Morgunblaðið - 18.07.1998, Side 10

Morgunblaðið - 18.07.1998, Side 10
10 LAUGARDAGUR 18 . JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir vanta reglugerð vegna nýrra áfengislaga Þrjú vínveitingaleyfi í hreppnum í uppnámi REGLUGERÐ vegna nýrra áfeng- islaga, sem tóku gildi 1. júlí síðast- liðinn, hefur enn ekki verið gefin út en er væntanleg frá dómsmálaráðu- neytinu í lok mánaðar. Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútu- staðahrepps, segir sveitarstjórnum ekki gerlegt að veita leyfi til áfeng- isveitinga á veitingastað meðan reglugerðin er ekki fyrir hendi og séu þrjú leyfi í hans hreppi í upp- námi. Sigbjörn segir að í 14. grein áfengislaganna sé krafist trygging- ar af hálfu umsækjanda áður en vín- veitingaleyfi er gefið út vegna krafna á hendur honum ef til gjald- þrotaskipta komi. Segir að dóms- málaráðherra ákveði með reglugerð upphæð og skilmála tryggingar. Sigbjörn Gunnarsson segir því leyf- isveitingamál í biðstöðu meðan reglugerðin sjái ekki dagsins ljós. Má veita Ieyfí með fyrirvara Kolbeinn Árnason í dómsmála- ráðuneytinu tjáði Morgunblaðinu að þau boð hefðu verið látin ganga út að meðan reglugerðin væri ekki komin út væri heimilt að veita leyfi með fyrirvara um setningu trygg- ingar síðar. Þá sagði Sigbjöm illmögulegt að verða við því ákvæði að synja um útgáfu leyfis ef hlutaðeigandi skuld- aði skatta. Sveitastjóm hefði ekki aðgang að skattaskuldum manna hjá sýslumanni og því sæi hann ekki hvernig þetta gæti komið til fram- kvæmda. Hann sagði þrjú vínveit- ingaleyfi í sínu sveitarfélagi í upp- námi vegna þessa meðan reglugerð- in væri ekki fyrir hendi. Hann sagði hátt í tug aðila hafa vínveitingaleyfi í sveitarfélaginu. Hækkandi gengi skilar sér óbeint til neytenda GENGI íslensku krónunnar hefur styrkst á undanfómum mánuðum og til viðbótar gerir Seðlabankinn ráð fyrir lækkun á innflutnings- verði í erlendri mynt um 0,5% til áramóta. Mat bankans tekur mið af spá OECD frá því í júní en hún gerir ráð fyrir 1,8% lækkun á út- flutningsverði viðskiptalanda ís- lands. I samtölum við forráðamenn hinna ýmsu innflutningsfyrirtækja kemur fram að sterk staða krón- unnar og stöðugleiki hennar hefur skilað sér til neytenda en í mis- miklum mæli þó. Nefndu nokkrir að kreppan í Asíu hefði haft áhrif en þar hafa þrengingar heima fyrir kallað á aukinn útflutning ríkja álf- unnar vegna minni eftirspumar innanlands. Þá töldu sumir síaukna samkeppni hluta af ástæðunni sem jafnframt ylli meiri þrýstingi á hagræðingu og aðhald í fyrirtækj- um. Meiri kaupauki Hjá Toyota hefur verðlag haldist óbreytt en að sögn Emils Gríms- sonar, fjármála- og framkvæmda- stjóra fyrirtækisins, hefur kaup- auki fyrir neytendur aukist. „Það hafa engar beinar lækkanir átt sér stað en aukabúnaður í bflum er meiri. Sem dæmi má nefna að loft- púðum og ABS-hemlakerfi hefur í mörgum tilfellum verið bætt inn í staðalbúnað nýrra bfla án þess að það hafi hækkað verð þeirra,“ sagði Emil. Hjá Heklu varð Sigfús Sigfússon forstjóri fyrir svörum en hann seg- ir að verð á bflum umboðsins hafi verið óbreytt síðustu misseri. „Verð á bflum okkar hefur haldist óbreytt um langan tíma og litlar breytingar eru í vændum, hvort sem er til hækkunar né lækkunar. Við gerum innkaup okkar með framvirkum samningum þannig að gengisáhætta er óveruleg. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vei en þó eru öll okkar innkaup í stöðugri endurskoðun til þess að tryggja að við séum alltaf með samkeppnis- hæft verð,“ sagði Sigfús. Erfiðleikar í Asíu Jón Eyjólfsson hjá Bflabúð Benna, sem flytur inn Musso-jeppa frá Suður-Kóreu, segir lækkun hafa átt sér stað. „Við höfum frá áramótum lækkað verð á Musso- jeppum um 200 þúsund krónur og þar hafa spilað inn í þær þrenging- ar sem átt hafa sér stað í Asíu. Við þurftum að ýta á eftir því að fá lækkun en nú hefur hún gengið í gegn. Þá teljum við þetta stöðuga Áætlanir innflylj- enda betri vegna stöðugleikans gengi undanfarin misseri hafa auk- ið mikið söluna þar sem almenn- ingur hefur bæði átt auðveldara með að taka lán sem og að greiða af þeim.“ Lækkun staðreynd Að sögn Williams Gunnarssonar, deildarstjóri söludeildar Heimilis- tækja hf., hefur lækkun á inn- kaupsverði skilað sér til neytenda. „Það er engin spurning um það að verðlækkun hefur skilað sér til neytenda bæði hjá okkur og hjá samkeppnisaðilum, og kemur þar til bæði lækkun á innkaupsverði sem og aukinni samkeppni. Sem dæmi má nefna að algengt er að sjónvarpstæki séu nú um 5.000 krónum ódýrari en um áramót og einnig eru tilboð tíðari. Hins vegar kaupum við inn í Norðurlanda- gjaldmiðlum en þeir hafa lækkað tiltölulega lítið.“ Draumastaða innflytjenda Hjá Raftækjaverslun Islands fengust þær upplýsingar hjá Þor- keli Stefánssyni framkvæmda- stjóra að verðlag frá áramótum hefði að jafnaði lækkað um 1%. „Þetta stöðuga gengi og styrking íslensku krónunar hefur skapað draumastöðu fyrir innflytjendur. Sem dæmi má nefna að allar áætl- anir eru betri, og þær taka yfír lengri tíma. Við fáum alltaf morg- unfréttir frá bönkunum þar sem mjög ítarlegar upplýsingar koma fram í gengismálum og ég hef reynt að taka mið af þeim. Þetta upplýsingastreymi hjálpar því okk- ur á hverjum degi. Það er mjög misjafnt í hvaða myntum við versl- um en í heildina er það um 1% lækkun sem átt hefur sér stað og hefur það hefur skilað sér til neyt- enda hjá okkur,“ sagði Þorkell. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir HLJÓMSVEITIN Stormar var í gær að æfa fyrir dansleikinn í kvöld. Þeir sögðust vera í jafngóðu formi og áður nema þeir þurfa gleraugu til að Iesa texta og nótur. Stormar spila eftir 30 ára hlé Sigluflrði. Morgunblaðið. í KVÖLD mun hin sívinsæla en næstum-því-gleymda hljómsveit Stormar frá Siglufirði halda stórdansleik á Hótel Læk á Siglu- firði. Hljómsveitin er að halda upp á þau merku tímamót að þijátíu og fimm ár eru síðan hún tók til starfa og 30 ár síðan hún hætti. Stormar spiluðu siðast á dansleik árið 1968. Því fannst hljómsveit- armeðlimum tilvalið að koma saman nú á afmælisári Siglufiarð- ar. Þeir eru allir í fínu formi eins og fyrr þó þeir þurfi nú gleraugu til að Iesa texta og nótur. Hljómsveitarmeðlimir, sem all- ir eru Siglfirðingar í húð og hár þótt þeir búi víðs vegar um land- ið, eru Árni Jörgensen (gítar), Friðbjörn Björnsson (gítar), Hall- varður Óskarsson (trommur), Jósep Blöndal (píanó), Ómar Hauksson (bassi) og Theódór Júl- íusson (söngur og gítar). Hljóm- sveitin sem stofnuð var 1963 byijaði sem skólahljómsveit. Hún spilaði víða á Norðurlandi og á stöðum eins og Glaumbæ og Lídó í Reykjavík. Komu fram á öðrum útsending- ardegi Sjónvarpsins Hljómsveitin Stormar var líka ein fyrsta hljómseitin sem spilaði í íslenska Sjónvarpinu, en hún kom fram á öðrum útsendingar- degi þess. Hljómsveitarmeðlimir segjast vera með svipaða efnisskrá og fyrir rúmum 30 árum, þ.e. lög frá 6. og 7. áratugnum, lög með Kinks, Rolling Stones, Presley, Bitlunum og Shadows enda eru þeir Storma-menn sammála um að sjöundi áratugurinn hafi verið sannkölluð gullkista því það voru svo mörg góð lög sem þá komu fram og því yndislegt að rifja upp þessa slagara þó það sé orðið svolítið djúpt á þeim. Þeir segja aðalmálið vera það hversu óskaplega gaman er að koma aftur saman. Þeir segja framhaldið óráðið „en gamli um- boðsmaðurinn okkur, Björn Jón- asson sparisjóðsstjóri, tekur á móti pöntunum og segja má að Sparisjóður Siglufjarðar sé um- boðsskrifstofan okkar“. Fulltrúi starfsmanna í stjórn Samvinnulífeyrissjóðsins um skerðingu réttinda GUÐRÚN Gísladóttir, annar full- trúa starfsmanna í stjóm Sam- vinnulífeyrissjóðsins og starfsmað- ur Landflutninga Samskipa, segist telja að félagsmenn í sjóðnum séu almennt sammála um að það hafi verið rétt ákvörðun hjá stjórn líf- eyrissjóðsins að skerða áunnin rétt- indi sjóðsfélaga um fimm prósent frá síðustu mánaðamótum. Einstak- ir sjóðfélagar hafa þó haft samband við Morgunblaðið og sagst afar óánægðir með ákvörðun stjórnar- innar. „Ég held að menn séu almennt sammála um að til lengri tíma litið sé þetta rétt ákvörðun," sagði Guð- rún. „Við þetta kemur sjóðurinn til með að eiga fyrir skuldbindingum, sem gerir að verkum að það er búið að tryggja að við öll fáum ellilífeyri þegar þar að kemur. Hins vegar er alveg ljóst að þeir sem eru að þiggja greiðslur úr sjóðnum í dag eru ekki jafnsáttir við þetta. En við sem er- um að borga í sjóðinn erum heldur ekki tilbúin til þess áfram að vera að greiða niður íyrir hina eins og hefur verið gert í gegnum árin.“ Hópur starfsmanna Landflutn- inga Samskipa hefur á undanfóm- um misserum verið fluttur úr Líf- eyrissjóði verslunarmanna yfir í Samvinnulífeyrissjóðinn í andstöðu við a.m.k. hluta hópsins. Guðrún kvaðst ekki telja að þessi ákvörðun um skerðingu réttinda mætti sér- stakri andstöðu þess hóps. Starfsmenn almennt sam- þykkir ákvörð- un stjórnar „Það er búið að gera ákveðnar breytingar. Við höfum verið að borga meira í þennan sjóð en aðrir borga, eða 11,5%. Um áramótin verður sú breyting að þessi um- framgreiðsla okkar fer í séreignar- sjóð,“ sagði hún. Guðrún sagði að fyrir fáum árum hefðu fáir innan við sextugt hugsað um hvernig þeir ætluðu að lifa af í ellinni. „I dag erum við öll farin að hugsa meira um þetta og gera okk- ur grein fyrir að þetta skiptir máli. Það er ekki ólíklegt að menn hafi áður verið ósáttir við að greiða í Samvinnulífeyrissjóðinn þegar hann stóð mjög illa. Það á ekki við lengur og ég held að fólk telji hagsmunum sínum ágætlega borgið innan þessa sjóðs. Það hlýtur að skipta öllu mál- ið að sjóðurinn sem maður er í eigi fyrir skuldbindingum," sagði Guð- rún. „Samvinnulífeyrissjóðurinn á það sannanlega í dag. Það eru hins vegar ekki mörg ár síðan ég sá fram á eins og margir aðrir að ellilífeyrir- inn minn væri horfinn og ég fengi ekki neitt. Þá var ég að borga í Líf- eyrissjóð VR en ekki í neinn Sam- vinnulífeyrissjóð. Þetta eru erfið- leikar sem flestir hafa verið að ganga í gegnum." Meiri réttindi en iðgjöld stóðu undir Margeir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnulífeyris- sjóðsins, sagði í samtali við Morg- unblaðið af og frá að ákvörðun um skert réttindi tengdist erfiðleikum vegna uppgjörs skulda Sambands- ins eða kaupum Samvinnulífeyris- sjóðsins á húseign Sambandsins við Kirkjusand enda hefði sjóðurinn engu tapað á þeim viðskiptum. I Morgunblaðinu í gær sagði Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyris- sjóða, að lækkunin yrði best skýrð með því að Samvinnulífeyrissjóður- inn hefði þurft að sæta því að búa við neikvæða vexti á tímum óða- verðbólgu lengur en aðrir sjóðir sem stofnaðir voru löngu síðar. Margeir var spurður álits á þessum ummælum og sagði þá að sjóðurinn væri sextíu ára gamall. „Það er ekki bara það heldur var réttinda- ávinnslan framan af miklu meiri en hún er í dag, hún var mun meiri en iðgjöldin gátu staðið undir." Margeir sagði að uppbygging sjóðsins væri mjög lýðræðisleg. At- kvæðamagn færi eftir innborguðum stigum og í fjögurra manna stjórn sjóðsins sætu tveir fulltrúar starfs- manna og tveir fulltrúar launagreið- enda. Margeir sagði að réttinda- breytingin snerti að mjög takmörk- uðu leyti þá hópa sem gengið hafa í sjóðinn síðustu mánuði. „Það er bara verið að skerða eldri tímann. Nýi tíminn er óskertur og réttindin frá 1. júlí í raun betri en þau voru áður. Menn borga í raun 10% fyrir sömu réttindi og 11,5% áður.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.