Morgunblaðið - 14.07.1998, Síða 51

Morgunblaðið - 14.07.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 51 FÓLK í FRÉTTUM BÍÓIN í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson /Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Sex dagar, sjö nætur ★★14 Ford og Heche mynda prýðilegt par í gamanhasarmynd a la Romancing the Stone. Full tugg- ið en ekki ieiðinlegt. U beygja ★★■/2 Oliver Stone er í stuði í ofbeldis- fullri nútíma kúrekamynd. Skemmtileg og léttgeggjuð en svolítið langdregin. Brjáluð borg ★★ Fréttamaður (Dustin Hoffman) notfærir sér lykilstöðu í gísla- tökumáli til að komast aftur í fremstu röð en fær skömm á öllu saman. Travolta fínn í illa skrif- uðu hlutverki meðaljóns sem giipur til örþrifaráða. Vel gerð að mörgu leyti en skortir sann- færingarkraft eftir því sem á líð- ur. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Switchback ★ Afleitlega illa skrifuð og leikin frumraun vaxandi handritshöf- undar sem leikstjóra. Ahorfand- inn veit leyndarmálið að bragði; hver er fjöldamorðinginn. Vel tekin. Sex dagar, sjö nætur ★★'/2 Ford og Heche mynda prýðilegt par í gamanhasarmynd a la Romancing the Stone. Full tugg- ið en ekki leiðinlegt. ‘til there was you ★★V'2 Fínasata konumynd; rómantísk og gamansöm um ólíkar mann- eskjur sem rata saman. The Man Who Knew too Little ★ Bill Murray er sá eini með viti í meðvitaðri klisjusúpu sem geng- ur ekki upp. US Marshalls ★★★ Tommy Lee Jones er í topp- formi á eftir flóttamanni sem leikinn er af Wesley Snipes. Fín- asta afþreying. Anastasia ★★★ Disneyveldið er ekki lengur eitt um hituna í gerð úrvalsteikni- mynda. Anastasia jafnast á við það besta sem gert hefur verið. Frábærar teikningar, persónur og saga, sem fer frjálslega með sögnina af keisaradótturinni og byltingu öreiganna. Mr. Magoo ★ Ófyndin mynd, 20 árum of seint á ferðinni. Leslie Nielsen lyftir henni ekki upp, er leiðinlegur Mr. Magoo. Litla hafmeyjan ★★★ Falleg og fyndin kvikmynd þar sem töfrar ævintýrsins blómstra að fullu. HÁSKÓLABÍÓ Kvikt hold ★★★ Almodóvar heimfærir góða, breska sakamálasögu uppá blóð- hita landa sinna, gráglettinn og bersögull að vanda. Skortir meira tauleysi til að jafna sín bestu verk. Magnaður leikur. Grease ★★★ Það er engin spurning, myndin er algjört „ring a ding a ding“. Þúsund ekrur ★14 Alls ekki nógu vel gerð mynd eftir góðri bók. Skrykkjóttur og lélegur leikur hjá annars góðum leikurum. The Big Lebowski'k-k-k Coenbræður eru engum líkir. Nýja myndin er á köflum mein- fyndin og kolgeggjuð en nær ekki að fylgja eftir meistara- verkinu Fargo. Leikaramir hver öðrum betri í sundurlausri frá- sögn af lúðum í Los Angeles. Búálfarnir ★★★ Virkilega skemmtileg barna- og fjölskyldumynd, sem hægt er að mæla með fyrir alla aldurs- flokka. Piparkökukarlinn ★★★ Dökk og fráhrindandi mynd sem vinnur á. Frumleg útgáfa á bók eftir John Grisham. Branagh er frábær í aðalhlutverkinu. KRINGLUBÍÓ Switchback ★ Aileitlega illa skrifuð og leikin frumraun vaxandi handritshöf- undar sem leikstjóra. Áhorfand- inn veit leyndarmálið að bragði; hver er fjöldamorðinginn. Vel tekin. Sex dagar, sjö nætur ★★14 Ford og Heche mynda prýðilegt par í gamanhasarmynd a la Romancing the Stone. Full tugg- ið en ekki leiðinlegt. Úr öskunni i eldinn ★14 Slöpp gamanmynd um ríkis- bubba sem taka að búa með Amish fólki. LAUGARÁSBÍÓ Mr. Nice Guy ★★ Aulabrandarar og -söguþráður en Chan er kattliðugur og loka- atriðið er þess virði að sjá mynd- ina. Brúðkaupssöngvarinn ★★14 Þægileg, rómantísk gamanmynd með Adam Sandler í hlutverki söngvara sem er óheppinn í ást- um. REGNBOGINN The Object Of My Affection ★★14 Ljúf og falleg mynd um ást og vináttu. Ekki væmin og dýpri en búast mátti við. Þá sjaldan það rignir ★★14 Ágætlega gerður, rennblautur smábæjartryllir með fínum leik- urum en formúlukenndu plotti. Titanic ★★★14 Mynd sem á eftir að verða sígild sökum mikilfengleika, vandaðra vinnubragða í stóru sem smáu og virðingar fyrir umfjöllunar- efninu. Falleg ástarsaga og ótrúlega vel unnin endurgerð eins hrikaleg- asta sjóslyss veraldarsögunnar. Anastasia ★★★ Disney er ekki lengur eitt um hituna í gerð úi-valsteiknimynda. Anastasia jafnast á við það besta sem gert hefur verið. Frábærar teikningar, persónur og saga, sem fer frjálslega með sögnina af keisaradótturinni (?) og bylt- ingu öreiganna. STJÖRNUBÍÓ Wild Things ★★ Leyndardómsfull sakamála- mynd sem týnir sér í alltof flók- inni atburðarás. I "n 1111— WStsESBaiÆá Eini lífeyrissjóðurinn sem býður allt þetta er ALVÍB: Litla bókin um lífeyrismál • val um verðbréf til ávöxtunar. • verðmæti inneignar uppfært daglega. • upplýsingar um inneign á nóttu sem degi á netinu. Inneign í ALVÍB er þín séreign en jafn- framt tryggir ALVÍB sjóðfélögum eftir- laun til æviloka samkvæmt nýjum lögum um lífeyrissjóði. Um allt þetta og fjölmargar tryggingar sem í boði eru í gegnum ALVÍB færðu allar upplýsingar í Litlu bókinni um lífeyrismál hjá VÍB á Kirkjusandi eða í útibúum íslandsbanka um allt land. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • Sími 560 89 00 • Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is Kryddpíurnar vinsælar í Toronto KRYDDPÍURNAR héldu tónleika í Toronto í Kanada um helgina og fengu þær glæsilegar móttök- ur enda sérstaklega vinsælar í borginni. Stúlknanna var beðið með eftirvæntingu því á siðasta ári neyddust þær til að aflýsa tónleikum í Toronto. Þegar Geri Ilalliwell yfirgaf Kryddpíurnar fyrir skömmu sendi borgarstjór- inn, Mel Lastman, bréf til hennar og bað hana um að gleðja aðdá- endur sína og endurskoða hug sinn. Þessi óvenjulega bón borg- arstjórans vakti að vonum at- hygli og fannst sumum að þar hefði hann lagst heldur lágt. Það kom því engum á óvart að borg- arstjórinn skyldi vera í hópi þeirra 16 þúsund áhorfenda sem sóttu tónleikana í Toronto. Kryddpíurnar komu einnig fram í þætti kanadísku sjón- varpsstöðvarinnar Muchmusic og að upptökum loknum svöruðu þær spurningum aðdáenda og blaðamanna. Flestum lék hugur á að vita meira um brotthvarf rauða kryddsins Geri Halliwell en stúlkurnar útskýrðu það ekki nánar og sögðust enn vera vin- konur Halliwell. „Geri ákvað að það væri tímabært að halda áfram. Það er svo margt annað sem hana langar til að gera. Við erum enn ánægðar með að starfa sem hljómsveit en hún hélt áfram og við óskum henni velfarnaðar. Fólk vill heyra einhver and- styggileg smáatriði en það er ekkert til að segja frá. Við erum allar vinkonur," sagði fína kryddið Victoria Adams. Fína kryddið er sem kunnugt er trúlofað knattspyrnumannin- um David Beckham og var hann með stúlkunum í Kanada. Beck- ham á um sárt að binda siðan hann var rekinn út af í leik Eng- lands og Argentínu á HM eins og frægt er orðið. Honum hefur ver- ið kennt um að enska liðið fór ekki alla leið í keppninni og sam- kvæmt skoðanaköunun segjast 40 prósent bresku þjóðarinnar ekki geta fyrirgefið Beckham at- vikið. Breska biblíufélagið hefur hins hvatt þjóðina til að fyrirgefa himim unga knattspyrnumanni sem sé eftir allt saman aðeins KRYDDPIURNAR sungu fimm lög fyrir kanadísku sjónvarpsstöðina Muchmusic í Toronto. VICTORIA, Mel B, og Mel C svöruðu spurningum aðdáenda sinna í Toronto en loka þurfti tveimur götum vegna mann- fjöldans við sjónvarpsstöðina. DAVID Beckham fylgdi unn- ustu sinni Victoriu Adams f sjónvarpsupptökuna en hann forðast heimaland sitt um þess- ar mundir. mannlegur. Beckham hafi beðið félaga sína í landsliðinu og þjóðina af- sökunar, það hafi krafist hugrekkis og sé í anda biblíunnar. Beckham fylgdi Kryddpíunum í sjón- varpsupptökuna í Toronto en um 5.000 æst- ir aðdáendur höfðu safn- ast saman fyrir utan og þurfti lögreglan að loka tveimur götum vegna þess. Erfitt var að fá miða á tónleikana og kvörtuðu margir sáran yfir því að mikið brask væri í gangi og voru mið- ar boðnir á 14 til 25 þús- und krónur. Lögreglan sagðist hafa fengið margar kvartanir frá reiðum foreldrum sem kvörtuðu undan braskinu og háu miða- verði. Ekki dóu þó allir Kryddpíuað- dáendur ráðaiausir því hin 12 ára Danielle Stewart hringdi í fjölskylduverslun borgarstjórans og bauðst til að vinna þar kaup- laust til æviloka ef hægt væri að útvega henni miða. „Ég vissi ekk- ert hvað ég átti að gera því þeg- ar ég hringdi í braskara komst ég að því að ég hefði engin efni á miða,“ sagði hin unga Danielle. Borgarstjórinn útvegaði Danielle miða á tónleikana en afþakkaði tilboð hennar um ævilangt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.