Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
GARÐURINN við Hjalla er eitt listaverk,
með steinum, blómum og myndum.
Verð að hafa eitt-
hvað fyrir stafni
Garður alþýðulistamanns í Vík í Mýrdal
er að verða vinsæll viðkomustaður ferða-
fólks. Þar kom Helgi Bjarnason einnig
við og spjallaði við Jón Gunnar Jónsson.
„MÉR finnst skemmtileg-ast að ná
í efnið út í náttúruna, að sjálf-
sögðu án þess að valda skemmd-
um. Það er of algengt að fólk fari
út í næstu búð til að ná í skraut í
garðana sína,“ segir Jón Gunnar
Jónsson, alþýðulistamaður, sem
gerir garðinn frægan við hús sitt
Hjalla í Vík í Mýrdal.
Jón Gunnar flutti til Víkur fyr-
ir tíu árum og undanfarin ár hef-
ur hann lagt töluverða vinnu í
garðinn. Þangað hefur hann flutt
fjölda fallegra steina, meðal ann-
ars kvars, silfurberg, bergkristal,
jaspis, hrafntinnu og jafnvel
steinrunnin tré. Suma hefur hann
hoggið út og málað, meðal ann-
ars andlitsmyndir. Þannig blasir
við gestum andlit með „brosi odd-
vitans“, það er að segja fyrrver-
andi oddvita Mýrdalshrepps,
Guðmundar Elíassonar.
Jón Gunnar ólst upp í Hoffelli í
Hornafirði, einni steinaauðug-
ustu jörð landsins, og þar segist
hann hafa fengið áhugann. Þang-
að sækir hann einnig flesta stein-
ana. Hann segir að fjölbreytnin
sé mikil. Mikið komi undan jökli
og finnist síðan úti á söndum eða
inn með fljótum. „Annars hefur
þetta minnkað mikið og sífellt
verður erfíðara að finna fallega
steina, ásóknin er orðin svo mik-
il. Áður gekk maður á þeim allan
daginn.“
Keypti alla álfana
Sumir steinarnir og steina-
verkin eru ekki lengi í garðinum
við Hjalla. Þangað er alltaf að
koma fólk til að skoða og heilu
ferðamannahópunum er vísað
þangað. Margir vilja kaupa
steina og andlit, þannig var lista-
maðurinn búinn að gera nokkra
álfa til að hafa í garðinum en
sænsk kona sem þangað villtist
keypti þá alla. Jón segir að þeir
séu sjálfsagt komnir í skrautgarð
einhverrar ríkrar fjölskyldu í
Stokkhólmi.
Einn steinn er ekki til sölu og
er sama hvað boðið hefur verið í
hann, stór jaspis, einstakur gull-
moli að mati eigandans. Jón
Gunnar segist geyma steininn
inni en fari stundum með hann út
til að viðra hann og leyfa honum
að njóta veðurblíðunnar. Hann
segist ekki geta borið á móti því
að jaspisinn sé orkusteinn.
Þannig hafi kona sem fékk að
skoða ekki viljað sleppa honum
vegna orkunnar, en Jón Gunnar
hefur ekki viljað láta steininn frá
sér fara.
Hann segist hafa gaman af að
taka á móti fólki en ágangurinn
LANDIÐ
MÁLAÐ andlit á stein.
LISTAMAÐURINN sýnir sandverk frá æskuslóðum,
fjallið er Vestrahorn í Hornafirði.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
JÓN Gunnar Jónsson með jaspisinn verðmæta
sem margir hafa viljað kaupa.
sé að verða nokkuð mikill, eink-
um í sumar. Þannig hafi 85
manns komið einn daginn. Jón
Gunnar tekur ekki aðgangseyri
en segir að einn gesturinn hafí
stungið upp á því að hann kæmi
sér upp söfnunarbauk í garðinum
með þeim orðum að framlögin
væru til styrktar fátækum lista-
manni!
Útrás fyrir sköpunarþörfina
Jón Gunnar hefur lengstum
starfað sem matsveinn, bæði á sjó
og í landi. Listamannseðlið hefur
alla tíð blundað í honum en það
er þó ekki fyrr en á allra síðustu
árum að hann hefur fengið útrás
fyrir tilfinningar sínar með sandi
og olíulitum. Hann hefur átt við
veikindi að stríða og lítið getað
unnið og hefur gripið í málunina
sér til hugarhægðar. Hann segist
aðallega vinna verkin yfir vetur-
inn því á sumrin vilji hann helst
vera útivið, að dunda í garðinum.
Sandur og steinar eru uppi-
staðan í flestum myndverkum
Jóns Gunnars. Hann segist búa
til grunn að verkunum. Hann
strái síðan sandi eða steinum f
sterkt lakk og máli á eftir. Ekki
segist hann vita til þess að nokk-
ur annar listamaður noti þessa
aðferð, þótt margir noti sand og
steina í verk sín. Einnig hefur
Jón aðeins fengist við olíumál-
verk en málar þá beint á mason-
ittplötur, segist ekki hafa neina
ánægju af því að mála á léreft.
Ekki á listamaðurinn margar
myndir til sýnis því hann lætur
þær jafnóðum frá sér og einnig
er töluvert um að hann geri
myndir eftir pöntunum Mýrdæl-
inga og annarra.
Hann sýnir blaðamanni þó
verk frá æskuslóðum sínum í
Hornafirði, sandverk af Vestra-
horni. Við skólaslitin í vor gaf
hann grunnskólanum í Vík fs-
landskort sem búið er til úr efni
úr íjörunni. Mynd eftir hann
hangir uppi í Víkurskála. Þá hef-
ur hann gert kort af Hjörleifs-
höfða fyrir eigendur hans og hef-
ur það verið sett upp í höfðanum
ásamt upplýsingum um sögu
staðarins.
Jón Gunnar vill ekki kalla sig
myndlistarmann, heldur alþýðu-
listamann sem fáist við þessa iðju
af sköpunarþörf. „Ég verð að
hafa eitthvað fyrir stafni en er
gjarnan misskilinn vegna veik-
inda minna,“ segir hann.
Morgunbiaðið/Ólaíiir Jens Sigurðsson
Fugla- og eggja-
sýning í
Hellissandi -1 sumar hefur
staðið yfir í gamla Pakkhúsinu í
Ólafsvík fugla- og eggjasýning,
sem vakið hefur mikla athygli
þeirra sem lagt hafa leið sína í
Ölafsvík
Pakkhúsið. Fuglarnir eru
fengnir að láni frá náttúru-
gripasafni Grunnskóla Hell-
issands en eggin eru í eigu
Torfa Sigurðssonar í Ólafsvík.
Guðsþjónusta í
Grafarkirkju
Hofsósi - Sunnudaginn 12. júlí voru 45 ár liðin
frá endurvígslu Grafarkirkju á Höfðaströnd
og var þess minnst með messugjörð. Séra
Dalla Þórðardóttir þjónaði fyrir altari,
Blönduhlíðarkvartettinn leiddi söng og Sigríð-
ur Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns
Skagfirðinga, flutti erindi um bygginguna.
Um fimmtíu manns sóttu messuna, sem er
talsvert meira en guðshúsið fær rúmað. Ekki
kom að sök þótt stór hópur meðtæki guðsorð-
ið undir berum himni því vel viðraði á kirkju-
gesti.
Grafarkirkja, sem er torfkirkja og eitt
minnsta kirkjuhús landsins, hefur verið í eigu
Þjóðminjasafns frá árinu 1939. Endurreisn
hússins lauk árið 1953 og höfðu þá flestir viðir
verið endurnýjaðir. Altari og predikunarstóll
eru frá á 17. öld, listilega útskorin af kirkju-
smiðnum og skurðlistamanninum Guðmundi
Guðmundssyni í Bjarnastaðahlíð. Á 17. öld var
Gröf í eigu Hólabiskupa, sem á sínum tíma
endurreistu eða byggðu kirkjuhúsið á gömlum
gi-unni. Árið 1765 var kirkjan lögð niður að
boði konungs og gegndi húsið eftir það marg-
víslegum hlutverkum, allt til það var endur-
reist að nýju.
Sjaldan hefur verið messað í Grafarkirkju
hin síðari ár, en framkvæmdar þar einstaka
kirkjulegar athafnir.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
MAXÍM Gorkí við festar inn af Eiðinu í Eyjum.
Skemmtiferðaskip í Eyjum
Vestmannaeyjum - Skemmtiferða-
skip hafa verið tíðir gestir í Eyjum
undanfarna daga en fimm skip hafa
haft viðkomu í Eyjum undanfarið. Síð-
asta skip sem var á ferð var Maxím
Gorkí sem lagðist við festar utan við
Eiðið en farþegar voru ferjaðir í land
með léttbátum skipsins. Algengt er að
skip hafi þennan hátt á er þau koma
til Eyja þar sem ekki er nægt rými
fyrir stærstu skipin að leggjast við
bryggju í höfninni en einungis tvö af
þeim fimm skipum sem hafa haft við-
komu í Eyjum hafa lagst við bryggju.
Að sögn Ólafs M. Kristinssonar
hafnarstjóra eru níu skip væntanleg
til Eyja það sem eftir er sumars, sjö
í ágúst og tvö í byrjun september.
Hann sagði að auðvitað gæfu þessi
skip höfninni tekjur og sagðist
reikna með að í allt skiluðu þau um
tveim milljónum króna í hafnargjöld
til Vestmannaeyjahafnar. Viðkoma
skipanna hefur þó víðtækari áhrif í
Eyjum því ferðaþjónustuaðilar sjá
um að fara með fólkið í skoðunar-
ferðir auk þess sem það kaupir ýmsa
þjónustu í Eyjum.