Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ I < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 49 FRÉTTIR Ferðamálaráðherra Irlands heimsækir Reykjavík Opnar Irskan dag í Perlunni á föstudag og hittir ráðamenn að máli FERÐAMÁLARÁÐHERRA ír- lands, dr. James McDaid, kemur hingað til lands í stutta heimsókn í dag, miðvikudag 5. ágúst. Ráðherr- ann kemur hingað ásamt fylgdar- liði í tilefni af 20 ára afmæli ferða- skrifstofunnar Samvinnuferða Landsýnar, sem átt hefur langt samstarf við ferðamálayfirvöld á Irlandi. í ár eru 20 ár liðin síðan SL flaug fyrsta leiguflug sitt til ír- lands. Dr. James McDaid hittir Davíð Oddsson forsætisáðherra árdegis á fimmtudag, en síðan verður farið í skoðunarferð um Reykjavík. Hann heimsækir Vatnsveituna, Árbæjar- safn og Nesjavallavirkjun og hittir borgarstjóra, Ingibjörgu Sólránu Gísladóttur að máli. Á fóstudag verður James McDaid viðstaddur á Irskum degi í Perlunni, þar sem haustferðir Samvinnuferða Landsýnar til Du- blin verða kynntar. Irskur dagur hefst kl. 16:00 og þar verða fjöl- breytt skemmtiatriði, ferðatilboð og ferðakynningar, auk þess sem Lukkuhjól Samvinnuferða Land- sýnar verður á staðnum. Héðan fer ráðherrann á laugar- dag. Með ráðherranum verður Chris Kane, framkvæmdastjóri frá Ferðamálaráði Irlands og nokkrir aðrir embættismenn. Dr. James McDaid er 49 ára gamall, læknir að mennt frá Do- negal-héraði á Irlandi. Hann var kjörinn á þing landsins árið 1988. Hann hefur átt sæti í þingnefndum um kvenréttindi, um fjársýslu og í þróunarnefnd norður- og suðui'- hluta Irlands. Þá á hann sæti í ut- anríkismálanefnd írska þingsins og í sérstakri undimefnd um málefni Norður-írlands. Hann varð ráð- herra ferðamála, íþrótta og útiveru í júní í fyrra. Brjósta- gjafar- vika stend- ur yfír ALÞJÓÐLEG brjóstagjafarvika á vegum WABA verður haldin vik- una 1.-7. ágúst. Að þessu sinni er áherslan lögð á efnahagslega hlið brjóstagjafarinnar fyrir fjölskyld- una og þjóðfélagið undir yfirskrift- inni: Brjóstagjöf: besta fjárfesting- in. „Margir rannsóknir hafa sýnt fram á gildi brjóstagjafar fyrir heilsu ungmenna og betri heilsu fullorðinna sem voru brjóstfæddir sem börn. Betri heilsa hefur bein- an sparnað í för með sér fyrir ein- staklingana sjálfa en nýlega var gerð bandarísk athugun á því hvað brjóstabörn spöruðu heilbrigðis- kerfinu,“ segir í frétt frá samtök- unum Barnamál. Barnamál, sem er áhugafélag um brjóstagjöf, vöxt og þroska bama stendur að brjóstagjafarvik- unni hér heima. Meðal annars verða greinar um brjóstgjöf birtar í blöðum og tímaritum í tengslum við þessa viku. Barnamál verður 15 ára á næsta ári og hafa hjálparmæður félagsins í gegnum tíðina hjálpað mörgum mæðram við brjóstagjöf og annað er varðar umönnun bama. Hjálp- armæður era staðsettar víða um land og er allt þeirra starf unnið í sjálfboðavinnu. Barnamál hefur gefíð úr frétta- og fræðsluritið Mjólkurpóstinn í 13 ár og haft opið hús tvisvar í mánuði í Hjallakirkju í Kópavogi. ---------------- Ráðstefna náms- og starfsráðgjafa í DAG hefst í Nomæna húsinu samnorræn námstefna náms- og starfsráðgjafa. Ráðstefnunni lýkur á sunnudaginn. Þetta er fyrsta ráðstefnan sinnar tegundar hér á landi og sitja hana yfir 100 manns, þar af 25 íslend- ingar. Islenskir náms- og starfsráðgjaf- ar hafa verið aðilar að norrænum samtökum síðan 1988 og munu þeir taka við stjórn samtakanna árið 1999. Úr dagbók lögreglunnar V ersliinarmannahelgin, 31. júlí - 4. ágúst 1998. FÁTT fólk var í miðbænum um helgina og tiltölulega rólegt. Það eru þó alltaf einhverjir til vand- ræða og t.d. voru 4 teknir fyrir ótímabært þvaglát. Umferðin 50 ökumenn vora teknir fyrir of hraðan akstur í Reykjavík og 16 fyrir ölvun við akstur um helgina. Aðfaranótt laugai'dags var bifreið stöðvuð á Suðurlandsvegi við Rauðavatn en henni hafði verið ekið á 150 km hraða. Um svipað leyti var bifreið ekið útaf Vestur- landsveginum við Þingvallaveg til að koma í veg fyrir að aka á ölvað- an mann sem stökk í veg fyrir bif- reiðina. Sá ölvaði var tekinn á staðnum. Innbrot og þjófnaðir Lögreglunni var tilkynnt um 7 innbrot um helgina sém er fækk- un frá síðasta ári en þá voru þau 10 og árið þar áður 22. Um þessa helgi var lögreglan líka með sér- stakt eftirlit til að koma í veg fyrir innbrot. Síðdegis á fóstudag var tilkynnt um þjófnað á nokkur hundruð þúsund ki'ónum úr skúffu á bensínstöð í vesturbæn- um. Þetta voru peningar sem vora tilbúnir fyi-ir uppgjör. Líkamsmeiðingar og árásir Maður var fluttur á slysadeild úr Hafnarstræti á föstudagskvöld, bólginn og blóðugur í andliti. Kvaðst hann hafa orðið fyrir árás unglingahóps. Aðfaranótt laugar- dags var maður fluttur á slysa- deild sem kvaðst hafa orðið fyrir árás dyravarða á veitingastað í miðbænum er hann ætlaði inn í veitingahúsið. Um svipað leyti voru tveir menn teknir í Pósthús- stræti fyrir að sparka í liggjandi mann. Á sama tíma varð maður fyrir árás tveggja manna í Lækj- argötu. Hann tapaði úlpu og pen- ingaveski á flóttanum en árásar- mennirnir fundust ekki. Maðurinn var fluttur á slysadeild. Aðfai’a- nótt sunnudags var tilkynnt um meðvitundarlausan mann utan við veitingahús við Laugaveg. Maður- inn var slasaður á hnakka og í andliti og var fluttur á slysadeild. Árásarmaðurinn var handtekinn. Annað Aðfaranótt sunnudags var til- kynnt um konu sem væri komin niður á dekk sem hanga utan á Miðbakkanum. Henni var bjargað upp áður en hún fór í sjóinn og ek- ið á sjúkrahús. Um hádegi á laug- ardag var maður tekinn fyrir að brjóta með kúbeini allar rúður í bifreið fyrrverandi eiginkonu. Honum var sleppt eftir skýrslu- töku. Fjögurra ára gamalt barn brenndist í sturtu á sunnudag er ki-ani fyrir heitt vatn brotnaði af. Barnið var flutt á Landspítala með brunasár á neðri hluta líkam- ans. Skömmu eftir miðnætti að- faranótt mánudags féll maður nið- ur þrjá metra og lenti á gangstétt við Laugaveg. Maðurinn var flutt- ur á slysadeild og reyndist lær- brotinn. Kl. 08.34 á mánudag var tilkynnt um að vatnsveituæð hafi farið í sundur við Einimel 19. Garðurinn við húsið og kjallari undir bílskúr fóru undir vatn. Talið er að stofnæð hafi þver- sprungið og varð að loka íyrir vatn á svæðinu. Á mánudagskvöld var kvartað yfir hávaða frá vekjaraklukku sem hafði verið í gangi nánast alla helgina. í ljós kom að eigandinn var í Vest- mannaeyjum og gat ekki stoppað klukkuna. Nágranninn ætlaði að umbera hávaðann þar til eigand- inn kæmi heim. 13% RAUNÁVÖXTUN SÍÐUSTU 6 MÁNUÐI cm Prima 90x200 c Millistíf. Mjúk yfirdýna 19.200.- Solo 90x200 cm. Millistíf. Einfalt fjaðrakerfl. Yfirdýna fylgir í verði. 12.360 Maxi 90x200 cm. Pocketfjaðrir. Tvöfalt fjaðrakerfi. Þykk yfirdýna fylgir í 49.300.- President 90x200 Stíf. Náttúruleg Latex yfirdýna fylgir í 63.980.- Hærri en í nokkrum öðrum séreignarlífeyrissjóði* Við val á lífeyrissjóði er mikilvægt að skoða hvernig raunávöxtun sjóðanna hefur verið síðasta árið og hver kostnaðurinn er á hvern félaga í sjóðnum. Kostnaður á hvem virkan sjóðsfélaga Frjálsi lífeyrissjóðurinn 1.520 kr. Hrein raunávöxtun 1997 7,89% Hrein raunávöxtun 1998 13% *[ Viðskiptablaðinu 15. júlí 1998 kemurfram að Frjálsi l[feyrissjóðurinn var með hæstu hreinu raunávöxtunina árið 1997 og lægsta kostnað á hvern virkan sjóðsfélaga. Frjálsi lífeyrissjóðurinn þolir því allan samanburð! Er nokkur spurning hvaöa lífeyrissjóð þú velur? Hringdu i síma 540 5060 eða komdu til okkar á Laugaveg 170. FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN Frjálsi llfeyrissjóðurinn er stærsti og elsti séreignarlifeyrissjóður landsins. Skoðaðu, prófaðu J og firmdu j muninn! | ^ HÚSGAGNAHÖLUN Bfldshöfði 20-112 Rvík - S:510 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.