Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Islensk erfðagreining um hið endurskoðaða frumvarp um gagnagrunna á
Mun eiga
greiða leið
gegnum þing-
ið í haust
Mjög skiptar skoðanir eru um ágæti endur-
skoðaðs frumvarps heilbrigðisráðherra um
gagnagrunna á heilbrigðissviði. Hjá Is-
lenskri erfðagreiningu eru menn almennt
ánægðir með frumvarpið og var afstaða fyr-
irtækisins til þess kynnt á blaðamannafundi í
gær. Morgunblaðið leitaði álits þingmanna,
lækna og annarra sérfræðinga á heilbrigðis-
sviði á frumvarpinu.
KÁRI Stefánsson, forstjóri íslenskr-
ar erfðagreiningar, er þeirrar skoð-
unar að endurskoðað frumvarp um
gagnagrunna á heilbrigðissviði, sem
heilbrigðisráðherra kynnti í lok síð-
ustu viku, sé mjög bætt frá því að
upphafleg gerð þess var lögð fram á
Álþingi sl. vor og að komið hafi verið
til móts við flest af því sem telja megi
málefnalega gagnrýni. Hann telur að
nú þegar sé mun rneiri samstaða um
frumvarpið og að það muni eiga til-
tölulega auðvelda leið gegnum þingið
í haust. Þó að frumvarpið sé mun
skýrara en hið gamla álítui- Kári að
ýmis atriði þurfi að skilgreina betur
áður en ráðist verður í gerð gagna-
grunnsins, en þau megi skilgreina í
endanlegu formi í greinargerð eða
skerpa á þeim í reglugerð og leyfis-
veitingu. Hann leggur á það áherslu
að einkaréttur sé alger forsenda þess
að hægt verði að markaðssetja
gagnagi’unninn erlendis.
Kári telur að hin mikla umræða
sem verið hefur um frumvarpið allt
frá þvi að það var kynnt fyrr á þessu
ári hafi verið mjög holl.
„I fyrsta lagi er svona umræða til
þess fallin að menn geti létt af sér og
í öðru lagi er það svo með skoðanir á
flóknum málum sem þessu, að þær
eru oft ekki fullmótaðar fyrr en
menn hafa tjáð þær,“ sagði Kári.
„Mest af þeirri gagnrýni sem fram
kom á fyrra form frumvarpsins var
málefnaleg og sett fram af einstak-
lingum og samtökum sem án nokkurs
vafa voru einlæg í gagmýni sinni.
Það hefur hins vegar orðið ljóst á síð-
ustu dögum að meðal þeirra sem
leiddu andófið voru einstaklingar
sem líta svo á að þeir hafi verið að
vernda sína viðskiptahagsmuni. Það
er í sjálfu sér ekkert nema gott um
það að segja, því menn eiga að
vemda sína hagsmuni. En þegar
menn þykjast vera að gera eitthvað
annað, eins og til dæmis að vinna að
háleitum markmiðum svo sem að
vemda persónuupplýsingar o.s.frv.,
um leið og þeir eru raunverulega að
vemda sína viðskiptahagsmuni, era
þeir að gera hluti sem gjai’nan leiða
til þess að þeir tapa trausti. Það
truflar líka umræðuna og gerir erfið-
ara að átta sig á hvaðan hún kemur,“
sagði Kári en þegar hann var inntur
nánai- eftir hvað hann ætti við með
þessum orðum sínum og hvort hann
væri að visa til þeirra sem nú undir-
búa stofnun nýs erfðavísindafyrir-
tækis vildi hann ekki tjá sig frekar
um þau mál.
„Eg er sammála formanni Lækna-
félagsins, þeim ágæta manni Guð-
mundi Björnssyni, að ráðuneytið hef-
ur unnið góða vinnu í endurskoðun-
inni og ég er sammála Siv Friðleifs-
dóttur um að það er líklegt að um
frumvarpið verði nokkuð góð sátt og
að það sé líklegt að það fari fljótt í
gegnum þingið á hausti komanda. Ég
lít á frumvaipið eins og það liggur
fyrir núna sem frumvarp til ramma-
löggjafar. Það eru ýmis atriði sem ég
held að þurfi að skilgreina betur áður
en ráðist er í framkvæmd á verkefni
eins og svona gagnagranni þó svo að
frumvarpið verði að lögum. Það er
möguleiki að skilgreina þessi atriði í
endanlegu formi í greinargerð og það
KÁRI Stefánsson, forstjóri ís-
lenskrar erfðagreiningar, Jóhann
Hjartarson lögfræðingur og Hákon
Guðbjartsson, framkvæmdastjóri
upplýsingasviðs, kynntu afstöðu
fyrirtækisins til hins endurskoðaða
frumvarps um gagnagrunna á
heilbrigðissviði í gær.
er líka mögulegt að skerpa á þeim í
reglugerð og í leyfisveitingu," segh'
Kári. Hann telur mikilvægt að nánar
verði skýrt hvemig vernda eigi per-
sónuupplýsingar og einnig verði að
skilgreina betur lausnir á ýmsum
mögulegum siðfræðilegum vanda-
málum sem vakna í umræðunni um
frumvarpið.
Nafnleyndarkerfi kemur í veg
fyrir misnotkun
Hákon Guðbjartsson, fram-
kvæmdastjóri upplýsingasviðs ís-
lenskrai- erfðagreiningar, kynnti til-
lögu að nafnleyndarkerfi sem fyrir-
tækið hyggst nota til þess að tryggja
fullkomna persónuvemd í íyrirhuguð-
um gagnagrunni. Hann sagði kerfið
byggja á tvennskonar aðferðum,
tæknilegum og stjómunarlegum og
samspili fjölmargra þátta. Hann sagði
tilgang kerfisins vera að koma í veg
fyrir hugsanlega misnotkun á gagna-
grunninum en misnotkuninni mætti
skipta í tvennt. Annars vegar þannig
að keyrðir væru út listar af persónu-
tengdum nöfnum og hins vegar
þannig að hægt væri að grafast fyi-ir
um einstaka einstaklinga í slíkum
gagnagrunni. Hákon segir að nafn-
leyndarkerfíð með samspili þessara
aðgerða eigi að koma í veg fyrir að
slíkt sé hægt. „Dulkóðun og aðskiln-
aður gagna kemur í veg fyrir að hægt
sé að keyra út lista af einstaklingum
og takmörkun á fyiii-spurnum,
strangar aðgangsheimildh- og öflugt
eftirhtskerfi kemur einnig í veg fyrh'
misnotkun af annarri gerð.“
Gert er ráð íyrir að þau gögn sem
sótt eru frá gagnabönkum heilsu-
gæslustöðva, lækna, sjúkrahúsa o.fl.
verði hi’einsuð eins vel og hægt er
innan viðkomandi stofnana og síðan
fari þau í svokallaða dulkóðunai-stofn-
un, sem sjái um að afmá öll persónu-
einkenni á gögnunum. Það sama er að
segja um gögn Islenskrar erfðagrein-
ingar með ættfræði- og eifðafræði-
upplýsingum. Hákon segir að með
nútíma dulkóðunai-aðferðum megi
tryggja að þessi samskipti milli
dulkóðunarstofnunar og viðkomandi
gagnabanka séu fullkomlega örugg.
Alit sérfræðinga á breytingum á frumvarpi um gagnagrunna á heilbrigðissviði
Skiptar skoðanir
á endurbótunum
SÉRFRÆÐINGAR sem Morgun-
blaðið leitaði álits hjá á endurskoðuð-
um frumvarpsdrögum heilbrigðisráð-
hema um gagnagrunna á heilbrigðis-
sviði skiptast mjög í tvö hom í skoð-
unum sínum á frumvarpinu. Viðmæl-
endur blaðsins tóku þó fram að þeim
hefði ekki gefist tóm til að skoða
breytingarnar sern gerðar hafa verið
á framvarpinu til hlítar og ættu eftir
að fara betur yfir efni þess.
Lítið breytt
Guðmundur Bjömsson, formaður
Læknafélags Islands, segir það sína
skoðun að endurskoðað frumvarp
heilbrigðisráðhema um gagnagrunna
á heilbrigðissviði sé í stóram dráttum
lítið breytt frá því það var lagt fram á
Alþingi sl. vor. Þó megi finna ýmis ný
atriði sem séu jákvæð en Guðmundur
hefur miklar efasemdir um ákvæði
um einkarétt til að annast gerð og
starfrækslu gagnagrunnsins og telur
ekki ljóst hvort persónuleynd sé
nægilega tryggð. Að sögn Guðmund-
ar á stjórn læknafélagsins eftir að
fjalla formlega um hinn endurskoð-
aða frumvarpstexta.
„Heilbrigðisráðuneytið hefur lagt
metnað sinn og talsverða vinnu í það
í sumar að gera þetta eins vel úr
garði og hægt er og efni stóðu til.
Það er annað en hægt var að segja
um frumvarpið sem lagt var fram í
vor, sem var mjög illa unnið,“ segir
Guðmundur.
„Það eru þama grundvallaratriði
sem menn eiga erfitt með að sætta
sig við,“ segir Guðmundur og bendir
í því sambandi á ákvæði um einkarétt
á gagnagrunninum. „Við erum einnig
mjög efins um hvort persónuvernd sé
nægilega tryggð. í frumvarpinu er
gert ráð fyrir að upplýsingar verði
dulkóðaðar og það er lagt að jöfnu
við aftengingu nafngreindra einstak-
linga, ef það krefst mikils tíma,
mannafla eða fjármuna að persónu-
greina upplýsingai'nar. Þá er spurn-
ingin sú hvort Tölvunefnd hefur ein-
hverja lögsögu yfir þessum gagna-
grunni þegar upp verður staðið. Við
eigum eftfr að fá lagalega túlkun á
því,“ segir Guðmundur.
Getur orðið ómetanleg lyftistöng
Bjarni Þjóðleifsson, dósent og yfir-
læknh' á Landspítalanum, er meðal
þeiri'a læknavísindamanna sem lýst
hafa yfir að mikið gagn yrði af
gagnagrunni á heilbrigðissviði. „Mik-
ilvægasta atriðið í frumvarpinu er að
f^yggja öryggi persónuupplýsinga.
Til skamms tíma var samsetning
gagnagranns, eins og gert er ráð fyr-
ir í framvarpinu, ekki möguleg öðra-
vísi en að brjóta landslög eða alþjóða-
samþykktir um trúnað við sjúklinga.
Ég tel að með þróun og notkun nú-
tíma upplýsingatækni sé mögulegt að
skilja í sundur persónuupplýsingar
og heilsufarsupplýsingar, sem fara í
gagnagrunninn, þannig að ekki sé
um trúnaðarbrest að ræða. Nýtt
frumvarp setur í aðalatriðum réttan
ramma en nokkur atriði þarí' ef til vill
að slípa. Akvæðið um að sjúklingar
geti óskað eftir að upplýsingar um þá
verði ekki fluttar í gagnagrunninn
tryggir enn frekar að ekki sé brotið á
rétt þeirra," segir Bjarni.
„I nýju frumvarpi er nú tekinn af
allur vafi um aðgang vísindamanna
að þeim gagnagrunnum sem þegar
eru til. Þetta var ekki skýrt í fyrra
frumvarpi. Aðgengi annarra en
einkaleyfishafa að nýja gagnagrunn-
inum er þokkalega tryggt með nokk-
urskonai' gerðardómi eða nefnd.
Akvæðið um að takmarka aðgang ef
nefndin telur að það skerði hagsmuni
einkaréttarhafa er óhjákvæmileg. Ég
tel ekki að það muni trafla notkun ís-
lenskra vísindamanna á gagnagrann-
inum sem getur orðið ómetanleg
lyftistöng fyrir íslensk læknavísindi
og heilbrigðisþjónustu,“ segir Bjarni.
Hægt að bi jóta alla kóða
„Það er augljóst að þetta frumvarp
er skýrara og betur samið en upphaf-
lega fi'umvarpið. Hópurinn sem hef-
ur unnið að gerð þess á þakkir skild-
ar fyrh' það,“ segir Tómas Zoéga, yf-
irlæknir geðdeildar Landspítalans og
formaður siðfræðiráðs Læknafélags
íslands. Hann hefur þó ýmislegt við
frumvarpsdrögin að athuga.
Tómas segir mikil vandamál fylgja
uppbyggingu miðlægra gagnagrunna
á heilbrigðissviði. ,Árið 1997 bjó heil-
brigðisráðuneytið sjálft til stefnuyfir-
lýsingu þar sem áhersla var lögð á að
slíkir gi'unnar væru ekki gerðir og að
upplýsingar væru varðveittar þai'
sem þær verða til,“ segir Tómas.
„Sjúklingar leita sér læknishjálpar
og bera á borð allskonar mál. Það
hefur verið rauði þráðurinn í læknis-
fræði í aldaraðir að læknar séu
bundnir þagnarskyldu. Sú staðreynd
er í mörgum tilfellum forsenda þess
að sjúklingai' leiti sér læknisaðstoð-
ar. Éf svo væri ekki væri mikil hætta
á því að margir myndu ekki leita sér
hjálpar og það gæti komið sér illa
fyrir viðkomandi einstakling. Það er
mín skoðun og mai'gra annarra að
mjög erfitt sé að tryggja þessa
svokölluðu dulkóðun. Það er hægt að
brjóta alla kóða, þó að ég ætli ekki
þeim sem sjá um grunninn að gera
það en svona grannar era aldrei
tryggir og þai-na er safnað saman
mjög miklum upplýsingum um ein-
staklinga. Mín afstaða byggist fyrst
og fremst á þessum sjónarmiðum,"
segir Tómas.
Einkaréttur leiðir til einokunar
,Auðvitað þurfa að fara fram rann-
sóknir á eðli og orsökum sjúkdóma
og á síðari árum hefur verið byggt
upp kerfi sem við höfum tekið upp og
er hliðstætt því sem erlendar þjóðir
hafa. Það byggist á svokölluðu „upp-
lýstu samþykki sjúklinga11. Rann-
sóknaráætlanfr fá einnig umfjöllun í
tölvunefndum og vísindasiðanefndum
eftir því sem við á. Þetta er ekki síst
gert til þess að vernda persónuupp-
lýsingar þeirra einstaklinga sem taka
þátt í rannsóknunum. Með lögunum
um réttindi sjúklinga er þessi löggjöf
hjá okkur orðin hliðstæð því sem í
gildi er annars staðar. Það væri því
hlálegt að fara inn á aðra braut,“ seg-
h' Tómas.
Á