Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 57 MYNPBÖND Smellur versus Keikó Smellur og grallararnir (Slappy and the Stinkers)_ ú a m a n in y II (I ★ Framleiðendur: Bill, Jonathan og Sid Sheinberg. Leiksijóri: Barnet Kellman. Handritshöfundur: Robert Wolterstorff og Mike Seott. Kvik- myndataka: Paul Maibaum. Tdnlist: Craig Safan. Aðalhlutverk: B.D. Wong og Bronson Pinchot. (90 mín.) Bandarísk. Skífan, júh' 1998. Myndin er öllum leyfð. „SMELLUR og grallararnir" seg- ir frá uppátækjum fimm krakka sem fengið hafa viðurnefnið „grall- “ ararnir" hjá lang- þreyttum skóla^ stjóra sínum. I framhaldi af heim- sókn á sædýra- safnið ákveða grallararnir að færa sæljónið Smell til náttúru- legri heimkynna. Málið flækist allverulega þegar sæljónið neitar að fara út i sjó og krakkarnir sitja uppi með dýrið sem auk þess er hinn mesti slóði. Þá eltir þau alræmdur dýi-aþjófur sem hef- ur í hyggju að selja Smell í búlgar- skt hringleikahús. En með hjálp hins geggjaða húsvarðar skólans (sem haldinn er gúlrottuþráhyggju) tekst gröllurunum að finna sæljón- inu öruggan samastað. Skopstæling myndarinnar á „Pree Willy“ þemanu er nokkuð smellin, ekki síst þegar Keikó sjálf- ur skýtur upp kollinum augnablik og hræðir líftóruna úr sæljóninu, sem sér fram á að verða étið af há- hymingnum fræga. Hins vegar er allt annað alger klisja, þ.e. atburða- rásin, persónusafnið og brandararn- ir. Grallarahópurinn samanstendur af staðaltýpum, þ.e. einum foringja, einni feitabollu, einum svertingja, einni stelpu og einu rauðhærðu gleraugnanördi með ofnæmi sem þarf allaf að taka á sig skítverkm (eins konar vasaútgáfa af Woody Allen). Leikararnir ungu beita þeirri óþolandi tilgerðarlegu leikað- ferð sem orðin er landlæg í banda- rískum barnamyndum og á sama við um fullorðnu leikarana, sérstak- lega skólastjórann. Aðalpersónan í myndinni, sæljónið, er vægast sagt fráhrindandi skepna sem gerir lítið annað en að reka við og lykta illa. Imynd sæljónsins er reyndar aðeins hluti af heildarhúmor kvikmyndar- innar sem er allur hinn lágkúruleg- asti. Þessi kvikmynd er enn eitt dæmið um hversu gróflega kvik- myndaframleiðendur í Hollywood vanmeta skopskyn og ímyndunarafl barna. Heiða Jóhannsdóttir í Grafarvogi Dagana 7. til 24. ágúst verður umferð beint frá hringtorgi á mótum Gullinbrúar og Fjallkonuvegar. Er þetta gert vegna breytinga á hringtorginu í gatnamót með umferðarljósum. Umferð í báðar áttir verður beint framhjá torginu bæði með akreinum á milli þessara gatna og einnig yfir á Lokinhamra, sbr. meðfylgjandi kort. o Til þess að greiða fyrir umferð verða sett upp færanleg umferðarljós. Einnig mun lögreglan fylgjast með umferð og aðstoða eftir þörfum. Þá verður reynt að sjá til þess að allir sorpbílar og steypubflar aki Víkurveg þessa daga. Loks verður sérstakur gangbrautarvörður við Lokinhamra. Ibúar Grafarvogs og aðrir vegfarendur eru beðnir velvirðingar á þessu raski, sem er þó nauðsynlegt til þess að gera úrbætur þessar sem bæta samgöngur og auka öryggi í umferðinni. Rétt er að benda á að hægt er að nota aðkomu um Víkurveg. Leið 15 ekur í Hamrahverfi á leið í miðborg öfugt við það sem nú er. Gatnamálastjóri Borgarverkfræðingur VEGAGERÐIN Utsalan er hafin oppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg - sími 552 1212 Ath! Vörur frá Steinari Waage skóverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.