Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Lífeyrisbaráttan hefur skilað árangri ALLAN þennan ára- tug og reyndar þann sem á undan gekk hafa verið umræður, og oftar en ekki, deil- ur um lífeyrismál. Því er ekki að neita að þetta hefur reynt verulega á þolrifin. Um langt skeið héldu menn sig að verulegu leyti niðri í skotgröf- unum og á það ekki síst við um starfsmenn ríkis og sveitarfélaga innan BSRB og ann- arra samtaka opin- berra starfsmanna enda var hart sótt að lífeyrisréttindum þeirra og það oft úr ólíklegustu áttum. Hafa margir séð ofsjónum yfir lífeyrisréttind- um þessa fólks og hafa raddir í þá veru jafnvel komið frá samtökum launamanna. Fræg að endemum varð grein stéttarfélagsformanns þar sem grátið var yfir forréttind- um félagsmanna BSRB og talað um kamapavínssjóði í því sam- bandi. Ekki hafa félagsmenn aðild- arfélaga BSRB sem komnir eru á lífeyri almennt þá fjármuni aflögu að dugi fyrir miklu kamapavíni, alla vega ekki að staðaldri. En hitt er rétt að Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins býður upp á rétt- indi sem eru með því besta sem launafólk hefur náð fram hér á landi og ætti að vera öllu launa- fólki keppikefli að stefna að því sama í stað þess að grafa undan réttindabaráttu þeirra sem hér eiga í hlut. Kjarabætur til frambúðar Pegar líða tók á þennan áratug var sú ákvörðun tekin innan BSRB að stigið skyldi upp úr skotgröfunum og gerð gangskör að því gera breytingar á lífeyriskerfinu til frambúðar. Þetta kostaði mikla vinnu og talsverð átök. En þeg- ar upp var staðið náð- ist samkomulag við fj ármálaráðuneytið um breytingar á Líf- eyrissjóði starfs- manna ríkisins sem að dómi okkar sem kom- um að þessum málum fyrir hönd stéttarfé- laganna var fyllilega viðunandi. Með því Ögmundur samkomulagi tókst að Jónasson verja kjör lífeyrisþeg- anna auk þess sem gerðar voru ýmsra breytingar sem munu skila sér sem kjara- bættur til lífeyrisþega þegar fram líða stundir. Enn var þó ósamið við sveitar- félögin og hafur staðið í stappi við Reynslan af baráttunni fyrir lífeyrisréttindum FS sýnir okkur, segir Og- mundur Jónasson, að með staðfestu og þolin- mæði hefst árangur. þau um nokkurt skeið. í apríl á síðasta ári var síðan undirritað samkomulag á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kveðið var á um að starfs- mönnum sveitarfélaganna skyldu tryggð sambærileg réttindi og þegar hafði verið samið um við ríkið í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þetta samkomulag festu aðildarfélög BSRB síðan inn í kjarasamninga sína í þeim samn- TkTunið brúðargjafalistann Hönnun E. Sottsass Mörkinni 3, sími 588 0640 casa@treknet.is Fegurðin kemur innan frá Ælinö light 0 Yogastöðin Heilsubót, Síðumúla 15, sími 588 5/11 Sumarnámskeið í HATHA-YOGA Við leggjum áherslu á fimm þætti til að viðhalda góðri heilsu: • RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöðvum, róar og kyrrir hugann. • LÍKAMLEG ÁREYNSLA í ÆFINGUM. Þá styrkjum við vöðva, liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum blóðrás ® RÉTT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel.' • RÉTT FÆÐI, sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni • JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt að verkefnum dagsins strax að morgni Byrjendatímar og tímar fyrir vana yogaiðkendur. Vetrarstarfsemin byrjar 1. september. Óbreyttir tímar. ingum sem fóru í hönd þá um vor- ið. í kjölfarið hófst síðan vinna þar sem þetta samkomnulag var út- fært og lauk henni síðan með und- irskrift um stofnun nýs lífeyris- sjóðs sveitarfélaga fyrir fáeinum dögum. Sveitarfélagasjóðurinn markar tímamót Hér er um að ræða lífeyrissjóð sem tryggir starfsmönnum sveitar- félaga sem aðild eiga að samtökum okkar nákvæmlega sömu réttindi og boðið er upp á í LSR. Auk þess er boðið upp á valdeildir en Sam- band íslenskra sveitarfélaga lagði ríka áherslu á að upp á slíkt yrði boðið. Hér er um merkan áfanga að ræða og Ijóst að grunnur hefur ver- ið lagður að því styrkja enn lífeyris- réttindi þeirra félagsmanna BSRB sem starfa hjá sveitarfélögum eða stofnunum sem þeim tengjast. Þegar hafa mörg sveitarfélög ákveðið að gerast aðilar að hinum nýja lífeyrissjóði. Önnur kunna að taka ákvörðun um að halda óbreyttri aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins en mörg sveitarfélög hafa átt þar aðild um lengri eða skemmri tíma og verð- ur þeim eftir sem áður frjálst að halda þeirri aðild óbreyttri. Skuldbindingar sveitarfélaganna gagnvart BSRB á sínum tíma lúta fyrst og fremst að því að tryggja verðmæti réttindanna en síðan hefur atvinnurekandinn, í sam- ráði við stéttarfélögin, um fleirí en einn kost að velja til að full- nægja þeirri skuldbindingu sem þannig gæti verið innan LSR eða hins nýstofnaða sveitarfélaga- sjóðs. Þótt allt miði þetta í rétta átt er björninn ekki alls staðar unninn. Þannig hefur hvorki Landssíminn né Islandspóstur enn sem komið er fullnægt þeim loforðum sem gefin voru á Álþingi á sínum tíma um að tryggja starfsmönnum sín- um sömu réttindi eftir hlutafé- lagavæðingu og þeir höfðu áður búið við eða ættu kost á sem opin- berir starfsmenn. Staðreyndin er sú að ekkert stendur í vegi fyrir því að þeir starfsmenn sem eru félagar í BSRB fái aðild að nýrri deild LSR þar sem greidd eru 15,5% iðgjöld af öllum launum en ávinnsla lífeyrisréttinda í þeirri deild er með því besta sem gerist í landinu. Þrákelkni stjórnenda þessara stofnana og sá ósiður rík- isstjórnarinnar að standa ekki við gefin fyrirheit er það eina sem kemur í veg fyrir þetta. Starfsmenn íslandspósts og Landssíma á dagskrá Næstu mál á dagskrá á sviði líf- eyrismála er að fylgja því eftir að öll sveitarfélögin fullnægi samn- ingum um lífeyrisréttindi, annað- hvort í hinum nýstofnaða Kfeyris- sjóði sveitarfélaga eða LSR. Jafn- framt verður gerð að því gangskör með haustinu að knýja á um bætt lífeyrisréttindi starfsmanna Is- landspósts hf. og Landssímans hf. í samræmi við gefin fyrirheit á Al- þingi. Reynslan af baráttunni fyrir líf- eyrisréttindum sýnir okkur að með staðfestu og þolinmæði hefst ár- angur. Það hefur sannast í samn- ingum við fjármálaráðuneytið og nú við sveitarfélögin varðandi þá félaga okkar sem þar starfa. Óg hið sama mun gerast gagnvart starfsmönnum Islandspósts og Landssímans einnig áður en upp er staðið. Með þrautseigjunni hefst það. Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. ISLEIVSKT MAL Jón G. Friðjónsson kennir okkur nú æ meir um áhrif Biblíunnar á íslenskt mál. Áður hefur verið getið hér hins mikla verks hans, Rætur málsins. Fyrir skömmu kom út rit Stofn- unar Sigurðar Nordals með mörg- um góðum greinum, og þeirra á meðal er grein eftir Jón G. Frið- jónsson um biblíumálið og áhiif þess á tungu okkar. Umsjónar- maður leyfii’ sér að birta hér svo- lítinn kafla, og nýtur hann sín von- andi, þótt slitinn sé úr samhengi: „Eins og áður sagði era það orðfræðileg einkenni ýmiss konar sem greina biblíumálfar skarpast frá öðra málfari og mörg þeirra má telja til séreinkenna íslensks biblíumáls. I yfirlitinu hér að framan var orðfræðilegum ein- kennum skipt í tvennt, þ.e. ann- ars vegar þau atriði er varða ein- stakar orðmyndir og hins vegar þau er varða orðaforðann. Um fyrra atriðið skal aðeins nefnt að þess era fjölmörg dæmi að notað- ar séu fremur sjaldgæfar orð- myndir í biblíumáli, t.d. gjöra í stað gera, kveld í stað kvöld, eta í stað éta og eg í stað ég. Af svipuð- um toga er notkun persónufor- nafnanna vér og þér í stað við og þið og eignarfornafnanna vor og yðar í stað okkar og ykkar. Um sérstakan orðaforða íslensks bibl- íumáls er það að segja að þar era einkennin trúlega sterkust og eru þau af þrennum toga, þau varða einstök orð, orðatiltæki og máls- hætti. Til yfirlits skulu nefnd nokkur dæmi: a. Einstök orð: syndaselur; syndaregistur; samviskubit; bernskuglöp; manngreinarálit; ásteytingarsteinn; hornsteinn; dauðasynd; hyrningarsteinn; hrösunarhella; hjálparhella; Salómonsdómur og lífsbók. b. Orðatiltæki: blása e-m e-u í brjóst; senda e-n út af örkinni; skjálfa á beinunum; koma eins og þjófur á nóttu; leggja stein í götu e-s og iifa í vellystingum praktug- lega. c. Málshættir: Afl fylgir aldrí manns; Verkið lofar meistarann; Af litlum neista verður oft mikið bál; Dauðinn dvelur eigi; AIIL er með ráði gjörandi og Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 964. þáttur í þessum kafla hefur verið drepið á ýmis atriði sem til þess era fallin að greina biblíumálfar frá öðra málsniði. Þau atriði sem minnst hefur verið á era mismik- ilvæg en skýrast eru biblíumáls- einkennin á sviði orðfræði. Þegar öll einkennin koma saman má telja að það málsnið sem einkenn- ir trúarlega texta skeri sig skýrt úr annars konar málsniði.“ ★ Frá Pétri og Páli: 1) I staðinn fyrir „umboðsaðil- ar“ leggjum við til að komi um- bjóðendur. Finnið þið ekki hvað neytendur er miklu betra en „neysluaðilar"? 2) I fréttum Stöðvar tvö mátti heyra að haldinn hefði verið „fjöl- mennur fyrirlestur" og telst það að vísu til tíðinda. 3) Ríkissjónvarpið fær hins vegar stig hjá okkur fyrir styðj- endur í stað „stuðningsaðilar". Og væri þá ekki upplagt að nota orðið kostendur, þegar það á við? 4) Þá senda þeir félagar: Ríkis- var Jóna á -jötunni, en í janúar sneri hún við plötunni: fór að vinna alveg sjálf- stætt og eignaðist Álf, og nú eru þau bæði á götunni. ★ Klara var bóngóð við bossana, en barði með priki alla tossana; hún var konan hans Frímanns, og í fyllingu tímans mun forsetinn vafalaust kross’ ‘ana. og öll hjarta míns dulin og deyjandi fræ urðu dýrðleg, sem ljómandi vor. En mín sál var þó kyr, því að kraptanna flug eins og kyrrasta jafhvægi stóð, og mjer söng einhver fylling í svellandi hug, eins og samhljóma gullhörpu ljóð. Eins og heilög Guðs Ritning lá hauður og sær, allt var himnesku gull-letri skráð, meðan dagstjaman kvaddi svo dásemdar- skær eins og deyjanda Guðssonar náð. ★ Bjarni Sigtryggsson í Kaup- mannahöfn sendir okkur eftirfar- andi lesmál og hefur sýnilega ekki verið ánægður með málfarið á fréttinni sem hann las á Morg- unnetinu: „Nefnd á vegum samgönguráð- herra telur hagkvæmt að byggja ráðstefnumiðstöð í Reykjavík í tengslum við byggingu tónlistar- húss. Æskilegast sé að þessi mið- stöð verði staðsett í eða við mið- bæ Reykjavíkur, við byggt eða óbyggt hótel.“ Bjami kvað: Hér sit ég, hinn ókomni gestur með ókunnu hyski á óbyggðu hóteli og bíð eftir óveiddum físki. Við fáum víst hraðrétt enda harla vel staðsett hjá óbyggðu borði með óhreinu glasi og diski. Meira frá Bjarna innan skamms. Engan mun undra að unun sé að lesa Þjóðólf frá þeim árum, þegar sr. Matthías Jochumsson var eigandi hans og ritstjóri. Matthías var ekki sínkur á ljóð sín, jafnvel sum þau allra bestu, sem sett voru í blaðið af full- komnu yfirlætisleysi, rétt eins og eyðufyllingar. Ég ætla að taka stafrétta endurprentun á síðara helmingi snilldarverksins sem nú gengur undir nafninu Leiðsla, en þá hét Hugsjón (ort á þjóðhátíð- inni 1874): Jeg andaði himinsins helgasta blæ, og minn hugur svalg voðalegt þor, Pumpið er æði, pumpið (body pumping) er nýjasta æðið, sagði kona sem ekki vill flíka nafni sínu. Umsjónarmanni líst pi’ýðilega á þetta, þó hann fari ekki sjálfur í pump. Hannes Pétursson skáld hefur tjáð mér að vísan um Nikódemus, sjá 961. þátt, sé eftir sr. Hallgrím Thorlacius í Glaumbæ, „ort til gamans við skál og spil“. Ragnar Amason hefur vísuna eilítið öðravísi en ég, en það gerir ekkert til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.