Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ SIGURVEGARARNIR í Spingold-sveitakeppninni voru ánægðir í mótslok. Frá vinstri eru Jeff Meckstroth, Bob Hamman, Rich- ard Freeman, Poul Soloway, Eric Rodwell og Nick Nickell. Sveit Nickells vann Spingold BRIDS Chicago AMERÍSKA SUMARBRIDSÞINGIÐ Sumarbridsþing N-Ameríku var haldið í Chicago 23. júli til 2. ágúst. íslenskir spilarar tóku þátt í lielstu mótunum. SVEIT Nicks Nickells vann Sp- ingold-sveitakeppnina bandarísku á sunnudag þegar hún lagði sveit skipaða pólskum landsliðsmönn- um með eins stigs mun. Sveit með Jón Baldursson og Magnús Magn- ússon innanborðs varð í 9-16. sætí; féll út í 16 liða úrslitum. Sveit Nickells hefur verið besta sveitin í Bandaríkjunum um árabil og á þeim tíma hefur hún einnig unnið Bermúdaskál- ina. Fyrir skömmu vann hún sér rétt til að keppa um Bermúda- skálina árið 2000 fyrir hönd N- Ameríku en keppnin verður haldin í janúar á Bermúda. Sveitina skipa auk Nickells, Richard Freeman, Jeff Mech- stroth, Eric Rodwell, Bob Hamman og Poul Soloway. Bobby Wolff var í sveitinni fram á þetta ár en þá hættu þeir Hamman að spila saman. I Chigago var Wolff hins vegar sveitarfélagi Jóns og Magnúsar en sveit þeirra tapaði í 16 liða úr- slitum fyrir sveit sem innihélt m.a. núverandi Evrópumeistara, ítalina Lorenzo Lauria og Al- fredo Versace. Sú sveit tapaði síð- an fyrir Nickell í undanúrslitum og í úrslitaleiknum mætti Nickell sveit Grant Baze, sem freistaði þess að verja Spingoldtítílinn frá síðasta ári. Með Baze spiluðu Mi- ke Whitman, Adam Zmudzinski, Marek Szymanowski, Marcin Lesniewski og Cezary Balicki. Séð í gegnum spilin Úrslitaleikurinn var hnífjafn og spennandi allan tímann. í spili + Maðurinn minn, SIGURVIN INGVI GUÐJÓNSSON frá Mjóabóli, lést laugardaginn 1. ágúst. Anna Guðmundsdóttir. 58 af 64 komust Meckstroth og Rodwell í slemmu og þegar vöm- in byrjaði ekki á að taka á ásinn sinn, lykildrottning lá rétt og hliðarlitur 3-3 gat sagnhafi hent niður tapslag og vann slemmuna. Baze jafnaði leikinn í næsta spili með vel heppnaðri fómarsögn en í spili 63 virtist Nickell gera út um leikinn þegar Soloway fékk hagstætt útspil gegn 4 hjörtum og vann þau en sami samningur tapaðist við hitt borðið. Nickell var því 12 stígum yfir í leiknum fyrir síðasta spilið: Vestur gefur, AV á hættu. Noröur A Á653 V ÁDG2 ♦ K764 ♦ 9 Austur A 9 V 10976 ♦ ÁG1032 * K62 Suður A K842 V 3 ♦ 98 AÁD8754 Við bæði borð spilaði suður 4 spaða. Eins og sést er spilið vonlaust með tígli út en við ann- að borðið opnaði Lesniewski i norður á 1 tígli og Hamman í vestur valdi að spila út hjarta. Lesniewski svínaði drottning- unni og tók hjartaás og henti tígli. Síðan svínaði hann laufa- drottningu, trompaði lauf í borði og tók spaðaás og spilaði spaða á kóng. Hann lagði því næst nið- ur laufaás og þegar liturinn brotnaði 3-3 var eftirleikurinn auðveldur og NS fengu 420 fyr- ir. Við hitt borðið spiluðu Meck- stroth og Rodwell líka 4 spaða í NS en Meckstroth sá ekki í gegnum spilin, eins og Lesni- ewski virtist gera og endaði tvo niður, 100 til AV. Það gaf Baze 11 impa en nægði ekki til að jafna leikinn, svo Nickell vann 112-111. Guðm. Sv. Hermannsson Vestur A DG107 VK854 ♦ D5 + G103 + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI JÓNSSON, Múla, Vopnafirði, er lést föstudaginn 31. júlí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Vopna- fjarðarkirkju laugardaginn 8. ágúst kl. 14.00. Synir, tengdadætur og barnabörn. _________MINNINGAR BENEDIKT JÓN GEIRSSON + Benedikt Jón Geirsson fædd- ist í Reykjavík 21. maí 1924. Hann lést á Borgarspítalanum í Fossvogi 24. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigrfður G. Gottskálksdóttir, f. 29. október 1897, d. 29. nóvember 1947, og Geir B.E. Bene- diktsson, f. 10. maí 1897, d. 13. apríl 1983. Bræður Bene- dikts eru Oddur, f. 10. maí 1921, og Gunnar, f. 18. desember 1934. Benedikt kvæntist 8. júlí 1950 eftirlifandi konu sinni, Bryn- hildi Pálsdóttur, f. 28. ágúst 1931. Foreldrar hennar voru hjónin Silvía B. Jónsdóttir, f. 7. september 1906, d. 21. október 1969, og Páll Bjarnason, f. 10. maí 1907, d. 13. nóvember 1981. Benedikt og Brynhildur eignuð- ust íjórar dætur: 1) Sigríður, f. 5. júní 1951. 2) Ragnhildur, f. 6. febrúar 1954. Hún var gift V. Þá hefur Benedikt bróðir minn, eða Diddi eins og hann var kallaður af fjölskyldunni, lokið hérvistar- dögum sínum. Lokið er ævi, sem um margt var óvenjuleg, þar vant- aði hvorki mótlæti né gleði, fátækt eða góða afkomu. Hann var fjög- urra ára gamall þegar móðir okkar var send á Vífilsstaði og var ekki búist við að hún ætti afturkvæmt þaðan. Eftir níu mánaða dvöl snéri hún þó aftur, en náði aldrei fullri heilsu. Þessi lifsreynsla hafði meiri áhrif á Didda en nokkurn skyldi gruna. Lífsbaráttan var hörð á þessum árum og því enginn mögu- leiki á langtíma skólagöngu eins og hugur hans stóð til. Tólf ára gamall er hann farinn að vinna og leggja til heimilisins. Sumarið 1940 leySist svo heimili okkar upp þar sem móðir okkar er þá orðin einstæð og ræður ekki við að halda heimili. Það er svo vorið 1942 að henni býðst húsnæði og það verður úr að Diddi verður aðalfyrirvinna móður okkar og mín, átján ára að aldri og hélst sú skipan þar til móðir okkar andaðist. Þar sem langskólanám var ekki mögulegt beindist hugur hans að húsasmíði, en 1943 býðst honum að læra pípulagnir, sem hann gerði síðan að ævistarfi sínu. Það mun hafa verið sumarið 1947 sem Diddi hitti verðandi eig- inkonu sína, hana Binnu, og eftir það varð ekki aftur snúið, parið Diddi og Binna var orðin stað- reynd. Það var að vísu smá galli á gjöf Njarðar, nefnilega að undirrit- aður fylgdi með í kaupunum og flaug ekki úr hreiðrinu fyrr en Wellsandt og er þeirra sonur Yngvi. 3) Elsa Silvía, f. 20. ágúst 1957, d. 2. júní 1974. 4) Bryn- hildur, f. 6. desem- ber 1961, í sambúð með Björgvin Frið- rikssyni. Benedikt lærði pípulagnir og fékk meistararéttindi ár- ið 1950. Eftir það rak hann pípulagn- ingafyrirtæki með félaga sínum, Páli Magnússyni, þar til heilsan bilaði og hann varð að hætta störfum. Benedikt starf- aði mikið að félagsmálum pípu- lagningamanna. Hann var for- maður Meistarafélags pípu- lagningamanna um fimm ára skeið og var heiðursfélagi nú síðustu árin. Hann var sömu- leiðis formaður Mælingastofu pípulagningamanna til margra ára. Benedikt verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hann mátti til. Að leiðarlokum er því ekki þakkað fyrir neitt lítilræði. Nú tók við tímabil með hækk- andi sól, dæturnar fæddust hver af annarri og byggt var hús í Hvammsgerði 6 og þar stóð heimili þeirra í um 30 ár þekkt fyrir mynd- arskap og frábæra gestrisni enda mikill gestagangur á heimilinu og samheldni hjónanna einstök. Diddi var ákaflega greiðvikinn, vildi allt fyrir alla gera. Væri verið að þakka fyrir gerðan greiða var alltaf sama viðkvæðið: æ, láttu ekki svona. En mótlætið var ekki alveg búið að sleppa hendi af þeim hjónum því 2. júní 1974 ferst dóttir þeirra Elsa í hörmulegu flugslysi. Það var ekki auðvelt að komast yfii- þá miklu sorg og þótt tíminn breiddi hulu yf- ir sorgina græddi sú hula aldrei sárin. En lífið hélt áfram og smám saman dró úr vinnuþrekinu þar til hann varð að hætta að vinna. Síð- ustu árin voru bróður mínum erfið. Þótt hann hefði ekki hátt um það átti hann erfitt með að sætta sig við að líkamlegt þrek var orðið lítil- fjörlegt. En áfram hélt hann á þrjóskunni og síðustu tvö árin átti bygging sumarbústaðar vestur á Ökrum hug hans allan og þar áttu þau Binna saman dásamlega viku í blíðskapar veðri, en þessi vika varð hans síðasta héma megin. Að lok- um viljum við Jytta þakka fyrir allt og allt og óskum þér blessunar á nýjum vegum í þeirri fullvissu að vel hafi verið tekið á móti þér hin- um megin. Elsku Binna, Sirrý, Hilda og Binna, megi góður guð styrkja + Okkar elskulegi ÞÓRÐUR YNGVI SIGURÐSSON, andaðist á heimili sínu í Hátúni 12, Reykjavík, mánudaginn 3. ágúst sl. Jarðarförin auglýst síðar. Aðstandendur. + Sambýlismaður minn, JÓN RÚNAR SIGURÐSSON vélvirki, lést á heimili sínu sunnudaginn 2. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Guðmundsdóttir. ykkur, en góðar minningar tekur enginn frá ykkur. Gunnar og Jytta. Hvenær man ég fyrst eftir Didda frænda? Ég veit það ekki, en finnst að ég hafi alltaf þekkt hann. Eflaust er það oft svo um þá sem hafa verið manni nánir og markað spor í lífshlaupið. Fyrstu minning- ar mínar um Didda frænda eru af Rauðarárstígnum. Ég man vel eftir herberginu, glerborðinu og leður- stólunum með krómuðu örmunum, plötuspilaranum og jassinum sem hljómaði. Ég man hvað Diddi var alltaf glaður, gantaðist oft við okk- ur Siggu systur og rétti okkur eitt- hvað sem okkur þótti fengur í. Þá man ég óljóst eftir Binnu. Þau urðu síðan órofa heild í huga mínum, Diddi og Binna, oftast nefnd í sömu andránni og var það okkur krökk- unum mikið tilhlökkunarefni að heimsækja þau hjónin. Stelpurnar fæddust, Sirrí, Hilda, Elsa og Binna, það var oft glatt á hjalla, bæði í Vogunum og einkum í Hvammsgerði á þessum árum. Diddi frændi var þá alltaf hrókur alls fagnaðar og uppáhald okkar frændsystkinanna. Én það bar skugga á þegar Elsa dó í flugslysi ung að árum og finnst mér að Diddi frændi hafi aldrei náð sér eftir það mikla áfall sem þetta slys var fyrir hann og fjölskylduna. Þau hjónin, Diddi og Binna, hafa alltaf verið mjög samhent og stutt hvort annað. Óhætt er að fullyrða að Diddi frændi sótti mikinn styrk til Binnu, einkum seinust ár þegar heilsan fór versnandi. Þau áttu saman margar góðar stundir á Ökrum og þar voru þau saman þegar hann veiktist í síðasta sinn. Nú er Diddi frændi dáinn og eft- ir er tómleiki sem við reynum að fylla með minningarbrotum, en það verða aldrei annað en brot sem að- eins geta minnt okkur á liðna tíð og samverustundir, en hjálpa okkur að syrgja góðan dreng. Kæra Binna, megi góður Guð veita þér, dætrunum Sirrý, Hildu, Binnu og öðrum vandamönnum styrk og stuðning í sorginni. Einar, Eva og fjölskylda. Þá er elskulegur mágur minn og vinur búinn að fá hvíldina, eftir löng og ströng veikindi, sem hann tók af æðruleysi. Diddi var góður heimilisfaðir og dugnaðarforkur, auk þess að vera hjálpsamur öllum sem til hans leituðu. Ég minnist þess þegar við hjónin vorum að koma okkur upp húsnæði, að hann kom að máli við manninn minn sál- uga og tók skýrt fram að til sín ætti að leita ef hjálpar væri þörf. Það var og gert. Ékki var síðra að eiga Binnu systur mína að, þau hjónin voru samheimt í öllu. Binna og Diddi eignuðust 4 dætur, en urðu fyrir djúpri sorg er þau misstu eina þeirra í flugslysi árið 1974 og fórust þar 3 önnur ung- Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fýrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær birtist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.