Morgunblaðið - 18.07.1998, Page 20

Morgunblaðið - 18.07.1998, Page 20
LAUGARDAGUR 18. JULI1998 MORGUNBLAÐIÐ Síðbúin kveðja frá Bogomil Font (Sig tryggi Baldurssyni) til hins eina og sanna Francis AI bert Sinatra UNDARLEGT að þú skyldir vera kallaður Frank en ekki Frans. Það er ekki síð- ur undarlegt að hugsa til þess að þegar þú yfírgafst þennan táradal að kvöldi hins 14. maí voru margir sem grétu sáran. Langflestir af söknuði en líka einhverjir vegna táeymsla. Þó að ég tilheyri fyrr- nefnda hópnum kom mér eiginlega á óvart hvað margir syrgðu þig. Eftir risagöngu þína um ameríska dægurmenningu drjúgan hluta ald- arinnar eru óteljandi bólgnar tær eftir þín hröðu en þungu fótatök. Það má segja að leitun sé að jafn þungum sporum eftir jafn léttan mann. Sjálfsöryggið vó ófá tonn. Fæddur og uppalinn í New York, sonur ítalskra innflytjenda- hjóna, varstu ungur ákveðinn í að verða söngvari og ekld bara ein- hver söngvari heldur „sá besti“. Alltaf varstu mikill mömmudreng- ur enda útvegaði mamma þín, fræg frekja í Hoboken-úthverfinu, þér íyrsta starfið sem söngvari í kvar- tett sem bar nafnið Hoboken 4. Fræg er sagan af því þegar Harry James, fyrsti hljómsveitarstjórinn sem réð þig, kynnti þig sem mann- inn sem segðist vera besti söngvari í heimi. Sjálfsöryggið, sem jaðraði við hroka, varð aflvaki, ekki bara FRANKIE boy. Og þú varðst íyrsta poppstjarna sögunnar. Já, fyrsti söngvarinn til að valda hóptilfelli hjá unglings- stúlkum. Ekki svo lítið afrek út af fyrir sig þó að fyrsti umboðsmaður þinn hafi haldið því fram að nokkr- um stúlkum hafi verið borgað fyrir að öskra til að byrja með og þannig hafi æðinu verið komið af stað. Þú varst holdgervingur unga kær- astans eða bróðurins sem var í Evrópu að berjast við óvininn og hægt var að nálgast í huganum sérstaklega ef hlustað var á „Rödd- ina“ eins og fólk fór að kalla þig. Ekki að ástæðulausu því þú varst sú unga og þróttmikla rödd sem Bandaríki stríðsáranna litu til með nýrri von. Raulari með stæl Ég hef heyrt marga segja að þú hafir bara verið raulari. Vissulega gastu raulað en hversu afslappað og auðvelt sem það hljómar alltaf að fyrir þig heldur einnig bandaríska menningu á seinni hluta 20. aldar. Á uppleið Með stríðinu komu til sögunnar mikilvægar nýjungar til að út- breiða tónlist. Útvarpið var í al- gleymingi svo ekki sé minnst á upptökutækni, plötuspilarann og djúkboxið sem hafði mikil áhrif í hinum vestræna heimi. Og þú tutt- ugu og fjögurra ára og á uppleið. Síðast en ekki síst var það hljóð- neminn, þetta dásamlega verkfæri sem átti eftir að verða þín dyggasta stoð. Þú varst einn af fyrstu dægur- lagasöngvurunum til að skiija að hijóðneminn var þess megnugur að draga úr bilinu milli eyma áheyranda og raddbanda söngvar- ans. Nú var hægt að færa sig frá tól- inu í sterku köflunum en nær því í þeim mjúku sem hafði svipuð áhrif og ef þú værir að hvísla einhverju leyndarmáli í eyra elskunnar þinnar. BLÁU augun þín, Frank. Hvað erlúpus? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Mér finnst líkams- lyktin af mér aukast og versna með aldrinum. Ég þykist þó vera sæmilega þrifinn, fer iðulega í bað og skipti oft um nærföt og náttföt o.s.frv. En ekkert gagn- ar. Hvað veldur? Er nokkuð til ráða? Hvað er lúpus? Hver eru einkenni sjúkdómsins og hvernig er hann læknaður? Svar: Ekki er óalgengt að lík- amslykt aukist af fólkd á efri ár- um og getur ýmislegt komið til. Stundum er um að ræða þvag- leka en jafnvel þó að hann sé mjög lítill getur hann valdið lykt. Ef um þvagleka er að ræða er næstum alltaf hægt að bæta úr því, a.m.k. að vissu marki. Til eru sjúkdómar sem valda aukinni lykt af líkamanum en þeir hafa ýmis önnur einkenni. Ekki mundi skaða að fara til læknis og fá úr þessu skorið. Annars er ekki mikið annað til ráða en að fara í bað daglega og skipta þá um nærföt. Einnig er mikilvægt að þvo önnur fot reglulega og halda íbúðinni hreinni og vel loft- ræstri. Lúpus er sjúkdómur sem heitir á latínu lupus eryt- hematosus, en orðin þýða rauð- ur úlfur. Þessi sjúkdómur hefur lengi gengið undir nafninu helluroði en í seinni tíð er hann oft nefndur rauðir úlfar (sbr. rauðir hundar, þó að um óskylda sjúkdóma sé að ræða). Til eru tvö form af þessum sjúkdómi; annað er tiltölulega meinlaust og er oft kallað helluroði en hitt er mun alvarlegra og er kallað kerfahelluroði eða rauðir úlfar. Helluroði er nánast alveg bund- inn við húðina og lýsir sér með rauðum flekkjum sem oft eru mjög áberandi í andliti en einnig eru þunn húð, áberandi æðar, munnsár og hárlos algengt. Ekki er vitað hvað veldur þess- um sjúkdómi sem er langvinnur og hefur tilhneigingu til að blossa upp aftur og aftur. Með lyfjameðferð má oft forða húð- inni frá varanlegum skemmdum. Einstaka sinnum þróast helluroði yfír í rauða úlfa. Verra formið af þessum sjúkdómi, rauðir úlfar eða kerfahelluroði, kemur oftast fyrir hjá ungum konum. Um 90% sjúklinganna eru konur. Þessi sjúkdómur er í flokki s.k. sjálfsofnæmissjúk- dóma og hann er langvarandi og venjulega ólæknandi. Hann get- ur þó legið niðri langtímum eða jafnvel árum saman. í sjálfsofnæmissjúkdómum fer ónæmiskerfið, af óþekktum ástæðum, að mynda mótefni gegn eigin efnasamböndum og frumum og þetta getur valdið skemmdum á vefjum líkamans. í þessum sjúkdómi eru oftast til staðar bólgur eða verkir í liðum, svipaðar húðbreytingar og í helluroða, brjósthimnubólga, gollurshúsbólga, einkenni frá miðtaugakerfi og skert nýma- starfsemi. Meðferð og horfur fara eftir því hversu slæmur sjúkdómurinn er. Meira um ófrjósemisaðgerðir Eftirfarandi bréf barst frá lög- fræðingi: í Morgunblaðinu laug- ardaginn 6. júní sl. svöruðuð þér spumingum konu nokkurrar um ófrjósemisaðgerðir. í svari yðar segir: „Það er eingöngu ákvörð- un konbunnar sjálfrar að fara í slíka aðgerð og ekki þarf sam- þykki neins nema maka.“ Rétt er að þetta er eingöngu ákvörðun konunnar sjálffar en hitt er hins vegar rangt að samþykki maka þurfi eins og sjá má af lögum nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og óffjósem- isaðgerðir. Það er von mín að þér leiðréttið þetta við fyrstu heng- tugleika í annars ágætum dálk- um yðar. Svar: Þetta er auðvitað allt rétt, út frá lagalegu sjónarmiði, og ekki miklu við það að bæta. Mín umfjöllun var hins vegar ekki eingöngu hugsuð út frá lagabók- stafnum, enda fleira sem skiptir máli í mannlegum samskiptum. Kona sem fer í óffjósemisaðgerð án samþykkis maka síns hlýtur að stofna hjónabandinu í veru- lega hættu. Bestu kveðjur, Magnús. 9Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.