Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 43 Gísli Halldórsson varð áður en lauk J að takast á við aðra skæða hákarla | sem ruddust inn í líf hans, en nú verður góður munur á lífi og skáld- skap; hann var vissulega ekki einn í þeim krappa sjó, í þeim sára háska. Theódóra var við hlið hans, bömin og bamabömin - og ekki langt undan við öll sem vomm svo lánssöm að mega njóta nærvera hans og listar. Árni Bergmann. * Gísli Halldórsson kom til starfa hjá Leikfélaginu á baráttutímum; félagið hafði á veturparti misst stóran hóp til starfa hjá nýjum og voldugum keppinaut. Gísli var þá ungur maður og starfsævi hans í þágu félagsins og listarinnar rétt að hefjast. Á langri samleið unnu | félagið og Gísli saman sína sigra. Lýðhylli Gísla sem listamanns jók félaginu styrk. Vinsælar og virtar sýningar sem hann skóp í stóra og smáu urðu félaginu mikilvægir áfangar. Leiklistin var honum dauðans alvara. Hún átti sér æðri tilgang sem stóð djúpum rótum í lífssýn hans og skapgerð. Því var sárt að sjá á bak honum á nýjum tímum í nýju húsi. Sterk birta sviðsljósanna reyndist veik- um augum hans ofviða. Hann hætti að leika á sviði enda stóð hann þá I* við upphaf á nýjum ferli í kvik- myndum. Svið heimsins opnaðist fyrir leik hans. Áhorfendur úr öll- um heimshornum bára list hans lofi og þekktu hann í sannri túlkun. Enn var hann stolt okkar. Hvíli hann í friði. Páll Baldvin Baldvinsson. Kynni okkar hófust upp úr 1980, þegar Halldór, sonur Gísla, og Anna Guðrún, dóttir mín, náðu saman. Þau hófu byggingu íbúðarhúss við Brekkuland í Mosfellssveit gegnt Álafossi í neðstu drögum Helgafells árið 1985 eða svo. Hófst þar bygg- ingarævintýri mitt með Gísla er stóð með hléum fram á fyrravor. Hann hafði að baki áratuga reynslu á þessu sviði. Hafði reist fjölda húsa fyrir sig og fjölskyldu sína, t.d. í IMosgerði í smáíbúðarhverfinu, í Hveragerði og við Kaldasel, í Selja- hverfinu, þar sem hann átti heimili til hins síðasta með Theódóru, konu sinni. Hann nýtti sumarfríin vel fyr- ir sig og sína og reisti mörg sumar- hús utan Reykjavflon-, smíðaði með sonum sínum myndarlegt heilsárs- hús í Hveragerði, sumarhús austur í Flóa og loks hús í Hvalfirði á norð- anverðum Reynivallarhálsi. Synir þeirra, Halldór og Sverrir, stóðu með fóður sínum í öllum þessum | framkvæmdum og era snillingar í ■ faginu og jafnvígir á allar helstu greinar þess. Mín skím á þessu sviði sem einskonar gervismiður, yf- irmaður hreinsunardeildar, og lið- tækur í sköfun á mótatimbri komst ekki á efra stig fyrr en við Gísli drif- um upp á einu ári teiknistofu fyrir Halldór ofan á tvöfóldum bflskúr við g Brekkuland. Kom þar fram hvílíkur meistari Gísli var. Halldór hafði með góðri aðstoð logsoðið burðar- | boga í öll hom stofunnar. Á þeim og hálfveggjum reistum við reisulegt hús með valmaþaki. Gekk þetta ljómandi undir nákvæmri og ör- uggri forastu Gísla en á grandvelli teikninga Halidórs, sem þá var starfandi utanlands. Var unun að vinna með Gísla. Leiðsögn hans og þolinmæði var einstök fyrir mig. Gísli hlífði sér aldrei þó að sjónin væri byrjuð að angra hann. Lukum g við klæðningu hússins og jámun að i vetri til, oft í hálku og misjöfnum veðram. Ég, skrifstofumaðurinn, fékk heldur betur klapp á öxlina hjá meistaranum þegar hann um jóla- leitið gaf mér forláta skinnbelti fyr- ir hamar, nagla o.fl. sem útskrifaður „gervismiður“. I fyrravor hóf Gísli byggingu Ieigin bílskúrs, vann hann verkið al- einn og lauk við smíðina. Hann | naut mikillar virðingar hjá helstu | byggingarverslunum borgarinnar. Átti hann þar marga vini, reiðu- búna að hjálpa honum við efnisval. Gísli var ekki aðeins einn fremsti leikari landsins, hann var afkasta- mikill smiður, útsjónarsamur og vandaður í verki öllu og afburða vinnufélagi og verkstjóri. Minni hans var einstakt. Stundum í miðju kafi við smíðamar rannu upp úr honum heilir kaflar úr leikritum eða dýr kveðskapur. Enn standa yfir nokkrar framkvæmdir við Brekkuland. Blessaður Gísli kom oft akandi upp eftir til að fylgjast með. Oftast nær treysti hann sér til að fara úr bílnum og horfa yfir vinnustaðinn en ekki mikið meir. Endirinn var þá skammt undan. Yfirsmiðurinn var að kveðja. Ég flyt Theódóra og fjölskyld- unni allri mínar hlýjustu óskir. Bjöm Tryggvason. Kveðja frá Leikfélagi Akureyrar Sumir menn era gæddir þeirri stærð að löngu eftir að þeir gengu um garða er sem rödd þeirra hljómi í salnum þar sem þú ert staddur. Virðingin fyrir verkum slíkra manna talar til þín úr hverri hreyf- ingu og hverju svipbrigði samferða- manna sem nutu samvista við þá og leiðsagnar þeirra og uxu af þvi. Menn af þessu tagi era auðkenndir á því að þeir þurfa vart nema að drepa niður fæti til þess að spora þeirra verði minnst upp frá því. Gísli Halldórsson leikari og leik- stjóri var slíkur maður. Hvert mannsbarn í landinu þekkti rödd Gísla og raddbrigði, allir unnendur leiklistar lögðu við hlustir og skerptu sjónir þegar Gísli lagði hönd á leiksýningar, hvort heldur var sem leikari eða leikstjóri. Fáir leikarar hafa aflað leikhstinni meiri almennra vin- sælda hérlendis en einmitt hann. Islenskir leikhúsunnendur hafa þvi ótal margt að þakka þegar Gísli Halldórsson er kvaddur. Fjöldi íslenskra leikhúslista- manna naut handleiðslu Gísla Hall- dórssonar sem leikstjóra. Á þeim vettvangi kom hann einnig við sögu Leikfélags Akureyrar, að vísu að- eins tvisvar sinnum. I fyrra sinnið leikstýrði Gísli Óvæntri heimsókn eftir J.B. Priestley leikárið 1967-68, í hið síðara sviðsetti hann Glerdýrin eftir Tennessee Williams leikárið 1975-76. Á sama leikári lék Gísli Jón prímus í uppsetningu Leikfé- lags Akureyrar á Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness. Þótt síðan séu liðin rúm tuttugu ár era spor Gísla enn auðkennd í Samkomuhúsinu á Akureyri. Frá því að ég kom í það hús hafa fáir listamenn verið nefndir jafnoft í mín eyra og Gísli Halldórsson, það er vitnað til orða hans og gerða og vísað til margrómaðrar smekkvísi hans og vandvirkni. Með fáum en vönduðum verkum sínum hjá Leik- félagi Akureyrar vann Gísli Hall- dórsson leikhúsi félagsins gagn sem entist löngu eftir að sýningar hans hurfu af leiksviðinu í Sam- komuhúsinu. Fyrir það þakka ég af hálfu Leikfélags Akureyrar. Jafn- framt þakka ég af alhug allar þær sælu stundir sem rödd Gísla, leikur hans og leikstjóm hafa veitt mér og öðrum unnendum leiklistar í land- inu. Megi allar góðar vættir blessa minningu Gísla Halldórssonar. F.h. Leikfélags Akureyrar Trausti Olafsson. Gísli Halldórsson var listamaður. Það er það fyrsta sem kemur í hug minn í tengslum við hann. Það var þó aldrei ávísun á tilgerð eða ómerkilega sjálfsupphafningu. Gísli var nefnilega sannur lista- maður og hafði aukinheldur mestu skömm á öllu sem var falskt og óekta, ekki síst í listum. Reyndar er leiklistin, í augum margra, fyrst og síðast uppgerð og tilbúningur, eins konar umsnún- ingur á veraleikanum. Sá tilbún- ingur þarf þó að koma innan frá, ef vel á að vera, túlkunin verður að vera sönn. í þessu felst í granninn munurinn á kölluðum og útvöldum í leiklistinni. Einmitt vegna þess að Gísli var ekta í tjáningu sinni fundu áhorfendur til með honum í alvar- legri verkunum og hlógu eins og vitlausir í gamanleikjunum. Gísli Halldórsson lifði breytinga- skeið í leiklistinni. I stóram dráttum má segja að leikmátinn hafi fágast og dempast fi-á upphafsáram at- vinnuleikhúss á Islandi, og Gísli fylgdi þessari þróun og átti sinn þátt í mótun hennar eins og búast mátti við af manni sem var næmur á umhverfí sitt. Stóra stökkið yfir í bíómyndimar tók Gísli síðan eins og hann hefði aldrei leikið annars stað- ar en fyrir framan myndavélar. Hann hafði gjarnan á orði hve merkilega lítið þyrfti að gera - og mætti gera - til að ná fram áhrifum með kvikmyndaleik. Það er ekki einkennilegt að þetta skyldi verða honum umhugsunarefni, leikaran- um sem áratug áður hafði verið al- vinsælasti farsaleikari þjóðarinnar og ævinlega til kallaður fyrstur manna þegar Leikfélag Reykjavík- ur þurfti að sprella eitthvað til að rétta við bágan fjárhag. Nú kynnt- ist hann galdri nærmyndarinnar á silfurtjaldinu og gerði lítið sem ekk- ert, en nóg samt til að bíógestimir fengju öll nauðsynleg skilaboð. Gísli var mjög hallur undir öguð vinnubrögð. Því kynntist ég strax þegar ég lék undir hans stjóm í út- varpsleikriti, enskum gamanleik sem mig minnir að hafi byrjað á því að mín persóna hoppaði fram af stökkpalli yfir sundlaug sem ekkert vatn var í. Þó að verkið væri allt í þessum dúr fór Gísli alls ekki þá leið að skapa létta stemmningu í stúdíó- inu. Fyrir honum var gamanleikur alvöramál. Leikstjóm ekki síður. Og þama, eins og endranær, hlaut maður á endanum að dást að at- vinnumennsku hans og stefnufestu. Þrívegis lék hann í verkum hjá mér - og ævinlega af sömu einurð og sama sjálfsaga og einkenndu öll hans verk. Ennfremur af djúpri kímnigáfu. Eitt síðasta hlutverk hans var í kvikmyndinni Dansinn sem framsýnd verður í haust. Mér er minnisstæður samlesturinn íyrir um það bil tíu mánuðum. Þegar kom að viðamesta atriði Gísla tók hann af mér ómakið og las allar leiðbeiningar sjálfur, auk eigin texta. Flutningurinn komst á sér- stakt flug; sá sem las Góða dátann Sveik inn í hjörtu Islendinga fyrir nokkram áram gerði handritinu okkar svipuð skil, við dulda og ódulda kátínu meðleikara sinna. Þegar svo loks kom að því að festa verkið á filmu var Gísli orðinn mjög veikur. Eftir á að hyggja er mér ekki granlaust um að hann hafi undir niðri vitað að hverju stefndi. Hann var greinilega þjak- aður í upptökunum, en barðist gegn því af gömlu stífninni að veik- indin kæmu fram í túlkun hans. Hann söng og dansaði hvert fær- eyskt danskvæðið á fætur öðra af lífsþrótti þess öldungs sem hann var að leika. Þar dugði engin til- gerð, það þurfti að vera ekta, rétt eins og allt annað sem frá Gísla kom. Og vitaskuld kom aldrei til greina að slaka á eitt andartak eða draga af sér i einu né neinu. Af þessum fátæklegu orðum vona ég að fólk skilji hvilík forrétt- indi það vora að vinna með Gísla. Sjálfur var hann kröfuharður sem leikstjóri, enda virtist hann líta á það sem sjálfsagðan hlut að aðrir leikstjórar væra sama sinnis. Ofan á það bættist að kvikmyndaleikur var honum nýr og heillandi heimur sem opinberaðist honum undir lok ferilsins, enda vildi hann hvergi annars staðar leika síðustu árin en fyrir framan myndavélar. Mér finnst sem hann hafi átt margt óunnið á þeim vettvangi, og ég er ekki frá því að honum hafi fundist það líka. Þá óunnu leiksigra harma ég nú, um leið og ég kveð góðan dreng og mikinn leikara. Fjölskyldu hans votta ég innileg- ustu samúð mína. Ágúst Guðmundsson. MARÍA ODDSDÓTTIR + María Oddsdótt- ir fæddist á Suðureyri við Súg- andaijörð 17. októ- ber 1910. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 26. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Oddur Oddsson og Halldóra Geir- mundsdóttir. Systk- ini Maríu voru Guð- ný, Soffía og Hann- es. Þau eru öll látin. María giftist Alex- ander Vilhjálmssyni, f. 14.11. 1898, d. í maí 1976, þau skildu. Eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Halldóra, f. 4.7. 1932, eiginmaður hennar Earl Stewart, þau skildu. Böm þeirra eru Evelyn María, Ramona Stewart og Richard Earl. 2) Jó- hann, f. 4.12. 1933, d. 23.8. 1991. 3) Hannes, f. 5.8.1936, eiginkona hans er Lillý Gullborg Samúels- sen. Böm þeirra em Halldóra og Oddur. 4) Soffía, f. 12.4. 1942, fyrri eigin- maður hennar er Ragnar Áki Ragn- arsson. Eignuðust þau þrjú böm. Þau em Jón Steinar, María og Ragnar Áki. Seinni eigin- maður Soffíu er Frank Jonsrut. Þau era búsett í Noregi. Sambýlismaður Maríu var Halldór Sigurðsson, f. 1.6. 1920, d. 19.5. 1990, saman eign- uðust þau eina dóttur, Guðríði Gyðu Halldórsdóttur, f. 3.8. 1951, eiginmaður hennar er Ámi Pálsson. Böm þeirra em Una Kristín og Páll Hjaltalín. Fyrir átti Gyða Sigurð Má Grét- arsson. María var jarðsungin frá Suð- ureyrarkirkju 4. ágúst. Elsku amma, núna ertu komin í faðm afa og Jóa, en við sjáum þig ekki aftur. Söknuðurinn er svo sár og svo erfítt að sætta sig við að sjá þig ekki aftur. Þú varst fastur punktur í lífi okkar og það verður skrítið að hitta þig ekki eins og við eram vön. Þú varst svo góð við bömin mín og þá sérstaklega hann Áma Rúnar sem þú hefur þekkt í fjögur ár. Alltaf þegar ég sótti þig eða þegar ég kom í Fannafold spurðir þú alltaf hvar hann væri. Þú sagðir alltaf: Hvar er litli maðurinn eða hvar geymirðu litla manninn? Það sem þú lagðir ekki á þig til þess að fylgja honum eftir í leikjunum sem hann var í eða fíflast í honum og stríða. Þið höfðuð bæði jafn gam- an af því öllu saman. Það var þinn fasti punktur að setj- ast inn í stofu hjá mömmu og pabba með kaffibolla og öskubakka. Svo kveiktirðu á sjónvarpinu og horfðir á fótbolta af miklum áhuga. Þegar brotið var harkalega á einhverjum leikmanni hlóstu alltaf og ef brotið var grófara þá hlóstu ennþá meira. Ég sit héma heima í stofu og læt hugann reika aftur í tímann og hugsa um þegar þú fluttir heim til okkar í Mývatnssveit þegar afi dó. Það var svo gaman að fá þig. Þinn fasti punktur þar var að fara út eftir hádegið á sólpallinn með kaffið og sígó og raula og horfa í kringum þig. Meira að segja þó að það væri vetur gerðir þú það sama nema í vondu veðri. Pabbi mokaði meira að segja upp stólinn svo að þú kæmist út, því að út ætlaðir þú. Ég man líka eftir því hvað þú varst ánægð þegar börnin þín buðu þér til Noregs að hitta Soffu frænku, það er ekki amalegt að vera áttatíu og fimm ára og skella sér í fyrsta skipti til út- landa. Svo komstu heim í nýju dressi geislandi af ánægju. Ég man þegar ég sagði þér að ég væri aftur orðin ófrísk þá sagðir þú að ég kæmi sjálfsagt með stelpu núna, og það stóðst. En hún kynntist þér í svo stuttan tíma. Ég mun sjá til þess að hún viti allt um langömmu sína. Elsku amma, nú kveðjum við þig í dag, en minningin um þig mun lifa með okkur. Þín Una Kristín. Crfisdrykkjur Iúi\Ó GAPi-mn Sími 555-4477 Elsku amma á Grand. Þú ert farin til englanna og þú ert farin til guðs. Elsku amma, þú ert farin upp í himininn. Núna kemur þú ekki lengur á sunnudögum til að tala við mig, og leika við mig. Núna líður þér vel hjá afa og kisu. Þú ert i hvítri kistu og með hvítan kross. Þinn langömmustrákur, Árni Rúnar. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld 1 úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins 1 bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Suðurhlíð 35 * Sími 581 3300 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsta. Svem'r Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands <^s>o /6 r % £ Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.