Morgunblaðið - 05.08.1998, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 05.08.1998, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 61 miR 990 PUNKT& ■ msu i bíö , KRINGLUB EINA BÍÓID MEÐ THX DIGITAL f ÖLLUM SÖLUM Kringlunni 4-6, sími 588 0800 BRUCE WILLIS MERCURf Einhvep ueit of mfkið Duimaí sem enginn átti að geta leyst. Lögreglumaðup sem enginn getup stöðuað m\m Sýnd kl. 4.45, 6.55, 9 og 11.15. b.í.i4. Sýnd kl. 5 og 11.15.___________ ■edksitai. WB9Ej)| LJJLLíShJLL Sýnd kl. 4.50. ^RlCHER-PÖOHER ImETHAJL WEAPON ‘ www.samfilm.is FYRIR 990 PUNK.TA rcRCU i BiÓ Snorrabraut 37, sími 551 1384 MI G RYAN IIOLIG l.NGI \\N\ CITY f' i1 f#' r i f< A< ,NA!t< >l< II 1< l í, l \V 1 L L I S Sýnd ki. 5 og 9. ■DDtGfTAL www.samfilm.is ERLENDAR oooooo Björgvin Halldórsson fjallar um plötu Rod Stewarts, „When we were the new boys“ ★★★★ Minnir á eldri plöturnar NÝJA platan hans Rod Stewarts, „When We Were the New Boys“ kemur skemmtilega á óvart. Hún minnir mig á eldri plötur söngvarans eins og „Gasoline Alley“ og „Every Picture Tells a Story.“ Kallinn hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og við eigum sameiginlegan uppáhalds söngvara. Sá heitir Sam Cooke. Hugmyndin á bak við þessa plötu var að fá túlkun þessa góða rokksöngvara meðal annars á nokkrum sérvöldum lögum frá yngri listamönnum eins og OasiSj Primal Scream og Skunk Anansie. Útkoman er ein af betri skífum Rods í langan tíma. Hugmyndin er komin frá Rob Dickins stjórnarformanni Warner- plötufyrirtækisins í London, en Rod hefur verið á samningi þar síðan 1974. Dickins segir sjálfur frá: „Pessa frábæru hugmynd fékk ég klukkan 3 um nótt. Það eru svo margir í brans- anum núna að reyna að hljóma eins Beatles, Faces eða Stones. Væri ekki frábært að heyra Beatles syngja Oasis-lagið „Wonderwall?" Dickins tók síðan saman fullt af lögum og sendi Rod, þar sem hann var við upptökur með Elvis Costello. Elvis og Rod völdu þau lög sem þeim þóttu mest spennandi og afraksturinn er þessi frábæra plata sem sýnir það svo sannarlega að kallinn getur blás- ið nýjum anda í þessi ólíku lög frá ennþá ólíkari listamönnum. Þess má geta að Rod hljóðritaði fleiri lög sem ekki fóru á plötuna af ýmsum ástæð- um. Þar á meðal eru lög eins „Changing Man“ eftir Paul Weller. Kannski fáum við að heyra meira seinna. Við skulum líta á lagalistann á plötunni. „Cicarettes and Alcohol". Lag eft- ir Noel Gallagher úr Oasis. Góður rokkari sem Rod fer vel með. Hann ætti að þekkja umfjöllunarefnið. Rod var spurður að því í viðtali nýlega hvort Noel hefði boðið honum í slagsmál vegna flutnings hans á þessu lagi. Rod sagði að þvert á móti hefðu þeir Noel borið saman bækur sínar vegna útsetningarinnar á lag- inu og svo ættu þeir sameiginlegt áhugamál, sem væri fótbolti, fótbolti og aftur fótbolti og í þessari röð. „Ooh La La.“ Gamla Faces-lagið í nýjum búningi. Gott lag eftir Ronnie Wood og Ronnie Lane, sem báðir voru meðlimir í Faces með Rod, en Ronnie Lane lést um aldur fram. Ég hélt mikið uppá Faces á sínum tíma og við spiluðum mikið af Faces lög- unum í gamla daga. Rod söng þetta ekki í upphaflegu útsetningunni, ég held að það hafi verið Ronnie Lane. Rod gerir þessu lagi góð skil og þarna er hann á heimavelli og út- setningin er skemmtileg. „Rocks“ er frábært lag og góður texti frá hljómsveitinni Primal Scr- eam, sem alltaf hafa hljómað eins og ungir, skoskir Rolling Stones. Þetta er eitt af þeirra betri lögum og Rod rúllar því upp. Þétt og gott. Lagið „Superstar“ er eitt besta lag plötunnar með góða melódíu og flotta útsetningu. Þetta lag er eins og það sé klæðskerasaumað fyrir Rod. „Secret Heart“ er skemmtileg „órafmögnuð“ útsetning á þessu frá- bæra lagi. Rod í ágætu formi og það er ekkert verið að rembast við að breyta laginu. Gott mál.„Hotel Chambermaid" er gott og klassíst rokklag af gamla skólanum. Gítarar saman í forgrunni, þéttur bassi og blautar trommur. Rod rokkar. „Shelley My Love“ er gott lag eft- ir Nick Lowe og á örugglega eftir að verða gefið út sem smáskífa á næstu mánuðum. Þama er Rod Stewart eins og hann á að vera og leikur sér að þessu. Ekki laust við að Sam Cooke svífi aðeins yfir vötnum. í titillaginu „When We Were the New Boys“ fer Rod Stewart aftur í tímann og með söknuði fjallar hann um þegar hann og félagar hans byrj- uðu í bransanum og voru „nýju strákarnir". Gott lag og góður texti. Þótt ég sé ekki mikill aðdáandi Skunk Anansie þá er lagið „Weak“ mjög gott í flutningi þeirra. Það hljómar betur í tóntegund fyrir kvensöngvara en er „veikasta" til- raunin á plötunni. Lagið „What Do You Want Me to Do“ er flott hjá kallinum og hljómar hann eins og Bob Dylan eftir Þjóðhá- tíð í Eyjum. Munnharpan gefur lag- inu vissan blæ og lagið er gott. Að mínu mati ættu allir aðdáendur Rod Stewarts að eignast þessa skífu og ég mæh eindregið með henni. Björgvin Halldórsson og Rod Stewart í gdðum gfr Tölvunámskeið -r Tölvu- og verkfræðiþjónustan v „ Stmanumer^- _ _ _ býður mörg spennandi námskeið "" "úð mu"°' ágóanmkiörum/^«^ Tölvuoámskeið^rir9-15áraj nleg námskeið sem gefa ungu fólki forskot í skólanum og lífrnu. Allt þao nýjasta í forritum, Interneti og margmiðlun. Ath! Einn nemandi um tölvu. 45 kennslust. 116.990 stgr. Umsjón Tölvuneta NTeðaNom Berð þú ábyrgð á rekstri tölvunets? Vilt þú minnka rekstrarkostnað við tölvunetið þitt? 36 kennslust. 39-900 stgr Word, Excel, Access og Intemetið Fjögur vinsælustu námskeiðin í einum pakka á mjög hagstæðu verði. 72 kennslust. 42.900 stgr Farið ítarlega í notkun forrita og stýrikerfis sem notuð eru í fyrirtækjum, skólum og stofnunum. Stýrikerfi og netumsjón, Word, Excel, Access, PowerPoint 1 Forbókanir fyrir haustið. 145 kennslust. 99.900 stgr Verð frá 6.990 stgr. Almennnámskeið Windows, Word, Excel, Access, Outlook, Vefsíðugerð, Internetio og mörg fleiri. GÓÐAR ÁSTÆÐUR FYRIR PVÍ AÐ KOMA .4 NÁMSKEIÐIN OKKAR: Þátttakendur safna námskeiðapunktum hjá okkur og fá aukinn afslátt eftir því sem þeir sækja fleiri námskeið. M Innifalin er símaaðstoð í heilan mánuð eftir að námskeiði lýkur. M Góð staðsetning, næg bílastæði. M íslensk námsgögn og veitingar innifalið í verði. ' ^ L ■ 0Þ A r> Tölvu- og verkfræðiþjónustan Grensásvegi 16 • 108 Reykjavík • Sími: 520 9000 rTaH Raögrciðslur fJTJJJ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.