Morgunblaðið - 14.07.1998, Side 47

Morgunblaðið - 14.07.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 47 BREF TIL BLAÐSINS Selatangar - „Týnda leiðin“ Frá Sesselju Guðmundsdóttur: TILEFNI þessara lína er grein Gunnars Benediktssonar í Morgun- blaðinu 7.6. sl. þar sem hann fjallar vel og ítarlega um Hettuveg á Sveifluhálsi (gamla þjóðleið). Fyi-h’ útivistarfólk og þá sem áhuga hafa á grónum götum eru svona greinagóð- ai- lýsingar mikill fengur og ómetan- legur. A milli Krýsuvíkur og Grindavíkur er gömul verstöð, Selatangar. Um nokkurt skeið hef ég velt því fyrir mér hvaða leiða austanmenn (t.d. frá Skálholti) fóru á Selatanga. Efalaust hafa einhverjir „sögu- og nátt- úruflækingar" rambað á þessa götu fyrir löngu en ég fann hana fyrir stuttu og varð montin af. Þeir sem hafa komið í Húshólma (Gömlu-Krýsuvík) sem er neðan og suðvestan Kiýsuvíkur ganga um djúpa hraungötu frá austri til þessa að komast í hólmann sem umlukinn er Ögmundarhrauni. Við fyrstu vangaveltur um verleiðina að austan á Selatanga kom mér í hug að menn hlytu að hafa farið í gegn um Hús- hólmann og svo áfram vesturúr. Eitt vorið þvældist ég um allt hraunið milli þessara tveggja staða og fann ekki smugu fyrir hests- né mannsfót (mátti þakka fyrir að halda mínum heilum). Um daginn brölti ég svo upp á Núphlíðina (suðurenda Núphlíðar- hálsins - Vesturhálsins) og góndi stíft niður vfir hraunið. Beint niður VERLEIÐIN að austan í Selatanga. Núphlíð fjær. af Núphlíðinni er hraunkantur (skil tveggja hrauna). Eystra hraunið er grófara en það vestara. Ég sá götu- slóða um allt og einnig niður með umræddum kanti, vfsast bara rollu- götur, og þó... Þarna fann ég loks gömlu austan- götuna á Selatanga. Hún liggur frá Núphlíðinni, þar sem fólkvangsvarð- an stendur, og niður með hraunkant- inum. Víða er hún grópuð í klappirn- ar eftir hestahófa. Þegai' komið er niðurundir tangana sveigh- hún til vesturs og endar á sandslettu í viki austan undir bílastæðinu. Gangan tekur 15-20 mín. Vestanleiðin á Selatanga er augljós, en hún liggur frá ísólfsskála um hraunið og beint í verið. Allt upppantað í júlí. Örfáir tímar lausir í ágúst. Myndataka, þar sem þú ræður hve stórar og hve margar myndir þú færð, innifaliðein stækkun 30 x 40 cm í ramma. kr. 5.000,oo Þú færö aÖ velja úr 10 - 20 myndum af bömunum, og þær færðu með 60 % afslætti frá gildandi verðskrá ef þú pantar þær strax. Sýnishom af verði: 13 x 18 cm í möppu kr. 1.200,00 20 x 25 cm í möppu kr. 1.720,00 30 x 40 cm í ramma kr. 2.560,00 Hringdu á aðrar ljósmyndastofur og kannaðu hvort þetta verð á stækkunum er ekki lægsta verðið á landinu. Hlboðið gildir aðeins ákveðinn tíma. Passamyndir alla daga. Ljósmyndastofan Mynd súni: 565 4207 Ljósmyndstofa Kópavogs súni: 554 3020 Frá Núphlíðinni til austurs liggur svo þjóðleiðin fast með hlíðinni, þ.e. milli hrauns og hlíðar, og yfír hraunið þar sem styst er að Latstöglum. Þar er vegprestur sem segir: Óbrennis- hólmar - Latur. Gatan fylgir svo tögl- unum að norðvestan, liggur næst yfír hálsinn við Latafjall og rennur þar spottakorn saman við úverandi bíl- veg. Austan við Latafjall er hún svo auðrakin um Ögmundarhraun eftir vörðum og ofan við núverandi veg. SESSELJA GUÐMUNDSDÓTTIR, áhugamaður um grónar götur, Mosfellsbæ. EVOSTIK | ÞETTIEFNI ■scatrmr Outdoor .... FramaSoala Kitchen &______ hmSmmmmmZ* SBatan •CGEESEa „ ÐecoratorsBSt Floxiblo Frlle fC3S Universai Soalant «1 All Purpose Sliieone Sealant Wood & Mðtal Frame i -:c Roof & ARVIK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Sex sæta hornsófi Sófinn er klæddur niðsterku luxefnisem gotterað þrifa. Uið höfum 5 ára góða reynslu af efninu. Dæmi: Meðalgreiösla kr. 2.895,- (með kostnaðíl miðað uið 30 mánuði Senduminttáuðiuílutninqa- miðstöðuanfteM1^ Track hornsófi litur oxblood Stæið 205cm x 255cm ÍHægt að snúa) ^tuþéisVilaiéttiiin •jmi Tjarnargötu 2 - Keflavík - Sími 421 3377 Pöntunarsimi 421 3377

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.