Morgunblaðið - 18.07.1998, Side 19

Morgunblaðið - 18.07.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 19 NEYTENDUR Verðkönnun Alþýðusambandsins, BSRB og Neytendasamtak- anna í stórmörkuðum í Reykjavík, á ísafírði og Akureyri Mesta lækkunin hjá 10-11 og Hagkaupi Hlutfallslegur verðmunur milli mat- vöruverslana á höfuborgarsvæðnu meðalverð úr21 verslun = 100 BONUS 74 Ef matarkarfan kostar að meðaltali 10.000 kr á landsvisu, þá kostar hún 7.400 kr. I Bónus 102 102 104 Hlutfallslegur verðmunur milji mat- vöruverslana í Eyjafirði og á ísafirði meðalverð úr öllum verslunum = 100 KEA NETTO, Akureyri 83 HAGKAUP, Akureyri 89 KEA, Hrisalundi 93 SAMKAUP, Isafirði VALBERG, Olafsfirði KEA, Sunnuhlíð KJORBUÐIN, Kaupangi KEA, Byggðavegi ELÓ, Skeiði Isafirði KEA, Dalvik JÓNSABÚÐ, Grenivík KEA, Hrísey Ö—Q Ef matarkarfan kostar að meðaltali 10.000 kr.á landsvisu, þá kostar hún 8.300 kr.i Nettó 101 104 106 106 107 108 113 114 116 VERÐLÆKKUN í Hagkaupi eftir breytinguna Hagkaup/Nýkaup varð til að lækka verð í 10-11 verslunun- um og fleiri verslunum að því er fram kemur í verðkönnun ASI, BSRB og Neytendasamtakanna 8. júlí sl. Matarliður vísitölunnar lækkaði um 2,2% vegna lækkunar á matvöru samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Könnunin náði til 8 matvöruverslana á höfuðborgar- svæðinu, 11 verslana á Eyjafjarðar- svæðinu og 2 á Isafirði. A höfuð- borgarsvæðinu var verðið lægst í Bónusi, þá 10-11 og svo í Hagkaupi. Á Eyjafjarðarsvæðinu og Isafirði var verðið lægst í KEA Nettó. Hæst var verðið í KEA Hrísey. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs sem er eigandi Hagkaups, Nýkaups og Bónuss, segir að niður- staða könnunarinnar komi ekki á óvart. „Parna kemur fram að verð hafi lækkað í Hagkaupi og lækkunin hafi jafnvel orðið meiri en talað var um eða 6-7%. Ekki hafi heldur orðið verðhækkun í Nýkaupi. Á hinn bóg- inn sýna okkar kannanir ekki sömu niðurstöðu varðandi 10-11 og Hag- kaup. Annars virðist skipta miklu máli hvað velst í körfuna í 10-11 því að í nýlegri DV-könnun er 10-11 dýrari en Nýkaup. Hagkaup er alltaf á svipuðu róli. Hvað þjónustu varðar er þjónustustig Hagkaups mun hærra en 10-11. I Hagkaups- búðunum geta viðskiptavinir valið úr hátt í 40.000 vöruliðum á meðan í 10-11 eru aðeins 2.500 vöruliðir. Þjónustustigið er svo enn hærra í Nýkaupi. Eg get nefnt í því sam- bandi kjöt- og fiskborð, heitan mat og salatbar og svona væri hægt að telja áfram,“ segir Jón Ásgeirs og leggur áherslu á að verðmunur í Bónusi, Hagkaupi og Nýkaupi verði íyrst og fremst rakinn til mismun- andi þjónustustigs. Hann tekur íram að gerð hafi verið athugasemd við könnun Neytenda- samtakanna. „Við höfum ýmislegt við könnunina að athuga. Ég get t.a.m. nefnt að ekki er eðlilegt að taka alltaf íyrir sömu vöruliðina, ljóst verður að vera að verið sé að bera saman verð á sömu vörunni, t.d. ungnautasnitsel, og áfram væri hægt að telja,“ sagði hann. „Við emm sjálfir að gera mun öflugri verðkannanir, byggðar á 700 til 800 vöruliðum. Valið byggist á því hvað vísitalan gerir ráð íyrir að rað- ist í matarkörfuna en því miður virð- ast Neytendasamtökin ekki hafa far- ið sömu leið.“ Ætlum að halda okkar sæti Eii-íkur Sigurðsson, kaupmaður í 10-11, segir að fyrir utan langan af- greiðslutíma sé áhersla lögð á hreinar og fallegar búðir, hágæða vöru og lágt vöruverð í 10-11 búðun- um. Stefnt sé að því að verðlagning sé um eða undir Hagkaupsverði. „Við erum auðvitað mjög ánægð yf- ir því að vera lægri en Hagkaup. Með því að fylgjast með og lækka verð hjá okkur höfum við gert betur en að vera með sama verð. Ekki verður heldur litið fram hjá því að verð hækkaði í Hagkaupi fyrir Hag- kaup/Nýkaup breytinguna í vor. Verðið í Hagkaupi þurfti því að lækka enn meira. Annars vekur at- hygli að með því að lækka verð í Hagkaupi, þ.e. Hagkaupsverslunun- um í Reykjavík, á Akureyri, í Njarðvík og svo í Smáranum, er að- eins verið að lækka verðið í 25% af matvöruverslun fyrirtækisins. Stærsti hluti viðskiptavinanna eða 75% greiðir áfram hærra verðið í Nýkaupi. Þar fyrir utan verð ég að játa að mér finnst vera óheiðarleg vinnubrögð gagnvart viðskiptavin- inum að kaupa vöru inn á sama verði og selja á þremur jafn mis- munandi verðum og í Bónusi, Hag- kaupi og Nýkaupi." Eiríkur var spurður að því hvern- ig fyrirtækinu tækist að halda verð- inu jafnlágu. „Verslunarkeðjan hef- ur stækkað hratt eða í 11 verslanir á sex og hálfu ári. Þróunin hefur hjálpað okkur að minnka kostnað- inn því með meira umfangi fást betri innkaup. Við höfum reynt eftir bestu getu að láta tæknina hjálpa okkur og spörum með því talsverð- an kostnað. Ótalið er að við höfum alltaf lagt áherslu á að yfirbygging- in í fyrirtækinu sé í algjöru lág- marki. Annars erum við baráttuglöð og ætlum að halda okkar sæti.“ Ekki ósáttir Einar Jónsson, framkvæmda- stjóri Nóatúns, segir að verðlagning hafi verið að lækka í Nóatúni. „Við höfum verið að lækka okkur og nálgast gamla Hagkaupsverðið. Nú erum við á sama verði og því alls ekki ósáttir. Framhaldið er að gera enn betur og bjóða upp á lægra vöruverð en sambærilega þjónustu og Nýkaup. Annars höfum við haft ákveðinn fyrirvara á könnunum Neytendasamtakanna. Vinnuað- ferðir eru að sumu leyti gagnrýnis- verðar fyrir utan að á meðan jafn- mikill titringur er á markaðnum getur mismunurinn á milli tveggja verslana falist í dagsformi. Mér finnst heldur ekki rétt að sleppa ákveðnum aðilum eins og Þinni verslun úr. Sú verslunarkeðja gefur sig út fyrir að vera stærri en við í samningum við birgja," segir Einar og tekur fram að könnunin gefi til kynna að ekkert sé hæft í orðrómi um að verð hafi hækkað í Nýkaupi. „Þar höfum við komist að sömu nið- urstöðu," bætir hann við. Mismunandi verð í KEA Eins og áður segir var kannað verð í ellefu verslunum á Eyjafarð- arsvæðinu og í tveimur verslunum á fsafirði. Eins og fram kemur á neðra súluritinu var verðið lægst í KEA Nettó. Verslunin er lágvöru- verslun ems og Bónus og því nokk- uð frábrugðin öðrum matvöruversl- unum. Á hæla KEA Nettó er Hag- kaup á Akureyri og er ódýrust keðjuverslana og stórmarkaða á Eyjafjarðarsvæðinu. Á eftir Hag- kaup kemur svo KEA Hrísalundi. Eins og í fyrri könnunum er verð í KEA á Dalvík rúmum 3% hærra en KEA á Ólafsfirði. KEA er eina verslunin í Dalvík en á Olafsfirði er KEA í samkeppni við verslunina Valberg sem tekur þátt í innkaupa- samstarfi undir heitinu Þín verslun. Verðið í Valberg er 5% lægra en í KEA. Verð var kannað í tveimur verslunum á ísafirði, eins og áður segir, Samkaupum og Eló. Verðlag var lægra í Samkaupum eins og fram kemur á súluritinu. A galdraglóðum Náttúrulegar grill og steikarolíur Morgunblaðið/Arnaldur SIGFRÍÐ og Sævar við sýnishorn af afurðum Pottagaldra. Rekstur fyrirtækisins hefur undið upp á sig og til stendur að ráða þriðja starfsmanninn til fyrirtækisins í haust. Hingað til hefur Jónína Haraldsdóttir starfað með Sigfríð. SIGFRIÐ segist vera að þreifa fyrir sér með Pottagaldra á erlendum markaði, í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá séu uppi áform um að flytja ákveðið magn til Kanada. Víkinga grillteinn I BOKINNI Pottagaldrar- Galdrabók er að finna ýmsar uppskriftir af ljúffengum máls- verðum með kryddblöndum frá Pottagöldrum. Ein uppskrift- anna er Víkinga grillteinn. Byrjið á því að tína saman hrá- efnið: Góðir bitar af vöðva sveppir laukur, skorinn í bita paprika eða annað hentugt grænmeti eftir smekk, skorið í bita Víkinga grili- og steikarolía Víkings grill- og steikarolían er borin yfir allt hráefnið. Þá er hrá- efnið þrætt á tein, penslað með olíu og síðan grillað. Kebab kjúklingur á grillið Kebab-kryddblöndunni er stráð vel yfir kjúklingabita báð- um megin. Kjúklingabitarnir eru látnir bíða í nokkrar klukku- stundir og því næst grillaðir á gas- eða kolagrilli. „ÉG VERÐ að viðurkenna að Sig- fríð var svolítið erfið en á jákvæðan hátt. Hún stóð nefnilega á því fastar en fótunum að engin aukaefni mættu vera í grillsósunum. Mun þægilegra hefði verið að stytta sér leið og grípa til ýmissa tilbúinna efna,“ segir Sævar Kristinsson, verkefnisstjóri hjá Iðntæknistofn- un, á blaðamannafundi til kynning- ar á Víkinga og Kebab grill- og steikarolíu, auk Kebab-krydds, frá Pottagöldrum. Sigfríð Þórisdóttir, eigandi Potta- galdra, bara hlær og tekur fram að frá upphafi hafi verið miðað við að nota aðeins náttúruleg efni í krydd- blöndur fyrirtækisins. Sigfríð hóf rekstur Pottagaldra með 8 krydd- blöndum í 20 fm húsnæði árið 1993. Smám saman undu viðskiptin upp á sig og eru kryddblöndumar orðnar 24 talsins. Önnur afurð er Potta- galdrar í Vínanda, sérvaldar krydd- blöndur, vættar með ýmsum vínum. Auk kryddblandnanna fer fram pökkun á hefðbundnu kryddi, s.s steinselju, oregano, timian o.s.frv. í neytendapakkningar. Sköpunarandi á sveimi Nýjustu afurðir Pottagaldara og tilefni blaðamannafundarins eru Víkinga og Kebab grill- og steikar- olía og Kebab-krydd. Sigfríð segir að Jónas Þór kjötiðnaðarmaður, sem er nýlátinn, hafi átt hugmynd- ina að Víkinga grill- og steikarolí- unni. „Jónas lét mig vita af því að hann hefði verið að blanda saman nokkrum kryddblöndum frá mér, örlitlu af hinu og þessu, og olíu með góðum árangri. Skemmst er frá því að segja að ég og systir mín grilluð- um ekki öðruvísi en með heimalag- aðri grillolíu allt sumarið í fyrra." Sköpunarandinn var aftur á sveimi um veturinn. „Ég hafði ákveðið að bjóða gestum í mat og kjúklingurinn lá ókryddaður á borð- inu. Allt í einu var ekki um að villast að þrjár af kryddblöndum Potta- galdurs drógust saman svo úr varð ný kryddblanda, vætt í olíu í skál á borðinu. Ilminn af kjúklingnum lagði út úr húsinu og kallaði fram spurnarsvip á andlit matargest- anna. „Hvað er eiginlega í matinn?" var spurt um leið og komið var inn úr dyrunum," segir Sigfríð og tekur fram að Kebab-kryddið hafi orðið til síðar í þróunarfcrlinu. Iðntæknistofnun kemur til skjalanna Eftir að Víkinga grill- og steikar- olían varð til óskaði Sigfríð eftir stuðningi Iðntæknistofnunar um framhaldið. Sævar Kristinsson hélt utan um verkefnið fyrir hönd Iðn- tæknistofunar og fólst stuðningur stofnunarinnar annars vegar í fag- legri aðstoð og hins vegar í fjár- hagslegum stuðningi. Sigfríð leitaði til Sól-Víking, Myllunnar, svína-, nauta-, lambakjöts- og kjúklinga- bænda þegar kom að kynningar- átaki í vor. Á hugann leitar hvernig gengið hafi að koma „samkeppnisaðilunum“ saman. „Ég bauð þeim einfaldlega í mat og allir voru sammála um að taka höndum saman. Við höfum ver- ið með kynningu í stórmörkuðunum, boðið grillað kjöt eða kjúkling með grillsósunum og Nan brauð frá Myllunni skolað niður með Víkings- pilsner," segir Sigfríð. Hún segir að kynningarátakið hafi gengið mjög vel og hægt sé að fá grillsósumar í flestum matvömverslunum. Hvað faglegar ráðleggingar áhrærir kom fram á blaðamanna- fundinum að Víkinga grill- og steik- arolían hentaði sérstaklega vel á lamba- og nautakjöt og Kebab grill- og steikarolían hentaði betur á svína- og kjúklingakjöt. Kjúklinga- bitar með Kebab-kryddi fengu sér- stakt hrós. Að lokum er mælt með að kjötið sé látið liggja í grillolíunni í nokkrar klukkustundir, helst sól- arhring, áður en matreiðslan hefst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.