Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 7 FRÉTTIR Tívolíið á Miðbakka Meiri að- sókn og engar kvartanir AÐSÓKN að tívolfinu á Miðbakk- aiium í Reykjavík hefur verið svipuð og í fyrra og kannski heldur meiri ef eitthvað er, að sögn Jörundar Guðmundssonar sem stendur fyrir komu tívolísins hingað til lands. I ár er boðið upp á fleiri tæki en gert hefur verið síðastliðin sumur. Jörundur þakkar góðu veðri aðsóknina auk þess sem nú er boðið upp á fleiri fjölskyldutæki en áður. „Við erum með meira af tækjum fyrir minna fólkið því ég vil höfða meira til fjölskyldu- fólks. Þetta er jú fjölskyldu- skemmtun og þannig vil ég halda því,“ sagði Jörundur í samtaii við Morgunblaðið. Undanfarin ár hefur þónokkuð verið kvartað yfir hávaða sem berst frá tívolfinu en Jörundur segir að í ár hafi engar kvartanir borist. „Þetta gengur alveg skín- andi og eldra fóik sem kemur með barnabörnin hefur sagt við mig að þetta sé mun þægilegra núna. Nú heyrist tóniistin bara rétt við tækin.“ Þýskur sirkus væntanlegur Tívolfið verður í Reykjavík til 3. ágúst næstkomandi. Jörundur gerði í fyrra nýjan 5 ára samning við fyrirtækið sem á tívolfið þannig að von er á því hingað til lands næstu íjögur ár, að minnsta kosti. Gatnamálastjóri vegna framkvæmda verktaka á vegum Reykjavíkurborgar Akveðnar reglur gilda um merkingar ÁKVEÐNAR reglur gilda hjá Reykjavíkurborg fyrir verktaka varðandi merkingar vegna gatna- framkvæmda. Segir Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík, aðspurður að við útboð sé beinlínis gert ráð fyrir kostnaði vegna slíkra merkinga. I 86. grein umferðarlaganna segir m.a. að þar sem vegavinna fari fram eða vegi sé raskað þannig að hætta stafi af sé þeim er stjórnar verki skylt að sjá um að staðurinn sé merktur á fullnægjandi hátt. Tilefni fyrirspurnarinnar er les- endabréf Steinunnar Önnu Gunn- laugsdóttur í Morgunblaðinu í gær þar sem hún kvartar yfir lélegri merkingu vegna framkvæmda við Skálholtsstíg og lýsir hættu sem börn hennar stóðu frammi fyrir á gangstétt götunnar. Gatnamálastjóri segir að um- ræddar framkvæmdir séu ekki á vegum borgarinnar en hugsan- lega eigi einhver borgarstofnun í hlut. Hann segir þá reglu hafa verið setta nýverið að við útboð framkvæmda á vegum borgarinn- ar sé verktökum bent á að til- greina kostnað vegna áætlaðra merkinga. Slíkar merkingar segir hann nauðsynlegar og reynt sé að ýta undir þær. Þá hafi fulltrúar borgarinnar rætt sérstaklega við verktaka og lögreglu vegna slíkra mála. Sigurður segir að mikið hafi breyst til batnaðar í þessum mál- um en Ijóst sé að gera þurfi enn betur. Þá má geta þess, vegna atburðar sem Steinunn Anna lýsir í blaðinu í gær er fjögurra dóttir hennar neyðist til að hörfa upp að girðingu á gangstétt þegar bflar aka framhjá á gangstéttinni þar sem skurður sé á götunni, að umferðarlögin leggja ökumönnum sérstakar skyldur á herðar gagnvart gangandi vegfar- endum. Segir svo í byrjun 26. greinar: „Ökumaður, sem mætir eða ekur fram hjá gangandi vegfar- anda, skal gefa honum tíma til að víkja til hliðar og veita honum nægilegt rými á veginum. Ökumaður, sem ætlar að aka yfir gangstétt eða gangstíg eða aka út á akbraut frá lóð eða svæði við veg- inn, skal bíða meðan gangandi veg- farandi fer fram hjá.“ Bílheimar ehf. Sœvarhöfða 2a S: 525 9000 Aksturseiginleikar eru ekki spurning um hámarkshraða. Saab aksturseiginleikar snúast um að hafa stjórn á kröftum. Bæði þeim utanaðkomandi kröftum sem verka á bílinn, og þeim kröftum sem billinn skapar. Hröðun, hemlun, tog og viðnám eru allt kraftar sem hafa áhrif á bílinn og stjórnun hans. Og allir þessir kraftar eru nýttir til hins ýtrasta í Saab 9-5. Þegar við bætast öflugar Saab forþjöppuvélar verður útkoman betri aksturseiginleikar en i flestum sportbílum. Saab 9-5 vinnur á æðra stigi en aðrir bílar. Bæði hvað varðar samskipti ökumans og bíls, og hvað varðar getu bílsins til að auka og draga úr hraða hratt og örugglega. Fá fyrirtæki eru jafn upptekin af hárfinum blæbrigðum hagnýtrar eðlisfræði og Saab, enda hafa verkfræðingar Saab verið á mcðal helstu brautryðjenda í biliðnaði síðustu 50 árin. Saab 9-5 er nýjasta afurð þcirrar hefðar. Þu verður að upplifa liana að Sævarhöfða 2a. y Alíir kraftar eru á þínu valdi. Saab

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.