Morgunblaðið - 18.07.1998, Page 32

Morgunblaðið - 18.07.1998, Page 32
.->32 LAUGARDAGUR 18 . JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BALDUR BJARNASON Baldur Bjarna- son fæddist í Vigur hinn 9. nóv- ember 1918. Hann lést hinn 8. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Sigurðsson, bóndi í Vigur, f. 24. júlí 1889, d. 30. júlí 1974, og Björg Björnsdóttir, hús- freyja í Vigur, f. 7. júlí 1889, d. 24. jan- úar 1977. Systkini: Sigurður, f. 18. des- ember 1915, Björn, f. 31. desember 1916, d. 20. október 1994, Þorbjörg, f. 16. október 1922, Þórunn, f. 14. júlí 1925, Sigurlaug, f. 4. júh' 1926. Baldur kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni Sigríði Salvars- dóttur, f. 17. maí 1925, frá Reykjarfirði við Djúp, 14. júlí 1951. Foreldrar hennar voru Salvar Olafsson, bóndi í Reykj- arfirði, f. 4. júlí 1888, d. 3. sept- ember 1979, og Ragnheiður Há- konardóttir, húsfreyja, f. 16. ágúst 1901, d. 19. maí 1977. Börn þeirra eru: 1) Björg, f. 10. september 1952, maki Jónas Helgi Eyjólfsson, f. 18. janúar 1952. Börn þeirra: Baldur Ingi, f. 15. júlí 1972, maki Helga Salóme Ingimarsdóttir, f. 2. jan- úar 1976. Jónas Eyjóifur, f. 5. ágúst 1975. Haukur Davíð, f. 15. apríl 1980. 2) Ragnheiður, f. 11. júlí 1954, maki Óskar Óskars- son, f. 19. júní 1952. Börn þeirra: Sigríður Stefanía, f. 17. janúar 1971, maki Dagur Inga- ___ son, f. 13. febrúar 1971. Óskar Björn, f. 5. apríl 1973, maki Hrönn Sigurðardóttir, f. 25. desember 1967. Stjúpbarn: Sindri Snær Ágústsson, f. 11. nóvember 1990. Barn: Óskar Freyr, f. 26. nóvember 1997. Baldur Örn, f. 19. desember 1980. 3) Bjami, f. 14. febrúar 1957. Kvæntist 16. september 1978 Auði Erlu Albertsdóttur, f. 15. september 1958, d. 5. apríl 1986. Þau skildu. 4) Salvar, f. 5. september 1960, maki Hugrún Magnúsdóttir, f. 21. desember 1961. Börn þeirra: Snorri, f. 27. desember 1981, Magnús, f. 24. desember 1982, Bjarni, f. 20. apríl 1988, Sigríður, f. 24. febrúar 1996. 5) Björn, f. 2. júlí 1966, maki Ingunn Ósk Sturludóttir, f. 23. desember 1959. Barn: Baldur, f. 7. júlí 1998. 6) Stjúp- sonur: Hafsteinn Hafliðason, f. 25. febrúar 1946, maki Iðunn Óskarsdóttir, f. 18. janúar 1945. Börn: Ragnheiður Gróa, f. 3. febrúar 1967. Barn með Haraldi Tryggvasyni: Iðunn, f. 13. ágúst 1990. Maki Gunnar Steingríms- son, f. 7. desember 1966. Bam: Steingrímur, f. 6. desember 1996. Gunnþóra, f. 15. desem- ber 1969, maki Lauri Wirén, f. 8. desember 1957. Böm: Ásta Tuulikki, f. 11. desember 1991, Silja Iðunn Helena, f. 7. júní 1996. Sigríður, f. 26. júlí 1977. Barn með Kjartani Þorvalds- syni: Hafsteinn Óskar, f. 19. júlí 1995. Baldur stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan sem gagn- fræðingur árið 1936. Stundaði síðan verkamannavinnu nokkra vetur, en var heima á summm. Eftir 1940 var hann við kennslustörf í sjö vetur, í Borg- arfirði, á Súðavík, Bíldudal og Patreksfirði. Árið 1953 tók hann við búskap af foreldrum sínum, ásamt konu sinni og bróður, Birni. Stóðu þau fyrir búi í Vigur allt fram til ársins 1985. Baldur starfaði mikið að sveitarsljómarmálum og öðrum félagsmálum. Var ( hrepps- nefnd Ögurhrepps í um 40 ár og þar af oddviti í 28 ár. Auk þess sat hann í stjórnum ýmissa fé- laga. Utför Baldurs verður gerð frá Ögurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Baldur Bjarnason, tengdapabbi minn og vinur frá Vigur, er dáinn. Við sorgarfregn er eins og tíminn jPg öll tilvera stöðvist. Minningarn- ar hrannast upp og ýmislegt leitar á hugann. Það er þó þannig að þeg- ar ég hugsa um samskipti okkar tengdapabba í gegnum tíðina, get ég ekki annað en dáðst að æðru- leysi hans og hlýhug. Hann var alltaf reiðubúinn að rétta hjálpar- hönd þeim sem þurftu. Ég var einn Sérfræðingar í blómaskreytinguni við öll tækifæri V^blómaverkstæði 1 IPINNA | Skólavörðustíg 12, á liorni Bergstaðastrætis. sími 551 909(1 af þeim heppnu sem kynntust Baldri mjög náið, en fyrstu kynni okkar urðu um páskana 1971. Þá hafði ég kynnst dóttur hans, Björgu, og höfðum við ákveðið að eiga samleið í lífinu. Ekki þótti við hæfi að heimasæta í Vigur trúlofað- ist án þess að foreldrar hennar tækju út gripinn. Fór ég því vestur í Vigur ásamt minni heittelskuðu Björgu. Áður hafði ég ekki komið í Isafjarðardjúp. Það var kalt um þessa páska og hálfgerður hríðar- hraglandi þegar við héldum með Fagranesinu inn í Vigur. Þá var ekki komin þar bryggja og þurftu því bændur að sækja ferðalanga út í Fagranesið á litlum árabát, sem þeir og gerðu í þetta skipti sem og önnur. Þótt við fyndum ekki mikið fyrir sjógangi í Fagranesinu leist Blómabwðin öarðsKom v/ Fossvo^ski^kjwc^auð Sfmi, 554 0500 UPPLÝSINGAR í SÍMUM 562 7575 & 5O5O 925 Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA HOTEL LOFTLEIÐIR mér varla á blikuna þegar ég kom út á dekk, og sá að alls staðar braut á báru. „Verðum við sótt í þessu veðri?“ spurði ég tilvonandi konu mína. „Já, ætli það ekki,“ sagði hún, „íyrst Fagginn sneri ekki við.“ Og um leið benti hún út í öldurótið. „Þama eru þeir að koma.“ Lítil skekta nálgaðist kinnunginn á Fa- granesinu. Tveir menn voru undir áram og skektan full af mjólkur- brúsum. Fumlaus handtök og mjólkurbrúsarnir flugu um borð í Faggann. Mér leist ekki alltof vel á aðstæður, þrátt fyrir að hafa verið sjálfur á sjó, en áður en maður vissi af var farangur okkar Bjargar kominn um borð í skektuna. „Ætlið þið ekki að hafa ykkur um borð?“ var svo kallað og út í skektuna fór- um við Björg. Þarna hitti ég tengdapabba minn í fyrsta sinn. Við náðum landi í Vigur og í fjöranni var svo heilsast formlega og með þeim hætti sem ég var ekki vanur. Baldur og Björn bróðir hans sem reri með fram í bátinn tóku báðir utanum mig og föðmuðu mig að sér, það sama gerði annað heimafólk sem þá var komið í fjörana. Ég hafði átt von á hlýlegum móttökum en þetta fór fram úr öllum vænting- um mínum þar að lútandi. Mér var tekið eins og ég væri einn af heima- mönnum. Þegar ég hafði þegið mót- tökuhressingu fór ég í litla skoðun- arferð í kringum bæinn undir leið- sögn tengdapabba. Hann sýndi mér Breið og sagði mér ágrip af sögu hans. Þá sýndi hann mér vélbátinn Gest. Á kambinum vora svo Bína, skektan sem við komum á og bátur sem lá á hvolfi sem Baldur sagði að héti Kisa. Eftir skoðunarferðina var mér aftur vísað í bæinn og inn í Grænustofu þar sem okkur Björgu var boðið upp á snaps. Mér leið eins og tiginbornum gesti og reyndi að vera eins mannalegur og ég frekast gat, en fávisi mína gat ég auðvitað ekki falið og kom hún berlega í ljós þegar Baldur fór að spyrja mig um hin og þessi heiti á hlutum gamalla trébáta. Ekki veit ég hvemig hon- um leist á tilvonandi tengdason sem svo lítið vissi. Ég gaspraði bara um að þetta væri gamli tíminn, nú væra notaðir nýtísku bátar úr plasti sem færa hratt yfir. Baldri þótti ekki mikið til um það, taldi þessa plastbáta manndráps kænur. Mörg áttum við samtölin og sam- verustundimar eftir þessi fyrstu kynni og alltaf tók Baldur á móti mér eins og ég værí höfðingi þegar ég kom í Vigur. Þegar ég kynntist tengdapabba eigaðist ég einn minn besta vin og sú vinátta kom best í ljós þegar ég veiktist í desember 1996 og lá á sjúkrahúsi. Þá sendi Baldur mér bréf með huggunarorð- um eins og honum einum var lagið. Hann lét ekkert símtal duga. Hraði og stress nútímans náðu ekki tök- um á honum tengdapabba, sem bet- ur fer Hann tók til dæmis aldrei bílpróf. „Ég kemst allra minna ferða þótt ég aki ekki sjálfur," sagði hann. Mestu ánægjustundimar sem tengdapabbi upplifði vora þegar hann var innanum margt fólk. Þær vora ófáar tækifærisræðurnar sem hann flutti og alltaf sló hann í gegn. Nú hin síðari ár tók Baldur á móti mörgum ferðamanninum sem leið átti í Vigur. Hann talaði ekki mörg tungumál, en það kom ekki að sök því hlýlegar móttökur hans skynj- uðu allir, hverrar þjóðar sem þeir vora þótt hann talaði bara sína ís- lensku. Elsku tengdamamma og aðrir Vigrungar, það er ósköp stutt milli gleði og sorgar, það hafið þið reynt síðustu daga. Ég votta ykkur öllum mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning Baldurs Bjarnasonar frá Vigur. Jónas Helgi Eyjólfsson. Semþáávorisunnahlý sólgeislum lauka nærir og fífilkolli innan í óvöknuð blöðin hrærir, svo vermir fógur minning manns margt eitt smáblóm um sveitir iands, frjóvgar og blessun færir. (J.H.) Að kvöldi 7. dags júlímánaðar kom í heiminn nýtt líf, lítill drengur og fallegur, bjartur og hreinn. Tæpum sólarhring síðar hvarf okk- ur afi hans, Baldur Bjarnason í Vig- ur, jafn bjartur og hreinn, tæpra áttatíu ára. Tengdafaðir minn vakti stöðugt undran mína og aðdáun. Sí- kvikur í hugsun hafði hann áhuga á öllu nær og fjær og af næmi og inn- sæi lét hann sig það skipta. Félags- lyndur var hann með afbrigðum og naut þess að taka á móti gestum, veitti vel, brosti breitt og spurði frétta úr kaupstað. Ávallt fús að segja frá sögu og lífi eyjunnar sinn- ar grænu, sem hann var bundinn svo sterkum böndum. Frásögn hans var lifandi og myndræn, fyrr- verandi ábúendur, sögur af ná- grönnum í landi og gamlir búskap- arhættir öðluðust líf í hugum þeirra er á hlýddu og augu Baldurs ljóm- uðu af glettni og fjöri. En nú er skarð fyrir skildi, Vigur er ekki söm við fráfall höfðingja, minning hans verður í heiðri höfð og Baldur lifir áfram hvert sem litið verður og í hugum okkar allra. Mín heitasta ósk er sú að litli drengurinn okkar Björns öðlist eitthvað af mannkost- unum hans afa síns. Við mæðginin kveðjum elskulegan tengdafóður og afa með virðingu og þakklæti. Fagur var hans lífsdagur, en fegri er upp runninn dýrðardagur hans hjá drottni lifanda. (J.H.) Ingunn Ósk (Ninna) og litli Baldur. Baldur föðurbróðir minn tekur ekki framar á móti mér á bryggju- sporðinum í Vigur. Þó að alltaf verði gott að koma í Vigur verður samt eflaust bæði erfitt og öðruvísi að koma þangað næst, þegar þessa hlýja og hægláta nestors í eyjunni nýtur ekki lengur við. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og það er kannski fyrst nú, sem það liggur ljóst fyrir hvað Baldur var samofinn sál staðarins. Baldur með sitt hlýja bros og góðlátlegu kímnigáfu, hafsjó af fróðleik, merkilega orðaforða og umhyggju fyrir öllu sem lifði og hrærðist á eyjunni, jafnt fólki sem ferfætlingum og fiðurfénaði. Eins og nafni hans í goðafræðinni vildi Baldur öllum vel. Hann var vinnu- samur og alltaf að, eins og góðum bónda sæmir, en alltaf gaf hann sér þó tíma til að huga að sínu fólki. „Það segir fátt af einum, Hildur mín,“ sagði Baldur þegar hann var að gá að því hvort mér liði nú ör- ugglega ekki nógu vel úti í Pukru, þegar ég dvaldi þar ein um tíma fyrir nokkram áram. Pukra er bú- staður brottfluttra systkina þeirra Baldurs og Björns, þ.e. Sigurðar fóður míns og systranna þriggja, og nefnist svo vegna þess að Bjarni, afi minn, var aldrei alveg sáttur við að afkomendur sínir væru að „pukrast þetta úti á eyju“, þó að löngu væri ljóst að gamli bærinn rúmaði ekki alla þá ættliði sem sóttu á heimaslóðirnar að sumar- lagi. Á seinni árum hafa líka margfalt fleiri en fjölskyldan lagt leið sína í Vigur, en þó að Baldur tæki á móti öllum af höfðingsskap og reisn var honum ekki síður umhugað um að varpið fengi nú að vera í friði. Hann hugsaði vel um eyjuna sína, perluna sem honum var ungum trúað fyrir. Það hefur Sigríður Salvarsdóttir, kona hans, líka gert og það gerði líka Björn Bjarnason, meðan hans naut við. Þetta þríeyki skilaði góðu búi í hendur sona Baldurs og Sigríðar, Salvars og Björns, sem nú búa þar myndarbúi, ásamt konum sínum Hugrúnu og Ingunni Osk. Á sama tíma og sorglega margir bæir við Djúpið hafa verið að leggjast í eyði er ómetanlegt að sjá hvað þar er hægt að búa vel, þegar viljinn og samheldni kynslóðanna er fyrir hendi. Nú er mín kynslóð sem sagt tekin við, tveir bræður, eins og ú undan og þar á undan. Faðir minn hvarf til annarra starfa meðan yngri bræður hans, Baldur og Bjöm, tóku við eyjunni. Elsti sonur Baldurs og Sigríðar, Bjarni, hefur líka kosið að starfa á öðram vett- vangi, svo og systurnar tvær, Björg og Ragnheiður, einnig hálfbróðir þeirra, Hafsteinn Hafliðason. Öll era þau systkin þó jafn mótuð af því góða atlæti, skemmtilega mann- lífi og sagnahefð, sem þau hafa alist upp við í Vigur. Barnabörnin era orðin mörg, nú síðast bættist í hóp- inn lítill drengur, sonur Björns Baldurssonar og Ingunnar Óskar, sem kom í heiminn kvöldið áður en afi hans skildi svo snögglega við. Baldur náði því að gleðjast yfir kærkominni fjölgun í fjölskyldunni. Á dögunum var bróðir minn, Ólafur Páll, að rifja það upp hvað hann hefði lært mikið af nýjum orð- um og hugtökum, tengdum búskap, af því að hlusta á þá bræður Baldur og Björn tala saman við eldhús- borðið þegar hann kom í Vigur sem unglingur. „Kanntu þetta frændi?“ var viðkvæðið og svo kom eitthvert forkostulegt orðalag, sem borgar- bamið velti fyrir sér löngum stund- um. Ekki var síður gaman að hlýða á tal þeirra föður míns og Baldurs, þegar þeir minntust fyrri kynslóða í Vigur, til dæmis séra Sigurðar afa síns, sem bjó svo vel í haginn fyrir afkomendur sína á eynni, sagðist heldur vilja „rífa þorskhausa vestur í Vigur, en rífast við þorskhausa suður í Reykjavík“, þegar honum bauðst ráðhemadómur, og glímdi ungur við naut í Skagafirðinum. Nú ganga þessir Vigurbræður ekki lengur saman út á eyju. Það er þó huggun harmi gegn að andi Baldurs verður alltaf hluti af sál eyjunnar í Djúpinu og lifir líka áfram í litlum drengjum og stúlk- um, sem eiga eftir að leika sér í fjörunni um ókomin ár. Fyrir hönd foreldra minna og bróður votta ég Sigríði Salvarsdótt- ur og afkomendum þeirra Baldurs okkar dýpstu samúð. Hildur Helga Sigurðardóttir. Það eru ekki lengi að skiptast á skin og skúrir í lífinu. Okkur ættar- mótsgesti, er sigldum með Baldri og Sigríði frá Reykjanesi út í Vigur í rjómalogni á hádegi hinn 28. júní síðastliðinn, hefði ekki granað að hann Baldur yrði allur að viku lið- inni. Baldur var leiðsögumaður í ferðinni og var hress og glaður að vanda. Hann var svo stoltur af eyj- unni sinni fógru sem skartaði sínu fegursta í blíðviðrinu. Margir ætt- ingjar Sigríðar vora að líta eyjuna í fyrsta sinn er þeir stigu á land og mættu rausnarskap og yndislegu viðmóti Vigurbúa sem seint gleym- ist. Þau Baldur og Sigríður hafa ásamt sonum sínum og tengda- dætram komið upp vinalegri ferða- þjónustu í Vigur og er gestamót- taka þeirra orðin rómuð út um allan heim. Baldri kynntist ég fyrst er lýð- veldið var stofnað 1944. Þá var samkoma í Reykjanesi hinn 18. júní sem Aðalsteinn Eiríksson stjórnaði. Þar kom Baldur fram sem einn ræðumanna, fyrir hönd unga fólks- ins og fagnaði því að við skyldum vera orðið frjálst og fullvalda ríki. Ég minnist þess einnig að Sunnu- kórinn frá Isafirði kom fram og söng með Jóhönnu Johnsen sem einsöngvara en stjórnandi kórsins var Jónas Tómasson tónskáld eldri. Lúðrasveitin spilaði „Heyrið vella á heiðum hveri“ ásamt fleiri lögum og var það alveg dásamlegt. Baldur giftist Sigríði systur minni hinn 14. júlí 1951. Þau fóru að búa í Vigur ásamt Bimi bróður Baldurs og var allt í sátt og samlyndi. Nú era Sal- var og Björn synir þeirra teknir við búinu ásamt konum sínum, Hug- rúnu og Ingunni. Nokkram klukku- stundum áður en Baldur lést eign- uðust Björn og Ingunn dreng sem vakti mikla gleði. Missir þinn er mikill, elsku systir mín, en minningin um góðan og hugljúfan mann, föður, afa og langafa yljar ykkur öllum um ókomin ár. Bið ég ykkur guðsbless- unar frá mér og fjölskyldu minni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.