Morgunblaðið - 18.07.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 23
SEGA Dreamcast. Vinstra megin við tövuna, sem er 19x19,5 cm að
flatarmáli og 7,8 cm á hæð, er stýripinni, en hægra megin er Visual
Memory minniskortið.
Sega-stjórar
brattir
SLAGURINN á leikjatölvumark-
aðnum er langt í frá búinn, þó einn
helsti keppandinn, Sega, hafi farið
halloka með Saturn-leikjatölvu sína.
Sega-menn hyggjast ótrauðir halda
áfram að glíma, enda eftir miklu að
slægjast, og horfa þá til væntan-
legrar leikjatölvu sinnar, Dr-
eamcast, sem þer telja muni koma
fyrirtækinu á toppinn að nýju.
Dreamcast-tölvan var kynnt með
hamagangi í síðastliðnum mánuði,
en framan af voru upplýsingar
nokkuð á reiki um hvers kyns tölv-
an yrði, aukinheldur sem myndir
voru af skornum skammti. Úr því
rættist fyrir skemmstu og þá bárust
fjölmiðlum ítarlegar upplýsingar
um tölvuna og myndir fylgdu. Vél-
búnaður Dreamcast er mjög öflug-
ur, enda er tölvunni ætlað að slá við
Nintendo 64, sem er í dag fullkomn-
asta leikjatölva á markaði.
Sega Dreamcast verður með 200
MHz 128 bita RISC örgjörva frá
Hitachi sem skilar 360 MIPS, millj-
ón aðgerðum á sekúndu, eða 1,4
GFLOP. Grafíkin verður keyrð með
endurbættri gerð PowerVT ör-
gjörvans frá NEC, sem skilað getur
þremur milljónum fjölflötunga á
sekúndu sem er talsvert meira en
fáanlegt er í PC-samhæfðum tölv-
um í dag en verður fáanlegt á næstu
misserum. Sérstök þrívídd verður í
höndum VideoLogic. Yamaha legg-
ur til örgjörvasett fyrir hljóðstýr-
inguna. Kjarninn í því setti verður
32 bita RlSC-örgjörvi en rásir
verða 64. Yamaha og Sega hafa
hannað í sameiningu sérstakt
geisladrif sem lesið getur diska sem
rúma meira en hefðbundir geisla-
diskar, aukinheldur sem það er
samhæft stýrikerfi til að auka lestr-
arhraða, en snúningshraði er 12x.
Innra minni tölvunnar verður 16
MB, en hægt að geyma 4 MB af
gögnum, og stýrikerfið Windows
CE sem sniðið verður fyrir hana.
Litapalettan verður 16,77 milljónir
lita. Rúsínan í pylsuendanum verð-
ur síðan að Windows CE styður
TCP/IP sem er samskiptastaðall
Netsins og því hægt um vik að
tengja mótald við tölvuna og spila
netleiki. Fyrstu fregnir hermdu
reyndar að mótald yrði innbyggt í
tölvuna, en það fékkst ekki staðfest.
Einnig gerðu margir því skóna að
geisladrifið yrði DVD, en sam-
kvæmt fréttatilkynningunni er það
ekki svo.
í kynningarefni leggur Sega
einna mesta áherslu á það sem fyr-
irtækið kallar sjónminni, Visual
Memory. Það er minnisspjald með
stýrihnöppum og skjá. Það má til að
mynda tengja beint við stýripinn-
ann og nota þá sem minni til að
geyma leiki, breyta leikstillingum
eða álíka. Hægt er að nota
minniskortið sem eins konar auka-
skjá í leik, til að mynda þegar tveir
eru að keppa samtímis. Þannig get-
ur sá sem hefur minniskort sér til
halds og trausts breytt leikskipulagi
í íþróttaleik án þess að andstæðing-
urinn sjái hvað hann er að gera,
notað skjáinn á minniskortinu sem
ratsjá eða kannað hvað hann á af
vopnum og verjum.
Einnig má nota minniskortið til að
lesa stöðu í leik, setja inn á aðra Dr-
eamcast-tölvu og taka upp þráðinn,
eða setja uppáhalds fígúruna sína
þar inn eða höggfléttu í slagsmála-
leik. Á skjánum er hægt að sjá
hvaða gögn eru í minni án þess að
tengjast Dreamcast-tölvu. Síðan má
tengja tvö minniskort saman og
þannig skiptast á gögnum og fara í
leiki.
Eftir því sem kynningarfulltrúar
Sega segja verður grúi af leikjum til
í tölvuna þegar þær fyrstu koma á
markað í Japan síðar á árinu, enda
stýrikerfíð Windows CE eins og
getið er með DirectX stuðningi og
tilheyrandi. Leikjaframleiðendum
muni því reynast auðvelt að semja
leiki fyrir vélina eða breyta leikjum
til að þeir gangi í hana, en það varð
meðal annars Saturn fjötur um fót
hversu snúið var að semja fyrir
hana leiki.
LEIKUR
Cardinal Syn, leikur fyrir PlaySta-
tion frá Kronos Digital Entertain-
ment. Leikurinn styður anaiog-
stýripinna og -titrara.
KRONOS Digital Entertainment
gaf nýlega út slagsmálaleikinn Car-
dinal Syn. Kronos hefur verið held-
ur lítið þekkt til þessa en nú lítur
allt út fyrir að það slái í gegn með
Cardinal Syn.
Cardinal Syn er leikur sem líkist
töluvert nýlegum leikjum eins og
Dead Or Álive og War Gods. í Car-
dinal Syn er þó ekki hægt að deyða
persónumar í lok hvers bardaga og
ekki eins miklu blóði úthellt.
I byrjun leiksins sést myndband
sem sýnir sögu leiksins og einnig er
sýnt myndband þegar hver persóna
er valin. Þessi myndbönd eru þau
allra flottustu sem greinarhöfundur
hefur séð á PlayStation til þessa og
gefa leiknum meiri trúverðugleika
og drunga en þekkst hefur til þessa.
Hægt er að velja um átta persón-
ur til þess að slást með í jafnmörg-
um borðum. Hver persóna hefur
eigið borð sem á greinilega við hana
auk gjörólíkra hreyfinga og mis-
munandi sögu á bak við sig. Mikil
vinna hefur verið lögð í persónurnar
og ekki verið til einskis, persónurn-
ar hreyfast eins og þær væru tekn-
ar upp með myndbandstökuvél og
ekki sést ein villa þegar kemur að
útliti eða hljóði.
Tónlistin í leiknum er öll frum-
MARGMIÐLUN
Engin
dráp takk
samin og breytist ört eftir borðum,
á hún án vafa stóran part í því
hversu spennandi leikurinn er.
Nýjung er í Cardinal Syn sem
hefur hingað til ekki sést mikið í
slagsmálaleikjum. Hægt er að fá
aukinn styrk, vopnið getur orðið öfl-
ugra og fleira.
Þetta er hægt með því að brjóta
kassa sem liggja á víð á dreif um
baráttuvöllinn. Þetta er ótrúlega
þægilegt þegar kemur að því að
berjast við þann allra erfiðasta í
leiknum, Syn sjálfa.
Ef lesandi á tvo stýripinna og vin
getur hann barist við hann, ákveðið
hversu margar lotur hann vill hafa,
hvort blóð sjáist eða ekki, hvort um-
hverfið í borðunum geti verið skað-
legt og svo framvegis. Margir val-
möguleikar eru í þessum leik.
Það, sem ábótavant hefur verið í
fyrri slagsmálaleikjum, er góður
söguþráður. Þessi leikur hefur
raunar söguþráð eins og allir hinir
slagsmálaleikirnir en það sem fram-
leiðendur þessa leiks gera er að þeir
gera söguna áhugaverða. Þetta ger-
ir leikinn mun meira spennandi því
maður bíður alltaf eftir að eitthvað
sérstakt gerist eftir því sem maður
kemst lengra í leiknum. Cardinal
Syn er slagsmálaleikur af bestu
gerð en því miður bara enn einn
slagsmálaleikur.
Ingvi M. Árnason
Lyklabrot á mettíma
í TAKT við aukin tölvusamskipi
og flutning á ýmsmum persónu-
legum gögnum yfir Netið skiptir
dulritun æ meira máli. Fram að
þessu hafa menn yfirleitt látið sér
nægja að notast við svonefnda 56
bita dulritun sem gríðarlega erfitt
er að brjóta upp. I vikunni kynntu
áhugamenn um dulritun vél sem
brotið getur upp 56 bita lykluð
skilaboð á hálfum þriðja sólar-
hring.
Yfirvöldum víða um heim óar
við því hvað gerast mun ef allir
hafa aðgang að dulritun, enda
telja þau að með því væri misind-
ismönnum aukin leti. Því þurfi hið
opinbera að eiga höfuðlykil sem
opnað geti alla lása og að auki
lögðu bandarísk yfii’völd blátt
bann við útflutningi á öflugri dul-
ritun en 56 bita. Þau halda því
reyndar fram að 56 bita dulritun
sé kappnóg og vilja lögleiða svo-
nefndan DES-staðal, því ill- eða
ómögulegt sé að brjóta hana upp.
Tölvufróðir hafa margir mót-
mælt þessu enda var lásinn brot-
inn upp á sínum tíma með tugþús-
undum tölva sem tengdar voru yf-
ir Netið. Tók 86 MlPS-ár, en
MIPS er mælieining yfir milljónir
aðgerða á sekúndu, að brjóta upp
ein stutt skilaboð. Gefur augaleið
að svo mikið mál er að koma slíku
í kring að er ekki á færi nema vis-
indamanna. Lengi hafa fræði-
menn reyndar rætt þann mögu-
leika að búa til tæki sem brotið
gæti upp DES-lykiI á skömmum
tíma .og almennt verið sammála
um að það sé mögulegt. Þá var
það að áhugamenn um dulritun í
Electronic Frontier Foundation,
EFF, tóku sig til og settu saman
slíkt tæki, hlóðu örgjörvum á
spjald og tengdu við venjulega
heimilistölvu. Tæpt ár tók að búa
tækið til og kostaði um fimmtán
milljónir króna sem er mun
minna en nokkur ætlaði.
EFF-menn kalla tækið DES
Cracker og það var ekki nema
þrjá daga að brjóta upp DES-dul-
rituð skilaboð. Tækið, sem er ör-
gjörvasafn á móðurborði, byrjaði
vinnu á mánudagsmorgni og leit-
aði að rétta lyklinum án afláts í 56
tima þar til það gat brotið upp
skilaboðin. Alls prófaði það 88
milljarða lykla á sekúndu. I tilefni
af smíði vélarinnar gaf síðan
O’ReilIy útgáfan út bók um tilurð
hennar, en frekari upplýsingar er
að fá á slóðinni http://-
www.eff.org/descracker/.
Metaðsókn að
HM-vefnum
VEFUR heimsmeistarakeppninnar
í Frakklandi sló öll met í aðsókn þá
daga sem keppnin stóð og þegar
mest lét, 20. júní sl., voru heim-
sóknirnar 74 milljónir, sem telst
met. Gamla heimsóknametið átti
vefsetur Ólympíuleikanna í Naga-
no, 58 milljón heimsóknir.
í fréttatilkynningu frá Hewlett
Packard, HP, kemur fram að fyrir-
tækið annaðist allar tölvutengingar
og umstang vegna þeirra á keppn-
inni. Þannig hýsti HP vefsetrið
www.france98.com, og setti reynd-
ar upp spegla í Bandaríkjunum og
Japan til að anna eftirspurninni.
Einnig voru miðar á keppnina seld-
ur fyrii’ tilstuðlan sölukerfis sem
HP setti upp og prentaðir á HP
prentara, hálf þriðja milljón miða
alls.
Flestir þeir sem rötuðu inn á
vefslóð HP voru að leita að upplýs-
ingum um keppnina, leiki og fleira,
en þeir voru einnig fjölmargir sem
kynntu sér hvað var á boðstólum í
vefverslun keppninnar, því þangað
ráku nefið inn þrjátíu milljónir
manna og af þeim keypti milljón
sér eitthvað til minja um mótið.
SIEMENS
Léttur og nettur
DORO
SlimLite
SEIUSOR
300
Flottur
simi
fínu
verði
með
Simi
r numerabirti
Geymir 30 númei
BT • SKEIFAN 11 • SIIVII 550-4444 • POSTKROFUSIIVIINN 550-4400