Morgunblaðið - 14.07.1998, Síða 56

Morgunblaðið - 14.07.1998, Síða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ TD. HÁSKÓLABÍÓ * HASKOLABIO Hagatorgi, simi 552 2140 j TILBOÐ KR. 400 Á ALLAR MYNDIR KL. 5 OG~7T| AFMÆL! h So» ptople cm my fkir töf ou Frábærlega vel leikin spennu- mynd í Film Noir stíl. ENOURHLJÓD- BLÖNDUÐí D I G I T A L S T E R E O Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11. ^agedd Sýnd kl. 5, 7, 8 og 11. budighal Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. BHDiGnAL SWITCHBACK Sýnd kl.11. B.L 14. Sýnd kl. 6.50. kl. 5,9og 11. m\ Sýnd kl. 5. (sl. tal. | Sýnd kl. 5. Isl. tal. www.samfilm.is & •Tilboö 400 kr. rJiSU' Sýnd kl. 5. BLUSBRÆÐUR 17. JULI. fffim 530 fit/NKM nm i Bió Álfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 ENDALOKiM ERU NÆR EN ÞIC CRUNAR .^ íúímitu,- Sýnd kl. 11. B.i. 14. Sýnd kl. 5.30 og 9. MIKILL í FRAKKLANDI Franska FAGNAÐARLÆTIN á götum úti í Frakklandi eftir að heimsbikarinn var í höfn minntu helst á sigurdag- inn árið 1944 þegar Frakkar fengu frelsi undan oki nasista. Næstum ein og hálf milljón manna fyllti Champs Elyssee, fagnandi, syngj- andi og dansandi í hafí rauðra, blárra og hvítra fána á upplýstu breiðstræti af flugeldum. Risastórt plakat með áletruninni „Takk Zizou“ hékk á Sigurboganum og var það til heiðurs nýrri þjóð- hetju, framherjanum Zinedine Zi- dane, sem skoraði fyrstu tvö mörk leiksins. Aðrir heiðruðu þennan framherja Juventus með einfaldri áskorun: „Zidane sem forseta". „Þetta er besti dagur lífs míns,“ sagði París- arbúinn Philippe Girard. „Mig lang- ar til að kyssa alla.“ „Maður fær á tilfínninguna að hver einasti Frakki hafí unnið bikarinn," sagði Jacques Chirac, forseti Frakklands, í samtali við fréttamenn eftir leikinn. „Maður fær á tilfinning- una að allir hafi verið á vellinum ' og sparkað í boltann.“ Allt Frakkland var í fánalitun- um. I Bordeaux léku 30 alsírskir stuðningsmenn Frakka ímyndað- an fótbolta á Sigurtorginu. í Lille voru stuðningsmenn Frakka með fána þar sem sagði: „Við erum með þér, lögreglumaður" til að sýna Daniel Nivel samstöðu, en hann var barinn af fótboltabullum eftir leik Þýskalands og Júgóslavíu snemma í keppninni. Síðan þá voru áhorfendur yfirleitt til friðs. í Marseille, þar sem Zidane ólst byltingin upp, fannst þeim þúsundum sem söfnuðust saman við höfnina að þetta væri þeirra sigur. „Marseiile vann í kvöld, það var Zizou, hann er einn af okkur," sagði Abdel. Franska liðið tók svo þátt í skrúð- göngu niður Champs Elysees um eftirmiðdaginn í gær til að halda upp á sigurinn. Þjóðhátíðardagur Frakka er í dag og ólíklegt er því að fagnaðarlátunum eigi eftir að linna fyrr en eftir kvöldið í kvöld. Einn blaðamanna Le Parisien var ekki í vafa um hvert ætti að vera næsta embættisverk Chiracs for- seta. Að búa til árlegt þriggja daga frí, skrifaði hann, til að tengja tvo stærstu dagana í franskri sögu -14. júlí árið 1789 og 12. júlí árið 1998 - og „sameina tvö andlit frönsku bylt- ingarinnar". AHANGANDI franska lands- liðsins veifar „baguette" fyrir úrslita- leikinn enda gott að hafa með sér nesti. JACQUES Chirac heldur á landsliðstreyju eftir að hafa verið gerður heiðursfélagi franska lands- liðsins eftir sigurinn gegn Brasilíuniönnum. STUÐNINGSMAÐUR franska landsliðsins lætur mannfæðina á Bondi-ströndinni í Sydney ekk- ert aftra sér í fagnaðarlátunum. UNGUR aðdáandi Frakka í fánalitunum eins og raunar gjörvalit Frakkland. ÞESSIR stuðningsmenn Frakka hafa sjálfsagt Iítið sofíð nóttina eftir að heimsbikarinn var í höfn. LEIKVANGURINN tók 80 þúsund manns í ^æti og í einu horninu höfðu gul- og græn- klæddir Brasilíumenn hreiðrað um sig. Ann- ars staðar voru heiðbláir Frakkar í meiri- hluta og spjöld með skilaboðum til leik- manna áberandi, - meðal annars stuðningur við franska vamarmanninn Laurent Blanc sem var í leikbanni í draumaúrslitaleiknum. „Aimez les Bieus, Aimez le foot, Aime Jacquet, Merci,“ stóð á öðru spjaldi með þökkum til hins umdeilda þjálfara Frakka, Aiiiie Jacquet, sem sagði eftir leikinn að hann myndi aldrei fyrirgefa þeim sem hefðu gagnrýnt sig fyrir keppnina. „Allir gegn Ronaldo," stóð á öðru. „Viltu giftast mér Lilian," var letrað á -málað spjald og var spurningunni beint til varnarmannsins Lilians Thurams sem kom Frökkum í úrslitaleikinn í fyrsta sinn með tveimur mörkum gegn Króötum. „Marius, my Tresor" stóð á öðru, sem hefði getað verið 16 ára gamalt, og var óður til varnarmannsins snjalla Marius Tresor sem lék með landsliði Frakklands í undanúr- slitunum árið 1982 og 1986, - sem var besti íírangur Frakka fram að þessari keppni. Það var vísbending um væntingar þjóð- arinnar til Zinedine Zidane og félaga. Sigruðu hjörtu kvenna Franska landsliðið vann ekki aðeins keppnina heldur einnig hjörtu kvenþjóðar- innar. Þjóðerniskennd, magnþrungin spenna leiksins og hinn karlmannlega vaxni markvörður Fabien Barthez áttu þátt í að vekja óvæntan áhuga hjá frönskum konum fyrir knattspyrnu. „Barthez er svo sætur með litla rassinn og skallann," sagði ein af konunum sem tóku sinnaskiptum, hin 31 árs gamla Catherine, á meðan vinkona hennar Dom- inique sagðist hafa fallið fyrir manninum með taglið, Emmanuel Petit. 1 skoðanakönnun fyrir heimsmeistara- keppnina kom í ljós að 70% franskra kvenna höfðu engan áhuga á knattspyrnu. En áhuginn jókst eftir því sem leið á keppn- ina, sem stóð í mánuð, og í undanúrslita- leiknum gegn Króatíu voru konur um helm- ingur sjónvarpsáhorfenda í Frakklandi. Brasih'umenn grétu á sunnudag þegar þeir töpuðu með þremur mörkum gegn engu í úrslitaleik heimsmeistarakeppninn- ar. Ósigurinn var mikil vonbrigði enda fátt annað en árangur á knattspyrnuvöllunum sem Brasilía getur státað af. Á Copacabana ströndinni í Rio de Jan- eiro föðmuðust hundruð manna í úrhellis- rigningu og grétu á meðan aðrir sneru tii síns heima þögulir og mæddir. „Þetta er sorgardagur," sagði Aveloino Pereira, sem var rauðeygður eftir grátinn. „Við héldum að við gætum ekki tapað þessum leik, sér- staklega fyrir landi sem á sér enga knatt- spyrnusögu.“ Fótbolti er eina stolt Brasilíumanna sem búa við óstöðugleika í efnahagslífinu og mikla fátækt og þeir höfðu vonast innilega eftir fimmta heimsbikarnum. Að bíða ósig- ur fyrir ríkri þjóð í Evrópu var mikið áfall í allri Suður-Ameríku. Land karlmennskunnar títvarpsmenn í Mexíkó veltu því fyrir sér hvort Qrasilíumönnum hefði verið mútað. „Hvernig getur heimsklassalið leikið svona illa. Var þeim borgað fyrir það?“ sagði út- varpsmaður á Radio Red. I skoðanakönnun í Brasilíu kom í ljós að fyrir ieikinn höfðu 86% Brasilíumanna talið að þeir myndu vinna keppnina. Þeir höfðu fagnað eins og þeir ættu heimsbikarinn vísan síðan þeir sigruðu Hollendinga í undanúrslitum. En þegar leið á leikinn varð ljóst að Iiðið spilaði ekki vel og það var tveimur mörk- um undir í leikhléi. I iðnaðarborginni Sao Paulo strunsuðu stuðningsmenn þess út af börum og hentu grænum og gulum borðum með fyrirlitningu í götuna. Einn maður kastaði sér í sandinn á Copacabana-ströndinni og veinaði að hann gæti ekki horft á meira. Eins og svo margir aðrir í þessu landi karlmennskunnar grét hann hástöfum og var huggaður af yfirveg- aðri eiginkonu sinni. En á sunnudag virtist þjóðin hafa jafnað sig að mestu og hugguðu margir sig við það að fjórir heimsbikarar voru þegar í höfn. „Að lenda í öðru sæti er ekkert fyrir okkur, en að komast í úrslitaleikinn er góð- ur árangur og við töpuðuni bara fyrir heimamönnum," sagði Pele, besti knatt- spyrnumaður frá upphafi, í samtali við Globo Television.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.