Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKORÐUR VIÐ ERLENDRI FJÁRFESTINGU UMRÆÐUR um hugsanlega fjárfestingu erlends banka í Landsbankanum hafa enn á ný beint sjónum manna að íslenzkri löggjöf um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi. Fram hefur komið að vegna takmarkana á óbeinni eignar- aðild útlendinga í íslenzkum sjávarútvegsfyrirtækjum væri t.d. ómögulegt fyrir erlendan banka að eignast meirihluta í Landsbankanum vegna eignarhluta bankans í Vátrygginga- félagi Islands, sem á hlut í mörgum útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjum. Burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa á áformum um hugsanleg kaup erlends banka á verulegum hlut í Lands- bankanum, er ljóst að núverandi löggjöf setur umtalsverðar skorður við erlendri fjárfestingu í íslenzku atvinnulífi. Mörg fyrirtæki, sem sjálf stunda annars konar starfsemi, eiga í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þetta á ekki aðeins við um banka- og tryggingageirann. Þessi lagaákvæði stangast því á við það meginmarkmið, sem nokkuð breið pólitísk sam- staða ríkir um, að auka hér erlenda fjárfestingu og laða er- lenda áhættufjárfesta að landinu. í fáum ríkjum háttar svo til að erlend fjárfesting sé bönnuð í meginatvinnugrein landsins. Bannið við erlendum fjárfestingum í sjávarútvegi er ekki heldur endilega heppilegt fyrir sjávarútveginn sjálfan. Það átti á sínum tíma vissulega við rök að styðjast. Á undan- förnum áratug hafa forsendur hins vegar breytzt og margir skipt um skoðun á þessu máli, Morgunblaðið þar á meðal. Utrás íslenzks sjávarútvegs á síðustu árum hefur gerbreytt þeirri mynd, sem við blasir. Ekki er lengur um það að ræða að Islendingar þurfi að verjast einhliða ásókn útlendinga í fiskveiðiauðlindina. Is- lenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa fjárfest í stórum stíl er- lendis og eiga þar útgerðir, fiskvinnslufyrirtæki og afla- kvóta. Það er afar hæpið að framfylgja þeirri stefnu til lengdar að hvetja til fjárfestinga íslenzks sjávarútvegs víða um heim, en banna um leið erlenda fjárfestingu í atvinnu- greininni. Sú stefna kann um síðir að koma niður á íslenzk- um hagsmunum. íslenzkur sjávarútvegur er einn sá öflugasti og bezt rekni í heimi. Islenzk sjávarútvegsfyrirtæki standa því ekki höllum fæti í samkeppni, þvert á móti. Það gæti jafnvel styrkt stöðu þeirra á alþjóðlegum vettvangi að eignast sterka bakhjarla í sjávarútvegi annarra ríkja. Það er því full ástæða til að rýmka mjög verulega um þær hömlur, sem til þessa hafa verið í gildi á þessu sviði. Að sjálfsögðu ber að fara þar að öllu með gát, til dæmis þarf að tryggja að aflakvóti hverfi ekki frá landinu. Slíkt er vel framkvæmanlegt, eins og sjá má af starfsemi margra þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem íslendingar eiga í er- lendis. Þau eru rekin sem t.d. þýzk, brezk eða chileönsk fyrirtæki, efla efnahag viðkomandi ríkja og skapa þar at- vinnu, um leið og þau skila íslenzka þjóðarbúinu ávinningi. KOLMUNNI OG TÚNFISKUR ÞAÐ ER langt um liðið frá því athygli manna fór að bein- ast að kolmunnaveiðum hér við land. Hins vegar höfum við íslendingar aldrei náð almennilega tökum á þeim veið- um. Kannski vegna þess, að athyglin hefur beinzt að öðrum og arðbærari veiðum en að einhverju leyti vegna hins, að við höfðum framan af ekki yfir skipum að ráða, sem hent- uðu til kolmunnaveiða. Nú er að verða breyting á því og at- hygli manna beinist æ meir að kolmunna. Enginn vafi leik- ur á því að þar eru ónýttir möguleikar í okkar sjávarútvegi. Hins vegar eru ekki nema örfá ár síðan farið var að ræða það í alvöru, að við gætum stundað túnfiskveiðar. Japönsk veiðiskip eru komin vel á veg með að sýna fram á, að raun- hæfir möguleikar eru til arðbærra veiða á túnfiski. Nú er stefnt að því að a.m.k. eitt íslenzkt skip hefji túnfiskveiðar í september. Þótt góðæri ríki við sjávarsíðuna eða kannski einmitt þess vegna er ástæða til að hvetja íslenzka útgerðarmenn til þess að beina athyglinni að þessum ónýttu möguleikum á fiskimiðunum í nágrenni okkar. Kolmunnaveiðar og tún- fiskveiðar geta með tímanum orðið góð viðbót við þá útgerð og vinnslu, sem við höfum aðallega stundað hingað til. Varist falsspámenn Sigurbjörn Einarsson biskup hefur góðfúslega heimilað Morgunblaðinu að birta eftirfarandi prédikun, sem flutt var í Þingvallakirkju síðastliðinn sunnudag, 2. ágúst. Guðspjall dagsins Matt. 7, 15-23. FYRIR 68 árum var ég mánaðar- tíma hér á Þingvöllum. Það var góður tími fyrir mig og rifjast jafnan upp þegar ég kem hing- að. Ég var meðal þeirra lánsömu skólapilta, sem fengu vinnu við að reisa tjöld hér fyrir Alþingishátíð- ina 1930, tjaldbúðir fyi-ir mörg þúsund manns. Og taka tjöldin ofan þegar allt var búið og hreinsa til. Þetta var mikið verk, því heldur mikið, að drjúgur hluti þessarar tjaldborgar laskaðist illa eina óveðursnótt, ískyggilega skömmu fyrir hátíð. Tjaldsvæðið var kallað Leirur, þar var sendin jörð, leirborin, lítt gró- in, hælar og stög höfðu of lítið hald, því varð þetta óhapp. En allt fór vel, alþingishátíðin gekk að óskum. Síðan hefur þjóðin lifað aðrar stórhátíðir á helgum velli og ein er skammt undan af ennþá stærra tilefni en allar hinar. Nú er allt svo fallega gróið þar sem Leir- urnar voru. Ég blessa alltaf í huganum stráin þar og allan nýjan gróður sem hér hefur dafn- að. Þeir sem eru nálega jafngamlir öldinni hafa í sumu séð rætast þá spá, sem þeir lærðu ungir í ljóði og snart svo djúpt: „Sú kemur tíð að sárin foldar gróa.“ Enn á það langt í land að þetta rætist til fulis. En Guði sé lof fyrir þá sem góðu spá og segja satt, satt þannig, að það leiðir til góðs, til góðra verka, til blessun- ar, að stefna í þá átt sem vonir þeirra benda. Heilög trú byggir á einum, sem endurfæðir til slíkrar vonar, til lifandi vonar, sem er vissa um, að fegurstu fyrirheit rætist, og köllun til að þjóna þeirri von. Þar með er ekki sagt að engar vonir bregðist. Maður sér uppblástur á heiðunum hér í grennd. Víða blasa við flög og sár, kal og drep. Og nú er ég ekki aðeins að tala um það ísland, sem er fjöll og grundir, viðkvæm gróðurþekja, strítt og blítt veðurfar. Island er fólk. Island er sál fólksins. Og hún er viðkvæm. Þar er helgidómur landsins. Þar blunda eilíf fræ, þar leynist eilíf fegurð. Eilíf von rætist ekki nema þar. Eilíf spjöll verða hvergi unnin nema á manniegri sál. Þetta veit sá sem talar í guðspjalli dagsins. Hann varar við. Varist falsspámenn, segir hann. Og þá minnist ég þess, að meðal þeirra, sem voru í vinnu hér á Völlunum vorið 1930, var bóndi héðan úr sveitinni, Halldór i Hraun- túni, greindur maður og góðviljaður. Hann sagði að fyrrabragði, ótilkvaddur, að það væri ýmislegt að varast hér. Við vorum ókunnugir og víst ekki alls ólíklegir til þess að geta farið gálauslega, sáumst lítt fyrir þegar við tókum á sprett hver í kapp við annan/einhverjir vildu klifra sér til frægðar í Almannagjá, einhverjir kafa í Peningagjá. Halldór sagði í hlýná vin- semd: Varið ykkur, drengir mínir, það geta verið sprungur og glufur undir mjúkum mosa, ég hef misst kindur ofan í hraunið. Og nibbur í berginu eru svikular, ekki vert að vera að klifra þar. Og að kafa í gjánum, - það gerði maður hér um árið og fékk krampa, þetta tæra vatn er svo kalt, það getur verið ban- vænt. Við skildum að hér var talað af góðvild, um- hyggju, þekkingu og viti. Og ef svo hefði borið til, að við hefðum verið sendh- einhveiTa er- inda út á ókunnar vegleysur hér um slóðir og Halldór hefði boðist til að koma með og vísa til vegar þá hefðum við þegið það, enginn var svo heimskur að hann hefði ekki þegið það. I guðspjalli dagsins talar sá sem veit. Hann þekkir umhverfið til hlítar. Hvaða umhverfi? Tilveruna, veruleikann. Hann segir að tilveran sé svo dásamleg, að því lýsi engin orð, að mað- urinn sé svo stórkostlegur, eilífur möguleiki, að það verði ekki með orðum tjáð. Þess vegna er svo mikið í húfi, svo mikið að vinna, svo miklu að tapa. Það eru hættur, hann varar við. En fyrst og fremst býður hann samfylgd. Hann ratar. Fylg þú mér. Ég er vegurinn, ég Sigurbjörn Einarsson er sannleikurinn, ég er lífið. Og ég er þinn. Svo talar hann. Og bak við orðin hans er góð- vild og umhyggja á því stigi, sem er kærleik- ur, sjálfur kærleikurinn, Guð, einn sannur Guð. Að treysta honum, trúa honum fyrir sér, það er að vera kristinn. Það er ekki að vita allt um Bláskóga og Odáðahraun tilverunnar, það er að vita hann hjá sér og vilja vera hjá honum og treysta honum. Um ráðgátur tilverunnar hlýt ég að fá takmörkuð svör í þessu lífi. En hverju eða hverjum get ég treyst? Hvaða orði? Hvaða anda? Hvaða vilja? Hvað heldur, hvað svíkur, hvað reynist satt, hvað reynist fals? í tjöldunum hér innfrá forðum var margt rætt. Unga menn vantaði ekki tilboð um leið- sögn í þá daga. Öldin, sem nú er að enda, hef- ur eignast marga, sem töldu sig vera og voru álitnir ofurmenni, heimsfræðarar, mannkyns- frelsarar. Engin öld hefur átt eins marga slíka. Snemma á öldinni kom út bók hér á ís- landi, Nýall eftir Helga Pjeturss. Á titilblaði kynnir höfundur sig með þessum orðum á lat- ínu: „Það sem heimspekingarnir hafa leitað um aldirnar, það sem spámenn aldanna vissu ekki, það hef ég fundið." Og á fyrstu síðum ritningar sinnar segir hann að hugsun sín muni leiða til mem breytinga til batnaðar á högum mannkyns en orðið hafi um allar aldir áður. Engin furða þótt einhverjir legðu við hlustir þegar svona miklu var lofað. Það hefur löng- um verið nokkuð tilfinnanleg þörf á því að breyta mannlegum högum til batnaðar. Annar spámaður var þó miklu frægari í ungdæmi sínu. Sá hét Krishnamurti. Bresk kona, guð- spekingur, fann dreng austur á Indlandi og nefndi hann þessu nafni og fékk vitrun um að hann væri mannkynsfrelsarinn. Það voru stofnuð félög um þennan mann, trúboðsfélög, í mörgum löndum, m.a. hér á Islandi. Það hét Stjarnan í austri og lét mikið til sín taka. Gáf- uð kona, sem var meðal forustumanna í þess- um félagsskap, skrifar svo í bók sem kom út fyrir 50 árum: „Fjöldi fólks hefur þyrpst um Krishnamurti, hvar sem hann hefur farið um heiminn, það hefur drukkið orðin af vörum hans eins og þyrstur maður teygar svaladrykk i þeirri von að finna þar ráðninguna á gátu síns eigin lífs. Margir hafa horfið frá, ömlnaðir af nýjum vonbrigðum, aðrir hafa haldið áfram að hlusta. Ég hef setið við fætur Krishnamurtis og reynt að skilja boðskap hans sem fullkomins, óskeik- uls manns.“ En Krishnamurti brást skv. vitn- isburði þessarar konu, Aðalbjargar Sigurðar- dóttur. Hann breyttist í augum hennar við nánari kynni, þegar til kom bar hann ekki með sér þá gagntakandi sælu sem hann sagði sjálf- ur að fylgdi þvi vitundarstigi, sem hann hefði náð. Svo skrifar hún orðrétt. Þetta er einn af vitnisburðum aldarinnar um skipbrot mikillar trúar á spámann, já, mannkynsfrelsara, sem brást. En það má Krishnamurti eiga að hann af- salaði sér sjálfur þeirri tign að vera sú guð- dómsstjarna úr austri sem ætti að upplýsa alla jörð. Hann sagði við það fólk, sem hafði flykkst saman úr öllum álfum til þess að sjá dýrð hans: Þetta er misskilningur, þetta er blekking, ég er engin guðdómsvera, enginn frelsari. Farið heim og frelsið ykkur sjálf. Þetta ber að virða við hann. Hinir guðdómarn- ir sem öldin hefur dýrkað urðu að sama skapi voldugri sem þeir voru vem. Stórum fasmest- ir þegar ég var ungur og lengi síðan voru þeir, sem trúðu á Stalín sem frelsara heimsins; Sem frelsara heimsins. Þetta era ekki ýkjur. Ég veit hvað ég segi. Ég lifði þessa tíma, ég mætti þessari trú eins og æðandi báli í brjóstum manna. Og rétt í kjölfarið komu þeir sem trúðu á Hitler af sama glóandi æði. Enn síðar kom Mao með kverið sitt fræga og sitt himneska stjórnarfar. Voldugir guðdómar allir þrír. Engir guðdómar hafa áður heimtað og fengið þvílíkar fórnir, engir skilið eftir annan eins feril. Af ávöxtunum þeirra skuluð þér þekkja þá. Taka menn það til greina? Læra menn af beiskri reynslu? Mig uggir að því fari fjarri. Ég óttast það hvað þeir eru orðnir há- værir og mikillátir í Þýskalandi og öðrum löndum, sem Hitler lék verst, sem dýrka hann, hampa þeim heiðna hakakrossi og segja það allt lygi sem er satt, og hitt sannleika, sem er djöfulleg lygi. Hinn menntaði nútímamaður hefur reynst íram úr hófi berskjalda fyrir sefj- un seiðmanna, fyrir órum um fullkomið mann- félag, fyrir skrumi um andleg ofurmenni, meistara, sjáendur, kraftajötna í andlegum íþróttum. Óg á síðustu árum hefur það gerst hvað eftir annað, að svonefndir trúarleiðtogar hafa teymt blindaða dýrkendur sína út í óheyrileg glæpaverk og beint í opinn dauðann. Trúarþörfin er sterk, hún er voldugt afl. Trú er að ljúka sér upp fyrir áhrifum og krafti sem er meiri en maður sjálfur. Ef áhrifin eru vond, ef krafturinn er illrar ættar, fer illa. Ef trúar- þörfin, þessi grunnþörf mannsins, lífsþörfin, leit hjartans að sjálfu sér, að Guði sínum, er afvegaleidd, þá fer illa. Það er ekkert verra til en vond trú. Aðvörun Jesú er tímabær. Hún mun verða tímabær á næstu árum, kannski svo sem aldrei áður. Þeir ábyrgir menn sem eru að tala um að þjóðkirkjan eigi ekki rétt á sér lengur mættu hugleiða hvort það sé óeðli- legt með tilliti til almannaheilla, að hið opin- bera reyni að stuðla að heilbrigðu trúarlífi, því heilbrigt trúarlíf er sterkasta vörnin gegn sjúklegum fyrirbæi’um, sóttheitu einsýni, grillum og sjónhverfingum. Það þurfa þeir að athuga, sem móta menntakerfi þjóðarinnar. Og allir, sem vilja þjóðinni vel. Og það þarf þjóðin að sjá og reyna, að Jesús Kristur lifir í þeim, sem játa hann, að hans hógværa, milda, sterka kærleiks- og sannleiksvald er virkur veruleiki í tilbeiðslu og þjónustu kirkjunnar hans. Hann hefur engum brugðist, hann getur aldrei brugðist, hann er vegurinn, sannleikur- inn og lífið. Það mun reynast satt hverjum þeim sem tekur það gilt. Satt um tíma og ei- llfð. Isteka vinnur frjósemislyf úr blóði rúmlega 1.000 hryssna í ár STÓÐIÐ á Lágafelli rekið að. Morgunblaðið/Kiistinn FOLÖLDIN fengu simi skamnit af ormalyfi í leiðinni. Hugvitið virkjað í líftækni ✓ Isteka vinnur frjósemislyf úr blóðvökva hryssna sem er notað víða um heim til að stjórna gangmáli í búfé. Hryssunum sem blóð er tekið úr fjölgar um þriðjung í ár. Hildur Gróa Gunnarsdóttir fékk dr. Hörð --------------------y---- Kristjánsson, framkvæmdastjóra Isteka, til að lýsa því hvernig merarblóð verður að lyfi og fór með í blóðsýnatöku. HÖRÐUR Kristjánsson fram- kvæmdastjóri ísteka og Magnús Finnbogason bóndi á Lágafelli ræða málin. FLIPINN er rispaður og nokkr- ir blóðdropar teknir í bómull- arpinna. RAMKVÆMDASTJÓRI ísteka, Hörður Kristjáns- son, undirbýr þessa dagana ásamt hrossabændum og dýralæknum blóðtöku úr fylfullum hryssum. Byrjað er á því að taka sýni úr merunum til að sjá hverjar séu fyl- fullar og hvort hlutfall frjósemis- hormónsins eCG, sem er sykru- prótein hormón, sé orðið nógu hátt, en það framleiða þær á ákveðnum tíma meðgöngunnar. Teknir eru 5 lítrar af blóði í senn úr hverri hryssu og er blóð tekið fimm sinnum úr hverri með viku millibili. Fyljunarhlutfall hátt á íslandi I ár skiptir Isteka við tæplega 40 bændur. Hingað til hefur Isteka aðal- lega keypt blóð úr hryssum í Rangár- vallasýslu en nú munu bændur úr Borgarfirði og Húnavatnssýslu einnig selja blóð úr hryssum sínum. Hörður býst við að tekið verði blóð úr 1000 til 1500 hryssum í ár og er það um 30% aukning frá því í fyrra. Hann segir fyljunarhlutfallið hátt á Islandi og að hér séu einstakar aðstæður til að rækta hross með tilliti til frjósemi. I vikunni sem leið var Magnús Finnbogason á Lágafelli í Austur- Landeyjum að taka blóðsýni úr um 80 merum. Hann hefur tekið blóð úr mer- um sínum og selt allt frá 1980. Hann segir þetta alls ekki fara illa með þær og betur sé fylgst með þeim á með- göngunni fyrir vikið. Bændur kynnist stóðinu líka betur með því að taka sýn- in og blóðið reglulega. Hann segir þetta ágætis aukabúgrein þar sem til- kostnaður sé sama sem enginn, bænd- ur þui-fi einungis að leggja fram vinnu nokkra daga við blóð- og sýnatöku. Þegar sýnin voru tekin á Lágafelli fyi-ir viku notaði Magnús tækifærið til að gefa folöldunum ormalyf, en stóðið er rekið í rétt. Magnús hafði tvo menn sér til aðstoðar, Fannar Bergsson sá um að rispa flipann og taka nokkra blóðdropa í bómullarp- inna og Páll Imsland hélt utan um skráningu þeirra. Hver hryssa hefur númer en Magnús gefur þeim öllum nöfn en þar sem merarnar eru að nálgast hundraðið reynir á hug- myndaflugið og sagði hann að fjórar þeirra vantaði enn nafn. Þegar sýna- töku var lokið voru sýnin send til Isteka í Reykjavík. Þegar sýnin voru skoðuð daginn eftir kom í ljós að fyljunarhlutfall var 36%. Það þýðir að hægt verður að taka blóð úr 29 hryssum í þessari viku en áfram verða tekin sýni úr hin- um til að kanna hlutfall frjósemis- hormónsins í blóðinu. Hörður segir fyljunarhlutfallið úr þeim sýnum sem komin eru ívið lægra en verið hefur og er talið mögulegt að það séu eftirköst hrossa- sóttarinnar. Hann segir að hún hafi að öðru leyti engin áhrif á framleiðsl- una þar sem vírusvarnarskref sé inni í framleiðsluferlinu. tír meraræðum í lyfjaglas. Leið frjósemishormónsins eCG úr æðum meranna í lyfjaglös er löng og nokkuð flókin og Hörður bendir á að þetta sé eina líftækniafurðin sem unnin sé hér frá grunnhráefni og upp í fullunna vöru, lyf sem hægt er að gefa inn. Hörður segir fyrsta skrefið í framleiðslunni að fylgjast með því að hráefnið sé gott. „í því skyni er tekið blóðsýni úr merarstóðum og geta bændur sjálfir tekið þessi sýni. Þeir senda sýnin svo til fsteka og þar er skoðað hversu hátt hlutfall frjósemishormónsins eCG er í hryssunum, þannig er hægt að velja besta hráefnið úr mörg þúsund sýnum sem við fáum,“ segir Hörður. Þegar hlutfallið er orðið gott taka dýralækn- ar úr þeim blóðið. Verðið sem fæst fer eftir gæðum blóðsins og er því skipt upp í 5 gæðaflokka. Lágmarkið eru 5000 krónur fyrir 25 lítra af blóði en fyrir þær sem best gefa fæst allt upp í 10.000 krónur. Starfsgildi í verksmiðju ísteka eru rúmlega fjögur en yfir sumarið vinna þar um 10 manns. Lyfið er unnið í þrepum og sent út tvisvar á ári og tekur um hálft ár að undirbúa hvora sendingu fyrir sig. „Við vinnum allan blóðvökvann upp á sama stigið í þrep- um þar til komið er lyf tilbúið til áfyll- ingar. Þá er búið að frostþurrka það til að auka stöðugleika þess og er það þá orðið að dufti. Við frostþurrkun gufar ísinn upp í lofttæmi við mínus 30 gráður. Líftækniafurðir þola ekki dauðhreinsun með hitun sem er hluti af hefðbundinni lyfjaframleiðslu. Þess í stað er herbergið sem áfylling- in fer fram í dauðhreinsað og í því yf- irþrýstingur svo ekkert óhreint í and- rúmsloftinu komist inn í það. Fólkið sem vinnur þar þarf að verá í hálf- gerðum geimbúningum og þarf að passa sig að hreyfa sig ekki of hratt því það getur truflað loftflæðið yfir áfyllingarlínunni," útskýrir Hörður. „Lyfinu er svo dreift af hollensku fyrirtæki, Það er meðal annars keypt á Italíu og Frakklandi og er það not- að til að stjórna gangmáli í sauðfé og svínum og er markmiðið að fá ferskt kjöt árið um kring,“ segir Hörður. Hann segir vaxandi áhuga hérlendis en markaðurinn sé of lítill til að fyrir- tækið geti lagt út í skráningu hér því það sé mjög dýrt. Ef íslenskur bóndi vill kaupa lyfið sem upphaflega kom úr hryssunum hans þarf hann að hafa samband við íslenskt dreifingar fyrir- tæki hollenska fyrirtækisins. Svo lyf- ið þarf að fara langa leið úr hryssun- um hans yfir í ærnar. Áhrif blóðtökunnar jákvæð Áður en farið var að vinna frjósem- islyf úr blóðvökva hryssna fóru fram rannsóknir á áhrifum blóðtökunnar á hryssur og folöld. Þær rannsóknir fóru fram um 1980 á vegum lyfja- heildverslunar G. Olafsson. Hörður segir niðurstöðurnar hafa sýnt fram á að blóðtakan væri á engan hátt skað- leg og reynslan þyki sýna að ef eitt- hvað sé verði hryssurnar hraustari og folöldin fallegri. „Upphaflega var blóðið selt til Danmerkur, en um 1985 var verk- smiðjan sem ísteka framleiðir lyfið í sett á fót af G. Ólafsson. Fyrstu fjög- ur árin gekk sala á lyfinu ekki vel og um 1990 var áhættufé frá Iðnþróun- arsjóði, Iðnlánasjóði og Þróunarfélagi íslands á þrotum. Þróunarfélagið vildi þó láta reyna betur á og gefa framleiðslunni meiri tíma. Þá var stofnað líftæknifyrirtæk- ið ísteka og voru nokkrir starfsmenn ráðnir áfram. Á árunum ‘90 til ‘94 er starfseminni haldið gangandi, mikil rannsóknar- vinna fer fram og jafnframt unnið í markaðssetningu. Tæknisjóður Rannsóknarráðs og Norræni iðnaðar- sjóðurinn stóðu fyrir fjármögnun á rannsóknarhlutanum. Velta ísteka var þá um 10 milljónir, helmingurinn sala og hitt styrkir og áhættufé,“ seg- ir Hörður. Hann telur Þróunarfélagið hafa sýnt áræði með því að reyna að varðveita þann vaxtarbrodd sem mögulega væri í framleiðslunni. ís- lendinga skorti oft þohnmæði til að leyfa nýjungum að þróast og gefa þeim nauðsynlegan tíma til þess. Framleiðslugeta tvöfölduð með hugviti Breytingar urðu árið ‘94 hjá fyrir- tækinu, þá varð Hörður fram- kvæmdastjóri en hafði áður verið rannsókna- og þróunarstjóri og Hólmfríður Einarsdóttir var ráðin framleiðslustjóri. Árið ‘95 keypti Lyfjaverslun Islands Isteka og er ísteka nú rekin sem sjálfstæð eining innan þess. í febrúar 1994 náðust samningar við hollenskt fyrirtæki um dreifmgu á lyfinu og segir Hörður að þá hefjist í raun nýtt skeið hjá fyrir- tækinu. „Við unnum þá að því að færa þróunarvinnu fyrri ára yfir í fram- leiðsluferlið og þá var ég í góðri að- stöðu sem stjómandi þar sem ég hafði áður unnið í þróuninni," segir Hörður. Á þessum tíma náðist mjög góður árangur og miklar framfarir urðu. Verðmæti framleiðslunnar er nú komið upp í um 50 milljónir á ári. Hörður segir að hægt sé að þrefalda framleiðsluverðmætið með því að full- nýta verksmiðjuna, m.a. með áfyll- ingu á öðrum líftækniafurðum. „Með eldri aðferðum var unnið lyf sem inni- hélt 900-1000 einingar af hormóninu á hvert milligramm en lágmarkið var 900 og var síðar hækkað upp í 1000. Nú erum við að vinna lyf með að með- altali 2700 einingar á mg,“ segir Hörður og segir hann nýtingu hrá- efnis nú 50% betri en áður en unnið hafi verið að betri nýtingu með styrk frá Tæknisjóði Rannsóknarráðs. Lot- urnar hafi verið stækkaðar og fram- leiðsluferli breytt svo framleiðsluget- an hafi einnig aukist um 50%, þ.e. hægt sé að framleiða úr helmingi meira hráefni en áður var. í heildina hafi því í raun orðið rúmlega tvöföld- un á framleiðslugetu verksmiðjunnar án þess að lagt hafi verið út í veruleg- ar breytingar eða tækjakaup heldur hugvitinu fyrst og fremst beitt. Þegar Hörður er inntur eftir frek- ari möguleikum í líftækniiðnaðinum hér stendur ekki á svörunum. Hann segir ísteka m.a. taka þátt í þróun lyfs sem sé unnið úr ensími ljósátu sem kemur úr Suðurskautshafinu af fyrirtækinu Norður ehf. í samstarfi við HÍ og breskt lyfjafyrirtæki. En ísteka sér um frostþurrkun og pökk- un eða um lokastigið í framleiðslunni. Hann segir að ísteka sé einnig í sam- starfi við bandarískt fyrirtæki um framleiðslu á líftæknilyfi sem hafi áhrif á fjölgun rauðra blóðkorna. Líftækniiðnaðui-inn er á fleygiferð að sögn Harðar og möguleikar lítilla eininga eins og ísteka ágætir ef menn passi að hugsa alltaf fram í tímann og á heimsmælikvarða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.