Morgunblaðið - 14.07.1998, Side 42

Morgunblaðið - 14.07.1998, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KIRKJUSTARF t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, vinur og afi, KRISTJÁN JÚLÍUSSON bifvélavirkjameistari, Kambsvegi 16, Reykjavík, sem lést þann 9. júlí sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 17. júlí kl. 13.30. Soffía Kristjánsdóttir, Jóhannes Ó. Sigurðsson, Vilborg Kristjánsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Ólöf Svandís Eiríksdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, FJÓLA LÚTHERSDÓTTIR frá Bláfeldi, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 12. júlí. Jóhannes Lúther Gíslason, Sæmundur K.B. Gíslason og fjölskyldur. t Fóstursonur okkar, ARNBJÖRN GÍSLI HJALTASON, lést á heimili sínu, Selvogsgrunni 3, mánudaginn 6. júlí. Útförin hefur farið fram. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug. Fyrir hönd barna hans og annarra aðstandenda, Sigríður Sigurðardóttir og Ólafur Karvelsson. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, fóstur- móður, ömmu og langömmu, EMILÍU DAGNÝJAR SVEINBJARNARDÓTTUR, síðast til heimilis á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sem jarðsett var fimmtudaginn 9. júlí. Börn, tengdabörn, barnabörn og stjúpbörn. ELIN BJÖRGHEIÐUR ANDRÉSDÓTTIR + EIín Björgheiður Andrés- dóttir fæddist á Snotrunesi í Borgarfirði eystra 16. febr- úar 1920. Hún lést á sjúkra- húsinu á Egilsstöðum 6. apríl síðastliðinn og fór útför henn- ar fram frá Bakkagerðiskirkju 11. apríl. Björgheiður frænka mín er látin eftir stutt en erfið veikindi. Það eru margar myndir sem koma fram í hugann er ég minnist hennar. Björgheiður var mjög kraftmikil og einstaklega dugleg kona, kvik í hreyfingum og létt á fæti. Hún hafði létta lund og var hláturmild, sá oft spaugilegu hlið- arnar á málunum. í svona nánu sambýli eins og var heima á Nesi kynnist fólk mjög vel og var Björgheiður af- skaplega góður og ljúfur ná- granni. Hún var barnelsk og fékk ég ekki síður en aðrir að njóta þess. Það var oft svo notalegt að sitja í eldhúsinu hjá henni, spjalla og horfa á hana vinna, því það var gaman að horfa á hana vinna, handtökin voru svo örugg og rösk- leg. Það var sama hvað hún gerði, hvort hún var úti á túni í heyskap eða að skúra gólfin, allt var unnið fljótt og vel. Heimili hennar bar vitni um að þar fór kona sem tók til hendinni, alltaf var hreint og snyrtilegt hjá Björgheiði. Það sem einkenndi hana fyrst og fremst var þó umhyggja fyrir öðrum, bömin hennar og barna- börnin nutu mikillar umhyggju hennar og eins var um aðra, hún var alltaf tilbúin að gefa af sér, þarfir annarra gengu fyrir. Eftir að þau Björgheiður og Hjalti fluttust í Egilsstaði, fannst mér óskaplega tómlegt að koma heim í Nes, enginn umgangur yfir í enda, ekkert hlaupið niður stig- ann og engin notaleg hljóð úr eld- húsinu bárast yfir til okkar. Ég saknaði þess mikið. Síðustu skiptin sem ég hitti Björgheiði voru síðastliðinn vetur þegar hún dvaldi á sjúkrahúsinu hér í Neskaupstað. Hún var sjálfri sér lík, þrátt fyrir veikindin, gerði að gamni sínu og spjallaði létt við mig, spurði mikið um börnin mín og hvort mér liði ekki vel, alltaf sama góða Björgheiður. Ég vil þakka Björgheiði góða og gefandi samveru í gegnum öll árin sem við áttum saman. Blessuð sé minning hennar. Hulda Eiðsdóttir. t Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, MARGRÉT HJÖRDÍS PÁLSDÓTTIR, Fannafelli 4, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 9. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 15. júlí kl. 10.30. Jarðsett verður frá Siglufirði fimmtudaginn 16. júlí kl. 10.30. Fyrir hönd annarra vandamanna, Guðlaugur Ch. Guðjónsson, Alma Birgisdóttir, Elíngunnur Birgisdóttir, Runólfur Birgisson, Hólmfríður Alexandersdóttir, Kristrún Gunnlaugsdóttir, Björn Birgisson, Álfhildur Þormóðsdóttir, Filippus Hróðmar Birgisson, Þorsteinn Birgisson, Ragnheiður Steinbjörnsdóttir, Þormóður Birgisson, Eyrún Pétursdóttir og barnabarnabarnabörn. Sumarstarf í Garðasókn í SUMAR verða guðsþjónustur í Garðasókn kl. 20.30 í stað 11 á sunnudagskvöldum, og munu þær vera með svolítið léttara sniði. Þess- ar kvöldguðsþjónustur verða í Vídalínskirkju og einu sinni í mán- uði í Garðakirkju. Kirkjan er opin frá kl. 9 á morgn- ana til kl. 21 á kvöldin. Hún er at- hvarf frá erli hversdagsins þar sem möguleiki gefst til að hugsa málin í ró og næði. í kirkjunni er ljósberi þar sem hægt er að kveikja á kerti til minn- ingar um ástvini eða þá til bæna- gjörða. Tekjum af ljósberanum er varið til styrktar ungu fólki í Garða- bæ. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbæn- ir. Léttur málsverður á eftir. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Langholtskirkja.Ungbarnamorg- unn kl. 10-12. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12 Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma tO sóknar- prests í viðtalstímum hans. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í Kirkjuhvoli milli kl. 13-16 alla þriðjudaga í sumar. For- eldramorgnar eru á miðvikudögum kl. 10-12. Bæna- og kyrrðarstundir eru á fimmtudagskvöldum kl. 22, kaffi og létt meðlæti á eftir. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eft- ir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær birtist innan hins tiltekna skilafrests. ATVINNUAUGLÝSINGAR Söluskáli Skeljungs Þorlákshöfn Leitum aö áhugasömum aðila til aö taka aö sér rekstur skálans í Þorlákshöfn. Gott tækifæri fyrir einstakling eöa samhent hjón til aö byggja upp sjálfstæðan atvinnurekstur og vinna að frekari þróun verslunar og þjónustu á staðnum. Nánari upplýsingar veita Arndis Sigurgeirsdóttir rekstrarstjóri Shellstööva eða Rebekka lngvarsdóttir starfsmannastjóri Skeljungs hf. i síma 560-3800. Pípulagnir Vantar pípulagningamenn í vinnu. Einnig nema í pípulagnir. Upplýsingar í síma 892 3639, fax 565 3167. Snittvélin ehf. Ólafur Guðmundsson pípuiagningameistari. Frá Hafralækjarskóla Laus er staða yfirmanns skólamötuneytis Staðan veitist frá 1. september nk. Laun sam- kvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfé- laga og Verkamannasambands íslands. Umsóknarfrestur er til 21. iúlí nk. Nánari upplýsingar veitir Dagur Jóhannesson oddviti á skrifstofu Aðaldælahrepps í síma 464 3510, þriðjudaga—föstudaga frá 13.30— 17.30. Heimasími 464 3520. Leikskólinn Sælukot óskar eftir leikskólakennara eða aðstoðar- manneskju í fullt starf frá 17. ágúst. Um fram- tíðarstarf er að ræða. Uppl. gefurforstöðukona í síma 552 7050 eða 562 8533. Tölvumyndvinnsla Viljum ráða starfsmann til vinnslu á myndefni fyrir sjónvarp. Unnið er í tölvu og SP-Beta- tækjum. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Tæknimaður" fyrir 19. júli. Traustur hluthafi óskast með allt að 50% eignaraðild í huga að þekktu innflutningsfyrirtæki með 300 millj. króna ársveltu. Miklir framtíðarmöguleikar. Áhugasamir sendi inn umsóknir á afgreiðslu Mbl. merktar: „A — 5341" fyrir laugardaginn 18. júlí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.