Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 47 FRETTIR _ > Færeyskir dagar í Olafsvík HALDNIR verða færeyskir dagar í Ólafsvík dagana 14.-16. ágúst. Margir Færeyingar komu til Is- lands til starfa bæði á bátum og til fískvinnslustarfa á árunum milli 1950 og 1960. Þegar flest var i Ólafsvík voru þeir um 120. Til að minnast þessara ára og kynnast betur menningu og lífsháttum Færeyinga verður mikið um að vera þessa helgi. Föstudagskvöldið 14. ágúst flytur Árni Johnsen alþingismaður erindi um Færeyjar á Gistiheimili Ólafs- víkur, en Arni þekkir eyjamar vel. Þá verður bryggjuball um kvöldið og leikur Erlingur Helgason út- gerðarmaður og skipstjóri ásamt fleirum. Á laugardeginum hefst dagskráin kl. 14 á því að Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ flytur ávarp. Þá verður markaður í hús- næði fiskvinnslunnar Valafells hf. í Ólafsvík. Þar verður margt á boðstólum, bæði sem tengist Færeyjum og öðru. M.a. verður reynt að fá til landsins skerpukjöt, grind og spik til að gefa fólki að smakka. Þá verður stiginn dans að hætti Færeyinga og munu þeir leiða dansinn. Einnig verða sungin fær- eysk lög af ýmsum flytjendum. Dorgkeppni verður á vegum Sjósnæ og fleira verður gert um daginn. Um kvöldið verður stórdansleik- ur og þar spilar hljómsveitin Twilight frá Færeyjum, kemur hún sérstaklega til landsins vegna þessarar skemmtunar. Dregið verður úr aðgöngumiðum á dans- leikinn um ferð fyrir tvo til Færeyja með Flugfélagi Islands, sem gaf jafnframt miðana. Einnig verður dregið um fleiri vinninga, sem gefnir eru að fyrirtækjum í Ólafsvík. Þá verður flugeldasýning um kvöldið. Á sunnudeginum verður farið í skemmtisiglingu ef veður leyfir. Alla dagana verða ýmsar uppákom- ur, m.a. verður frítt á golfvöllinn og félagar Golfklúbbsins Jökuls leið- beina. Opin verður sýning á fær- eyskum munum í Pakkhúsinu og hestamenn lofa fólki að fara á bak. Þá verður torfærubfll á svæðinu og haldið verður kassabílarall. Brauð- gerð Ólafsvíkur bakar færeysk brauð og verslanir og veitingastaðir verða með tilbreytingu í tilefni dag- anna. Bréf frá fulltrúum Húsverndarsjóðs til borgarráðs Sigtún 23 hluti af sérstæðri og heillegri götumynd LAGT var fram bréf frá fulltrúum í úthlutunarnefnd styrkja úr Hús- verndarsjóði á fundi borgarráðs 28. júlí. í bréfinu kemur fram að full- trúarnir hafi talið húsið við Sigtún 23 á allan hátt falla undir þá skil- greiningu að vera styrkhæft og að ekki hafi þótt ástæða til þess að láta íbúa hússins gjalda þess við úthlut- un úr sjóðnum að borgarminjavörð- ur væri einn af íbúum þess. Á fundi borgarráðs var einnig lagt fram bréf íbúa að Sigtúni 23, dagsett 22. júlí, þar sem þeir af- þakka styrk úr Húsverndarsjóði vegna þess hversu ómaklega hafi verið vegið að Margréti Hallgríms- dóttur, einum íbúa hússins og borg- arminjaverði, sem í alla staði hafi komið heiðarlega fram við umsókn styrksins. í bréfi sem Bryndís Kristjáns- dóttir, fyrrverandi formaður um- hverfismálaráðs Reykjavíkur, og Jóna Gróa Sigurðardóttir borgar- fulltrúi skrifuðu borgarráði og lagt var fram á fundi þess á þriðjudag segjast þær m.a. hafa talið húsið á allan hátt falla undir þá skilgrein- ingu að vera styrkhæft. Húsið falli undir ákveðinn vemd- unarflokk og sú vinna sem hafi átt að ráðast í skv. umsókn hafi verið liður í því að viðhalda upprunalegu útliti hússins. Hópur sérfróðra manna hafi flokkað húsin í verndar- flokka. Þær segja takmark Húsvemdar- sjóðs ekki einungis að vernda elstu hús borgarinnar, einnig sé áríðandi að vernda og halda við húsum og mannvirkjum sem að einhverju leyti teljist mikilvæg íyrir menn- ingu, sögu eða ásýnd borgarinnar þó að þau séu tiltölulega ung. Eitt af þeim byggðareinkennum sem þyki mildlvægt að vernda á ákveðn- um stöðum í borginni sé sérstæð og heilleg götumynd; húsið sem standi við Sigtún 23 falli undir þessa flokk- un. Þær segja frá upphafi hafa verið ljóst að borgarminjavörður væri einn af íbúum hússins en tekin hafi verið sú ákvörðun að láta það ekki hafa áhrif á styrkveitingu til húsa sem talið sé mikilvægt að varðveita hver væri eigandi þeirra, eða hluta þeirra, hverju sinni. Láttu drauminn rætast í Snæfellsbæ hjá Grænni ferðaþjónustu SNÆFELLSÁS SAMFÉLAGSINS í fögru umhverfi á Hellnum Nýtt gistihús - 2ja manna herb. m/baði Sérinng. í hvert herbergi - verð 5.500 nóttin fyrir tvo Einnig svefnpokapláss og tjaldstæði Bjóðum upp á morgunverð, hádegisverð og kvöldverð - allt úr vönduðu lífrænt ræktuðu hráefni (ef fáanlegt) Þegar þú ert kominn á staðinn stendur þér tii boða eftirfarandi þjónusta: Reikiheilun eða heilun með kristölum og orkusteinum, lestur í Merlin tarot og Víkingakortin, svæðanudd og ráðgjöf. Sértilboð í ágúst: Helgarævinfyri (2 nætur) á 12.000 kr. fyrir manninn 5 daga dvöl á 29.500 fyrir manninn Innifalið: Gisting, fullt fæði og leiðsögn um undraveröld Snæfellsness Allar nánari upplýsingar í síma 435 6754 eða faxi 435 6801 - netfang leidar@aknet.is Kertafleyt- ing á Tjörninni ÍSLENSKAR friðarhreyfmg- ar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn í kvöld, mið- vikudaginn 5. ágúst. Athöfnin er í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst um leið og lögð er áhersla á kröf- una um kjarnorkuvopnalausan heim, segir í fréttatilkynn- ingu. Safnast verður saman við suðvesturbakka Tjamarinnar klukkan 22.30 og verður þar stutt dagskrá. Ávarp flytur Einar Ólafsson rithöfundur. Fundarstjóri verður Kristín Ástgeirsdóttir, alþingismaður. Þetta er 14. árið sem kert- um er fleytt á Tjörninni af þessu tilefni. Að venju verða flotkerti seld á staðnum. e -Þýskt eðalmerki : : www.mbl.is Burðargeta 550 kg Ótrúlega stórt farangursrými, Eurobretti kemst auðveldlega inn Þægileg hleðsluhæð Framhjóladrifinn - 5 gíra með vökvastýri Opel Combo sendibíl! Verð aðeins kr. 1.075.000 M vsk. □PELe -Þýskt eóalmerki Rekstrarleiga aðeins kr. 28.390,- á mánuði miðað við 2 ár. Bílheimar ehf. Sævarhöfða 2a ■ 112 Reykjavík Sími 525 9000 • Fax 567 4650
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.