Morgunblaðið - 05.08.1998, Síða 31

Morgunblaðið - 05.08.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 31 AÐSENDAR GREINAR Meðaltöl misvísandi! Það er ljóst að mjög margir hafa úr litlu að spila á elliárum, segir Páll Gíslason, enda bregður flestum við, þegar þeir líta á tryggingabætur og bera þær saman við fyrri launatekjur. EFTIR að skýrsla forsætisráðherra til Al- þingis um hagi aldr- aðra, sem unnin var af Þjóðhagsstofnun, kom fram í vor, varð of lítil umræða þar um hana. Þetta var mjög athygl- isverð skýrsla en kafn- aði alveg í rifrildi á þingi af ýmsu tagi í spreng fyrir þinglok. Skýrsla þessi er mjög vel unnin, þar kemur margt vel fram um hagi aldraðs fólks í ýmsum löndum. Páll Gíslason Á skýrslunni eru samt tveir aðalgallar. 1. Borin eru saman kjör fólks í mjög ólíkum löndum, svo að að- stæður eru ekki sambærilegar. 2. Mest er stuðst við meðaltöl, sem geta verið mjög misvísandi þegar dreifíng upphæða er mikil. Einn ellilífeyrisþegi hefur t.d. 1 miljón króna á mánuði, en aðrir 60 þúsund krónur. Þetta gefur mjög rangar upplýsingar, sem blekkja menn. Skipting bóta á íslandi Á íslandi eru nú 27.480 manns yfir 67 ára aldri, þar af hljóta 23.162 manns einhvem grunnlíf- eyri, en 22.825 einhverja tekju- tryggingu og 9.818 manns fá óskerta tekjutryggingu. Þetta fólk hefur frá almanna tryggingum (ellilífeyrir + tekjutryggingu) um 62.758 kr. á mánuði til að lifa af og sé um hjón að ræða þá lækkar upp- hæð á mann. Sem betur fer voru „aðilar“ vinnumarkaðarins svo skynsamir upp úr 1970 að koma á skylduellilíf- eyristryggingu, sem tryggðu lág- marks greiðslur. Þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóði fá nú nokkurt fé, en þá kemur bakslagið, því að þá lækkar tekjutrygging, svo að marg- ir lenda í svokallaðri „fátækra- gildru": Meira úr lífeyrissjóði - minna frá almannatryggingum vegna lækkunar tekjutryggingar. Skipting tekna Það er því ljóst að mjög margir hafa úr litlu að spila á elliárum, Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtír, k jólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 enda bregður flestum við, þegar þeir líta á tryggingabætur og bera þær saman við fyrri launatekjur. En þessu fé, sem kemur frá lífeyrissjóð- um og almannatrygg- ingum er misskipt af ýmsum ástæðum og aðstæðum fólks. Jafnt hjá öldruðum og öðr- um. Og þó að mis- skipting sé talnalega séð minni hér en ann- ars staðar blasir þetta betur við augum vegna smæðar þjóðfé- lagsins. Þetta kemur víða fram í þjóðfélagsumræðu, þar sem margir fá sama eða meira á mánuði, en aðrir á ári. En lítið gerist í því, þó að tveir fyrrverandi bankastjórar, sem í áratugi voru þingmenn og ráðherr- ar, tali um þetta, en gerðu ekkert í því þegar þeir höfðu völd og að- stöðu til þess að miðla málum. Meðaltölin! Eins og kemur fram í grein Orra Haukssonar sem byggir á Samsetning tekna ellilífeyrisþega 1996 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 3.000 2.500 -2.000 1.500 1.000 - 500 skýrslunni margumtöluðu þá byggir hann sínar skoðanir á meðatölum sem eru oftast mis- vísandi. Á einu línuriti í grein hans 22. júlí um skiptingu heildartekna tel- ur hann að hagur hinna lægst laun- uðu hafi batnað í hlutfalli við aðra. í greininni er skipurit sem m.a. segir að sé hópnum skipt í 10 jafn- mannmarga hópa fái þeir lægstu 5,6% af heildartekjum aldraðra og hafa hækkað um 0,2%, en þeir hæstu, tíundi hluti hópsins, 24,0% og hafi hækkað um 0,6% milli ár- anna 1991 og ‘96. Þetta segir okkur að þeir hæstu hafa um 5 sinnum hærri tekjur en þeir lægstu. Þetta leiðir í ljós mis- mun, sem erfitt er að gagnrýna ekki. Séu teknir 2 neðstu flokk- arnir (20%) og borið saman við 2 þá efstu er mismunurinn þrefald- ur. Nú er alltaf best að miða við krónur en ekki prósentur. Orri Hauksson telur að hinir tekju- lægstu hafi aukið sinn hlut, en 0,2% aukning gerir ekki margar krónur. Prósentureikningur er hagkvæmastur þeim sem hæst hafa launin. Hvað er til ráða? Það er öllum Ijóst að hagur fólks almennt hefur batnað á síðustu ár- um, en mismikið eins og alltaf verður. Kjör þeirra lægst launuðu eru of kröpp og velferð verður fólgin í að bæta þau, eins og efnahagur þjóð- félagsins leyfir. Nú segja menn að hagkerfið þoli ekki of hraðar launabætur, þá komi verðbólgan aftur og engir þola hana verr en láglaunafólk. En er það virkilega þetta fólk, sem kaup- ir alla bílana eða fer í utanlands- ferðir o.s.frv. Það sem á að gera fýrir þetta fólk: 1. Hækka ellilífeyrir til sam- ræmis, sem áður var. 2. Greiðslur frá almannatrygg- ingum fylgi launaþróun í landinu og verði miðuð við launavísitölu Hagstofunnar, þetta er mjög brýnt nú. 3. Greiðslur frá lífeyrissjóðum stéttarfélaga verði skattlagðar þannig að % hlutar falli undir 10% fjármagnsskatt, enda orðnar til við ávöxtun framlagsins á greiðsluár- unum. Margt fleira mætti nefna, en ég vil ekki ljúka svo þessari grein án þess að minna á hinn geigvænlega skort á hjúkrunarheimilium fyrir aldraða, mest í Reykjavík og ná- grenni, þar er þörfin fyrir hjálp og umönnun mest. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Síðustu dagar útsölunnar 50% afsláttur af öllum vörum fierra GARÐURINN KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.