Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 38
,38 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Sj úkrahúsþj ón- usta á nýrri öld FYRIR nokkrum árum gerði ráðgjafar- fyrirtæki skipulagsat- hugun á starfi há- tækni- og háskóla- sjúkrahúsa hér á landi. Niðurstaðan varð sú að sameina bæri sjúkrahúsin undir eina yfirstjórn og starf- «?rækja einn vel búinn og vel mannaðan há- tækni- og háskólaspít- ala. Þannig mætti bæta faglega þjónustu og rekstur. Tekið var skref í þessa átt með sameiningu Landa- kotsspítala og Borgar- spítala í nýja stofnun, Sjúkrahús Reykjavíkur. Sú sameining hefur þegar skilað miklum árangri. Fag- leg þjónusta hefur aukist, s.s. sér- hæfð öldrunarþjónusta. Samein- ingin hefur einnig skilað hagræð- ingu. Engum innan heilbrigðis- geirans hefur dottið í hug að ganga 4Íil baka og skipta Sjúkrahúsi Reykjavíkur upp í Landakotsspít- ala og Borgarspítala aftur. Samein- ingin var framfaraskref, það sjá allir þegar litið er til baka. Lagt til að sameina enn frekar A síðasta ári fólu stjómvöld ráð- gjafarfyrirtæki að gera greiningu á skipulagi og rekstri sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu og tillögu að framtíðarsýn. Niðurstaðan var sem fyrr að réttast væri að sameina sjúkrahúsin í eitt öflugt hátækni- og háskólasjúkrahús. Mælt var með sameiningu Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur, ásamt Sjúkrahúsi Akraness, St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði, Sjúkrahúsi Suðumesja og Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi. Þannig næðist fram betri og eðlilegri nýting mannafla og fjár og auðveldara væri að bjóða upp á frekari sérhæf- ingu fagfólks. Meiri sérhæfing, betri meðferð Vegna þess hve íslendingar eru fámennir er óskynsamlegt að ^dreifa sérhæfðri sjúkrahúsþjón- ustu um of. Hin ýmsu sjúkdómstil- felli em fá ef miðað er við fjöl- mennari þjóðir. Fjöldi sjúkdómstil- fella sem sérþjálfað starfsfólk ann- ast þarf að vera nægjanlegur til að viðhalda sérþekkingu og þjálfun með fullnægjandi hætti. Arangur meðferðar batnar eftir því sem fjöldi tilfella er meiri á hverjum stað. Þess vegna þurfa læknar, hjúkmnarfræðingar, sjúkraþjálfar- ar og annað sérhæft starfsfólk helst að sinna sem flestum eða öll- um sjúklingunum innan sinnar greinar. Þetta á við um allra sér- hæfðustu þjónustuna. Af þessum sökum er skynsamlegt að samhæfa Ijúkrahúsþjónustu meir en tekist hefur í dag. Hugmyndir hjúkmnar- fræðinga um par- sjúkrahús falla vel að þessum skilyrðum. Hugmyndir hjúkrunarfræðinga Stefna Félags ís- lenskra hjúkmnar- fræðinga sem kynnt var íyrir stuttu um framtíðarskipan sjúkrahúsmála á höf- uðborgarsvæðinu er eftirtektarverð. Hjúkrunarfræðing- amir leggja til að stóm sjúkrahúsin á höfuðborgarsvæðinu, Ríkisspítalar og Sjúkrahús Reykjavíkur, verði rek- in sem ein heild, renni saman í eitt svokallað parsjúkrahús. Lagt er til að sameiginleg yfirstjórn verði yfir ✓ Vegna þess hve Islend- ingar eru fámennir tel- ur Siv Friðleifsdóttir óskynsamlegt að dreifa sérhæfðri sjúkrahús- þjónustu um of. sjúkahúsunum báðum. Starfsemi sjúkrahúsanna á höfuðborgar- svæðinu yrði samhæfð, s.s. varð- andi tækjakaup og ýmiss konar stoðþjónustu. Einnig yrðu þær deildir sjúkrahúsanna sem veita dýmstu og sérhæfðustu þjónust- una við sama sjúklingahópinn sam- einaðar. Tillagan er mikilvægt framlag í umræðuna um hvert stefna ber í sjúkrahúsmálum á Is- landi á nýrri öld. Sjúkrahús sameinuð erlendis Á Norðurlöndunum svo sem í Svíþjóð og Danmörku er verið að sameina sjúkrahús í stórum stíl þrátt fyrir fjölmennið. í Kaup- mannahöfn er verið að sameina öll sjúkrahúsin undir einum hatti, sem og í Gautaborg. Markmiðið er að auka sérhæfða þjónustu og hag- ræða. Það er augljóst að mínu mati að við eigum að fara svipaða leið. Sameining stóra sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu er skynsam- legasti og eðlilegasti kosturinn. Skoðanir em þó veralega skiptar um málið bæði innan stjórnmála- flokkanna og heilbrigðisstétta. Læknar til að mynda virðast vera klofnir í afstöðu sinni til samein- ingar Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hjúkmnarfræðingar hafa, hinsvegar komið á framfæri skýrri stefnu til framtíðar. Tillaga hjúkmnarfræðinganna um par- sjúkrahús undir einni yfirstjórn þar sem sjúkrahúsin fengju þó visst sjálfstæði er því ákjósanleg áfanga- eða millileið sem stjóm- völd þurfa að skoða vel. Höfundur er alþingismndur. Siv Friðleifsdóttir Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 www.mbl.is Um hvað er ÞAÐ ER óhætt að segja að nú hrikti í á félagshyggj uvæng stjórnmálanna og stefnir allt í meirihátt- ar uppstokkun. Sú uppstokkun er erfið og íýrir marga er hún sársaukafull. En von- andi verða þessar hræringar til góðs þeg- ar upp verður staðið. Þegar bendir margt til þess að svo verði. Hins vegar hef ég orðið var við að mörgum er hulið um hvað deilurnar snú- ast í reynd. I stuttu máli deila menn um þær forsendur sem reisa skuli sam- starf félagshyggjufólks á og eftir hve víðtæku samstarfi skuli leitað. Sitt sýnist hverjum um hvaða leiðir séu vænlegastar, annars vegar til að örva menn til dáða í pólitískri baráttu og hins vegar til að tryggja félagshyggjuflokkum aðgang að Stjórnarráðinu. Bæði þessi mark- mið ber að mínum dómi að hafa að leiðarljósi. Tvö sjónarmið I einum hópi era þeir sem telja að freista beri að mynda hér það sem menn kalla breiðan jafnaðar- mannaflokk áþekkan því sem við þekkjum frá Skandinavíu, Bret- landi og víðar. Oft fylgir það sög- unni að þótt slíkum flokki auðnaðist ekki að ná meirihlutafylgi í kom- andi alþingiskosningum þá þyrfti að hugsa lengra fram í tímann og mætti ætla að slíkur flokkur hefði lykilstöðu þegar fram líða stundir, hvort sem er í stjórn eða stjórnar- andstöðu. Það hefur vakið athygli að sumir talsmenn þessarar hugs- unar hafa ljáð máls á því að slíkur flokkur kynni jafnvel að mynda meirihlutastjórn með Sjálfstæðis- flokki en ekki Framsóknarflokki ef slíkt stæði til boða. Þetta sjónarmið byggist á þröngu samstarfi þar sem ofuráhersla er á það lögð að mynda stjórnmálaflokk af tiltekinni gerð. Hins vegar hefur verið uppi það sjónarmið að þess beri að freista að ná stjórnarmeirihluta félags- hyggjuflokka að loknum næstu al- þingiskosningum. Málsvarar þessa viðhorfs telja það vera raunsætt mat að fram- sóknarmenn þyrftu hér að koma til sög- unnar auk stjórnar- andstöðuflokkanna. Mjög ólíklegt má hins vegar heita að Fram- sókn tæki endanlega og opinbera afstöðu til þessa áður en kjör- tímabilið er úti og yrði stjórnarandstaðan því að halda dyrum opnum fyrir þann flokk fram yfir þingkosningar. Þetta síðara sjónarmið - um víðtækt samstarf - hefur undirritaður aðhyllst og fært fyrir því rök m.a. á síðum þessa blaðs. Leið til árangurs Sú tillaga sem ég setti fram er á þá leið að stjórnarandstöðuflokk- * I stuttu máli deila menn um þær forsend- ur, segir Ogmundur Jónsson í fyrri grein sinni, sem reisa skuli samstarf félagshyggju- flokkanna á og eftir hve víðtæku samstarfi skuli leitað. arnir bindi fastmælum að þeir hyggist starfa saman að loknum næstu kosningum og geri með sér sáttmála þar að lútandi varðandi helstu áhersluatriði. Endanlega yrði sáttmálinn hins vegar ekki njörvaður niður fyrr en sýnt væri hvert hugur Framsóknar stæði. Framsóknarflokknum yrði hins vegar gert ljóst að þeim flokki á þessum væng stjórnmálanna sem kæmi sterkastur út úr kosningum yrði að öllum líkindum falið að gera tilraun til stjórnarmyndunar, þ.e. að Sjálfstæðisflokknum frágengn- um. Að mínum dómi er þetta skyn- Ögmundur Jónasson Ný glíma í vændum? Splunkuný túlkun Margrétar FORMAÐUR Al- þýðubandalagsins hef- ur látið að því liggja eftir landsfund flokks- ins að málefnavinnu vegna sameiginlegs framboðs með Álþýðu- flokki og leifum af Kvennalista sé langt frá því að vera lokið. Þeir sem yfirgefi flokk- inn séu að afsala sér möguleikum á að hafa áhrif á niðurstöðuna. I viðtali á Stöð 2 þann 8. júlí sagði formaðurinn, að henni fyndist „ekki stórmannlegt að fara í burtu áður en að málefnin liggja fyrir...“. Þetta er alveg splunkuný túlkun hjá for- manninum, tilkomin eftir að úr- sagnir tóku að streyma frá flokks- mönnum. Yfirlýsingar Sighvats Sighvatur Björgvinsson hefur lýst allt öðrum skilningi á stöðu málefnavinnu flokkanna. I DV 6. júlí segir hann: „Utanríkiskaflanum er lokið og ég tel að fullt samkomulag hafi náðst um hann, nema hvað sérálit Stein- gríms snertir." I Degi 7. júlí segir Sighvatur enn fremur: „Stefnan er að mestu léyti tilbú- in og frágengin eftir málefnavinnuna síð- ustu mánuðina. Það þarf hins vegar að ganga frá sameigin- legu plaggi sem verður unnið upp úr þeim grunni sem fyrir er. Það er því talsverð vinna framundan." [Leturbr. HG] Samþykkt landsfundarins Lítum fyrst á meginsamþykkt landsfundarins frá 4. júlí síðastliðn- um um þetta efni þar sem stendur: „Landsfundurinn fellst á að þau drög að málefnaniðurstöðu sem nú liggja fyrir séu grunnur að mál- efnasamningi/verkefnaskrá til fjög- urra ára fyrir væntanlegt framboð. Landsfundurinn leggur jafnframt áherslu á að samstarfsaðilar þurfi sem fyrst að ljúka þeirri vinnu og Hjörleifur Guttormsson deilt? samleg leið og sameinar tvennt: hún er líkleg til árangurs til stjórn- armyndunar og tryggir jafnframt kjósendum valkosti. Með þessu móti yrði stjórnmálabaráttunni gef- ið kröftugt líf. Þetta er að sjálf- sögðu enn hægt að gera. Þeir flokk- ar sem koma til með að bjóða fram geta sammælst um áherslur og bundið samstarf að kosningum loknum fastmælum. Varðandi þá uppstokkun sem nú er að eiga sér stað finnst mér óþarfi að gráta hana sérstaklega. Eg held að þegar grannt er skoðað hafi for- ysta Alþýðubandalags ekki átt ann- arra kosta völ en að fara þá leið sem hún lagði til einfaldlega vegna þess að innan stofnana flokksins var fyrir þessu eindreginn meiri- hlutavilji. Áfleiðingarnar verða hins vegar fólksflutningar, enda hefur komið á daginn að ýmsir era þegar farnir að leita á ný mið. Hér liggur straumurinn engan veginn á einn veg. Þannig hefur verið skýrt frá því að á sama tíma og einstaklingar og hópar ganga út úr Alþýðubanda- laginu koma nýir félagar þar til sögunnar. Allt virðist vera að kom- ast á flot og sennilega kominn tími til. En því fer fjarri að þessar hrær- irngar muni einskorðast við Al- þýðubandalagið heklur taka til ann- arra flokka einng. Mun snerta alla flokka Ég spái því að sú uppstokkun sem nú fer í hönd muni snerta alla stjórnmálaflokka og mér segir svo hugur að þessar hræringar muni ekki einskorðast við svokallaðan fé- lagshyggjuvæng stjórnmálanna einan heldur einnig taka til Sjálf- stæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkur- inn hangir saman á því einu að skoðanaskiptum er haldið í lág- marki og málefnalegur ágreiningur kæfður niður. Slíkt kann að vera til þess fallið að búa til stóran flokk og slíkt kann að vera vel til þess fallið að þjóna þeim fjármagnshagsmun- um sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um. En fyrir lýðræðið í landinu er flokkurinn fyrir bragð- ið gagnslaus og reyndar verra en það, því hann kæfir og deyfir alla lifandi umræðu. Höfundur er alþingismaður. ná samkomulagi um framkvæmd framboða og aðra þætti málsins. Niðurstöður verði kynntar á aðal- fundi miðstjórnar." [Leturbr. HG] Var „málefnavinnan" bara plat? Undirritaður tók þátt í starfshópi flokkanna um umhverfis-, efna- hags- og atvinnumál o.fl. I þein-i vinnu kom skýrt fram um hvað unnt væri að ná samkomulagi og hvað bæri helst á milli flokkanna. Þau efni rakti ég í séráliti og hlið- Þetta er alveg splunku- ný túlkun hjá formann- inum, segir Hjörleifur Guttormsson, tilkomin eftir að úrsagnir tóku að streyma frá flokks- mönnum. stæð vinna fór fram í starfshópnum sem fjallaði um utanríkismál. Öll þessi plögg lágu fyrir landsfundi Alþýðubandalagsins, þar sem meirihluti samþykkti þau sem grunn að málefnasamningi flokk- anna, jafnhliða því að stefnt skuli að sameiginlegu framboði þeirra. Það ber því nýrra við að formaður Alþýðubandalagsins telur sig nú geta byrjað upp á nýtt. Ég óska henni velgengni í glímunni við Sig- hvat. Höfundur er þingmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.