Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Tómur hasar KEANU Reeves f „Speed“. BANDARISKU hasarmynd- irnar hafa breyst mikið frá því við fórum í Stjörnubíó og sáum Byssurnar frá Na- varone á sjöunda áratugnum. Mynd- in sú vai- gerð árið 1961 og varð geysilega vinsæl um allan heim. í nýlegu hefti kvikmyndatímaritsins Movieline er því haldið fram að hún hafí verið ein fyrsta núíímahasar- stónnyndin, en sú tegund bíómynda þekktist ekki fyrir 1960 að sögn blaðsins. I dag eru slíkar myndir mest áberandi í kvikmyndahúsunum yfir sumartímann. Vinsældir Byss- anna frá Navarone urðu til þess að aðrar ævintýramyndh- úr seinni heimsstyrjöldinni voru gerðar eins og Flóttinn mikli, Tólf ruddar og Arnarborgin, sú mynd sem kannski var hvað mest endursýnd hér á landi fyrir daga myndbandsins. Með árun- úm þróuðust þessar stóru hasar- myndir, sem eru ekki annað en rán- dýrar B-myndir, og í dag fá þær nöfn eins og Ragnarök eða „Ai'ma- geddon" og Godzilla og „Lethal Weapon 4“, „Die Hard 1, 2, og 3“, „Speed“, „Mission: Impossible“ og þannig mætti áfram telja. Ekki tími fyrir per- sónusköpun Þegar maður horfír á Byss- urnar frá Na- varone í dag HARRISON Ford á hlaupum sem Flóttamaðurinn. Hasarmyndir dagsins ganga út á stanslaus læti, hávaða og spennuatriði en vant- ar raunverulegt inni- hald og persónusköp- un, segir í grein Arn- aldar Indriðasonar, sem skoðar hvað hef- ur breyst frá því kvikmyndin Byssurnar frá Navar- one var gerð. NICHOLAS Cage leikur fanga í Fangafluginu. er ekki eins og maður ætli að ærast úr spenningi miðað við adrenalín- flæðið sem hasarmyndir dagsins setja af stað. Ástæðan: Handrit Carls Foremans gerði ráð fyrir per- sónusköpun og sá til þess að áhorf- endur létu sig eitthvað varða örlög persóna myndarinnar. I það fór nokkur tími. Myndin er ekki þessi hasarpakki sem minningin hefur gert úr henni en hún er bráðgóð æv- intýramynd engu að síður einmitt vegna þess að Foreman var umhug- að um persónur sinar. Topphasarspennumyndir sumars- ins, eins og þær eru gjarnan kallaðar í auglýsingum, eru orðnar mest áberandi kvikmyndirnar sem koma frá Hollywood. í sumar höfum við séð Ragnarök og mynd mjög keim- líka henni, Áreksturinn eða „Deep Impact“. Væntanlegar eru myndir eins og Godzilla og „Lethal Weapon 4“ og Merki Zorros og nýjasta mynd Brians De Palma, Snákaaugu eða „Snake Eyes“. Þetta eru myndirnar sem kvikmyndaverin stóru í Hollywood treysta á þegar gróðinn er reiknaður. Eins og réttilega er bent á í áðumefndu kvikmyndatíma- riti er ekki lengur iögð áhersla á per- sónusköpun í hasarmyndunum. Til þess gefst ekki tími lengur. Nú skipa brellurnar mestu máli, hávaðinn í rokkinu og röð hasaratriða sem eru hverju öðru stórkostlegra. Leikstjór- amir eru vanir að fást við tónlistar- myndbönd og þeir nota sömu aðferð- irnar; ef þú heldur þig við sama myndefnið lengur en í fímm sekúnd- ur er víst að áhorfandanum tekur að leiðast. Þetta á sérstaklega við um myndir framleiðandans Jerrys Bruckheimers, sem gert hefur Klett- inn, Fangaflugið og núna Ragnarök. Ekkert í þeim gefur áhorfandanum TOM Cruise í kröppum dansi í „Mission Impossible.“ tilefni til þess að hugsa rökrétt, þvert á móti, rökhugsun er fórnað fyrir enn eitt stórkostlegt brelluat- riðið. Vond handrit, vinsælar myndir Handritshöfundurinn Jonathan Hensleigh, sem skrifaði hanch’itið að Ragnarökum og átti þátt í Fanga- fluginu og Klettinum, segir að fram- kvæmdastjórar kvikmyndaveranna vilji halda að þeir séu að gera mikil- vægar myndir „og hasarmyndir eru ekki taldar mikilvægar. Kvikmynda- verin vilja öll gera þær en þær njóta ekki virðingar". Málið er að þótt handritsgerðin sé hin ómerkilegasta í myndum eins og „Twister" og Júra- garðinum 2 og öðrum svokölluðum sumarsmellum, njóta þær óhemju vinsælda svo varla láta áhorfendur sig miklu varða götin í plottinu og ömurlega klisjukenndar persónur. Bæði Kletturinn og Fangaflugið fengu marga afleita dóma en hand- ritshöfundurinn kippir sér ekki mik- ið upp við það. „Gróðinn af þessum myndum var 660 milljónir dollara. Mér er skítsama hvað gagmýnendur segja,“ er haft eftir honum „AJlir hafa áhyggjur af óþolin- mæði í áhorfendum," segir Graham Yost, handritshöfundur „Speed“, einnar vinsælustu hasarmyndar slð- ustu ára, „þannig að höfundar hasar- myndanna lenda í þeirri gildru að láta bara eitthvað vera að gerast, sama hvað það er.“ Fjölmargir hand- ritshöfundar koma að hverju hand- riti. Það er sent manna á milli til þess að krydda samtölin eða bæta inní hasaratriðum svo oft verður úr hálfgerður hrærigrautur. Fjölmargir handritshöfundar komu að gerð „Mission: Impossible" á þeim árum sem handrit myndarinnar var í smíð- um. David Koebb gerði lokaútgáfuna en þá fékk Tom Cruise Robert Tow- ne til þess að lagfæra sína persónu í myndinni og á meðan á tökum stóð sendi Towne leikaranum símbréf með breytingum á handritinu. Á sama tíma var Koepp að senda leik- stjóranum, Brian De Palma, símbréf með sínum breytingum. Útkoman voru ágæt hasaratriði, sáralítið meira. Jonathan Hensleigh bendir reynd- ar á að það sé meiri galdur en marg- ir halda að fá hugmynd að hasarat- riðum og útfæra þau og vel má vera að svo sé. Góð hasaratriði eru eftir allt það sem hreint og klárt bíó geng- ur útá. „Eg er þekktur fyrir frumleg og hugmyndarík hasaratriði," segir hann og er ekki að skafa utan af því. „Það er hæfileiki sem margir eru of fljótir að afski'ifa. Framkvæmda- stjórarnir og framleiðendurnir halda að allt sem þarf séu góðir áhættu- menn. Hasaratriðin verða að vera skipulögð og hönnuð löngu áður en tökur hefjast. Eg ákveð sjálfur hver sjónarhorn myndavélanna eru og klippingarnar. Því er auðvitað breytt þegar komið er út í framleiðslu myndanna en það er ég sem útvega teikningarnar af hasaratriðunum. Bestu hasaratriðin byggjast öll á hræðilegri keðjuverkun sem áhorf- endurnir sjá ekki fyrir og heldur ekki söguhetjan." Góð hasaratriði Oft er vitnað atriðið í Franska sambandinu eftir William Friedkin er Gene Hackman eltir farþegalest á bílnum sínum þegar nefnt er dæmi um velheppnað hasaratriði. „Bestu hasaratriðin eru búin sinni eigin þriggja þátta frásögn," er haft eftir handritshöfundinum Graham Yost. „Góður hasar snýst um hið óvænta," segh’ hann og nefnir sem dæmi at- riðið í „Die Hai-d“ þegar Bruce Will- is bindur brunaslöngu um sig miðjan og stekkur fram af þaki skýjakljúfs- ins, sem er sögusvið myndarinnar. En það er ekki nóg. Hann ætlar að sveifla sér inn um glugga fyrir neðan sig en glugginn brotn- ar ekki svo hann ' * þarf að skjóta á glerið til þess að splundra því. En það er ekki nóg. Garganið sem heldur brunaslöngunni við vegginn hefur losnað og fellur og byrjar að toga Bruce aftur út um gluggann. „Þannig byggist góð hasarsena á samspili á milli jákvæðra og nei- kvæðra þátta,“ segir Yost. En það er sama hversu stórfeng- leg hasaratriðin í raun eru, og oft eru þau frábærlega unnin, ef per- sónusköpunin er léleg eða engin. „Oft verða hasaratriðin til áður en farið er að hugsa um persónurnar og söguþráðinn," segir David Koepp, sem skrifaði handritið að Snákaaug- um og skrifaði áður m.a. Júragarð- inn uppúr bók Michaels Crichtons. Yost gerir sér ljósa grein fyrir tak- mörkunum sínum á sviði persónu- sköpunar en þær myndir sem hann hefur skrifað handrit að, „Speed“, „Broken Arrow“ og „Hard Rain“, urðu fyrst til sem röð hasaratriða en persónunum var bætt inní síðar. „Það er ekki besta aðferðin við að búa til bíómyndir," segir hann. „Bestu hasarmyndir síðustu tíu ára eins og „Lethal Weapon" og „In the Line of Fire“ höfðu mjög sterka per- sónusköpun. Ef byrjað er á persónu- sköpuninni verður myndin mun sterkari og áhrifaríkari." Shane Black, sem ski-ifaði handrit fytTnefndu myndarinnar, segist ekki hafa gaman af persónum sem séu of öruggar með sig. „Þess vegna lét ég persónu Mel Gibsons í myndinni vera í sjálfsmorðshugleiðingum." Handritshöfundur „Die Hard“, Jeb Stuai't, segir að hasarmyndir verði að byggja á mannlegum tilfinning- um. Fæstir hasarmyndaframleiðend- m’ virðast gera sér grein fyrir þess- um einföldu sannindum. Þess vegna getur verið að maður skemmti sér bærilega í tvo og hálfan tíma á hasarmyndum dagsins en manni verður aldrei hugsað til þeirra aftur. Aldrei. Þar hafa Byssurnar frá Na- varone vinninginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.