Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Allir í
röð
Það er alls ekki augljóst hvaða þœttir
skuli hafa áhrifá forgangsröðun og
kannski er hara hægt að nota einhvers
konar útilokunaraðferð
ýtur sá, sem
greiðir úr eigin
vasa fyrir heil-
brigðisþjónustu er
hann fær, ósann-
gjarnra forréttinda vegna efna-
hags síns, eða er hann aðeins að
neyta sjálfsagðs réttar síns og
að auki að létta undir með hinu
opinbera kerfi?
Ági'einingurinn snýst fljótt á
litið um það hvort gera skuli
fólki kleift að leita sér sjúkra-
þjónustu utan hinnar opinberu
heilsugæslu. Annars vegar má
halda því fram, að slíkt bjóði
heim misrétti, en hins vegar má
færa að því
VIÐHORF rök að svo
Eftir Kristján G. Þurfi ekki að
Arngrímsson vera og aukm-
heldur létti
þeir sem leiti
sér þjónustu annars staðar und-
ir með hinu opinbera kerfi með
því að krefjast ekki þjónustu
þess.
Ef nánar er að gáð kemur í
ljós að ágreiningurinn snýst
fyrst og fremst um skOning á
„forgangsröðinni" og spurning-
una um það hvort hægt sé að
fara „út fyrir“ hana, eða hvort
„út fyrir“ hljóti að jafngilda
„fram fyrir“. Þetta má skilja
sem svo, að það séu allir í röð-
inni og að ekki sé hægt að fara
út fyrir hana, hvorki með því að
kaupa sér þjónustu annars
staðar né með öðrum hætti.
Þar af leiðandi mætti halda
því fram, að sá sem kaupir sér
þjónustu í stað þess að þiggja
þjónustu hins opinbera sé í
rauninni að kaupa sig fram fyr-
ir þá sem voru á undan honum í
röðinni. Það er að segja, hann
hefur ekki farið út úr röðinni,
heldur einfaldlega fremst í
hana.
En nú má hafna ofanrituðu
og halda því fram að það sé ein-
falt mál að fara út fyrir röðina.
Þá væri litið svo á, að ef maður
keypti sér heilbrigðisþjónustu,
til dæmis einhverja aðgerð, þá
hafi maður einfaldlega farið
burtu úr röðinni og þar sé því
einum færra og biðin styttist
fyrir þá sem voru fyrir aftan
mann. Það er því ekki litið svo
á, að maður hafi „keypt sig
fremst" í röðina.
En rökin fyrir því að ekki sé
hægt að tala um að fara „út fyr-
ir“ röðina virðast einkum vera
tvenn. I fyrsta lagi er heilbrigði
eitthvað sem varðar alla. Þess
vegna eru ekki bara sumir í
röðinni, heldur allir. Enda
hvert væri maður kominn ef
maður færi „út fyrir“? Svo lengi
sem maður er manneskja þarf
maður nauðsynlega á heilsu-
gæslu að halda og er þar af
leiðandi aOtaf í umræddri röð.
í öðru iagi er heilbrigði
meira um vert en flest annað.
Það er gildi sem er æðra en
flest önnur gildi. Segja má að
þetta sé ekki spurning um
skoðun (það er að segja, hvað
manni finnst), heldur virðist
sem hægt væri að færa fyrir því
sterk rök að heilbrigði (og þar
af leiðandi heilsugæsla) sé í
sjálfu sér mikilvægara en flest
annað.
Ennfremur skiptir máli hvað
ákvarðar hvar maður er (eða
var) í röðinni. Það má halda því
fram að þættir á borð við efna-
hag eigi ekki að ráða neinu um
það hvar maður skipast í röð-
ina. Það blasir hins vegar alls
ekki við hvaða þættir skuli hafa
áhrif þar á, og kannski er ein-
ungis hægt að nota einhvers
konar útilokunaraðferð, það er
að segja, tína til þá þætti sem
ekki skuli ráða neinu og rök
fyrir því hvers vegna þeir skuli
útilokaðir.
Því er oft haldið fram að það
væi'i ósanngjarnt að efnahagur
fengi að ráða því hvar maður
skipaðist á biðlistann. Forsend-
an fyrir því að þetta sé nefnt
ósanngirni hlýtur að vera sú að
jafn réttur allra sé talinn vera
grundvallaratriði í heilsugæslu,
og frá því atriði megi ekki
víkja.
En við þessu má bregðast og
segja það ekki raska jöfnuði að
maður kaupi sér þjónustuna
sjálfur, því maður hafi einfald-
lega gengið úr því mengi sem
um ræðir (röð þeirra sem þurfa
á heilbrigðisþjónustu að halda)
og eiginlega afsalað sér sjálf-
viljugur réttinum til jöfnuðar
við hina í menginu. Þetta geri
maður af fúsum og frjálsum
vilja og hljóti að mega gera, og
að það teljist skerðing á frelsi
manns að vera meinað um það.
Ef litið er svo á, að þetta sé
raunhæf lýsing á skipan mála,
er ekkert ósanngjarnt við það
að maður kaupi sig út úr röð-
inni. Það er þvert á móti sann-
gjarnt að maður fái að gera það
ef manni sýnist svo. Jafnræðis
yrði gætt með því að allir hefðu
þennan rétt.
Þeir sem nýttu sér réttinn til
að kaupa sig úr röðinni myndu
þar að auki létta undir með
þeim sem ekki færu úr röðinni
og þeir sem færu hefðu því ekki
aðeins nýtt sér fjármuni sína
sjálfum sér einum til hagsbóta.
Sé þessu sjónai-miði undið
áfram má bæta við, að þeir sem
kaupa sér þjónustu annars
staðar hafa samkvæmt þessu
ekki látið sterka efnahagsstöðu
sína hafa áhrif á það hvar þeir
skipast í röðina, heldur hefur
efnahagur þeirra vikið þeim úr
röðinni.
En aOt er þetta háð þvf frum-
skilyrði að það sé yfirleitt
mögulegt að ganga úr röðinni,
og þvi hlýtur umræðan að ber-
ast aftur að þeirri spurningu
hvort hægt sé að gera grein
fyrir því að svo megi vera.
Vandinn við það er bara sá,
að þegar kemur að heilbrigðis-
málum erum við einhvern veg-
inn öll á sama báti og enginn
veit hver kemur til með að
þurfa kúlu í mjöðm eða upp-
skurð á heila. Kjarni málsins er
sá, að ekkert sem við gerum
sjálf ræður úrslitum þarna um.
Og það er fyrst og fremst á
þessari forsendu sem því er
haldið fram að það séu allir í
röðinni alltaf.
Atvinnu- og umhverfis-
mál í sátt og samlyndi
ÉG Á því láni að fagna
að vera að vinna á
Þingvöllum í sumar og
mun eflaust búa að því
um langa hríð. Náttúr-
an er einstaklega fögur
og þar sem ég vinn á
nóttunni þá fæ ég notið
alls þessa í ró og næði.
Sólarlagið og sólarupp-
rásin og hin fagi-a ís-
lenska sumamótt sem
bindur þetta saman.
Það er oft stillt og
kyrrt hér og því fæst
tækifæri til að greina
hin smávægilegustu
hljóð náttúmnnar.
Hvort sem það er ár-
niður Öxarár, söngur smáfuglanna
eða lágt skvaldrið í gæsunum þar
sem þær fylgjast með ungum sín-
um. Það er á stundum sem slíkum
sem ég velti fyrir mér hvernig þetta
mun horfa við kynslóðum fl-amtíð-
arinnar, munu þær hafa sama tæki-
færi og ég til að upplifa þessi und-
ur? Hvar í forgangsröðinni verða
umhverfismál sett?
Umhverfismál í brennidepli
Samband ungra framsóknar-
manna gerir sér grein fyrir þeiri'i
staðreynd að umhverfísmál verða
mál málanna í fyrirsjáanlegri fram-
tíð. Þess vegna er mikilvægt að
taka þau með í reikninginn við
framtíðarstefnumótun á öllum svið-
um þjóðfélagsins. Borið hefur á því
að umhverfisvernd og atvinnuupp-
byggingu sé stillt upp sem and-
stæðum pólum og sjálfskipað um-
hverfisverndarfólk eða atvinnuupp-
byggingarsinnar farið í hvora skot-
gi'öf fyrir sig og barist fyi'ir sínum
hagsmunum. TO þess að falla ekki í
þessa gryfju sem getur hamlað
gegn framfönim og þróun í þjóðfé-
laginu er nauðsynlegt að taka um-
hveifíssjónai-mið í reikninginn
strax í stefnumótunarferlinu í stað
þess að rekast á veggi við fram-
kvæmd mála. Það ber að hafa í
huga að hugtakið sjálfbær þróun
vísar ekki til umhverf-
isverndar án þróunar,
heldur þess að hag-
rænir, umhverfislegir
og félagslegir þættir
séu teknir með í reikn-
inginn við ákvarðana-
töku og stefnumótun.
Umhverfismál og hag-
þróun þurfa alls ekki
að vera andstæðir pól-
ar, mun frekar ber að
líta á málið sem sam-
spil þátta sem verður
að skoða tO hlítar. I
takt við þessa afstöðu
var ákveðið fyrir Sam-
bandsþing SUF að
sameina ályktanagerð
um atvinnumál og umhveifísmál og
reyna þannig eins og fyi'r sagði að
sætta sjónarmiðin. Ályktun um um-
hveifís- og atvinnumál var síðan
samþykkt samhljóða á þinginu.
Notkun hagrænna
stjórntækja
Meðal þess sem kom fram í
ályktuninni var að stefna að nýt-
ingu nýrra orkugjafa, stöðva gróð-
ureyðingu á hálendinu, flokka sorp
og endurvinna, vinna gegn losun
geislavii’ki'a efna í hafið og að leita
leiða til notkunar hagrænna stjórn-
tækja til minnkunar mengunar.
Lýst var yfir stuðningi við fiskveiði-
stjórnunarkerfið með tOliti til um-
hverfissjónarmiða, hvatt til líf-
rænnar eða vistvænnar framleiðslu
í landbúnaði, lagt til að tekið verði
gjald af ferðamönnum fyrir aðgang
að viðkvæmum stöðum tO fjár-
mögnunar verndaraðgerða. Það var
bent á að móta þuifí skýra stefnu
um hvaða staðir eigi að vera áfram
ósnortnir af virkjunarframkvæmd-
um og ávallt fari fram umhverfis-
mat áður en framkvæmdir hefjast.
Það má einnig geta þess að um-
hverfisráðherra hefur lagt fram á
Alþingi frumvarp um meginreglur
umhverfisréttar og munu þær
treysta enn frekar stoðir umhverf-
issjónarmiða í stefnumótun.
Samband ungra fram-
sóknarmanna gerir sér
grein fyrir þeirri
staðreynd, segir
Einar Skúlason, að um-
hverfismál verða mál
málanna í fyrirsjáan-
legri framtíð.
Samþykkt að halda umhverfis-
ráðstefnu í haust
Þingið samþykkti einnig að beina
þeim tilmælum til nýkjörinnar
stjórnar að halda umhverfisráð-
stefnu í haust og kryfja þennan
mikilvæga málaflokk til mergjar.
Ráðstefnan verður auglýst nánar
síðar, en þeir sem vilja taka þátt í
undirbúningi hennar er bent á að
gefa sig fram við skrifstofu Fram-
sóknarflokksins í síma: 562-4480
eða senda tölvupóst til sufÉis-
landia.is. Það er einnig hægt að fá
nánari upplýsingar á heimasíðu
SUF um ályktanir þingsins:
http://www.is-
landia.is/framsokn/suf.
Að taka þátt
Mig langar að nota tækifærið og
hvetja ungt fólk til að taka þátt í
því unghðastarfi sem fer fram hjá
stjórnmálaflokkunum. Þetta er
skemmtilegt starf sem gefur nánari
innsýn og þekkingu á þjóðfélaginu.
Umhverfismál nútímans snúast að
miklu leyti um pólitíska ákvarðana-
töku og ólíka hagsmuni. Umhverfið
er dýrmætt fyrir framtíð ungs fólks
og þátttaka í stjórnmálum getur
verið mikOvægt skref fyrir ungt
fólk að taka þátt í þessari stefnu-
mótun og tryggja þannig að sjónar-
mið þeirra heyrist.
Höfiindur er varaformnður Sam-
bands ungra framsóknarnianna.
Einar
Skúlason
Tjaldið er fallið
BÚIÐ er að gefa út
dánarvottorð fyrir Al-
þýðubandalagið sem
stjórnmálaflokk, ein-
ungis er eftir að
ákveða hvenær eigi að
kasta rekunum. Þessi
ákvörðun var tekin á
aukalandsfundi flokks-
ins nú í byrjun júlí.
Talsmenn sameigin-
legs framboðs A-flokk-
anna leggja áherslu á
að hér sé einungis ver-
ið að leggja af stað í
verkefni þar sem unn-
in verði eftir sam-
starfsáætlun fyrir
næstu fjögur ár. Það liggur hins-
vegar ljóst fyrir að þar sem farið er
í sameiginlegt framboð en ekki
formlegt samstarf, þá verður ekki
til baka snúið. Enda þótt því hafi
verið haldið fram af ýmsum fund-
armönnum að hér sé einungis um
einfalda tæknilega breytingu að
ræða, sem sé í raun ekki stórvægi-
legri en að skipta um kennitölu á
fyrirtæki, liggur ljóst fyrir að í
huga annarra er á ferðinni meiri og
afdrifaríkari ákvörðun en svo.
Þáttur forystu
fiokksins
I máli þeirra sem eru ósáttir við
þróun mála kemur glöggt fram að
hlutur forystunnar er hér býsna
mikill, eins og gefur að skilja. Af-
drifarík ákvörðun er tekin án þess
að vilji sé til málamiðlana. Það hef-
ur verið farið í hringferð um landið
af minna tilefni en hér
var til umræðu til að
kynna fyrir félags-
mönnum hvaða hug-
myndir væru lægju á
borðinu og afstaða
þeirra könnuð gagn-
vart fyrirhuguðum
breytingum. Það var
ekki gert í þessu til-
felli. Þess í stað voru
lögð fyrir nýliðinn
aukalandsfund mjög
gróf drög að málefna-
skrá sem lítil vinna
hafði verið lögð í og
allir voru sammála um
að væru alls ófullnægj-
andi. Kaflinn um utanríkismálin,
sem í huga margra vegur þungt
Flokkurinn er klofinn,
segir Gunnlaugur
Júlíusson, og margir
traustir félagar hafa
sagt skilið við hann.
varðandi endanlega afstöðu, lá til
dæmis ekki íýrir fyrr en á lands-
fundinum sjálfum. Skipa þurfti sér-
stakan starfshóp á fundinum til að
yfirfara textann og vinna hann bet-
ur. Atkvæðagreiðsla var síðan m.a.
afgreidd með fulltingi töluverðs
hóps fólks sem sást ekki á fundinum
fyrr en atkvæðagreiðsla fór fram.
Það verður að líta svo á að það hafi
Gunnlaugur
Júlíusson
ekki haft neinn áhuga á málefna-
legri umræðu sem slíkri, heldur ein-
ungis komið til að leggja sitt lóð á
þá vogarskál að leggja flokkinn nið-
ur. Niðurstaðan er því sú að flokk-
urinn er klofinn, margir traustir fé-
lagar hafa sagt skilið við hann en
stór hluti dokar við með að taka af-
stöðu þar til að málin hafa skýrst og
málefnagrunnur liggur fyrir.
Hvað svo?
Formaður Alþýðuflokksins getur
ekki leynt ánægju sinni með þá
þróun sem átt hefur sér stað þegar
Alþýðubandalagið kemur klofið til
samningaviðræðna. Hann er þegar
farinn að tala um hvernig Alþýðu-
flokkurinn eigi að vinna þegar
hann verði orðinn stór flokkur og
víðsýnn. I húsi mínu eru margar
vistarvenu'. Þarna er því ekki verið
að tala um að stofna nýjan flokk
heldur eiga aðrir að ganga í AI-
þýðuflokkinn. Það gætu orðið þung
skref fyrir ýmsa.
Það liggur þegar fyrir að fjöldi
fólks hefur ekki skipt um skoðun
þess efnis að það sé ekki einungis
sögulegur arfur sem skildi að Al-
þýðuflokk og Alþýðubandalag,
heldur var og er um að ræða djúp-
stæðan pólitískan ágreining á
margan hátt. Ein fundarsamþykkt
breytir þar engu um. Hluti þess
hóps hefur tekið þann kost að segja
sig frá þeim samruna flokkanna
sem í vændum er. Hvað framtíðin
ber í skauti sér kemur í ljós en það
eitt er víst að hafi verið vettvangur
fyrir skarpa pólitíska umræðu hér
áður mun þörf fyrir hana ekki
minnka hér eftir.
Höfundur er sveitarstjóri á Raufar-
höfn.