Tómas Amason, auk Sigurðar Arnar Einarssonar skrifstofustjóra í bankanum, hafa allir átt aðild að umræddum félags- skap. Við athugun Ríkisendurskoð- unar kom fram að báðir bankastjór- amir höfðu á árinu 1993 heimilað að bankinn keypti veiðileyfi af félags- skapnum vegna erlendra gesta bankans. Um var að ræða tvö veiði- leyfi, sem kostuðu 132 þús. kr. og 88 þús. kr. Enda þótt viðskipti þessi hafi ekki verið umtalsverð á þeim tíma sem hér er til skoðunar, er það mat Ríkisendurskoðunar að þau hafi engu að síður verið óæskileg í ljósi hagmunatengsla. III. Risnukostnaður, bifreiða- kostnaður og ferðakostnaður Seðlabankans III.1 Athugun á risnukostnaði Seðlabankans 1994-1997 Ríkisendurskoðun hefur með sama hætti og hjá Landsbanka og Búnaðarbanka, kannað kostnað Seðlabankans vegna risnu og gesta- móttöku á árunum 1994 - 1997. At- hugað var hvort kostnaður þessi tengist starfsemi bankans á eðlileg- an hátt og hvort að skráning og frá- gangur bókhaldsgagna væri full- nægjandi. Einnig var sannreynt hvort réttilega hefði verið gerð grein fyrir þessum kostnaði í svari bankans til iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins á árinu 1997. Hreyfingarlistar bókhalds vegna reikningslykla sem tengjast risnu- kostnaði voru yfirfarnir og tekin út öll fylgiskjöl vegna gestamóttöku þar sem bókunarfjárhæðir voru 10.000 kr. eða hærri. Athugað var hvort um væri að ræða lögformleg greiðsluskjöl, hvort þau hefðu verið árituð (samþykkt) til greiðslu af til þess bærum aðila innan bankans, og hvort fram kæmi með hvaða hætti útgjöldin tengdust rekstri bankans. Bankastjóminni var gefinn kost- ur á að koma á framfæri athuga- semdum og frekari skýringum vegna þeirra bókhaldsgagna, sem að mati Ríkisendurskoðunar voru talin ófullnægjandi. Það var gert með þeim hætti að útbúnir voru list- ar yfir öll bókhaldsgögn, sem köll- uðu á frekari skýringar, og þeir sendir bankastjórninni ásamt ljós- ritum af viðkomandi skjölum. 111.2 Athugasemdir vegna risnu- kostnaðar Á árunum 1994-1997 nam kostn- aður Seðlabankans vegna gestamót- töku eða risnu alls 44,2 m. kr., en þar af voru 9,5 m. kr. kostnaður vegna veiðiferða sem fjallað er sér- staklega um hér að framan. Sjá töflu 3 Samtals námu risnuútgjöld, sem Ríkisendurskoðun taldi ástæðu til að spyrjast nánar fyrir um, 3,9 m. kr. eða um 9% af kostnaði vegna risnu á þessum árum. Fullnægjandi skýringar fengust á öllum risnu- kostnaði bankans. 111.3 Bifreiðakostnaður Ríkisendurskoðun bar saman meðalrekstrarkostnað bifreiða í eigu Landsbankans, Búnaðarbankans og Seðlabankans, eins og hann birtist í svai-i til þingsins, í þingskjali 340 - 32. mál, á yfirstandandi þingi. Sú at- hugun leiddi í ljós að ekki er mark- tækur munur á bifreiðakostnaði bankanna að þessu leyti. 111.4 Ferðakostnaðar í Seðlabanka íslands hafa gilt reglur um greiðslu kostnaðar vegna utanferða bankastjóra. Bankaráðið setti þessar reglur og voru þær síð- ast endurskoðaðar í september 1997. A) Ferðakostnaður, sem tengist ekki erindisrekstri á vegum bankans Á árinu 1997 sá bankaráð Seðla- bankans ástæðu til þess að gera at- hugasemd við ferðakostnað eins af þáverandi bankastjórum bankans, Steingríms Hermannssonar.. Tilefn- ið var það að bæði innri og ytri end- urskoðendur bankans höfðu séð ástæðu til þess að benda á að tvær MORGUNBLAÐINU hefiir borist eftirfarandi athugasemd frá Jóhann- esi Nordal, fyrrum bankastjóra Seðla- bankans, vegna greinargerðar Ríkis- endurskoðunar um kostnað Seðla- bankans vegna veiðiferða, risnu o.fl.: „Tíu manna hópur hefur í nokkur sumur tekið á leigu tveggja mánaða veiði í Hvítá við Svarthöfða, en þar eru leyfðar tvær stangir. Þeir dagar sem þessir tíu menn hafa ekkd sjálfir notað hafa verið seldir öðrum. Hafa það oftast verið 10 til 12 dagar á sumri. Það hefur verið mikil eftir- spum eftir þessum dögum enda þeir seldir á kostnaðarverði. Hafa því of- angreindir tíu leigutakar ekki haft utanferðir bankastjórans virtust ekki varða Seðlabankann með bein- um hætti. Um var að ræða ferðir á alþjóðlegar ráðstefur um umhverf- ismál o.fl. Niðurstaða málsins varð sú að bankaráðið samþykkti yfirlýsingu á fundi sínum 30. sept. 1997 þar sem lýst var þeirri skoðun að bankaráðið væri andvígt því að kostnaður félli á Seðlabankann vegna þátttöku bankastjóra í alþjóðlegum ráðstefn- um og fundum um málefni sem eðli máls samkvæmt væru á verksviði annarra opinberra stofnana. Ríkisendurskoðun telur ekld ástæðu til að rekja nánar mál þetta enda hefur þegar verið frá því skýrt opinberlega og málið verið útkljáð á réttum vettvangi. 111.5 Skráning og frágangur bók- haldsgagna, sem tengjast risnu-, ferða- og bifreiðakostnaði Seðla- bankans Að mati Ríkisendurskoðunar er ekki tilefni til athugasemda varð- andi frágang bókhaldsgagna vegna risnukostnaðar Seðlabankans enda er tilefnis risnu yfirleitt getið með áritaðri skýringu á viðkomandi fylgiskjali og eins eru kostnaðar- reikningar ávallt áritaðir af til þess bærum aðilum innan bankans. Endurskoðunardeild bankans yf- irfer allan rekstrarkostnað bank- ans. Ríkisendurskoðun telur að innra eftirlitskerfi bankans hafwv virkað vel og gegni þýðingarmiklu hlutverki við að tryggja aðhald og festu með rekstrarútgjöldum bank- ans. 111.6 Upplýsingagjöf Seðlabankans til viðskiptaráðherra vegna fyrir- spumar á Alþingi árið 1997 um risnu-, bifreiða- og ferðakostnað ríkisbankanna Ríkisendurskoðun kannaði sér- staklega hvort þær fjárhagslegu upplýsingar, sem birtust í svari við- skiptaráðherra til Alþingis, skv. þingskjali 340 - 32. mál, bæri saman við bókhald Seðlabankans. Niðurstaða þess samanburðar gefur ekki tilefni til athugasemda við svör bankans um risnukostnað, ferðakostnað eða bifreiðakostnað. eyri í hagnað af sölu þeirra. Af þessu leiðir að við höfum enga fjárhagslega hagsmuni haft af því hverjir keyptu þessa afgangsdaga svo að mér virð-*"' ist allt tal um hagsmunatengsl í þessu efni úr lausu lofti gripið. Að lokum finnst mér furðulegt að ríkisendurskoðanda skuli finnast það sæmandi að láta slíkar ásakanir frá sér fara án þess að hafa nokkurn tíma talað við okkur Tómas Árna- son um málið eða leitað skýringa hjá okkur. Finnst mér það vægast sagt lítil kurteisi svo ekki sé meira sagt.“ Athugasemd Seðlabankans, sjá bls. 45. *jte7lNNLENT Vinabæjamót í Hveragerði í ÁJR eru liðin 35 ár frá því að fyrst var haldið norrænt vina- bæjamót í Hveragerði. Hvera- gerði er í vinabæjakeðju ásamt bæjunum Branden í Danmörku, Sigdal í Noregi, Ömsköldsvik í Svíþjóð, Áanekoski í Finnlandi og Tarp í Suður-Slésvík. I fréttatilkynningu frá Nor- ræna félaginu í Hveragerði segir, að í ár eigi Hvergerðingar von á 150 erlendum gestum og mun stærstur hluti þeirra gista á einkaheimilum í Hveragerði. Skipulögð hefur verið dagskrá fyrir gestina, sem miðar að því að kynna þeim líf og starf í Hvera- gerði í fortíð og nútíð. í tengslum við vinabæjamótið verður ljósmyndasýningin, Bær- inn á bökkum Varmár, opnuð í Varmahlíðarhúsinu fóstudaginn 17. júlí. Orgelleikur í Dómkirkjunni í SUMAR verða í hádeginu á miðvikudögum orgeltónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Á morgun, miðvikudag, leikur Mar- teinn H. Friðriksson verk eftir Brahms, Bach, Buxtehude og Jón Þorgrímsson. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og er aðgangur ókeypis. Á lofti kirkjunnar er einnig sýn- ing gamalla muna og mynda sem tengjast miðbæ Reykjavíkur. Jóhannes Nordal Engir fjárhagslegir hagsmunir af sölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.