Morgunblaðið - 14.07.1998, Side 41

Morgunblaðið - 14.07.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 41 1 I J 3 I i I J 1 I J 1 3 1 : I 1 I : i 3 I I € I 4 UNNUR GISLADOTTIR BACHMANN + Unnur Gísla- dóttir Bach- mann fæddist í Reykjavík 25. júlí 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 5. júlí síðast- liðinn. Foreldrar Unnar voru hjónin Gísli Jó- hannesson múrari, f. 1873, d. 1958, og Stefanía Björns- dóttir, f. 1879, d. 1932. Bæði voru þau ættuð úr Rang- árvallasýslu. Gísli og Stefanía eignuðust átta börn en af þeim dóu tvö í æsku. Eftir- lifandi bróðir Unnar er Kjartan, f. 1913. Önnur systkini voru: Guðmundur Stefán, Sigurbjörg Lilja, Jón og Guðmundur J. Unnur giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum Sigurði Bach- mann, 4. júní 1953. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Unnur og Sigurður eignuðust þijá syni: 1) Birgir, f. 23. des. 1952, kvæntur Þór- unni B. Jónsdóttur. Börn þeirra eru Unnur, f. 19. júlí 1988, og Jón f. 23. feb. 1990. Auk þess á Birgir Höllu, f. 1. maí 1979. Móðir Höllu er Guðlaug Narfadóttir. 2) Hörður, f. 4. nóv. 1955, kvæntur Auði Kjartansdóttur. Börn þeirra eru íris Dögg, f. 22. apríl 1985, og Hild- ur Björg, f. 13. sept. 1989. 3) Gísli, f. 9. júlí 1959. Unnur vann við ýmis störf samhliða húsmóðurstarfinu, síð- ast starfsstúlka hjá Sjálfs- björgu, Hátúni 10. Útför Unnar fer fram frá Há- teigskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hinn 5. júlí síðastliðinn lést tengdamóðir mín eftir stutta en stranga legu. Það er sárt að hún hafi ekki fengið að vera lengur hjá okkui- því hún hefði átt skilið að fá að njóta elliáranna lengur. En svona hefði hún áreiðanlega viljað hafa þetta sjálf þ.e. ekki vera baggi á neinum heldur sjá um sig sjálf. Hún var sí- starfandi, vildi allt fyrir alla gera en erfiðara var að fá að gera eitthvað fyrir hana. Unnur var meðalmanneskja á hæð, dökkhærð, brúneyg og lagleg kona. Augun voru glettin og hún var brosmild og hláturgefin. Hún var reisuleg og alltaf vel til höfð. Skop- skynið var í góðu lagi og hún var fljót að koma auga á spaugilegar hliðar á málum. Hún var dul og var ekki að flíka tilfinningum sínum. Ég er viss um að hún hafði gert sér grein fyrir veikindum sínum í nokkurn tíma án þess að minnast á þau við neinn. Þegar hún var ung missti hún móður sína og hafði það mikil áhrif á hana alla tíð. Það var eins og hún bætti sér það upp með því að vera strákunum sínum góð móðir og vildi helst alls ekki sleppa af þeim hend- inni. Þrátt fyrir það vai- mér tekið opnum örmum þegar ég fór að venja komur mínar í Eskihlíðina. Seinna þegar barnabörnin komu þá hænd- ust þau að henni. Alltaf var jafn gaman og notalegt að koma í Eski- hlíðina. Unnur sá til þess að við, hin- ir örþreyttu foreldrar, gætum slapp- að af og hún tók barnabörnin og ræddi við þau um heima og geima. Hún var óþreytandi að lesa fyrir þau, lita með þeim, perla með þeim og segja þeim sögur úr sveitinni. Ein af uppáhaldssögupersónunum var hænan Marta og voru börnin óþreyt- andi að hlusta á sögur af henni. Unn- ur nafna hennar naut þeirra sérrétt- inda að fá að fara með henni í stræt- óferðir en þær reyndust hinar mestu ævintýraferðir. Skemmtilegt var að horfa á þær stöllur leggja af stað í þessar ferðir hönd í hönd. Það er erfitt að kveðja en minn- ingin um hlýja, skemmtilega og góða konu lifír og yljai- okkur um ókomin ár. Elsku Sigurður, við stöndum sam- an. Þórunn. Elsku amma. Manstu þegar við fórum í strætó og keyptum pylsu, kók, ís og sæl- gæti. Þú ætlaðir alltaf að fara einu sinni enn, en þú gast það ekki. Það var nú gaman þegar þú sagðir mér frá Mörtu sem átti svo bágt af því að hinar hænurnar voru svo vondar við hana. Þú gafst henni alltaf mat, fyrst í einu horninu. Nú hittirðu hana uppi í himnaríki. Ég man að við vorum alltaf að perla og lita og þú varst alltaf að lesa Barbapapabækurnar tvær. Svo var svo gaman úti í garðin- um þínum. Manstu þegar þú komst til Guðrúnar ömmu og sást hana Skottu, kisuna hennar. Svo áttir þú alltaf nóg af sælgæti og tyggjói og þú varst alltaf að búa til ís og gefa mér með jarðarberjum. Þetta fannst mér svo gott. Hafðu það gott, amma mín. Þín Unnur. Elsku amma. Mér fannst svo leiðinlegt að sjá hvað þú varst orðin veik á spítalan- Legsteinar í Lundi . v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 3 Eifidrykkjur Z H H H H H H Simi 562 0200 IIIIIIIIIll um. En vonandi líður þér vel núna hjá Guði. Það var svo gaman að perla hjá þér og það býr enginn til eins góðar pönnukökur og þú. Mér fannst svo skemmtilegt þegar þú varst að lesa Barbapapa. Ég gat hlustað á hana aftur og aftur. Ég átti eftir að segja þér svo margt sem gerðist á Spáni, segja þér frá dýrunum í dýragarðinum og tívolíinu og mörgu öðru. Líði þér vel í himnaríki amma mín. Þinn Jón. Er sárasta sorg okkar mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum Ijósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Elsku amma. Við kveðjum þig með miklum söknuði og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Það var alltaf gott að vera í návist ykkar afa í Eskihlíðinni. Þú varst alltaf svo glöð og gjafmild. Þú varst bæði góð amma og einnig hin besta vinkona okkai-, og það var alltaf gaman að hlæja með þér. Það var alltaf gaman að sitja við eldhús- borðið hjá þér og þú áttir alltaf lita- bækur og perlur sem þú varst svo þolinmóð að strauja fyrir okkur og stundum fengum við að sofa hjá þér og afa og þá var dekrað við okkur. Minningarnar um samvistir okkar koma upp í hugann ein af annarri en nú vitum við, elsku amma, að þér líð- ur miklu betur og þjáningarnar eru liðnar hjá og nú biðjum við góðan guð að styrkja afa á þessari erfiðu stundu. Blessuð sé minning þín, elsku besta amma Unna. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. (P.JÁ) íris Dögg og Hildur Björg. MINRINGAE 06 SegÖu hug þinn um leiö og þú lætur gott af þér @5614400 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. 7^ & % ^ Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 5511266 Allan sólarhringinn t Ástkær móðir, amma, langamma og systir, ÁSTA STRANDBERG, Fannborg 8, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 8. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór Jónsson, Ásta Óla Halldórsdóttir. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, HULDA SIGURÐARDÓTTIR kaupkona, Lönguhlíð 3, Reykjavík, sem andaðist laugardaginn 4. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. júlíkl. 15.00. Garðar Jóhann Guðmundarson, Þórunn Kristinsdóttir, Gunnar Garðarsson. Elskuleg systir okkar og frænka, RÓSA SIGFÚSDÓTTIR frá Ægissíðu, til heimilis á Meistaravöllum 11, Reykjavík, lést á Landakoti aðfaranótt sunnudagsins 28. júní sl. Jarðarförin hefur farið fram ( kyrrþey að ósk hinnar látnu. Systkini og i + Eiginmaður minn, EINAR AÐALSTEINSSON tæknifræðingur, Mosarima 9, Reykjavík, lést á Ítalíu fimmtudaginn 9. júlí sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd barna og annarra aðstandenda, Anna S. Björnsdóttir. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HILDA ELÍSABETH GUTTORMSSON frá Síðu, Nestúni 6, Hvammstanga, verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju fimmtudaginn 16. júlí kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti líknar- stofnanir njóta þess. Sölvi Guttormsson, Arndís Helena Sölvadóttir, Guttormur Páll Sölvason, Kristbjörg Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Berglind Sölvadóttir, Eðvald Danfelsson, barnabörn og fjölskyldur. + Elskulegur fósturfaðir og bróðir, BJÖRN KRISTÓFER BJÖRNSSON frá Miðhópi, sfðast til heimilis á Brúsastöðum, Hafnarfirði, er látinn. Útför fór fram í kyrrþey. Fyrir hönd vandamanna, Sigriður Þórðar Mahon, Margrét Björnsdóttir. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.