Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Að snerta gulltöfl- ur fegurðarinnar Fallega mót- aður söngur TONLIST Skálholtskirkja SAMSPIL Á FIÐLU OG SEMBAL Fluttar voru af Jaap Schröder og Helgu Ingólfsdóttur þrjár fyrstu sónöturnar fyrir fíðlu og sembal eftir meistara J.S. Bach. Laugardagurinn 1. ágúst. AÐ hlýða á tónlist, er svipuð íþrótt og að hlýða á lesinn texta. Því flókn- ari sem skipan tónanna er, útheimtir úrvinnsla þeirra meiri skerpu í greiningu og þjálfun í að skipa hljóð- unum í skynsamlegt samhengi. Þetta á einnig við um texta, hvort sem les- inn er af bók eða á hann hlýtt. Ein- falt sönglag, einrödduð tónlína, hugsanlega með einföldum og tón- tegundabundnum undirleik hljóma, er samstofna einföldum texta, þar sem notuð eru einföld og auðskiljan- leg orð. Flókið tónverk, þar sem unnið er með margbrotna samskipan radda, flókið hljómferli, afmarkaða formskipan og margbreytilega túlk- un, er samstofna texta, sem er út- færsla á flóknum hugmyndum, er vísa til ýmissa ótilgreindra þátta, varðandi merkingu og túlkun. „Ein- falda lagið og sagan ljósa,“ geta búið yfir meiri fegurð en „tónverkið flókna og sagan margbrotna“ en það er samt sem áður mikill munur á úr- vinnslu þeirri, er viðtakandi þarf að inna af hendi, við að meðtaka, skilja og njóta þess einfalda eða flókna. Áð lesa erfiða bók eða hlýða á flókið tón- verk, er því bæði í senn menntandi og góð þjálfun. Trúlega eru fá tónskáld eins kröfuhörð við hlustendur og Johann Sebastian Bach en samtímis því að verk hans eru sérlega flókin í allri gerð sinni, búa þau yfir fegurð ein- faldleikans, syngjandi fögru tónferli, er oft á tíðum yfirskyggir flókinn rit- háttinn, þannig, að þá er tónlist hans fegurst er hann yrkir dýrast. Sónöt- urnar fyrir fiðlu og sembal, eftir J.S. Bach, sem Jaap Schröder og Helga Ingólfsdóttir fluttu um síðustu helgi í Skálholti, eru um margt merldleg- ar, fyrir utan að vera dýrleg tónlist, flókin og falleg, því þar lýkur í raun „continuo" hefðinni og semballinn verður þar með fullgildur samleiks- aðili, eins og síðar gerðist, nema hvað píanóröddin varð jafnvel meira ráðandi á yfirfærslutímabilinu frá barokkinni til klassikurinnar. Á tónleikunum sl. laugardag voru á efnisskránni þrjár fyrstu sónöturn- ar, í h-moli, A-dúr og E-dúr (BWV 1014-16) og sem dæmi um það, hvað getur að heyra í þessum verkum, má nefna þann hinn fræga þriðja þátt í A-dúr sónötunni, sem er að formi til meistaralega vel gerður „kanón“ en auk þess yndisleg tónhst. Það út- heimtir því nokkra þjálfun í hlustun að greina t.d. tónferlið í kanóninum í þessum þætti, þ.e. að heyra hvernig semballinn endurtekur tónhugmynd- ir fiðlunnar og öfugt, er tónferlið um- hverfist í svonefndan tvöfaldan kontrapunkt. I öðrum köflum verks- ins er tvöfaldi kontrapunturinn ráð- andi í útfærslu á eftirlíkingum stefj- anna og niðurbroti þein-a í smáar tón- og hrynmyndir, bundnar inn í sérlega markvissa samröðun hljóma. Jaap Schröder hefur lagt áherslu á að leika verkin, sem mögulegast næst þeirri leiktækni, sem vitað er að var iðkuð á tímum Bachs. Auðvit- að gefur þetta tónverkunum sérstak- an blæ en þó er mest um vert, að leikur Schröders og Helgu var frá- bærlega vel útfærður og tónleikamir (á laugardaginn) í heild sérstök upp- lifun. Það er ekkert eitt sem gerir þessa tónleika eftirminniiega, heldur allt, er varðar góða tónlist og meist- aralegan flutning, allt sem í uppgjör- inu nær því að vera, að endanlega hafi Helgu og Schröder, með aðstoð Bachs, tekist um stund að snerta gulltöflur fegurðarinnar Jón Ásgeirsson TOJVLIST Skálholt KAMMERSÖNGUR The Clerks’ Group flutti enska söngva frá 14., 15. og 16. öld. Laug- ardagurinn 1. ágúst. FJÖLRADDAÐUR söngur og hljóðfæraleikur var hluti af húshaldi yfirstéttarinnar í Englandi í margar aldir en datt að nokkru niður við upp- haf siðbótarinnar og á meðan Thom- as Cromwell hélt öllum í járngreipum sínum komust menn ekki upp með neitt páfalegt tónprjál en fyrir þann tíma voru Englendingar meðal fremstu þjóða í tónsmíði. Um það vitna margar merkilegar bækur, eins og t.d. Gamla hallar safnið (Old Hall manuscript), sem í eru messuþættir og mótettur, eftir ensk tónskáld, frá 14. og 15. öld. Talið er að bókin hafi verið í eigu konungskapellunnar á tímum Hinriks V. en einnig, að möguiega hafi bókin verið ætluð til nota í kapellu hertogans af Clarence, er var bróðir Hinriks V. Tónleikamir hófust á verki, sem varðveitt er í þessu merka handriti, Gloríu eftir Pycard. Hann mun hafa verið franskur en starfaði sem heim- ilistónlistarmaður hjá „John of Gaunt’s” eftir 1390. Tónverk hans em merkileg fyrir „kanónísk" vinnu- brögð og af þremur „gloríum" í þessu handriti, er ein í tvöföldum canón, með frjálsri fimmtu röddinni. Söngur féiaganna var nokkuð varfærinn, því vel hefði mátt leggja skarpari áherslu á sérkennilega raddfleygun þá sem Pyeard var á sínum tíma frægur fyrir. Tvö næstu viðfangsefnin eru eftir John Dunstable (líklega fæddur 1380 en dáinn 24. desember 1453). Margt er óljóst varðandi þennan meistara en hann mun hafa verið mikill reikn- ingslistarmaður og stjörnufróður vel og dvalist mestan hluta ævi sinnar í Frakklandi, í þjónustu hertogans af Bedford, yngri bróður Hinriks V. Tónverk hans vom flest varðveitt á meginlandinu og vitað er, að hann hafði mikil áhrif á Dufay og Binchois. Eftir þennan meistara fluttu félag- ai'nir Salve scema sanctitatis, dýrð- arsöng um heilaga Katrínu, langt verk er var mjög vel flutt, og Quam pulchra est, sem er úr Ljóðaljóðun- um, einstaklega falleg tónsmíð, er einnig var sérlega vel flutt. Anima mea liquefacta est eftir Le- onel Power (talinn fæddur 1375 en dáinn 5. júní 1445), er einnig samið við texta úr Ljóðaljóðunum. Power hafði, ásamt Dunstable, mikil áhrif á vinnutækni tónskálda á meginland- inu en eftir hann era varðveitt mörg verk í Old Hall-safninu. Þetta sér- kennilega tónverk og það næsta, Agnus Dei-þáttur úr „Missa Flos Regalis", eftir Walter Frye (látinn 5. júní 1475), var fallega flutt enda er þarna um ákaflega lagrænar tón- smíðar að ræða. Frye starfaði mest- an hluta ævi sinnar á meginlandinu, naut þar mikilla vinsælda og vom sum verk hans tii í mörgum handrit- um og jafnvel umrituð fyrir orgel, t.d. í Buxheimer Orgelbuch frá 1470. William Cornysh (1468-1523) starf- aði við konungskapelluna frá 1496 á tímum Hinriks VIII og era sum verka Cornysh varðveitt í Eton-kór- bókinni. Hann var frábær kórstjóri og eftir hann var flutt mjög falleg Ave María, mater Dei. Wolsey kar- dináli tilnefndi John Taverner sem kórstjóra við Kristskirkjuna í Ox- ford. Taverner var settur í fangelsi fyrir trúarvillu en leystur síðar úr haldi, hætti tónsmíði og gerðist of- stækisfullur umboðsmaður Cromwells. Síðustu æviár sín tók hann þátt í að eyðileggja kirkjumuni, í anda púritana og þykir saga hans vera einkennandi fyrir þau trúará- tök, er fylgdu stjómartíð Hinriks VIII og Cromwells, þegar kaþólikkar vora dæmdir til dauða fyrir Iandráð en lútherskir fyrir trúvillu. Eftir Ta- verner sungu The Clerks’ Group með miklum glæsibrag Santus-þátt úr messu eftir þennan sérkennilega snilling, sem, eftir að hafa samið ein- hver glæsilegustu tónverk enskrar kirkjusögu, hætti slíkri „fásinnu” og sneri sér að siðbót púritana. John Shepherd (1515-1560) var einn af félögunum í konungskapell- unni og eftir hann liggja mörg kór- verk, samin til notkunar við kaþólska messugjörð, eins og t.d. Criste redemptor omnium, sem að formi til er víxlsöngur einsöngvara og kórs, mjög falleg tónlist er var fi-ábærlega vel flutt. Lokaverk tónleikanna var seinna tónverkið af tveimur er Thom- as Tallis (1505-1585) samdi við harm- ljóð Jeremíasar spámanns. Tallis var einnig félagi við konungskapelluna og starfaði auk þess með William Byrd, því árið 1575 fengu þeir félagar einkarétt til prentunar og útgáfu tónlistar í Englandi. Öll viðfangsefni tónleikanna voru mjög fallega flutt og þó að félagarn- ir séu ekki allir miklir raddmenn var söngurinn svo vel samæfður og af þokka framfærður, að unun var á að hlýða. Það var ekki aðeins að söng- urinn væri vel framfærður, því í þessari tónlist er að finna þau við- fangsefni í tónsköpun, sem er í raun undirstaða tónsmíði á öllum tímum þótt ýmsar breytingar hafi orðið á tónferli, tóntegundaskipan, raðferli hljóma, formskipan og jafnvel þótt að síðar hafi komið til sögunnar mörg ný hljóðfæri er þarna að finna þann grunn, sem aðeins tók út- færslubreytingum er tímar liðu. Eins og fyrr segir var ensk kirkjusaga stormasöm um þessar mundir og sorglegt til þess að vita, að Englendingar, sem voru meðal fremstu þjóða í tónsköpun, hafi fyrir tilverknað Cromwells og boð og bönn púritananna, týnt niður allri tónsmíðakunnáttu sinni, sem ekki náðist að endurreisa og þá ekki að fullu, fyiT en með valdatöku Karls II 1660 og í raun ekki að fullu fyrr en 200 árum síðar, með „ensku endur- reisninni” á síðari hiuta 19. aldar. Ensk tónlist á 14., 15. og 16. öld, bæði kirkjuleg og veraldleg söng- tónlist, er sérlega glæsileg og í henni er að finna allt sem skiptir máli. Það er einmitt þetta sem nú- tímafólk finnur og laðast að, bæði hlustendur og flytjendur, því í allri firringunni nútímans skynjar fólk þann hreina upprana, sem ef til vill er sjálfur sannleikur fegurðarinnar og menn kunnu á þessum tíma, að er virðist, að meðhöndla af virðingu og ástúð. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.