Morgunblaðið - 18.07.1998, Page 24
24 LAUGARDAGUR 18 . JÚLÍ 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Vaxandi samkeppni
erlendis frá
ÉG hygg að eftir
því sem fleiri físk-
veiðiþjóðir taki upp
kvótakerfi að okkar
fyrirmynd muni sjáv-
arútvegur viðkomandi
ríkja vaxa fiskur um
hrygg, veita okkur
harðari samkeppni og
valda verðlækkun á
físki. íslenskur sjáv-
arútvegur þarf að
nýta núverandi for-
skot sem best og vera
vel í stakk búinn til að
mæta vaxandi sam-
keppni í framtíðinni. Jóhann J.
Það mun ekki auð- Ólafsson
velda sjávarútveginum þá baráttu
að binda hann á klafa við að greiða
átján milljarða til ríkis-
ins árlega, sem nota á í
kosningamútur og ölm-
usu.
Hver gefur
hveijum hvað?
I Viðskiptablaðinu
8.-14. júlí sl. er skýrt
frá því að á árunum
1985-1997 hafí 80 millj.
kr. tapast í gjaldþrot-
um. Þetta gerir 6,15
milljarða á ári að með-
altali og sé þessi upp-
hæð framreiknuð jafn-
gildir þetta 38 þús. kr.
á hvert mannsbarn á
ári í 13 ár eða 504 þús. kr. á hvert
mannsbam yfir allt tímabilið. (Ég
Ef allir Islendingar
geta keypt og selt
kvóta, íiskiskip, veiðar-
færi, fisk í opnu hag-
kerfi, segir Jóhann J.
—7----------------------
Olafsson í seinni grein
sinni, þá ríkir atvinnu-
frelsi í greininni.
framreikna þetta vegna þess að 67
þús. kr. hans Markúsar koma ekki
fyrr en í framtíðinni). Væri ekki
nær að athuga þessa eignatil-
færslu? Var hún gjöf? Hverjir
ISLEIVSKT MAL
FJÓRIR voru svonefndir höf-
uðenglar: Mikael, Gabríel, Rap-
hael og tíríel. Þessi nöfn eru á
hebresku, og síðari liðurinn, -el,
táknar þann guð sem stundum
er nefndur Jahve eða Jehóva.
Hebresk nöfn gátu líka sem best
hafist á el, sbr. Elísabet og Elías.
Nöfn höfuðenglanna í sömu
röð og að ofan eru talin merkja:
„hver er líkur guði?“, „hetja
guðs“, „guð læknar“ og „guð er
ljós“. Mikael engill tók á móti
sálum á leið til himnaríkis og
lagði mat á velgjörðir manna og
misgjörðir. Nafn hans er algengt
skímarheiti manna víða um
heim. Dagur hans er 29. sept.
Gabríel á sér líka messudag,
26. mars. Nafn hans hefur náð
því að verða skímarheiti manna
hér á landi, en alla tíð sjaldgæft.
Enginn veit hversu gamalt það
er, en árið 1703 vom tveir, annar
í Skaftafellssýslu, hinn í Áraes-
sýslu. Nafnið hjarði af 19. öldina
og hefur aðeins braggast á hinni
20., en í þjóðskrá 1989 vom fjór-
ir, og hétu þeir allir svo að síðara
naíni.
Af karlheitinu Gabríel mynd-
uðu menn konunafnið Gabrí-
el(l)a, og hefur það orðið afar
vinsælt í Þýskalandi. Það var
tekið upp hér á landi um síðustu
aldamót, en er ennþá sjaldgæft.
Það er ýmist haft með einu eða
tveimur 1-um.
★
Orf hefur aðeins eina merk-
ingu: „amboð til þess að slá með
gras“. Þess vegna þykir okkur
Lárusi Zophoníassyni óþarft að
búa til samsetninguna „sláttu-
orf‘. Það væri svona eins og
„rakhrífa“ eða „skotbyssa". Lár-
us sá auglýsingu, þar sem boðin
vom „rafmagns- og bensín-
sláttuorf‘. Okkur kemur saman
um að nóg væri að segja raf-
magns- eða bensínorf. Sjá svo
tillögu Baldurs Ingólfssonar í
pistli JAJ hér í blaðinu.
★
Jón Isberg á Blönduósi er
okkur enn í þumlinum. Nú send-
ir hann klippu hér úr blaðinu 26.
júní, en þar segir á bls. 50: „Vict-
or hafði í einfeldni þegið boð um
að heimsækja Elenu eftir að hún
hafði afmeyjað hann á diskóteki
nokkmm dögum áður.“
Jón minnti mig á hvað Sigurð-
ur skólameistari sagði við okkur
í tíma, þegar ónefndur bekkjar-
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
962. þáttur
bróðir okkar sagði í endursögn á
Gisla sögu, að kona hefði
kvænst.
Þetta þarfnast held ég ekki
skýringa, en Jóni sendi ég þakk-
arkveðju.
★
Vilfríður vestan kvað:
Skúli doktor í skapgerðarklofnun
í skilningarvit sín fékk roftiun,
en sjúkiingar hans
höfðu heilmikinn sans, -
og nú er hann inni á meðferðarstofnun.
★
Arngrímur
Grímur er ævafomt norrænt
nafti og ekki víst hvemig skýra
skuli. Kannski er það dökkur
maður, sbr. gríma = nótt, eða sá
sem er í dulargervi, enda er
Grímur gamalt Óðinsheiti, en
hann var oft ýmislega dulinn.
Þar að auki er Grímur gamalt
heiti á hafri, slöngu og dverg.
Eigum við að segja að Grímur sé
maður dökkur yfírlitum? Erfitt
er í að ráða, hvaða merldngu for-
feður okkar lögðu í það, en frem-
ur vinsælt var það bæði í Noregi
og á íslandi. Samsetningar af
Grímur eru margar og enn fleiri
af forliðnum Arn. Naumast er
við því að búast að heilleg merk-
ing komi út úr öllum samsettum
nöfnum. Komið gat fyrir að
menn skeyttu saman vinsæla
nafnliði án mikillar umhugsunar
um heildina. Það kalla Svíar
mekaníska variasjón, „vélræn
tilbrigði". Stundum höfðu menn
sama forlið á nöfnum alls systk-
inahópsins, stundum sama viðlið.
Atli jarl á Gaulum átti fjóra syni.
Hófust nöfn þeirra allra á stafn-
um h og enduðu á steinn. Ætli
hann hafi ekki trúað á stokka og
steina.
En hvað merkir forliðurinn
Arn? Hann hefur fyrr og síðar
verið mjög tíðkaður. I manntal-
inu 1910 hefjast t.d. 34 íslensk
nöfn á Arn. Mörgum hefur
dottið í hug fuglinn öm (ari) í
þessu sambandi, svo sem von
er, en þó þykir mér ekki meira
en svo trúlegt að fyrrnefndur
fugl fljúgi yfír öllum þessum
nafngiftum, þó mikilhæfur og
stórfenglegur sé.
Lítum aðeins á þennan forlið
Am í sambandi við annan svo
nauðalíkan, að stundum er erfitt
að greina á milli. Þetta er forlið-
urinn Arin og höfum við dæmi,
svo sem Arnbjörn og Arinbjörn,
Arnbjörg og Arinbjörg.
Svíinn Assar (=Össur) Janz-
én, sem á sínum tíma mátti kalla
nafnapáfa Norðurlanda, segir að
líklega sé forliðurinn Arn ekki af
einum uppruna, og þykir mér
það afar sennilegt. Stundum
gætu menn hafa haft öminn í
huga, en í öðram dæmum arin-
inn sem bæði gat táknað heimil-
iseldinn og hinn heilaga fórnar-
eld.
Ég fellst þó fúslega á það að
Amgrímur sé leitt af öm, en læt
liggja milli hluta hver merking
síðari hlutans sé. Nafnið var al-
þekkt hér á landnámsöld, og 51
maður bar það víðs vegar um
landið 1703. Það hefur aldrei
orðið mjög sjaldgæft né mjög al-
gengt, í þjóðskránni 1990 era 94,
mikill meiri hluti er svo heitir
einu nafni.
★
Jóhanna Bjömsdótt-
ir í Reykjavík, hafsjór af fróð-
leik um mannanöfn, hafði sam-
band við mig vegna 959. þáttar:
1) „Guðbil" hefur sennilega-
aldrei verið til. Þetta mun vera rit-
villa eða prentvilla í mannanafna-
skrá 1855, enda er ýjað að því í
Nöfnum íslendinga. „Guðbil“ er
næstum öragglega sama konan
og hét Guðbet (Jónsdóttir), sjá
fyrmefndan þátt.
2) Tilgátur um að Guðmey og
Guðsveinn kynnu að vera
staknefni reyndust ekki réttar.
Jóhanna hafði eitt dæmi um
hvort þessara nafna um sig til
viðbótar dæmunum í þætti 959.
Umsjónarmaður færir Jó-
hönnu bestu þakkir fyrir fróð-
leikinn.
★
Leyfast skal franni það sem
líðst ekki kúnni. (Með hliðsjón af
latínu: „Quod licet Iovi, non licet
bovi.“)
★
Askur Yggdrasils
drýgir erfiði
meira en menn viti:
hjörturbíturofan,
en á hliðu fúnar,
skerðir Níðhöggur neðan.
(Grímnismál 35)
Auk þess fær Gerður G.
Bjarklind stig fyrir að leiðrétta
„gangnamunnum" í gangamunn-
um í fréttalestri.
fengu? Var réttlátlega skipt? Er
ekki eitthvað bogið við þjóð, þar
sem allt ætlar um koll að keyra
vegna öfundar ef einhverjir græða,
en lætur sér fátt um finnast ef
margfalt hærri upphæð tapast, en
þær sem hugsanlega græðast.
Fiskiþorpin á landsbyggðinni
Asfstaða Markúsar Möllers til
kvótakerfisins er nokkuð óljós.
Hann segir: „Langflestir hagfræð-
ingar era á því að kvótakerfið sé að
minnsta kosti nokkuð gott til að
gera mikil verðmæti úr fiskistofn-
unum, og Rögnvaldur tók enn
dýpra í árinni í blaðaviðtalinu, sem
Jóhann vísar til.“ Ekki sést hvort
Markús Möller telur sig í hópi
þessara hagfræðinga því síðar ritar
hann. „Það tryggir ekki heldur að
fiskiþorpin á landsbyggðinni muni
standast þá hagræðingaröldu sem
enn á eftir að ríða yfir útgerðina ef
gjafakvótinn festist í sessi.“ Hvað
gagnar það fiskiþorpi ef settur
verður á auðlindarskattur? Þorps-
búar fengju í mesta lagi 67 þús. kr.
á mann eins og allir aðrir lands-
menn, en misstu margfalt hæiri
upphæðir í skattgreiðslur. Flestir
þeirra sem tíunda bágt ástand
landsbyggðarinnar nota ástand
hennar öðram óskyldum sjónar-
miðum sínum til framdráttar en
ekki hagsmunum sjávarþorpanna
sjálfra. Þeir koma ekki með neinar
tillögur til úrbóta.
Út í bláinn
Þegar ég fullyrði að kvótahagn-
aðurínn komi ekki utan að heldur
myndist í útgerðinni sjálfri segir
Markús Möller það út í bláinn. Síð-
an segir hann: „Með þeim umbót-
um sem felast í bættri fiskveiði-
stjómun er hægt að veiða sama
afla og fyrr með færri skipum,
færri mönnum og óbreyttri tækni.“
(Það gleymist að vísu alltaf að fisk-
afli var minnkaður er kvótakerfið
var tekið upp). Ég sé ekki betur en
Markús sé einmitt að staðfesta það
sem ég sagði með þessum orðum
sínum. Ef útgerðin sparar kostnað
með því að fækka skipum og mönn-
um þá myndar það hagnað í við-
komandi útgerð sjálfri og slíkur
hagnaður kemur ekki utan frá. Síð-
an skrifar Markús. „Það er kvóta-
kerfið, verk hins íslenska löggjaf-
arvalds, sem veitir færi á að sækja
afla með gróða, meðan í frjálsri
sókn var í besta falli hægt að
skrölta á núllinu". Ef Markús
meinar að löggjöfin um kvótakerfið
sé það sem komi „utan að“ og rétt-
læti auðlindargjaldið, þá er verið
að halda því fram að ríkissjóður
eigi allan hagnað er skapist af lög-
gjafarstarfsemi Alþingis. Alþingi
er alltaf að setja lög sem lands-
menn hagnast misumnandi mikið á
efth' mismunandi umfangi starfa
þeirra, en yrðu fyrir stórtjóni ef
þessi lög vantaði. Tökum sem
dæmi umferðarlög, siglingalög, lög
um vátryggingar, lög um erfðarétt,
hegningarlög, lög um bókhald og
endurskoðun. Ef ríkið ætti auðlind-
argjald í öllum þeim hagnaði sem
þessi lög gera mögulegan skulum
við gera Island að kommúnistaríki
bara strax í dag.
Almenn mannréttindi
Markús Möller, eins og allir
málsvarar auðlindagjalds ber rétt-
læti mikið fyrir sig. Síst má án þess
vera, en of mikið af öllu má þó
gera. Öll mestu voðaverk mann-
kynssögunnar hafa verið framin í
nafni réttlætisins og trúarbragð-
anna ef ekki hefur viljað betur til.
Hversu margir hefðu ekki dáið
eðlilegum dauðdaga á þessari öld
ef þeir hefðu aðeins hlotið frelsi í
stað „réttlætis"? Markús telur það
frelsissviptingu og fóm á almenn-
um mannréttindum er Alþingi með
kerfisbreytingu breytti fiskveiðum
úr „veiðimennskustigi“ yfir á „ak-
uryrkjustig“, úr almenningi yfir í
séreign. Ekkert er fjær lagi. Éf all-
ir Islendingar geta keypt og selt
kvóta, fiskiskip, veiðarfæri, fisk í
opnu hagkerfi, þá ríkir atvinnu-
frelsi í þessari grein eins og í iðn-
aði, gosdrykkjaframleiðslu, sam-
göngum, verslun, listiðnaði, bygg-
ingarstarfsemi, siglinum o.s.frv.
o.s.frv. Nái hins vegar hugmyndir
manna um „sameign þjóðarinnar"
fram að ganga mun sjávarútvegur-
inn verða afturkreistingur atvinnu-
lífsins og íslenska þjóðin niðursetn-
ingur í eigin landi.
Höfundur er stórkaupmaður og lýð-
veldissinni.
Raspútín Sjálf-
stæðisflokksins
I ALLRI umræðunni
um kvótamálið hef ég
saknað þess mest hve
lítið hefur verið um
skynsamleg skoðana-
skipti byggð á söguleg-
um, hagfræðilegum,
heimspekilegum og
náttúrufræðilegum rök-
semdum. Annars vegar
stöndum við andstæð-
ingar þess að aflakvót-
inn sé gefinn einstökum
mönnum og félögum
þeirra til þess að mynda
grundvöll lénsveldis í
landinu. Við komum að
þessu máli úr ýmsum
áttum en eigum það held ég öll sam-
eiginlegt að við eigum mjög lítilla
eða engra persónulegra hagsmuna
að gæta. Ahugi okkar er þvi al-
menns eðlis og ég held í öllum til-
vikum sprottinn af svipuðum hug-
myndum um réttlæti og frelsi. Það
eru þessi ævagömlu grandvallarat-
riði - þessir burðarstólpar þess að
vera manneskja sem hafa rekið
okkur til afskipta af þessum málum.
En hveijir eiga orðastað við okkur?
Eru það hinir sannfærðu hugsjóna-
menn? Menn sem unnt er að eiga
orðastað við af fullu viti af því að
maður treysti því að fyrir þeim vaki
að hafa sannleika að leiðarljósi og af
því að þeir hafi einhverjar háleitar
hugsjónir að verja? Því er nú ekki
aldeiíis að heilsa. Við höfum mátt
Bárður G.
Halldórsson
una því að eiga orða-
stað við málaliða sem
hafa atvinnu af því að
verja húsbændur sína
svo sem þeir Bjami
Hafþór og Þorsteinn
Pálsson. I upphafi
umræðunnar komu
einu frambærilegu,
hagfræðilegu rökin
fyrir kvótakerfinu
fram. Sem sé þau að
einkaeignarréttur
leiði almennt tO góðr-
ar hirðu og meðferðar
á auðlind. Hins vegar
hafa aldrei komið
fram siðræn og hag-
ræn rök fyrir því að rétt sé að af-
henda einhveijum tilteknum hópi
fískimið landsins að gjöf? Hag-
kvæmninni má ná með leigu og um
leið skera af annmarkana sem felast
í skerðingu réttlætisins og frelsis-
ins. Það er þama sem hnífurinn
stendur í kúnni - deOan er ekki um
hagkvæmni, hún stendur ekki um
fiskvemd nema að litlu leyti - hún
snýst mestan part um réttlæti og
hún fer óðum að snúast um það
hvort við vOjum hverfa frá þjóðfé-
lagi frelsis og taka að nýju upp léns-
veldi - þjóðfélag þar sem menn taka
sér eða þiggja að léni svo mikO auð-
æfi að þeir komist ekki yfir að nytja
þau og þurfi hvorki að leggja tO
orku sína, afl né fé. Við munum
sömuleiðis - ef heldur sem horfir -