Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Erfitt að fiima salcmi siað í miðbænimi I fG-MU f\J 0> . -■***■ ÞÚ VERÐUR nú að rukka píparann minn um þetta, Ijúfurinn. Eg hef ekkert með frárennslislagnir að gera, góði. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson INGIBJORG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra tók á móti hópnum á heimili sínu ásamt Haraldi Sturlaugssyni eiginmanni sínum. Stigar frá Starlight og áltröppur frá Beldray fást í öllum stærðum í byggingavöruverslunum um allt land Bekfaay Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 Frönsku hjólreiðamennirnir Hádegis- verður hjá heil- brigðis- ráðherra Akranesi. Morgunblaðið. HÓPUR franskra krabbameins- sjúklinga sem að undanförnu hefur verið í hjólreiðaferð kring- um Island kom til Akraness um hádegi á laugardag og þáði há- degisverð í boði Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra á heimili hennar. Síðasti áfangi ferðarinnar var síðan frá Akra- nesi til Reykjavíkur síðari hluta iaugardagsins. Það eru samtökin „Au dei’a du cancer“ eða „Handan krabba- meins“ sem skipuleggja þessa ferð og er tilgangur hennar m.a. að sýna fram á að unnt sé að lifa eðlilegu lífi þótt fólk hafi fengið krabbamein. Ástæða þess að Is- land varð fyrir valinu er sú að þau telja að mikið sé lagt upp úr forvarnarstarfi hér á landi og því hafi þau viljað kynnast. Alls tók hringferðin kringum landið þrettán daga og voru ferðalang- arnir ánægðir enda hafði allt gengið að óskum og þeir heillað- ir af stórbrotinni náttúru lands- ins. Við komuna til Akraness tók Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra á móti hópnum á heimili sínu ásamt Haraldi Stur- laugssyni eiginmanni sínum. Þar var einnig franski sendiherrann á íslandi til að heilsa upp á landa sína. www.mbl.is Vinnuviðhorf Islendinga Hefur alltaf þótt fínt að vinna mikið Félagsstofnun stúdenta veitti fyrir skömmu tvo verk- efnastyrki. María J. Ammendrup hlaut annan þeirra fyrir MA-verkefni sitt í félagsfræði, „Vinnu- viðhorf Islendinga", sem unnið var undir leiðsögn Stefáns Olafssonar pró- fessors. „Ritgerðin er bæði fræðileg og byggð á gögn- um úr spurningakönnun- um Félagsvísindastofnun- ar Háskólans. Hún fjallar um mikilvægi vinnunnar, vinnuhollustu, starfsá- nægju, fyrirtækjaholl- ustu, helstu vinnuhvata og hugtakið vinnusiðferði og mótun þess. Rætt er um mikilvægi vinnu útfrá reynslu þeirra sem eru atvinnulausir og m.a. fjallað um kenningar Webers og Guðmundar Finn- bogasonar fyrrverandi háskóla- rekstors um mótun vinnuvið- horfa. Ég reyni að nálgast við- horf og aðstæður vinnandi Is- lendinga fyrr á tímum, einkum á 18. og 19. öld, þegar skipan at- vinnulífs var önnur en í dag. Meginefni ritgerðarinnar er þó um vinnuviðhorf samtíma Is- iendinga." - Hvað einkennir vinnuviðhorf Islendinga? „Islendingar hafa almennt mjög jákvæð viðhorf til vinnu. Við teljum vinnuna mikilvæga og vinnusemi af hinu góða og við myndum flest kjósa að vinna áfram þó við þyrftum þess ekki og erum töluvert ánægð í störf- um okkar.“ María segir að Islendingar leggi metnað í vinnuna og segist vinna eins vel og þeir geti óháð launum og teldu það slæma breytingu ef mikilvægi vinnunn- ar færi minnkandi. „Við erum þó heldur óánægð með launin okk- ar.“ - Hvað metur fólk mest í starfí sínu? „Þægilegt samstarfsfólk og síðan góð laun. í þriðja sæti er að sjá árangur af starfi sínu. Is- lendingar leggja svo minnst upp- úr miklum fríum." María segir það áhugavert ekki síst í ljósi þess að Islending- ar vinni mjög langan vinnudag miðað við aðrar þjóðir. - Við erum semsagt vinnuglöð þjóð? „Já og ein skýring er sú að mjög sterk vinnuhefð er á ís- landi og það var bein- línis nauðsynlegt fyrr á tímum að allir ynnu mikið. Það hefur alltaf þótt fínt að vinna mik- ið og vinnusemi verið talin til dyggða.“ María bendir á að við séum mikil neysluþjóð og þurfum að hafa meira fyrir þvi en aðrar þjóðir að eignast það sem við óskum okkur. „Það verður seint sagt að við séum nægjusöm þjóð og það er alltaf eitthvað sem okkur vantar.“ - Er munur á vinnuviðhorfum eftir aldri? „Það er töluverður og stöðug- ur munur á vinnuviðhorfum eldra og yngra fólks. Roskið fólk metur vinnuna meira og telur hana mikilvægari. Það leggur María J. Ammendrup ►María J. Ammendrup er fædd í Reykjavík árið 1962. Hún lauk BA-prófi í sálarfræði árið 1993 og MA-prófi í félagsfræði árið 1998. María hefúr unnið á Fé- lagsvisindastofnun Háskólans frá árinu 1989. Eiginmaður hennar er Ólafur Hermannsson tæknifræðingur hjá VSÓ ráðgjöf og eiga þau tvo syni. Þægilegt sam- starfsfólk og góð laun áherslu á að vinna vel óháð laun- um. Það er ánægðara í starfi, hefur meiri hollustu gagnvart vinnuveitanda og er almennt já- kvæðara gagnvart vinnunni en yngra fólkið.“ María segir að skýringarnar kunni að vera margar og hún segir að ekki sé hægt að fullyrða að það að eldast hafi þau áhrif að fólk meti vinnu meira. „Eldri kynslóðin hefur á mótunarárum sínum orðið fyrir tilteknum áhrifum og hugsunarhætti. Þá er líklegt að á langri starfsævi hafi fólk fundið vinnuveitanda og starf sem það kann að meta. Auk þessa hefur orðið síun á vinnu- markaði þannig að þeir óánægð- ustu eru hættir störfum. Til við- bótar þessu gera fjárhagsskuld- bindingar yngra fólks það að verkum að það skiptir oftar um vinnu vegna launa.“ - Er munur á viðhorfum karla ogkvenna til vinnu? „Vinnan er álíka mikilvæg í augum kvenna og karla og konur virðast jafn ánægðar með vinnu sína og karlar. Það er þó líklegt að hún sé ekki eins miðlæg hjá konum þar sem þær vinna styttri vinnutíma en karlar, enda kveður ríkjandi hefð á um að konur hafi sér- stökum skyldum að gegna við fjölskyldu og heimilið." -Eru viðhorf til vinnu mis- munandi eftir starfsstéttum eða menntun? „Já það er þónokkur munur þar á. Til dæmis eru sérfræðing- ar og atvinnurekendur ánægð- astir með störf sín og verka- og afgreiðslufólk óánægðast. Sjó- menn og bændur hafa almennt mjögjákvæð vinnuviðhorf. Þeir sem lokið hafa námi á framhalds- eða háskólastigi líta vinnuna ekki endilega jákvæðari augum og það er athyglisvert að þeir sem lokið hafa bóklegu framhaldnámi eru í mörgum til- fellum ósáttasti hópurinn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.