Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Karl Halldór Ágiistsson fædd- ist í Reykjavík 29. nóvember 1932. Hann lést í Skorra- dal aðfaranótt 4. júlí síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Svan- björg Halldórsdótt- ir, f. 20. apríl 1913, d. 26. apríl 1997, og Ágúst Jón Brynjólfs- * son, f. 7. maí 1909, d. 1. maí 1985, þau slitu samvistum. Al- systir Karls _ var Guðrún Nína Ágústdóttir, f. 22. október 1934, d. 18. ágúst 1941, systkini sammæðra, Sigurður Asgeirsson, f. 24. jan. 1942, Guð- rún Ásgeirsdóttir, f. 21. júní 1946, og Anna Edda Ásgeirs- dóttir, f. 4. júlí l 948, bróðir sam- feðra Eiríkur Örn Ágústsson, f. 14. júní 1948, hann býr í Dan- mörku. Eftirlifandi eiginkona Karls er Guðrún María Guðmundsdótt- ir, húsmóðir, f. 19. sept. 1939, gengu þau í hjónaband 11. okt. 1958. Foreldrar hennar voru Guðmundur Marinó Jónsson, f. 2. sept. 1900, d. 22. feb. 1976, og Malena Ellefsen, f. 24. ágúst 1903 í Færeyjum, d. 30 okt. 1982. Börn þeirra eru: 1) Nína Sonja Karlsdóttir, f. 4. des. 1958, Að morgni laugardagsins 4. júlí hringdi síminn, það var Magnús Snorrason vinur tengdafóður míns sem tilkynnti mér að hann Karl Hall- dór Ágústsson tengdafaðir minn hefði látist í svefni í sumai'bústað sínum í SkoiTadal, það vai- erfitt að gera fjölskyldunni grein fyrir þess- um mikla sorgaratburði. en Kalli og Gunna, eins og tengdaforeldrar mín- ir voru alltaf kölluð, ásamt Guðrúnu og Önnu Eddu systrum Kalla ætluðu að dvelja í sumarbústað þeirra yfir helgina en Anna Edda varð fímmtug á laugardeginum og von var á Sig- urði bróðir þeirra og hans konu á laugardeginum. Það var fyrir rétt tæpum 40 árum að Kalli og Gunna trúlofuðu sig en þau kynntust á Raufarhöfn og var ætlunin að fara austur í rómantíska ferð seinnipartinn í júlí í tilefni af- mælisins og voru börn þeiira með í undirbúningi að koma þeim á óvart í tilefni afmælisins. Kalli og Gunna hófu búskap í Reykjavík og fluttust til Hafnarfjarðar 1970 og byggðu hús sitt að Miðvangi 63 og bjó Gunna manni sínum og börnum myndarlegt og gott heimili þar sem gott og gam- an var að koma, þar uxu bömin fjög- ur, Nína Sonja, Jóhanna Malena, eiginmaður Gylfi Ingvarsson, f. 13. nóv. 1944, börn þeirra Vignir Karl, Sonja Sigríður og Telma Svanbjörg, fyrir átti Nína Guð- mund Marinó Ingv- arsson og Guðrúnu Malenu Ágústsdótt- ur. 2) Jóhanna Ma- lena Karlsdóttir, f. 10. júlí 1960, sam- býlismaður Pálmi Olafsson, f. 8. okt. 1961, dóttir Jó- hönnu er Helga Arnbjörg Pálsdóttir. 3) Guð- mundur Ágúst Karlsson, f. 4. ágúst 1967. 4) Arnar Karlsson f. 19. okt. 1969, eiginkona Anna Sigríður Arnardóttir, f. 8. sept. 1974, barn þeirra er María Arn- arsdóttir. Karl lauk námi í vélvirkjun og vélstjóranámi og starfaði sem vélstjóri á Sambandsskipum en eftir að hann fór í land starfaði hann fyrst hjá Landsmiðjunni, síðar hjá ISAL og síðan hjá Baader þjónustunni, Iengst af sem framkvæmdastjóri. Karl Iét af störfum hjá Baader eftir yfir 25 ára starf í Iok nóvember á sl. ári. Karl verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Guðmundur Ágúst og Arnar úr grasi og nutu ástúðar og umhyggju sam- heldinna foreldra. Kalli naut alls- staðar mikils trausts þar sem hann kom að málum hvort sem var í starfí eða í félagsmálum. Lengstan starfs- tíma sinn starfaði hann hjá Baader- þjónustunni og lengst af sem fram- kvæmdastjóri. í félagsmálum starf- aði hann innan Kiwanishreyfingar- innar og var í Kiwanisklúbbnum Eldborgu og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum af sérstakri natni og alúð og þótti honum vænt um klúbbinn sinn. Einnig var hann lipur skákmaður og hafði mikla ánægju af brids og var í spilaklúbbnum Krummamir. Kalli var víðlesinn og fróður og góður tungumálamaður. En sérstaklega var hann góður eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, mikið þótti barnabörnunum vænt um hann Kalla afa og mikið þótti honum Kalla afa vænt um þau, það kom oft fyrir að ég og Nína mín og börnin höfðum komið við síðdegis á Mið- vanginum og um kvöldið komu svo Kalli og Gunna og þá sagði tenda- mamma að Kalli hefði sagt „Eigum við ekki að fara út að rúnta?“ - en svo ók hann beint hingað bara til þess að kíkja á barnabörnin svona rétt fyrir svefninn. Kalli og Gunna tóku Vigni Karl son okkar með sér til Flórida vegna þess að hann var slæmur af barnaexemi í þeirri von og vissu að sólböðin þar gerðu honum gott, og var það mikið ævintýri fyrir hann og nutu þau þess að fara með hann í marga skemmtigarða. Þegar við Nína fórum fyrir tveimur árum með börnin til Spánar hringdi Kalli oft út til okkar til þess að fá fréttir af börnunum. Hann sagðist alltaf vera að hringja fyrir Gunnu því hún hefði áhyggjur af börnunum en seinna frétti ég að oftar en ekki vissi ekki Gunna um hringingarnar fyrr en hann var búinn að hringja, en þannig var Kalli, hafði mikla hlýju og um- hyggju en var mjög dulur, Kalli var mér meir en góður tengdafaðir, hann var einnig einn sá besti vinur og fé- lagi sem ég hef eignast, og er ég þurfti að leggjast á spítala sl. vetur kom hann nánast á hverjum degi og oft tvisvar á dag. Kalli og Gunna byggðu sér sumar- bústað í Skorradal. Þar dvöldu þau oft og gerðu staðinn að sérstökum unaðsreit fyrir alla fjölskylduna. Á sl. ári urðu mikil kaflaskipti, þau seldu hús sitt að Miðvangi og keyptu íbúð í nýju fjölbýlishúsi í byggingu í Kópavogi og á hún að afhendast í sept. n.k. Kalli hætti að vinna í nóv. á sl. ári og ætluðu þau að njóta lífsins saman og ferðast en af því höfðu þau mikla ánægju og síðast og ekki síst að njóta þess að vera með börnunum og fjölskyldum þeirra. Góður, almáttugur frelsari vor, haltu þinni mildu verndarhendi yfír Gunnu, börnunum, barnabörnum, tengdabömum og systkinum Kalla. Sérstakar þakkir færam við Magn- úsi Snorrasyni, vini Karls, fyrir ómetanlega aðstoð að morgni 4. júlí sl. Við kveðjustund syrgjum við ást- ríkan föður, tengdaföður og afa og þökkum fyrir allt og allt og umvefj- um Gunnu ást og hlýju í hennar miklu sorg og biðjum góðan guð að blessa góða og bjarta minningu okk- ar um Karl Halldór Ágústsson. Gylfi Ingvarsson og Nína Sonja Karlsdóttir og börn. Hann Kalli Ágústar, elskulegur vinur okkar og félagi í áratugi, er fallinn frá. Leiðir okkar Kalla lágu fyrst saman á Sambandsskipunum, við þá báðir ungir menn, sem áttum allt lífíð framundan, enda nutum við þess mjög. Við ferðuðumst um heim- inn og í þá daga var oft stoppað það lengi í höfnum erlendis að tími gafst til að skoða sig um. Þá strax kom í ljós hvem mann Kalli hafði að geyma, traustið og tryggðin sem aldrei brást. Þegar átti að flytja okk- ur á milli skipa, eins og algengt var þá, reyndum við að koma því þannig fyrir að við yrðum fluttii' saman. Eft- ir að við Kalli komum í land, orðnir heimilisfeður, unnum við hvor á sín- um vinnustaðnum þar til 1967 í Straumsvík, ég hjá ÍSAL og hann hjá þýsku fyrirtæki sem sá um upp- byggingu álversins. Síðar hóf Kalli svo störf hjá Baader-þjónustunni og var þar alveg þar til að hann hætti að vinna í desember sl. 11. október 1958 giftu þau sig, Kalli og Gunna, og ári síðar giftum við Sylla okkur. Ekki spilltu konurnar vinskapnum. Við fjögur höfum átt óteljandi samverustundir, m.a. í Skorradaln- um þar sem við byggðum okkur sumarbústaði á aðliggjandi lóðum fyrir 16 árum og þar höfum við átt algjöran unaðsreit á öllum árstím- um. Auðvitað fylgdu okkur þangað bæði börn og barnabörn. Kom þá vel í ljós hvað Kalli var mikill afi og margar ferðirnar kom hann uppeftir til okkar með lítið afabarn á hand- leggnum. Þá var nú heldur ekki ama- legt fyrir okkar krakka að kíkja nið- ureftir til Gunnu og þiggja smánammi, sem alltaf var boðið uppá þar. Já, við höfum fylgst með börnum og barnabömum hvert ann- ars vaxa upp. Hann Kalli bar ein- staka umhyggju fyrir börnum sínum og barnabömum alla tíð. Við hjónin fórum einnig margar ferðirnar saman til útlanda og kem- ur margt upp í hugann eins og Flórídaferðin 1979, sem endaði í Wisconsin hjá Önnu, systur Gunnu, og hennar manni. Minnisstæð er líka Marokkóferðin okkar, ferðin til Tri- er og nú síðast í febrúar vorum við saman á Kanaríeyjum. Mörgum stundunum höfum við eytt saman við upprifjun þessara ferða og skemmt okkur vel. Óteljandi eru þær stundir sem við höfum notið einstakrar gest- risni þeirra hjóna, bæði í Skorra- dalnum og á Miðvanginum, enda bæði höfðingjar heim að sækja. Sam- an gengum við Kalli í Kiwanishreyf- inguna, Eldborgu í Hafnarfirði. Þar sem annars staðar reyndist hann hinn traustasti félagi og atkvæða- mikill svo alltaf var hægt að leita til hans með hvaðeina sem þurfti að gera. Hans verður sárt saknað þar. Já, nú hefur góður vinur kvatt og komið að tímamótum í hfí Gunnu, vinkonu okkar. Við vitum að börnin, tengdabörnin og bamabörnin verða henni styrkur. Við sendum þeim öll- um okkai’ dýpstu samúðarkveðjur. Magnús og Sylvía. Lífið er hverfúlt, það gefur og tek- ur. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þegar einhver nákominn manni kveður þessa jarðvist svo snögglega eins og vinur minn Karl Ágústsson gerði, er sem hluti af manni sjálfum sé numinn burt. Eitt er það sem skiptir miklu máli í lífinu, það er að eignast góða vini og góðan vin átti ég svo sannarlega í Karli. Þau eru orðin tæp þrjátíu árin sem ég hef notið vináttu og velvildar hans og hans fjölskyldu. Okkar fyrstu kynni hófust er við fengum báðir úthlutað raðhúsalóðum og lentum við Kalli í sömu raðhúsalengju. Eins og hjá flestum sem eru að koma þaki yfir höfuðið reyndum við að gera sem mest sjálfir. Ekki var að spyrja að atorkuseminni hjá Kalla og var hann sérstakur hagleiksmaður á ótal svið- um. Greind og samviskusemi ein- kenndu öll hans verk. Með ráðdeild og dugnaði tókst þeim hjónum að gera drauminn að veruleika. Heimili þeirra var ein- staklega notalegt og fallegt. Þai’ átt- um við hjónin margar ánægjulegar stundir. Síðar byggðu þau hjón sér sumarhús í Skorradal og þar var þeirra unaðsreitur. Það hefur ætíð verið mikill samgangm' milli fjöl- skyldna okkar Kalla og börnin voru saman í leik og starfi. Það var aldrei komið að tómum kofunum hjá Kalla og Gunnu og hjá þeim áttu allir gott athvarf. í einkalífi sínu var Karl hamingju- maður í farsælu hjónabandi og voru þau hjón mjög samrýnd. Af bömum sínum og barnabörnum var hann ákaflega stoltur og þau voru honum mjög kær. Ég, kona mín og fjöl- skylda söknum vinar í stað og þökk- um góð kynni og einlæg samskipti. Mestur missir er hjá Guðrúnu, eigin- konu hans, börnum þeirra og fjöl- skyldum. Þeim færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um algóðan Guð að blessa þau og styrkja. Haf þökk fyrir staðfestu, alúð og ást til ættingja og félaga þinna, hvort vorum í leik eða vinna. (StG.Steph.) Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér. Pá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem) Ekkert okkar gat grunað að enda- lok eins okkar systkinanna væra á næsta leiti. Aðeins rúmu ári eftir að við fylgdum móður okkai’ til grafar. En enginn ræður sínum næturstað þó ætla mætti. Við ætluðum að koma saman til að fagna afmæli yngsta systkinisins og gleði ríkti í hjörtum okkar allra. Kalli og Gunna höfðu boðið okkur að dvelja hjá sér í sumarbústaðnum til að fagna þessum tímamótum. Við systurnar komum til þeirra á fóstu- dagskvöldið og bróðir og mágkona ætluðu að koma á laugardaginn. Við sem komin vorum áttum mjög ánægjulega kvöldstund á föstudags- kvöldið og ræddum um framtíðará- form okkar. Við vorum að planleggja Grikklandsferð sem fyrirhuguð var næsta vor. Við höfðum oft átt ánægjulegar samverustundir, bæði hér heima og erlendis. Fyrir tæpu ári vorum við öll saman á ferðalagi á LEGSTEINAR t Marmari íslensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Biágrýti Sendum myndalista Gahhró MOSAIK Líparít Hamarshöfdi 4, 112 Reykjavik sími 5871960, fax 5871986 1 LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. Ig S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 KARL HALLDOR ÁGÚSTSSON Ítalíu. Það var eitt ferðalag af mörg- um sem við höfðum farið saman. Enda ríkti alltaf mikil vinátta milli okkar allra. Þær góðu minningar eru okkur mjög dýrmætar. Kalli og Gunna voru alltaf höfðingjar heim að sækja enda mjög gestrisin og sam- hent hjón. Þau hefðu átt 40 ára brúð- kaupsafmæli í haust og voru búin að ákveða að fara til Raufarhafnar þar sem þau kynntust. Við systkinin áttum ekki einungis góðan bróður, heldur einnig góðan vin sem alltaf var hægt að leita til ef á þurfti að halda. Mikill er missir Gunnu, barnanna, tengdabarna og barnabarna. Þau hafa misst mikið. Kalli sá ekki sólina fyrir börnum sínum og barnabörn- unum enda áttu þau þar góðan og traustan vin og félaga. Elsku Gunnar, Nína, Gylfi, Hanna, Pálmi, Gummi, Ai-nar, Anna Sigga og barnabörn, Guð gefi ykkur styrk. Systkinakveðja, Sigurður, Guðrún og Anna Edda. Það er erfitt að trúa því að hann Kalli sé dáinn. Það var fyrir u.þ.b. 25 árum að við hjónin kynntumst Kalla og Gunnu, þegar ég gekk í Kiwanis- klúbbinn Eldborg í Hafnarfirði. Ekki var mikill samgangur með okk- ur fyrstu árin, en alltaf þegar maður hitti Kalla á fundum þá heilsaði hann manni innilega eins og góður vinur gerii’. Síðastliðin 18 til 20 ár spiluðum við saman badminton á veturna, einu sinni í viku ásamt fleiri góðum vin- um. Það voru skemmtilegar stundir og góðir vinir í leik saman. Þá heim- sóttum við hjónin Kalla og Gunnu í sumarbústaðinn í Skorradal nokkr- um sinnum, og voru þar höfðinglegar móttökur. Og núna aðeins fyrir þrem vikum vorum við saman í Kiwanis- ferð sem farin var til Grímseyjar. Kalli var þreyttur og fór ekki með hópnum í gönguferð um eyjuna en tók þátt í öllu öðru og var kátur og hress. Á heimleið 21. júní voru allir þreyttir en ánægðir og ekki hvað síst Kalli. Svo þrem vikum síðar þessi sorglegu tiðindi. Um leið og við kveðjum góðan vin með miklum söknuði biðjum við al- góðan guð að styrkja þig og fjöl- skyldu þína, elsku Gunna mín, í ykk- ar miklu sorg. Guðrún og Hans Kragh. Fyrir 7 áram bar ég gæfu til að fá að kynnast Karli H. Ágústssyni. Ein- urð Karls var einstök. Beriega kom það í ljós þegar greidd voru atkvæði um mjög svo óljósa tillögu á fundi í 450 manna félagi. Þá var það Karl H. Ágústsson einn sem greiddi atkvæði sitt á móti. Allur hópurinn eftir á séð hefði átt að gera slíkt hið sama. Auðug erum við í litla hópnum okkar sem í þessi 7 ár fengum að njóta samfylgdar þessa hógværa manns sem með nærveru sinni einni saman veitti skjól og yl. Er nú Karli af öllu hjai’ta þökkuð samfylgdin. Sé hann ætíð kært kvaddur og Guði falinn. Algóður Guð blessi ástvinunum allai’ góðar minningai’ um Karl H. Ágústsson og leiði þá áfram um lífs- ins veg. Sif Ingólfsdóttir. Fallinn er frá Kiwanisfélagi okkar og góður vinur Karl H. Ágústsson löngu fyrir aldur fram. Karl gekk í Kiwanisklúbbinn Eldborg í Hafnar- fírði fyrir meir en 20 áram. Fljótlega tókust góð kynni og vinátta við þenn- an viðfelldna mann. Karli voru falin mörg trúnaðarstörf í klúbbnum sem hann leysti vel af hendi enda harð- duglegur og fylginn sér. Karl var forseti Eldborgar starfsárið 1985-1986, það var gott ár hjá klúbbnum. Karl tók þátt í heimsókn okkar til Kiwanisklúbbsins Gríms í Grímsey fyrir þrem vikum. Ekki hvai’flaði að okkur þá að það yrði í síðasta sinn sem flestir okkar Eld- borgarbræðra myndu sjá Karl. Karls er sárt saknað hér í klúbbn- um. Við sendum eiginkonu Karls, frú Guðrúnu Guðmundsdóttur, og allri fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Megi guð styrkja ykkur öll. F.h. Kiwanisklúbbsins Eldborgar, Þórir E. Magnússon, forseti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.