Morgunblaðið - 18.07.1998, Qupperneq 27
b
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 27
il 1970 í Listasafninu skoða ferða-
nsson og Þorvald Skúlason.
Morgunblaðið/Jim Smart
BARBARA Lustenberger frá Sviss skoðar Vernissage eftir Olaf Gíslason
á sýningunni Stiklað í straumnum á Kjarvalsstöðum.
„Það gefur landslagssýn íslenskra
listmálara enn meira vægi að hafa
ferðast um landið og upplifað mótíf
þeirra með eigin augum..,“
Morgunblaðið/Amaldur
FRÁ austursal Kjarvalsstaða þar
sem Qallað er um sýn Kjarvals
annars vegar og hins vegar
yngri listamanna á fslenskt
landslag. Hér fyrir ofan er
verkið Regntjöld vorsins eftir
Kjarval frá 1926 til ‘64 og til
hægri Sumamótt á Þingvöllum
(tileinkað J.S. Kjarval) eftir Ein-
ar Garibaldafrá þessu ári.
Morgunblaðið/Jim Smart
pS
Morgunblaðið/Arnaldur
agu Listasafnsins undir yfirskriftinni Sviptingar á sjöunda ára-
myndaröð eftir Þorvald Þorsteinsson.
ÁN titils eftir Guðjón Ketilsson frá 1995.
Verk í eigu Listasafns Reykjavíkur.
hún ákvað að bregða sér á sýningu
safnsins í heimsókn „heima“.
Síðustu 30 ár
hulin ráðgáta?
Þegar leitað var álits viðmælenda
á verkum frá 7. áratugnum og lokum
þess 6. þegar andi súrrealismans og
popp-listar svífur yfir vötnum, m.a. í
verkum Errós og Jóhanns Eyfells,
og síðan áhrif Fluxus-hreyfingarinn-
ar hjá listamönnum eins og Magnúsi
Pálssyni, Jóni Gunnari Árnasyni,
Sigurði og Kristjáni Guðmundsson-
um, situr í gestum að svara. Þó að
þessi verk í öðrum salnum á efri hæð
safnsins séu í beinu framhaldi af
abstraktsjónum áranna milli 1950 og
1970 og sum hver meira að segja
„hefðbundin" í þeim skilningi að þau
eru nálægt því að vera 30 ára þá er
eins og listneytendur séu margir
f
hverjir ekki enn tilbúnir að kyngja
hinu nýja myndmáli þar sem gamalli
formhyggju er varpað fyrir róða.
Listin fer að vísa beint til veruleik-
ans og er allt í senn myndir, texti,
gjörningur, leikhús og sjónvarp.
Jane Connell sagðist hafa það fyr-
ir venju að sækja sumarsýningu
Konunglegu Listaakedemíunnar í
Lundúnum ár hvert. „Og þar er nú
ýmislegt að finna sem höfðar engan
veginn til mín þó mér þyki forvitni-
legt að fylgjast með því sem hæst
ber hverju sinni,“ segir Jane. Af
nýrri verkum á sýningunni tiltók
hún verk eftir Georg Guðna og ann-
að eftir Húbert Nóa, Málverk af
málverki, hvort tveggja verk frá
þeim tíma þegar endurvakning mál-
verksins var á 9. áratugnum og lista-
menn leituðu ýmist nýrra leiða við
að vinna út frá náttúrunni og lands-
lagshefð frumherjanna eða grófust
fyrir um inntak myndmálsins og
listasögunnar - tilvistarvanda
mannsins við aldarlok. I sýningarsal
í kjallara hanga uppi verk þriggja
grafíklistamanna; Sigrid Valtin-
gojer, Valgerðar Hauksdóttur og
Hafdísar Olafsdóttur. „Þjóðarlista-
söfnum ber að halda á lofti list sinn-
ar þjóðar,“ segir Jane. „Þess vegna
býst ég við að yfirlitssýning sem
þessi sé nauðsynlegur árviss við-
burður."
Samræður ólíkra tíma
Stiklað í straumnum er yfirskrift
sumarsýningar Listasafns Reykja-
víkur á Kjarvalsstöðum en auk þess
stendur yfír fram að Menningarnótt
í Reykjavík í ágúst sýning á verkum
Errós í nýju húsnæði safnsins í
Hafnarhúsinu sem opnuð var á
Listahátíð.
Eins og nafnið ber með sér þá er
ekki reynt að rekja sögu nútíma-
myndlistar í námkvæmri tímaröð á
þessari sýningu heldur fremur leit-
ast við að stilla saman verkum sem
unnin eru út frá ólíkum forsendum á
ýmsum tímum - „það eru listaverkin
sjálf sem hafa orðið“, eins og segir í
grein Þorbjargar Br. Gunnarsdóttur
safnvarðar í bæklingi með sýning-
unni. Barbara Lustenberger frá
Sviss var stödd á Kjarvalsstöðum
ásamt ungum syni sínum og lét vel
af tímaflakki verkanna frá fortíð til
samtíðar og aftur til baka. Hún var
að koma frá því að skoða verk Kjar-
vals og yngri listamanna í austursal.
Frá Lómagnúp og Skjaldbreið Kjar-
vals er horfið til Sumarnætur á
Þingvöllum eftir Einar Garibalda,
verk sem hann tileinkar Kjarval.
Þau Kristinn E. Hrafnsson, Roni
Horn, Guðrún Kristjánsdóttir,
Elísabet Haraldsdóttir, Daníel
Magnússon, Eggert Pétursson og
Georg Guðni hafa líka öll sína per-
sónulegu nálgun við landslagshefð-
ina.
Og þar sem Barbara virti fyrir sér
hljóðverk Finnboga Péturssonar,
Móttaka, á ganginum stóð hún sjálfa
sig að því að vera farin að stíga létt
dansspor í takt við slátt verksins.
Hinum megin veggjar á ganginum,
móts við garðinn, standa taflmenn
Jóns Gunnars Arnasonar vígreifir.
„Það er skemmtilegt að fá sýnishorn
af íslenskri myndlist á ólíkum tímum
svona sitt á hvað, samspilið er bæði
óvenjulegt og athyglisvert," segir
Barbara. „Ég glími sjálf við að mála
og af þeim verkum sem ég hef séð
hér þá er það tvímælalaust Kjarval
sem höfðar mest til mín. Hann sýnir
íslenska náttúru í svo skemmtilegu
ljósi.“
Til að gefa hugmynd um náið sam-
spil ólíkra verka í sýningarsölunum
má nefna verkin í Vestursal þar *
saman eru komin verk eftir Alfreð
Flóka, Rúrí, Erró, Guðrúnu Hrönn
Ragnarsdóttur, Jóhönnu Kristínu
Yngvadóttur og Önnu Líndal í
innsta rými salarins. í þessum sal
eru einnig að finna verk eftir Tuma
Magnússon, Guðrúnu Gunnarsdótt-
ur, Magnús Tómasson, Harald Jóns-
son, Ólöfu Nordal, Birgi Andrésson
og Halldór Ásgeirsson auk innsetn-
ingarinnar Vemissage eftir Ólaf
Gíslason.
Að lokum hittir blaðamaður að
máli Steinar Kjosavik frá Noregi
sem staddur var á safninu ásamt
fjölskyldu sinni og höfðu þau fariðji,
víða og skoðað sitthvað bæði af
menningu og náttúru landsins.
Steinar kunni ekki síður að meta
verk samtímalistamanna en þeirra
eldri, „þó að það sé erfiðara að lýsa
þvi hvað það er nákvæmlega sem
hrífur mig í nútímamyndlist þar sem
samsetningar og efnistök verkanna
eru svo margvísleg", bætir Steinar
við. Hann segir aðspurður að það
kunni vel að vera verkin á sýning-
unni hafi til að bera einhver sér-ís-
lensk einkenni þó að hann hafi ekld
fundið áþreifanleg merki þess og að V'"
raun virðist sér samtímamyndlist-
inni svipa til þess sem hæst beri hjá
norskum listamönnum um þessar
mundir.
Sýningu Listasafns Islands lýkur
6. september og sýning Listasafns
Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum
stendur til 30. ágúst. i