Morgunblaðið - 05.08.1998, Síða 52

Morgunblaðið - 05.08.1998, Síða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Hannes Hlífar efstur í nor- rænu VISA bikarkeppninni SKAK F i ni ni ii n (1 a n r á s a iii ó I ojí úrslit: VISA GRAND PRIX 1998-99 Eftir sig’iirinn á Politiken Cup í Kaupmannahöfn hefur Hannes Hlífar tekið forystuna í nor- rænu bikarkeppninni. STÆRSTI viðburðurinn í skáklífinu á Norðurlöndum um þessar mundir er norræna bik- arkeppnin sem VISA stendur fyrir. Þetta er í annað skiptið sem þessi keppni fer fram, en Islendingar náðu bestum ár- angri Norðurlandaþjóðanna í fyrra skiptið. Jóhann Hjartar- son kórónaði síðan þann árang- ur með því að sigra í keppninni. Tveimur mótum er lokið í keppninni sem nú stendur yfir. Fyrsta mótið var alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, sem fram fór hér í Reykjavík í mars sl. Annað mótið var síðan Politi- ken Cup skákmótið sem nýlega lauk í Kaupmannahöfn. Samtals verða mótin 5 og þeir skákmenn sem ná bestum árangri í þrem- ur þessara móta taka síðan þátt í úrslitamótinu. Þátttakan tak- markast þó við skákmenn frá Norðurlöndum. Að tveimur mótum loknum er staðan þannig að Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeist- ari, hefur tekið forystu í keppninni eftir sigur á Politi- ken Cup. Hannes er með 28 stig. Þröstur Þórhallsson er í 8. sæti með 18 stig. Helgi Olafs- son er í 14. sæti með 10 stig, en hann tók ekki þátt í Politiken Cup. Það sama gildir um Jón Viktor sem er með 8 stig í 15. sæti. Staðan í keppninni er þessi: 1. Hannes H. Stefánsson 28 2. Curt Hansen (Danm.) 24 3. Jonny Hector (Svíþj.) 24 4. Tiger Hillarp-Persson (Svíþj.) 23 5. Ralf Akesson (Svíþj.) 22 6. Heikki Westerinen (Finnl.) 20 7. Jesper Hall (Svíþj.) 18 8. Þröstur Þórhallsson 18 9. Lars Schandorff (Danm.) 17 10. Nikolaj Borge (Danm.) 15 11. Peter Heine Nielsen (Danm.) 13 12. Simen Agdestein (Noregi) 12 13. Tapani Sammalvuo (Finnl.) 11 14. Helgi Ólafsson 10 15. Jón Viktor Gunnarsson 8 16. Flovin Tór Næs (Færeyjum) 8 17. Patrick Lyrberg (Svíþj.) 7 18. Slavco Cicak (Svíþj.) 6, 19. Björgvin Jónsson 6, 20. Carsten Höi (Danm.) 6, 21. Einar Gausel (Noregi) 5, 22. John Arni Nilssen (Færeyjum) 4, 23. Heini Olsen (Færeyjum) 3, 24. Ludvig Sand- ström (Svíþj.) 3, 25. Roland Greger (Danm.) 2, 26. Steffen Pedersen (Danm.) 1. Þriðja mótið í bikarkeppn- inni hefst nú í byrjun ágúst í Gausdal í Noregi. Mótið er haldið í minningu Arnold J. Eikrem. Blind efnishyggja I skákþættinum sunnudaginn 26. júlí féll niður skák sem birt- ast átti, en það var síðasta ein- vígisskák tölvuforritsins Hannes Hlífar Stefánsson REBEL við Indverjann Anand. Þar tókst Anand að notfæra sér græðgi tölvunnar á afar skemmtilegan hátt: Hvítt: REBEL Svart: Anand Drottningarindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. RfJ - b6 4. a3 - Bb7 5. Rc3 - d5 6. cxd5 - Rxd5 7. Dc2 - Rxc3 8. bxc3 - Rd7 9. e4 - c5 10. Bf4 - Dc8 11. Bb5 - a6 12. Bxd7+ - Dxd7 13. Re5 - Dc8 14. Dd3 - b5 15. Df3 - Bd6! M, * '■ímr/, SO Mm wg jgj£|| i ................ ^ v...^ taaig g||| ^ REBEL fellur hér í þá freistni að hirða hrókinn á h8. Líklega hefur forritið séð að riddarinn myndi falla, en talið peðin sem koma í staðinn vera fullnægjandi bætur. Keppnis- reyndir meistarar vita hins veg- ar að ef tveir léttir menn ná að vinna vel saman eru þeir miklu sterkari en hrókur. I slíkum til- vikum verður að meta hverja stöðu sjálfstætt, en ekki bara horfa á liðsmun. 16. Rxf7?! - Bxf4 17. Rxh8 - Dc7 18. Dh5+ - g6 19. Rxg6 - hxg6 20. Dxg6+ - Df7 21. Dxf7+ - Kxf7 22. g3 - Bh6 23. f3 - cxd4 24. cxd4 - Hc8 25. h4? Tölvan þekkir líklega ekki þá gömlu þumalputtareglu að láta ekki skera kónginn af á annarri línunni. 25. - Hc2 26. g4 +- Be3 27. h5 - Kg7 28. Hdl - a5 29. d5 - exd5 30. Hh3 - b4 31. axb4 - axb4 32. f4 - Bf2+ 33. Kfl - Bc5 34. Kel - d4 35. e5 - Hc3 36. Hh2 - b3 37. h6+ - Kh7 og hvítur gafst upp. Laglega gert hjá Anand og með yfirlegu mun sterkustu skákmönnum heims örugglega takast að opinbera margar fleiri slíkar skilningsgloppur hjá tölvuforritunum. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson www.mb l.is í DAG VELVAKAADI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fdstudags Fyrirspurn til söiuaðila Herb- alife BRÓÐIR minn keypti Herbalife, skammt fyrir 1 mánuð. I þeim skammti var m.a. dós með dufti í (próteindrykkur), jurta- og fibertöflur, ásamt jurtate. Islenski söluaðil- inn ráðlagði dagskammt af duftinu 2 msk. (1 msk. = 15 gr) tvisvar sinnum á dag. Það eru ca. 60 gr á dag, alls 420 gr. á viku, en í dósinni eru 560 gr sem á að vera mánaðarskammt- ur! Jurta- og fibertöflu- skammturinn sem fylgdi með dugar hins vegar fyr- ir mánuðinn. Á dósinni eru leiðbeiningar á sænsku og á þeim leiðbeiningum stendur að í dósinni séu 14 skammtar og taka eigi inn 2 skammta (80 gr) á dag - sem sagt dósin á að duga í viku. Hvort á þá að taka mark á leiðbeiningunum á dósinni eða íslenska sölu- aðilanum? Er kannski ver- ið að blekkja íslenska kaupendur? Hulda Gunnarsdóttir. Oblátunni dýft í vínið - svar í VELVAKANDA var spurt íyrir nokkru síðan um ástæðu þess að oblát- unni væri stungið ofan í messuvínið. Hef ég heyrt að ástæða þess sé að verið sé að koma á móts við fólk svo það þurfi ekki að drekka úr sama bikar og aðrir og þvi hafi verið komið á þegar eyðni kom upp til að forðast smitun. Hjördís. Eyvindur og Halla ÞAKKIR fyrir vandaða grein Braga Ásgeirssonar þann 29. júlí sl. í Morgun- blaðinu um list og hönnun. Hann á þakkir skilið af öll- um sem vilja hafa það sem réttast er og allir vita. Hugmyndin um rimlabúr er vanhugsun eins og greinarhöfundur meinar. Fræðsla um hálendið og dásemdir þess er gott mál. Bæði áður og nú sem allir verða að passa og virða fyrir alla, enda er það þeirra eign. Sunnlendingur. Eru engin takmörk fyrir heimskunni? ÉG ER hneyskluð á frétt sem birtist í Morgunblað- inu sl. föstudag um svo- kallað „geisla-kukl“ sem er byssuleikur. Er verið að koma á hér á landi byssu- menningu? Börn horfa á byssuatriði í sjónvarpi öll kvöld og svo er verið að setja þau í verklega fram- kvæmd í þessum leik við að skjóta hvort á annað. í íréttinni er einnig viðtal við sálfræðing og hún spurð hvort þetta hafi of- beldisáhrif á börn og svar- ar hún að svo geti verið ef þau sé reið eða líði illa. Finnst mér vafasamt að leyfa börnum að stunda þennan leik. Reið amma. Lítilsvirðing við konur í SUNNUDAGSblaðinu var viðtal við Kiistin R. Ólafsson sem sagðist hafa þýtt verk fjögurra skáld- kvenna á spænsku í smá- sagnasafni sem var gefið út. Svo segist hann hafa þýtt sögur eftir þrjá ís- lenska karlmenn og nefndi hann mennina á nafn en ekki konurnar. Finnst mér konunum sýnd lítilsvirðing fyrst þær ei-u ekki nefndai' á nafn en nafna mannanna getið. Nema þetta sé merkingin á orðinu sveita- mennska. Gaman væri að fá að vita hvaða konur þetta voru? Óánægður lesandi. Reykjavík falleg borg ÉG ER mjög hrifin af því hvað Reykjavík er orðin falleg borg. Á mörgum stöðum í borginni er búið að gróðursetja lauka á um- ferðareyjum, túlipana og páskaliljur í hundraða tali. Þetta gleður augað þegar farið er um borgina og vil ég senda þakkir mínar til þeirra sem hlut eiga að máli. Vegfarandi. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU, mjög fín- gerð og lítil, gætu verið i svörtu hulstri, týndust annaðhvort í Kringlunni eða á Laugaveginum. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 587 5081. Lyklar í óskilum LYKLAR fundust 30. júlí á gangbrautinni meðfram Ægissíðunni. Upplýsingai- í síma 552 5314. Canon myndavél týndist CANON C-70W, Super Shot, í gráu Olympus- hulstri, týndist sunnudag- inn 26. júíí á leið frá Húsa- felli til Borgarness. Skilvís finnandi hafi samband i síma 5621138. Útprjónaðir vettlingar og úlpa í óskilum ÚTPRJÓNAðlR litlir barnavettlingar fundust á Gullteig og lítil blá barna- úlpa fannst í Skeifunni. Upplýsingar í síma 553 6396. SKAK Uin.sjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á norska meistaramótinu í júlí. Krist- ian Trygstad (2.205) hafði hvítt og átti leik gegn Dag Madsen (2.275). 27. Bxf7+! - Kxf7 28. fxg6+ - Kxg6 (Eða 28. - Ke7 29. Df7+ - Kd8 30. gxh7 og hvitur vinnur. Hann hótar þá strax 31. Dxe8+ - Kxe8 32. h8=D og svarti bisk- upinn á e5 er leppur) 29. Hxe5! - Hxe5 30. Df6+ - Kh5 31. Dh6+ - Kg4 32. h3+ og svartur gafst upp. Hann tapar drottning- unni eftir 32. -- Kf4 33. Dh4+ - Kf5 34. Dxh7+. Roy Harald Fyllingen, 23 ára, vann óvæntan sig- ur á mótinu (2.390) eftir harða keppni við Simen Agdestein (2.570), öflugasta skák- mann Noregs til margra ára. HVÍTUR leikur og vinnur. Ást er.. • % ...að eiga góðar stumfir saman. TM U S P«t O* - U nonu F«erved (c)1BV7 Lm Ang^M Tim« Syndksu Yíkverji skrifar... ENSKAN herjar stöðugt á ís- lenskuna og málsóðar, sem ekkert gera til þess að standa vörð um íslenska tungu, reynast henni hvað hættulegastir. Hér í Morgun- blaðinu í síðustu viku var fjallað um nýtt æði meðal bama á öllum aldri, sem nefnist á ensku „Lazer-tag“. Þetta er eins konar eltingaleikur, þar sem þátttakendur em vopnaðir leysigeislabyssum og íklæddir vest- um, sem svara með einhvers konar ljósadýrð, ef andstæðingurinn nær að hitta í vestið með leysigeislanum. Við vinnslu fréttarinnar um þetta nýja æði, vafðist það fyrir blaða- mönnum að finna viðeigandi nafn á íslensku um leikinn. Blaðamenn rifjuðu upp bernskuleiki sína og þá urðu til nöfn eins og „Byssó“, „Byssuleikur", „Bófahasar" og „Bó- fó“, sem snarlega voru nútímavædd, með forskeytinu „leysi“, sem að sjálfsögðu er þýðing á enska orðinu „lazer“. Ekki hljómuðu nýyrðin ýkja vel: „Leysi-byssó“, „Leysi- byssuleikur“,“Leysi-bófahasar“ og „Leysi-bófó“. XXX NÚ vom góð ráð dýr, því ekki gekk að segja fréttina um nýja æðið með ensku heiti. Fyrirtækið sem býður upp á leikinn í leiktækja- sal sínum heitir enska nafninu „Dark-light“ og því fannst Víkverja harla ólíklegt að eitthvað þýddi að leita í smiðju til þess fyrirtækis, hvað varðaði íslenskun á heiti leiks- ins. Engu að síður hafði hann samt samband við fyrirtækið og spurðist fyrir um íslenskt heiti leiksins. Fyrstu svör voru þau, að ekkert ís- lenskt heiti væri til á leiknum og þar á bæ væri „að sjálfsögðu notað nafnið „Lazer-tag“„. Þetta fannst Víkverja fjarri því að vera nógu gott og upplýsti hann viðmælanda sinn um það mat sitt. Þá var Víkverji upplýstur um að það væri að vísu til nafn á íslensku, sem viðmælandinn kvaðst lítt hrifinn af og bað hann Víkverja að sjá til þess, að ef það nafn væri sett á prent í Morgun- blaðinu, að það yrði með afar smáu letri! Víkverji var nú orðinn spennt- ur að heyra hvert nafnið væri og þegar viðmælandinn upplýsti að það væri nafnorðið Geislaklukk, varð Víkverji ósköp glaður. Lýsti hann yfir sérstakri ánægju með þetta skemmtilega hljómmikla nafn, sem er hvorki meira né minna en frábær þýðing á enska heitinu. xxx ESSU næst upplýsti viðmæl- andinn Víkverja um að höfund- ur að íslenskuninni væri Björn Þór Vilhjálmsson, tómstundafulltrúi hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Við þessi tíðindi varð Víkverji enn glaðari og sló á þráðinn til Björns Þórs (sem hann þekkir ekki nokkurn skapað- an hlut) og vottaði honum virðingu sína og hrifningu. Það fer ekkert á milli mála, að maður sem hefur þessa afstöðu til íslenskrar tungu og verndar hennar, er hárrétt stað- settur, þegar hann starfar sem tómstundafulltrúi í Vinnuskóla Reykjavíkur. x x x HIÐ sama verður því miður ekki sagt um móðurmálskennarann í Grandaskóla, sem útbjó verkefni fyrir níu ára börn í vor upp úr námsbókinni Ritrún. Víkverji hefur séð eintak af hinu fjölritaða verk- efni, þar sem koma áttu fyrir orðin kvenkyns og hvorugkyns en þess í stað voru settar á prent orðleysum- ar kvennkyns og hvorukyns. Er þetta hægt?!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.