Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 37 LÖG og réttur er einn af hyrningarsteinum hvers lýðræðisþjóðfé- lags, en ótrúlega mikil hneigð virðist vera hjá stórum hópi einstak- linga til að yfirtroða þau lög, sem þjóðfélag- ið setur þegnum sínum, þeim til verndar og réttar, en með brotum á þjóðfélagsreglum eru oft og tíðum skert mik- ilsverð réttindi ann- arra. Því er það vörn og viðbrögð þjóðfélagsins til að verjast réttar- brotum, að refsa söku- naut, en tilgangur refs- inga í hvaða formi sem er á að vera gerandi til varnaðar svo og öðrum til viðvörunar, auk þess fullnægir það réttlætiskennd almennings, sem ekki sættir sig við lögbrotin. Með refsingu ætlast og löggjafinn til, að hún sé á þann hátt fram- kvæmd, að eigi verði hinn seki beiskari út í þjóðfélagið en efni standa til og að hún megi fremur vera þroskandi þannig að sökunaut- ur skilji í hvaða tilgangi refsingin er framkvæmd. Það hefur og sýnt sig, að engar refsingar eru svo harðar, að þær hafi komið í veg fyrir afbrot af ótta við þær. Þess vegna hafa lög- gjafar og aðrir valdamenn talið sig hafa komist að þeirri niðurstöðu, að aftökur og líkamsmeiðingar, ættu ekki heima í refsilöggjöf og því hafa þær nú verið afnumdar í æ fleiri löndum, hér 1928. Sumstaðar hafa þær þó verið teknar upp að nýju. Framkæmd refsinga Þó að aftökur og líkamsmeiðingar hér á landi hafi verið af lagðar hafa menn ekki verið á eitt sáttir um hvernig árangursríkast sé að fram- kvæma refsinguna. Af nýlegum skrifum um þessi mál er enn deilt um þau. Með því að mig skortir ekki tíma datt mér í hug, sem fyrverandi fangelsisstjóri, að leggja örfá orð í belg, hér um, þó ég geri mér grein fyrir að hér verður ekki um nein vísindi að ræða, enn kannski hvorki villulausara eða gáfulegra enn önn- ur skrif um þessi mál. Á þeim tíma, eða fyrir rúmum 35 árum sem ég vann við þessi mál, fór ég til Danmerkur og Noregs til að kynna mér hvernig nágrann- ar okkar og frændur rækju sín fangelsis og refsimál. Heim kominn úr þessari ferð var ég hundóánægður yfir að sjá hinn mikla mismun á allri aðstöðu þar og hér heima og sagði upp starfi mínu nokkru síð- ar, þar sem ekki hillti undir neinar eða litlar úrbætur. Ég hygg að þessir nágrannar okk- ar, miðað við ýmsar þjóðir, standi framar- lega í framkvæmd varðandi refsing- ar. Það var mikil greining á föngum eftir aldri og afbrotum, ýmist opnar eða hálfopnar og síðan lokaðar stofnanir sem skiptust í deildir eftir því hve erfiðir fangar voru. Segja má að fangavistin hjá þeim yngri Refsingin ein og sér, segir Guðmundur Jó- hannsson, verður sjaldnast lækning á af- brotahneigðinni. sem villst höfðu af hinum þrönga vegi dyggðarinnar væri nánast end- urhæfing á uppeldi. Þama var vinnuskylda. Flestir höfðu flosnað upp frá námi og því var lögð mikil rækt við það, enda var fjöldinn allur sem lauk einhverju iðnnámi á refsi- tímanum. Þannig var það á þeim tíma í huga þessara þjóða ekki efi að nauðsyn bæri til að aðgreina yngri afbrotamenn frá hinum eldri og forhertari og í huga manns virð- ist það vera raunhæf hugsun að svo sé. En með því að ég hef mjög tak- markað fylgst með þessum málum æðilengi er mér ekld kunnugt um hvort einhver vísindaleg ransókn hafi farið fram á því sviði. Lög, framkæmdir og atkvæði 15. mars 1961 voru samþykkt lög frá Alþingi um byggingu nýs ríkis- fangelsis, ég held ég megi segja að það hafi ekki séð dagsins ljós enn þann dag í dag. Ef ég man rétt mun hafa verið komin teikning að því og einhver jarðvinnsla byrjuð þegar hætt var við allt saman, enn byggt var við Vinnuhælið á Litla-Hrauni og það endurbætt, sem að sjálf- sögðu hefur verið til bóta, en kemur engan veginn í stað alvöru deilda- skipts fangelsis. Þegar ég vann að þessum málum lét yfirmaður minn, þáverandi dómsmálaráðherra sem var mikilhæfur stjórnmálamaður, þau orð falla að þessi málaflokkur væri þess eðlis, að hann væri lítið vinsæll til atkvæðafylgis og því fengi hann ekki sína eigin flokks- menn til að styðja sig til að veita fé í þessi mál. Kannski er þetta sjónar- mið enn ríkandi hjá stjórmálamönn- um, að atkvæðin ráði afstöðu þeirra og gjörðum, en ekki er efi að þessi málaflokkur hefur setið eftir miðað við aðra uppbyggingu þjóðarinnar í gegnum árin. Það er af sem áður var þegar fangelsi þjóðarinnar var ein virðulegasta bygging í höfuð- staðnum og hýsir nú sjálft sjórnar- ráðið. Segja má að það sé dálítið táknrænt. Orsök afbrota og lækning Margar kannanir hafa farið fram á orsökum afbrota. Kannski hefur enginn komist að öryggri niður- stöðu, hverjar þær eru, en ég minn- ist þess frá mínum starfsárum við fangelsismál að stofnun í New York, í samráði við dómstóla og yfirmenn fangelsa, komst að þeirri niðurstöðu að afbrotahneigðin stafaði af utan- aðkomandi sálrænni persónurösk- un, fremur en líkamlegum sjúk- dómi, og að einhverju leyti spila hér inn í erfðir. Auk sálrænna meðferða taldi umrædd stofnun vinnuna eina bestu lækningameðferðina og þar er ég sannarlega sammála. Hér sem víða annarstaðar er ekki hægt að al- hæfa neitt, því afbrotahneigðin er og verður einstaklingsbundin. Það er með hana eins og aðra sjúkdóma að mismunandi er að lækna hvern og einn og sumir reynast illlækn- andi og jafnvel ólæknandi. Hitt er jafn mikil staðreynd að refsingin ein og sér verður sjaldnast lækning á afbrothneigðinni, hún er ill nauðsyn sem ekki er hægt að komast hjá. Höfuadur er eftirlaunaþegi og fyrrv. fangelsissljóri. Fangelsismál Guðmundur Jóhannsson Mazda 323 Starfsnám fyrir leiðsögumenn Innritun í leiðsögunám fer fram 5.-12. ágúst nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu skólans þessa daga kl. 10.00-14.00. * Umsækjendur skulu hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun og vera orðnir 21 árs þegar námið hefst. * Umsækjendur þurfa auk íslensku að hafa gott vald á a.m.k. einu erlendu tungumáli. * Umsækjendur þurfa að panta viðtalstíma og skrá sig í inntökupróf. Viðtalið fer fram á íslensku en inntöku- prófið á því tungumáli sem umsækjandinn velur. * Heimilt er að takmarka fjölda nemenda ef umsóknir verða fleiri en skólinn annar. * Námið er bæði bóklegt og verklegt. Skrifstofa Leiðsöguskólans er opin virka daga kl. 10.00-14.00. Gengið er inn frá Hávegi. Leiðsöguskóli Islands MENNTASKÓLANUM í KÓPAVOGI Digranesvegi 51, Kópavogi. sími 544 5520. www.mbl.is Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.